Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.1999, Side 12

Skessuhorn - 25.11.1999, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1999 ^KiasunuL Vegamál á Vesturlandi Að undanfömu virðist mér að öll umræða um samgöngur snúist um jarðgöng, þau eigi að bjarga lands- byggðinni og ber þá mest á kröfú- gerðinni um göng á Norður og Austurlandi. A Vesturlandi hefúr maður heyrt imprað á því að borað verði í gegn- um Bröttubrekku sem á að stytta leiðina vestur í Dali og Vestfirði um einhver ósköp. Finnst mér hug- mynd þessi ffáleit og ekki pening- anna virði sú litla hagræðing sem með því fengist. Hæð Bröttbrekku er 402 metrar yfir sjávarmáli og það er sama hvað menn moka til mikl- um jarðvegi þá verður hæð hennar ekki breytt að neinu gagni og getur aldrei orðið örugg vetrarleið en það hlýtur að vera meiningin sem að baki hugmyndinni liggur. Það er furðuleg árátta hjá yfirvöldum vegamála að klifra upp um fjöll með vegi en líta framhjá betri kostum sem finna má á láglendi. A sínum tíma var lagður vegur yfir Heydal og þótti þá hin besta samgöngubót. Nú virðast allir vera búnir að gleyma þessari leið sem svo oft hefur bjargað miklu að vetr- arlagi, enda er hæðin ekki nema 175 metrar yfir sjávarmáli. Væri nú ekki hyggilegra að gera þessa leið að framtíðarvegi, leggja bundið1 slit- lag að Bfldhóli og áffam austur áleiðis til Búðardals? Þessi leið er að vísu 20 km lengri og þá koma allir þeir sem allt mæla í mínútum og fordæma slíkar hugmyndir. Það er eins og menn vilji heldur koma sér í stórhættu á fjöllum uppi í hríð- arbyljum en að komast áffam tafar- lítdð niður á láglendinu. Ef ráða- menn vegamála vilja falla í sömu gryfjuna og kröfugerðarmennimir sem helst vilja komast á milli staða á hraða ljóssins væri hyggilegra að bora í gegnum fjallið undir Bröttu- brekku, fyrst þjóðin er allt í einu orðin svo rík að hana muni ekki um slíkt smáræði. Talið er nú víst að Vatnaheiðin verði fyrir valinu og taki við hlut- verki Kerlingaskarðsvegar. Og verð ég að sætta mig við þá niðurstöðu, þ.e.a.s. ef ekki verður áfram kostað fjármagni til að halda Skarðinu opnu þrátt fyrir nýjan veg yfir Vatnaheiðina. Það þyrfti að liggja fyrir loforð um að slíkt yrði ekki gert. Eg vil láta það koma ffam að að ég get ekki fallist á rök þeirra sem hafúa leiðinni um Vamaheiði vegna hugsanlegra náttúmspjalla. Við verðum að virða rétt mannsins til þess að nýta sér á skynsamlegan hátt þá kosti sem landið okkar hef- ur upp á að bjóða, þó að sjálfsögðu eigi að taka tillit til náttúruverndar- sjónarmiða. Nú virðist vera komin einhver hreyfing á mál Utnesvegar og hefur það ekki gerst orðalaust eins og dæmin sanna. Fullyrt er að kaflinn frá Bjarnafossi í Staðarsveit að Stóra-Kambi í Breiðuvík verði boð- inn út einhverja næstu daga og em það góð tíðindi fyrir alla þá sem á útnesinu búa. Einn er þó sá kafli Umesvegar og sá versti ef litið er til vetrarsamganga en það er kaflinn frá svokölluðum Stapabomi vesmr í Fellsbrekku neðanverða. Þessi leið er hin mesta snjóakista og var aldrei litið á hana sem endanlega lausn þegar vegur tdl ffamtíðar yrði gerð- ur. Þegar maður spyr ábyrga menn Vegagerðarinnar fara þeir undan í flæmingi og kunna engin svör. Helst má skilja á þeim að ekki megi spilla einhverjum dýjaveitum og sinustráum sem eru í vegi fyrir “Neðri leiðinni”. Ekki veit ég hvaða aulabárður hefur orðið til þess að tefja þetta mál og væri rétt að sá eða þeir sem komast upp með slíkt geri grein fyrir sinni furðulegu afstöðu. Umesvegur býr yfir slysa- gildrum af öllum stærðum og gerð- um og slysin verða tíðari eftir því sem umferðin eykst þrátt fyrir vök- ul augu Björns Jónssonar vegaverk- stjóra sem gert hefur marga góða hluti fyrir þennan veg. Það er því lífsspursmál að færa þessi mál til betri vegar. Með fullri virðingu fyr- ir Fróðárheiði þá verður hæð henn- ar ekki breytt og góður vegur fram undir Jöklinum styrkir búsem allra sem í Snæfellsbæ búa. Því hefur af ábyrgum aðilum verið lofað að setja bundið slidag á Fróðárheiði og vil ég fáfróður spyrja: Er það til að auka öryggi vegfarenda að vetrar- lagi að leggja bundið slitlag á hinar brötm brekkur, sérstaklega í norð- anverðri heiðinni? Það væri nauð- synlegt að fá svör vegfróðra manna við þeirri spurningu. Oll samgöngumannvirki á lands- byggðinni era dýr en þau era líka höfuðatriði í gangverki hennar og ætm því að auðvelda fólki að sækja vinnu fjarri heimilum sínum. En því miður er það svo að fólk kann oft ekki að meta það sem jarðgöng og malbikaðir vegir hafa upp á að bjóða. Fyrir stuttu var viðtal við verkakonu á Ólafsfirði sem sagt hafði verið upp vinnu í sínum heimabæ vegna verkelnaleysis. Hún var spurð að því hvort hún gæti þá ekki sótt vinnu til Dalvíkur en á milli þessara staða era 18 km eftir að göngin komu um Ölafsfjarðar- Kristinn Kristjánsson múla. Blessuð konan hélt nú ekki, þessi leið væri ekki svo skemmtileg. Fyrir nokkram áram var starfsfólki í frystihúsi í Ólafsvík sagt upp ein- hverra orsaka vegna. Fréttamaður spyr konu þar hvort hún gæti ekki farið út á Rif en þar vantaði fólk í Hraðfrystihúsi Hellissands. Konan svaraði að bragði: “Eg ætla nú ekki að fara að vinna þarna útfrá.” Á milli Ólafsvíkur og Rifs era nokk- urra mínúma aksmr efdr malbikuð- um vegi. Þetta er ljótt að heyra. Það er nú algengt að fólk á Reykjavíkursvæðinu sæki vinnu austur fyrir fjall til Selfoss og ná- grennis, sömuleiðis suður á Reykja- nessvæðið eða upp á Akranes eftir að Hvalfjarðargöngin komu og eru allar þessar leiðir lengri en dæmin sem að framan greina um Ólafs- ljörð og Ólafsvík. Hvað er til bjarg- ar landsbyggðinni? Það virðist vera eitthvað meira sem vantar en góða vegi og jarðgöng. Kristinn Kristjánsson Fyrrverandi kennari á Hellissandi. Virkír vefir Þú ritstýrir - við hönnum Vefsmiðja Vesturlands í samvinnu við AkNet og Eflingu Stykkishólms kynnir nýja þjónustu: Virka vefi. í Fosshótel Stykkishólmi fímmtudaginn 2. desember 1999 kl 16. Við hönnum fyrir þig vef þar sem þú getur alfarið séð um að breyta texta og bæta við upplýsingum frá degi til dags - með einföldu innsláttarformi - beint og milliliðalaust - án þess að hafa nokkra sérþekkingu á tölvur. Okkar þáttur felst í því að hanna útlit vefjarins, koma honum á framfæri með markvissri markaðssetningu og sjá um gagnagrunns- vinnsluna sem gerir þessa þjónustu mögulega. Þeir sem hafa reglulega nýtt efni fram að færa á vefjum sínum uppskera aukinn lestur vefjanna og ná betri árangri. Lesendur koma aftur og aftur ef þeir vita að innihaldið endumýjast reglulega - að vefurinn sé Virkur vefur. Vefsmiðja Vesturlands Efling Stykkishólms AkNet I eyði í hálfa öld Minningabrot úr Svínadal Þegar komið er yfir Ferstikluháls niður í Svínadalinn blasir við tún- blettur í annars hrjóstugu landi. Þama stóð bærinn Glammastaðir sem fór í eyði vorið 1949. Jörðin Glammastaðir var mjög góð fjár- jörð en fremur reytingssamar slægjur og heyvinnuvélar komust aldrei þangað. Náttúrafegurð er þarna mikil. Mannvistarleifar sjást engar þær hafa verið jaínaðar út fyrir löngu. Aðeins túnið grænkar ennþá meira en umhverfið uppfrá vatninu, þess- ari miklu matarkism sem það var Glammastaðavatn. Eg átti heimilisfang þarna síð- ustu 10 árin sem jörðin var í byggð. Eg kom þarna snögga ferð vorið 1967 og þá vora rústir bæjarins stæðilegar og silungurinn skvetti sér í vatninu. Við rústir Glammastaða 1967 Egyndifesti bara á einum stad í undirvitund reynist mér hann bestur. Við hnminn bœ og grasi orpið hlað á öllum stóðum óðrum er ég gestur. Þar vindur gnýr um veggjabrotin skökk og vargur hlakkar yfir feigum vorum. þá hafðu gamli moldarbcerinn þökk mín hjartalund ífriði býr hjá honum. í Sandgerði 1978 og síðar: Kyrrlát sveit með silungsveiði sífellt vakir mér í minni örlögþó mig alltaf seiði einstigin á götu sinni Kólgubakki hylur jjallasýn og fagurt latidið blómaskrúði vafið En þetta vera æviörlög mín eyðimelar út við úfið hafið. Og þegar legg égfrá mér staf og serk og sé í anda óll mínfánýt störf. Mig undrar mest að skyldu öll þau verk engu verða að gagni eða þörf. Guðmimdurjrá Glammastöðum. sexfalt vaff punktur vesturland punktur is Hagfræði Menntamaður nokkur var staddur við höfnina í litlu sjávar- þorpi í Mexíkó. Hann sá lítinn bát koma inn. Eirrn maður var um borð og margir stórir túnfisk- ar. Sá menntaði spurði fiski- manninn hve lengi hann hefði verið að veíða þetta. “Smástund,” var svarið. “Af hverju veiddir þú ekki meira?” “Eg hef ekkert að gera við meira,” sagði fiskimað- urinn, “þetta nægir fjölskyldunni minni vel.” “Hvað gerir þúj)á við tímann,” spurði hinn. “Eg lifi góðu lífi,” sagði fiskimaðurinn. Eg sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek „siesta“ með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum. Eg get gefið þér góð ráð sagði menntamaðurinn. Eg er með BS próf í rekstrarfræði frá Sam- vinnuháskólanum á Bifröst. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heil- an flota af bátum og þá erm ekki lengur háður því að selja í gegn- um milliliði en gemr verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá gemr þú elcki lengur búið hér en flytur í ein- hverja stórborgina.” “Hvað tekur þetta langan tíma,” spurði fiski- maðurinn. “Svona 20-25 ár.” “En hvað svo,” spurði fiskimað- urinn.- “Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytdr fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfa- markað og selur og stendur uppi með margar millj.dollara.- Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo? Bifrestingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur „siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þín- um!!! Frá USA Ameríkanar eru þekktir fyrir að þurfa að hafa allt “imbaproof’. Þess gætir óneitanlega í leiðbein- ingum á ýmsum þarlendum vör- um. Hér verður gripið niður í nokkur slík: Á pakka með ffosinni súpu: “Tillaga að matseld: Þýðið súp- una” Á bomi kassa utanaf rjómaboll- um stendur: “Ekki má snúa kass- anum við” (stendur á botninum). Á dós með smjördeigi stendur: “Varan er heit efdr upphitun” Á kassa utanaf straujárni: “Straujaðu ekki föt meðan þú ert í þeim” Á hóstasaft fyrir böm stendur: “Aldð ekki bfl eða stærri vélum eftir inntöku” Á kassa utanaf svefntöflum: “Gæti gert þig þreyttan” Á pakka með jólaljósum: “Að- eins til nota innandyra eða úti” Á salthnempakka: “Aðvörtm! Inniheldur hnemr” Á salthnempakka í flugvél: “Leiðbeiningar: Opnið pokann, borðið hnemrnar” Á örbylgjuofnum: “Bannað að þurrka ketti í ofhinum”

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.