Skessuhorn - 25.11.1999, Side 16
16
FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1999
Ur heita pottinum fyrir vestan
Flj ótsdalsvirkj un, enn á ný á Alþingi!
Skipt um skoðun
í umræðum um Fljótsdalsvirkjun
á Alþingi sýndi forsætisráðherra
takta sem sanna að hann er pólitísk-
ur refur á heimsmælikvarða þegar
hann skapaði langa umræðu og
mikil skoðanaskipti um hvort menn
mættu skipta um skoðun. LEIÐ-
TOGINN byrjaði á skarpan hátt að
rifja upp fyrir þingheimi hver skoð-
un fyrrverandi ráðherra hefði verið
á fyrri stigum þessa máls. Stein-
grímur græni og Ossur skarpi
brugðust hart við með því að halda
uppi vömum af mikilli skrúðmælgi
með svipbrigðum hins saklausa sem
borinn er röngum sökum og hlupu
sífellt í ponm með gögn sem átm að
sanna að þeir hefðu ekki skipt um
skoðun eða til að segja að þeir
hefðu fulla heimild til að skipta um
skoðun. Þetta var alveg briljant
hugmynd hjá forsætisráðherra til að
fá stjómarandstöðuna til að gera sig
að algjömm fíflum frami fyrir þjóð-
inni. En það er að sjálfsögðu svo al-
gengt að það tæki því ekki að minn-
ast á þetta, nema fyrir það eitt að
þetta atvik sýndi okkur bemr en oft
áður að það að vera alþingismaður
er ekki lélegt hlutverk en það era
alltof margir lélegir leikarar Al-
þingismenn. Stjórnarskráin og
þegnamir krefjast þess að hægt sé
að taka Alþingi alvarlega og Alþingi
og alþingismenn hafa í lögum bein-
línis ákvæði um að þjóðin eigi að
virða þingið og við óteljandi tæki-
færi hafa þingmenn bent á og ítrek-
að að auka þurfi virðingu Alþingis
inná við sem útá við. Ekki tók betra
við í sömu umræðu þegar Kolbrún
hreina sagðist ástunda nýjan lífstíl
og hvatti menn til að fara að smíða
bíla úr plasti og gleri þar sem ál-
framleiðsla væri svo umhverf-
isslæm. Ekki væri það orkuminna
né umhverfisvænna samkvæmt eðl-
is og efnafræðinni í gamla gaggó og
nýlegum líka. Það hálfa væri nóg.
Skipta um verkefhi
Oll þessi umræða er óþörf, í besta
falli liðskönnun hjá ríkisstjóminni
og er svo arfavitlaus að það tekur
engu tali, léttúðin og ábyrgðarleys-
ið sem hún lýsir kemur kannski best
fram í því að allir flokkar eða
flokksbrot hafa staðið að fram-
kvæmdum við Fljótsdalsvirkjun frá
því að þær hófust sumarið 1981 og
að framkvæmdirnar hafa kostað
rúmlega 3 milljarða króna, þetta er
kannski skiptimynt í þenslunni á
höfuðborgarsvæðinu, þetta er rétt
eins og viðbótin við Kringluna
kostaði, en fyrir dreifbýlingana
þenslulausu veldur slík upphæð
svima sé það ætlunin að henda
henni út um gluggann. Að skipta
um skoðun í þessu máli gengur því
ekki án mikilla fjárútláta og grófra
svika við Austfirðinga.
Hjörleifur ráðherra sagði 6. maí
1982 þegar samþykkt var þingsá-
lyktunartillaga um
virkjanastefnu/virkj-
anaröð á Alþingi.
„Eg vænti þess fast-
lega að í þeim stóra
málum sem hér er tek-
ið á ríki friður við
framkvæmdir og þær
megi verða lands-
mönnum öllum til
heilla hvort sem þær
taka 10 ár, 12 ár eða 15
ár, uns þær era til lykta
leiddar. Ég bæði skora
á hv. alþingismenn og
óska eindregið eftir
því, að um afgreiðslu
þessa máls megi takast
friður og samstaða, og
vil ég þakka þeim fjöl-
mörgu, bæði heima í
héraðum og hér syðra
og hér á hv. Alþingi,
þar með taldir hv.
nefndarmenn í at-
vinnumálanefnd sameinaðs þings,
fyrir viðleitni þeirra til að skapa
samstöðu um þetta mál og eðlilegt
andrúmsloft í kringum það. Eg
vænti að það eigi eftir að ríkja í
framtíðinni.“ Tilvimtrn líkur.
Hér biður forysmmaður náttúra-
verndar á Islandi og stofnandi
NAUST Náttúruverndarsamtaka
Ausmrlands og formaður allan átt-
unda áramgin um frið og samstöðu,
enda voru öll samtök og stofnanir á
því sviði búin að samþykkja virkjun
í Fljótsdal fyrir sitt leyti. Það fannst
ekki hjáróma rödd.
En hvers vegna skyldi ráðherra
vera að þakka heimamönnum ?
Það var vegna þess að við Austfirð-
ingar voram vægt til orða tekið
mjög undrandi að Blanda skyldi
ákvörðuð sem fyrsti virkjanakostur
af tæknilegum og veðurfarslegum
ástæðum, hér nægir að nefna að
sem mest fjarðlægð kerfislega frá
Þjórsárvirkjunum skapaði miklu
meiri orkuflumingshagkvæmi en
virkjun Blöndu gerði þar að auki
voru uppi miklar deilur um
Blönduvirkjun heima fyrir en engu
slíku var til að dreifa á Austurlandi.
Við Austfirðingar urðum því mjög
sárreiðir því einfalda atriði, að það
var ekki hagkvæmni sem réði
virkjunarröð heldur pólitískur
styrkleiki norðanmanna og sunnan-
manna sem var einfaldlega meiri en
okkar og Hjörleifs. Ráðherra var
einfaldlega að þakka það að við
Austfirðingar héldum kjafti eins og
hann bað okkur um þegar hann
óskaði eftir því að við breyttum
okkar áherslum um virkjanaáform
og styddum hans. Við trúðum þá
orðum hans og gerðum og vildum
allt til vinna að sýna einingu útávið.
Lögin nr. 63/1993 um Umhverf-
ismat gilda ekki um áframhald
framkvæmda við virkjun Jökulsár
frá F.yjabakka.
Þingmenn og ráðherrar !, lög nr.
63/1993 vora ekki sett af hinu háa
Alþingi til að stöðva framkvæmdir
sem þá þegar era hafnar, þau vora
sett til að meðhöndla ný fram-
kvæmdaáform. Til að taka á fram-
kvæmdum sem era í gangi þarf allt
önnur lög, lög sem myndu setja
bann á framhald ffamkvæmda og
fella úr gildi lög frá 1981 og efnisá-
kvæði þingsályktunar um virkjunar-
röð frá 6 maí 1982 og ákveðin atriði
í lögum frá 1990, en þá yrði ríkis-
sjóður að vera viðbúinn mjög hárri
skaðabótarkröfu ef að líkum lætur.
Þingmenn jafnt sem ráðherrar
verða að átta sig á því að heimild til
framkvæmda vegna virkjunar Jök-
ulsár í Fljótsdal var fengin vorið
1981 á Alþingi í kjölfar samnings
Fljótsdalshrepps og RARIK um
virkjun Jökulsár í Fljótsdals frá
Eyjabökkum, sem undirritaður var
á skrifstofu minni á Egilsstöðum 7.
apríl 1981.
Ollum formsatriðum var þá þeg-
ar 1981 fullnægt á grandvelli gild-
andi ákvæða um slíkar framkvæmd-
ir. Oll lög sem síðan hafa tekið gildi
koma þessu máli ekkert
við, meira að segja
virkjanaleyfið 1990 var
bara pólítískur leikur,
einn í viðbót enn til að
ná Austfirðingum upp
úr þunglyndisástandi
vegna endalausra svika
og áframhald fram-
kvæmda við Þjórsá í
stað þess að hraða
Fljótsdalsvirkjun.
Þingmenn jafnt sem
ráðherrar verða líka að
átta sig á að sá langi
tími sem framkvæmd-
irnar hafa tekið er ein-
faldlega vegna mark-
aðsástæðna og þess að
aðrir kostir á Þjórsár-
svæðinu hafa verið
teknir á undan, en er
ekki uppi til að setja á
svið endalaus leikrit í
þjóðarleikhúsinu í póli-
tískum tilgangi til að skreyta sig
skrautfjöðram Jóns sterka og getað
sagt við Austfirðinga “sjáið hvernig
ég tók þá” í slag um hylli þeirra.
Eða að þeir hafi tíma til að mála
skrattann á vegginn svo um munar
og koma sér upp óvinaher. Eða nú
þegar þeir með klaufaskap sínum og
ábyrgðarleysi telja nauðsynlegt að
telja í stuðningsliði og uppreisna-
hópi.
I leikritagerð stjórnmálanna
verða menn að hafa í huga að meiða
ekki til skaða fyrir þjóðina. Svo ein-
föld er þau óskrifuðu grunnlög sem
háttvirt fólk á Alþingi ættu að hafa í
huga.
Umræða um breytingar á ákvæð-
um um virkjanaröð í maí 1990 þess
efnis að ákvarðanir um virkjanaröð
yrðu fluttar frá Alþingi til ráðherra
lýsir best pólitísku leikritagerðinni.
Hjörleifi leist illa á að sjálfsögðu og
segir hann í ræðu sinni að hætt sé
við því að þá verði virkjanir á Suð-
urlandi efstar á blaði líkt og var fyr-
Erling Garðar Jónasson
ir setningu laganna um raforkuver
árið 1981. Hann vill sem sagt fá
virkjað í samræmi við lögin frá
1981, ekki endalausar virkjanaffam-
kvæmdir á jarðskjálftasvæðinu á
Suðurlandi og þar á meðal að
Fljótsdalsvirkjun yrði klárað, enda
var breytingin gerð til að geta hald-
ið áfram í Þjórsá án þess að gerast
brotlegir við lög: Hjörleifur segir:
„Síðan er það 3. gr. frv. Með sam-
þykkt hennar væri Alþingi að lög-
festa að þingið afsali sér ákvörðun-
arvaldi um virkjanaröð og að það
vald flytjist í hendur iðnaðar-
ráðherra. I þessu sambandi er rétt
að minna á þau miklu pólitísku átök
sem það kostaði á sínum tíma að
lögfesta að ráðist skyldi í meirihátt-
ar virkjanir utan Suðurlands og
utan eldvirkra svæða. Lögin um raf-
orkuver sem hér er verið að breyta,
nr. 60/1981, vora afrakstur stefnu
stjórnar Gunnars Thoroddsens sem
tók það upp í málefhasamning að
næsta stóra vatnsaflsvirkjun skyldi
vera byggð utan eldvirkra svæða.
Mikið átak var gert í rannsóknum á
Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun
af þessu tilefni og leystar vora með
samningum hatrammar deilur sem
tengdust fyrrnefndu virkjuninni.
Virkjunarröðin var síðan ákvörðuð
á grundvelli laganna með þál. vorið
1982. Þá væri það á valdi iðnrh eins
á grundvelli 3. gr. frv. að ákvarða
hvar virkja skuli. Hætt er við því að
þá verði virkjanir á Suðurlandi
áfram efstar á blaði líkt og var fyrir
setningu laganna um raforkuver
árið 1981.“
Virðum leikhús þjóðarinar, en
virkjum í Fljótsdal.
Erling Garðar Jónasson.
“En tilgangsins minnist nú tvítug krafan:
Fer takmarkið þá ekki að nálgast senn?
Er fólkið að sigra á sjó og landi,
eða situr það kannski í myrkrinu enn?
Hvort lentuð þið þá í hálívelgju og hiki
og hugsjónsflótta, góðir menn?
Hefur viljinn, sem bjó í þeim dáðfúsu draumum,
sig dregið í skel fyrir vaxtarins straumum?”
“Þeir svari, sem vilja. En sjá hér er landið!
Og sjá hér er fólkið! Hvað vottast þar?
... Hér er ennþá settur hinn sanni réttur
I sannleikans nafni, eins forðum var.
því þrátt fyrir allt, finnst alltaf sá kraftur,
sem yngir upp kröfúna, heimtar svar,
og æpir í hvert sinn, sem eldur er falinn:
Upp með eldinn á ný, það þarf ljós í salinn! “
Jóhannes úr Kötlum
Nokkur orð um eiturlyf
Það er mikið rætt um eiturlyf og
það böl sem þau valda mannkyninu
og miklu er til kostað til varnar.
En það er lítið rætt og nánast
ekkert gert til varnar gegn þeim eit-
urlyfjum sem lögleg era, en í heild
tekið skaðlegust . Það er áfengi og
öll þau ávanabindandi lyf sem era
veitt með lyfseðlum. Tóbakinu hef-
ur með nokkrum árangri verið tek-
ið tak þótt löglegt sé. En í daglegri
umræðu er ekki hróflað við áfeng-
inu.
Neysla áfengis hefur miklu hlut-
verki að gegna meðal almennings. I
fyrsta lagi til opnari samskipta og í
öðra lagi vegna notalegra áhrifa eit-
ursins sem færir fólH vellíðan á
fyrsta stigi áhrifanna.
Það er mjög erfitt að fá fólk til að
neita sér um notkun áfengis, án þess
að það geri sér grein fyrir hættunni
sem af því stafar. Neysla þess er
ekH bönnuð eins og annarra eitur-
lyfja, þar að auH er í tísku að nota
það. Hætta við notkun áfengis er
augljós fyrir þann sem leggur hug-
ann að því. Hún er viðurkennd með
því að banna með lögum að aka bíl
undir áhrifum þess. En margt ann-
að geta menn gert undir áfengisá-
hrifúm en það að aka bíl. Eitt af því
sem margir taka fyrir er að prófa
eitthvað áhrifameira en áfengið. Þá
era oft tiltæk hin sterkari eiturlyf.
MiHll hluti forfallinna eiturlyfja-
sjúHinga byrja neysluna undir
áhrifum áfengisins. Baráttan gegn
eiturlyfjanotkun verður aldrei nema
hálfkák, án þess að banna með lög-
um neyslu áfengis. Það er enginn
vandi að finna úrval af óáfengum
drykkjum í staðin. Samkomur eru
öragglega bestar án áfengis, þó að
flestir ímyndi sér hið gagnstæða. En
hvað á þá að finna í staðinn, sem
ekH skaðar fólk. Mér detta í hug
tvö úrræði til að fólk geti notið þess
að hittast, án þess að hafa um hönd
áfengi. Annað er, að í skóluni og
með námskeiðum verði gert sér-
stakt átak til að kenna fólH eðlileg
og frjálsleg samsHpti. Hitt er, að á
öllum samkomum eigi fólk þess
kost að fá afgreiddar grímur eða
dulargervi,við innganginn.
Hiisafelli nóv, 1999
Kristleifur Þorsteinsson.
Kristleifur Þursteinsson.