Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANPI - 5. tbl. 3, árg. 3. febrúar 2000 Kr. 200 í lausasölu Tímamótasamkomulag Akraness og Borgarbyggðar Fyrsta skrefið til sameiningar? Ekkert frekar ákveðið segja forsvars- menn sveitarfélaganna Bæjarstjórar Akraness og Borg- arbyggðar undirrituðu síðastlið- inn mánudag, á Mótel Venus, tímamótasamkomulag um sam- starf og samvinnu í einstökum málaflokkum að viðstöddum bæjarráðsmönnum beggja sveit- arfélaganna. Að sögn forsvars- manna sveitarfélaganna kemur þessi gjömingur í beinu fram- haldi af sameiginlegum fundi bæjarráðanna síðastliðið haust. I samkomulagi sveitarfélaganna sem undirritað var með fyrirvara um samþykki viðkomandi bæjar- stjórna er kveðið á um að Borgar- byggð og Akraness auki eins og kostur er samstarf og samvinnu í því skyni að bæta þjónustu beggja sveitafélaganna gagnvart íbúum og ná fram hagstæðum samningum við vöru og þjónustukaup. Auk þess að skoða möguleika á auknu sam- starfi og samvinnu starfsmanna sveitarfélaganna. Meðal einstakra málaflokka sem tilteknir eru í samkomulaginu eru brunamál, útboðsmál, samstarf um framkvæmdir í fráveitumálum, sameiginlegt vímuvarnarátak og hugsanleg samvinna varðandi skólamál. Þá er kveðið á um það í samkomulaginu að íbúar hvors sveitarfélags eigi sama rétt til nið- urgreiddrar þjónustu í hinu sveitar- félaginu og þeir sem þar eiga lög- heimili. Sú þjónusta sem þar er tilgreind er þjónusta dagvist- unarstofnana, heimilishjálpar, vinnuskóla og þjónusta tónlistar- skóla. Upphaf sameiningar? Guðrún Jónsdóttir forseti bæjar- stjórnar Borgarbyggðar sagði að- spurð um næsta skref að með þessu samkomulagi ætluðu menn að æfa sig í samstarfi án þess að nokkuð væri ákveðið um framhaldið. Sveinn Kristinsson formaður bæj- arráðs Akraness ítrekaði þá skoðun sína að þessi sveitarfélög ásamt ná- grannahreppunum ættu að samein- ast fyrr en síðar og vonaðist til að gott samstarf sveitarfélaganna leiddi til stærri áfanga í þá átt. Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokkflokks á Akranesi taldi að um ákveðna fljótfærni væri að ræða og hefði átt að kanna betur samstarfsvilja sveitahreppanna sunnan Skarðsheiðar áður en þetta skref væri stigið. Aðspurðir upp- lýstu bæjarráðsmenn að þeim hefði ekki verið boðin þátttaka í þessu samstarfi nú en það væri opið í framhaldi af þessu samkomulagi. GE Bceja?ráð Akraness og Borgarbyggðar ásamt bœjarstjórinn við undirritun samkomulagsins. F.v. Gmmar Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir, Sveinn Kristinsson, Stefán Kalmansson, Gísli Gíslason, Guðrún Fjelsted, Kolfinna Jóhannesdóttir og Guðmundur Pálljónsson. Gæðastýring skal það vera Guðni Agústsson boðar uppkaup framleiðsluréttar í sauðfjárrækt A fúndi sem Framsóknarmenn héldu sl. mánudag á Hótel Borgar- nesi kynnti Guðni Agústsson land- búnaðarráðherra í fyrsta skipti hug- myndir sínar um aðgerðir vegna dræmrar sölu sauðfjárafurða og væntanlegra búvörusamninga. Hann segir uppkaup framleiðslu- réttar smærri bænda vera óhjá- kvæmileg en er andvígur því að bændur innan stéttarinnar þurfi að kaupa hverjir aðra upp eins og gerst hefúr í mjólkurffamleiðslu. Ráð- herra segir sauðfjárrækt órjúfanleg- an hluta af íslenskri menningu og því þurfi að hlú að greininni. Segist hann sjá sauðfjárrækt á Islandi þró- ast í gæðabúgrein samhliða öðrum greinum og gæðastýring sé því óhjákvæmileg í greininni á sviði kynbótaskýrsluhalds, fóðrunar, landnýtingar og fleiri atriða. Hann segir óviðunandi að sumir bændur skuli einungis ná 1000 krónum útúr ánni á sama tíma og betri ræktunar- menn og þeir sem búa við skárri landgæði fái allt að 6-7 þúsund krónur eftir vetrarfóðraða á. Guðni telur að ríkið þurfi að kaupa upp framleiðslurétt til að hægt verði að hagræða. A fúndinum sagði Guðni jafn- framt að ein ástæðan fyrir því að dregið hefði úr sölu lambakjöts á Islandi var að kjarnfóðurgjald var fellt niður. Þá bötnuðu samkeppn- isaðstæður svínaræktar miðað við sauðfjárrræktar. Einnig gat Guðni þess að í dag væri kjarnfóður svo ódýrt að jafnvel íslenskar kýr væru á nythæstu búum farnar að mjólka meira en margumræddar norskar systur þeirra. Stóru tækifærin í íslenskum land- búnaði telur Guðni tengjast Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri. Þar þurfi að skapa aðstæður þannig að hæfustu vísindamenn og einstak- lingar sem greininni tengjast geti rækt starf sitt landbúnaði til ffam- dráttar. Sjá nánar um fundinn á bls 3. -MM Opið fra kl. 9- 19 10- 19 Nýr Ofor- maður Hrak- farir © Hafifax Lítíl Q stelpaá stórumM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.