Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 3
«d£S»l)HÖERI FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 3 Fjölmemiur fundur um landsmálin Fjarskipti, kvótauppkaup, byggðamál og fleira til umræðu í Borgarnesi Framsóknarmenn á Vesturlandi boðuðu til fundar á Hótel Borg- amesi sl. mánudagskvöld undir yfirskriftinni “Fjölskylda, at- vinna, byggð”. Framsögumenn vom ráðherrarnir Ingibjörg Pálmadóttir, Guðni Agústsson og Páll Pétursson auk Kristins H Gunnarssonar þingflokksfor- manns og nýkjörins formanns stjómar Byggðastofnunar. A fundinn mættu um 90 manns þrátt fyrir að veður og færð væri ekki með besta móti. I framsöguræðum sínum fóru stjórnmálamennirnir vítt yfir sviðið og röktu fortíð, nútíð og framtíð í stjórnarsamstarfinu, árangur og væntingar ríkisstjórnarinnar. I ávarpi sínu sagði Ingibjörg Pálma- dóttir m.a. að á nýjum fjárlögum væri 5 milljörðum króna meira var- ið til heilbrigðismála en á fyrri fjár- lögum. Kom hún lítillega inn á málefni Islenskrar erfðagreiningar og sagði að aldrei fýrr hefðu stjórn- völd gengið jafn langt í að verja persónuöryggi almennings eins og í málefhum er varða gagnagrunn á heilbrigðissviði. Lækkun fasteignaskatta Kristinn H Gunnarsson formað- ur stjórnar Byggðastofnunar sagði stefnu sína að leggja áherslu á ný at- vinnutækifæri á landsbyggðinni og stuðla þannig að jákvæðari byggða- þróun en verið hefúr. Sagði hann misjöfh lífskjör valda búferlaflutn- ingum og því þurfi að jafna þau. “Það gerum við meðal annars með því að lækka fasteignaskatta. Vissu- lega er það þung aðgerð sem kosta mun ríkissjóð 2 milljarða króna en þrátt fyrirþað óhjákvæmileg”, sagði Kristinn. I stað tekjumissis sveitar- félaga af þessum sökum sagði hann að finna yrði nýja tekjustofha fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni. Sem dæmi um ójöfnuð í lífskjörum hvað þetta varðar nefhdi Kristinn að al- gengt væri að greiðendur fasteigna- gjalda á landsbyggðinni væru að greiða hátt í tvöfaldan fasteigna- skatt miðað við fasteignaverð. Með- al annarra aðgerða ríkisstjórnarinn- ar til að jafna lífskjör nefhdi Krist- inn að hlutur ríkissjóðs við niður- greiðslu námskostnaðar mun tvö- faldast, aðgerðir eru hafnar til jöfn- unar húshitunarkostnaðar, aukin hefur verið áhersla á þarkennslu auk þess sem stefnt er að ótekju- tengdum barnabótum. Kristinn færði í tal flutning ríkisstofhana út á land og sagði að vel hefði tekist til bæði með Landmælingar á Akranes og Þróunarsvið Byggðastoíhunar á Sauðárkrók. Affam verði unnið að svipuðum málum, lofaði Kristinn. Uppkaup kvóta I framsögu Guðna Agústssonar landbúnaðarráðherra var víða kom- ið við og sagði hann m.a. að mikil vinna væri að stýra landbúnaðar- málum nú á erfiðleikatímum í greininni. Hins vegar sagði hann að landið væri lítils virði ef það yrði ekki áffam byggt bændum og því væri einungis að spýta í lófana og nýta fyrirliggjandi sóknarfæri. Sagði hann miklar væntingar bundnar við stofhun Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri og þar yrði rannsóknar- og vísindastarfsemi efld. Kynnti Guðni í fyrsta skipti hugmyndir sínar um aðgerðir vegna dræmrar sölu sauðfjárafurða og væntanlegra búvörusamninga. Sagði hann uppkaup framleiðslu- réttar smærri bænda vera óhjá- kvæmileg en er andvígur því að bændur innan stéttarinnar þurfi að kaupa hverjir aðra upp eins og gerst hafi í mjólkurframleiðslu. Guðni segist sjá sauðfjárrækt á Is- landi þróast í gæðabúgrein sam- hliða öðrum greinum og gæðastýr- ing sé því óhjákvæmileg. Hann seg- ir óviðunandi að sumir bændur skuli einungis ná 1000 krónum útúr ánni á sama tíma og betri ræktunar- menn og þeir sem búa við skárri landgæði fái allt að 6-7 þúsund krónur eftir vetrarfóðraða á. Guðni telur að ríkið þurfi að kaupa upp framleiðslurétt til að hægt verði að hagræða. Aðspurður sagði hann engar tölur liggja fyrir um hve upp- greiðslufé verði mikið né heldur liggur fyrir nánari útfærsla á þessu máli, enda um ffumhugmyndir ráð- herra að ræða. I ræðu sinni ítrekaði Guðni mik- ilvægi íslenska hestsins og vísaði í könnun þar sem í ljós kom að þriðji hver ferðamaður nefhdi hesta sem eitt af því minnisstæða frá veru sinni hér á landi. Varðandi mjólkurframleiðslu sagði Guðni m.a. að kvótaverð væri alltof hátt sé tekið mið af afkom- unni eins og hún hefur verið í greininni. Varðandi innflutning fósturvísa úr norskum kúm sagði Guðni að menn myndu fara þar að öllu með mikilli gát. Flutningar alltof dýrir Páll Pétursson félagsmálaráð- herra kom inn á ýmis mál í sinni framsögu, m.a. byggðamálin. Sagði hann að straumur fólks á höfuð- borgarsvæðið kostaði alltof mikið og væri þensluhvetjandi, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem taka hafi þurft við fjölguninni. Sagði hann að hækkandi húsnæðiskostnaður stæði fyrir þriðjungnum af hækkun verð- bólgu undanfarin ár. Sagði hann eina vænlegustu leiðina til að styrk- ja byggðir úti á landi vera að færa þangað aukin verkefni og fjármagn. Nefndi hann sem dæmi að vel mætti ímynda sér flutning Veiði- málastofnunar og jafnvel hluta starfsemi Vegagerðar ríkisins í Borgarnes á komandi árum. Byggðatnálm ekki þeirra mál Eftir framsögur þingmanna var opnað fyrir fyrirspurnir fundar- gesta. Margir tóku til máls og of langt mál væri að rekja það í smáat- riðum. Ragna Ivarsdóttir úr Staðar- sveit vildi fá skýrslugerð um kosti þess að búa úti á landi sem mótvægi við allar þær neikvæðu skýrslur sem gefhar hafa verið út. Einnig benti hún á þá staðreynd að lélegt fjar- skiptasamband væri hamlandi möguleikum landsbyggðarfólks til fjarnáms og úr því yrði að bæta. Fleiri fundarmenn tóku undir þetta. Ragna upplýsti það m.a. að upplýs- ingafulltrúi Landssímans hefði sagt það berum orðum við sig að fyrir- tækinu bæri ekki að halda uppi byggðastefnu og því þyrfti ekki að búast við miklum aðgerðum af hálfu Landssímans í lausn á vanda dreifbýlisins í fjarskiptamálum. Fjölmargir aðrir tóku til máls og meðal annars var spurt og svarað um mál er varða eignarhald hálend- isins, málefni aldraðra, innflutning fósturvísa, ESB aðild og málefni Framsóknarflokksins í stjórnarsam- starfi. Fundarstjóri, Sindri Sigur- geirsson í Bakkakoti, sleit fundi laust fyrir miðnætti. MM Heilsu- og hægindastólar Rúmteppasett rmJf St~ Svefnsofar Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opid: Mán. - fös kl. 10-18 & Lau. kl. 10-15

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.