Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 2000 aÁisssunu^. Stúkuhúsið Akranesi Stúkan seld Þriðjudaginn l.febrúar síðastlið- inn voru staðfest eigendaskipti á gamla stúkuhúsinu. Það var Akra- neskaupstaður sem festi kaup á þessu merkilega húsi. Húsið var byggt í kringum aldamótin og þá ætlað sem hlaða eða fjós. lO.febrú- ar árið 1950 kaupir stúkan svo hús- ið og hefur starfað þar síðan. Ekki er ákveðið hvaða hlutverki húsið mun gegna hjá Akraneskaupstað, en að sögn Gísla Gíslasonar Bæjar- stjóra þá eru allar leiðir opnar. BG Þriðjudaginn fyrsta febrúar tóku þau Gauti Gunnarsson og Dagný Þorláksdóttir fonn- lega við rekstri Skaganestis á Akranesi. Þau segjast bjartsýn áframttðina í verslun á Akranesi og hyggjast bjóða aukna þjónustu. BG Það er árlegur siður að fastagestir í heita pottinum í Borgamesi snæði saman þorra- mat. Venjunni var viðhaldið fyrir skötúmu og skemmtu menn sér hið besta. Mynd: IJ www.ruv.is rVARPIÐ Pungar í potti Ain færð til baka Þessar stárvirku vinnuvélar Jörva hf á Hvanneyri sem eru tvær þær stærstu sinnar tegundar á Vesturhveli landsins voru notaðar til að færa Þverá um set í síðustu viku. Þverá varfyrir tólf árum. beint í annan farveg á kafla við bæinn Efra Nes en síðan var ákveðið að færa hana á sinn gamla stað. Mynd: GE Hitaveita Stykkishólms Fjórðungur búinn Áfram er unnið af krafti við hita- veitu Stykksihólms og að sögn Ola Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra er þegar búið að tengj 110 hús í bæn- um eða rúmlega fjórðung. Hann sagði brýnt að tengingar gengju sem hraðast fyrir sig úr þessu þar Heimild til fyllingar Bæjarráð Borgarbyggðar hef- ur samþykkt heimild til Borgar- verks ehf um fyllingu á lóð þeir- ri sem fyrirtækið hefur fengið úthlutað við Brúartorg. Ekkert hefur enn verið gefið uppi um ffekari áform fyrirtækisins varð- andi lóðina. GE sem niðurgreiðslur á rafmagni frá 21. september síðastliðinn væru dregnar frá framlagi ríkisins til veit- unnar. Þá peninga er ætlunin að nota til að greiða niður inntöku- gjald þeirra sem skipta þurfa út raf- magnsþilofnum. Oli Jón sagði að Leiðrétting firá Kvenfélagi Akranes Árshátíð Kvenfélags Akranes var haldin í sjötugasta og þriðja sinn 15. jan 2000 í Vmaminni, að venju var eldri borgurum boðið. Séra Eðvarð Ingólfsson flutti ávarp, Smári Vífilsson söng við undirleik Flosa Einarssonar, Anna Þóra Þor- gilsdóttir og Andrea Katrín Guð- mundsdóttir frá Tónlistarskóla Akranes léku á þverflautur. Gísli Einarsson og Ketill Bjamason fluttu gamanmál og léku fyrir dansi. framkvæmdir gengju eins hratt og aðstæður íbúanna leyfðu og tengt væri jafnóðum og húseigendur væm tilbúnir að taka vatnið inn til sín. GE Firma- keppni Bruna Knattspyrnufélagið Bruni á Akranesi hyggst standa fyrir firmakeppni í Knattspyrnu á Akranesi þann 15. febrúar n.k. Áhugasamir hafi samband við Magnús Oskarsson á Bílás. (Fréttatilkynning) BORGARBYGGÐ ATVINNA I BOÐI Félagsleg heimaþjónusta Starfskraftur óskast sem fyrst í félagslega heiinaþjónustu fyrir fatlaðan ernstakling í Borgamesi. Um er að ræða dagvinnu, 2 tíma, alla virka daga, milli kl. 10-12 og einnig kl. 15-17 á þriðjudögum. kinnio- vantar starfsmann í félagslega heimaþjónustu eftir hádegi alla virka daga í 50% starf. Gefandi og skemmtilegt starf/störf í boði fyrir góðan starfskraft. Laun greidd skv. kjarasamningi Verkalýðsfélags Borgarness. Liðveisla Einnig vantar starfskrafta í liðveislu í Borgamesi nokkra tíma á viku. Með liðveislu er einkum átt við persónlegan stuðnino og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njota menningar og félagslífs. vinnutími eftir samkomulagi. Hentar vel með annarri vimiu fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að veita öðrum félagsskap og stuðning nokkra tíma á viku. Greitt er skv. kjarasamningi starfsmannafélags Borgarbyggðar. Umsóknir berist undirritaðri á bœjarskrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi sem allra fyrst eða í síðasta lagi 17. febrúar n.k. Aðstoðarmaður félagsmálastjóra Steinunn Ingólfsdóittim

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.