Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 a*£saútiu«J orans WMSjjgm Segir Margrét Erla Júlíusdóttir eina konan í vöruflutningaflotanum Þarf að hafa einhverja dellu “Það er ekkert langt síðan ég fékk áhuga á þessu og ég veit svo sem ekki af hverju. Það getur verið að stærðin hafi heillað mig. Maður þarf sjálfsagt að hafa dellu fyrir einhverju,” segir Margrét. “Þegar ég var 15 ára eignaðist ég skellinöðru og fór á henni allra minna ferða. Eg bý út í sveit, á Borgarlandi í Flelga- fellssveit, og ég notaði hjólið til að komast í skólann og vinnuna þangað til ég fékk bílpróf og síðan hafa farar- tækin stækkað nokkuð mik- ið.” Margrét segist hafa byrjað á því að taka vinnuvélaréttindin um leið og hún hafði aldur til, eða 17 ára gömul og vann meðal annars á lyft- ara fyrst í stað. “Síðan þegar ég heyrði í útvarpinu að það væri búið að lækka meiraprófsaldurinn niður í Margrét Erla Júlíusdóttir skjóta á mig að ég fái miklu betri þjónustu en þeir og ég get alla vega ekki kvartað. Léleg í slarksögunum Oft heyrast sögur af óhöppum og allskyns slarki sem vörubílstjórar lenda í á misjöfnum vegum og í allskonar veðrum. Margrét kveðst hafa verið heppin hingað til: “Eg hef ekki lent í neinu voðalegu, bara smávægilegu keðjuveseni þegar færðin hefur verið leiðinleg. Það er helst að Kerlingarskarðið sé til leiðinda á þeirri leið sem ég fer venjulega og það verður mikill munur fyrir okkur flutningabílstjórana að fá veg yfir Vatnaheiðina. Annars held ég að það versta sem ég hef lent í hafi verið í minni einu ferð vestur á firði. Við erum með fastar ferðir á Pat- reksfjörð og Tálknafjörð en förum yfirleitt á minni bílun- um enda eru vegirnir þarna ekki upp á marga fiski. Eg þurfti hinsvegar einu sinni að fara á treilernum á Patreks- fjörð að sækja fisk og lenti í hálfgerðu basli. Eg skil varla tig hægt var að komast þetta á bílnum því þetta eru þvílíkir slóðar þarna að það er varla hægt að fara þetta lab- bandi. Við vorum tvö í þess- ari ferð því hún tók hátt á annan sólarhring og við lent- um í því að olíutankurinn byrjaði að leka á mörgum stöðum útaf stífluðu loftröri. Við gátum spennt hann ein- hvernveginn saman og keyrðum með hann míglekan en þurftum að taka olíu hvað eftir annað. Við komumst samt þannig í bæinn og fór- um beint og keyptum nýjan tank en þá var allt orðið löðr- andi í olíu og ógeði. Annars er ég frekar léleg í þessum slarksögum en kollegar mín- ir eru margir hverjir með ágætt safn af svoleiðis.” Ein með bílnum Margrét segir að túrarnir séu yf- irleitt ekki langir en vinnudagurinn sé samt oft langur. “Það er ekki mikil næturkeyrsla hjá okkur. Vð erum oftast á ferðinni á kvöldin og maður hefur ekki mikið fylgst með sjónvarpinu síðustu árin,” segir Margrét. Aðspurð um hvort það sé ekki leiðigjarnt til lengdar að aka alltaf sömu leiðina segir hún að það venjist. “Við förum stundum útúr- dúra norður í land og víðar og það er ágætis tilbreyting. Annars hefur Margrét undir stýri nýjasta bílnum. Aðrir eru einfald- lega ekki spurðir álits,” segir hún og hlær. Hún neitar því hinsvegar ekki að fá allskyns viðbrögð hjá þeim sem eru að sjá hana á bílnum í fyrs- ta sinn. “Það er ekki óalgengt að fá spurningar eins og: ert þú litla mér aldrei leiðst í þessu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef komist í og mér líkar best að vera ein á ferð með bílnum. Eg þarf ekki annan félagsskap. Það var hinsvegar svolítið erfitt fyrst að halda sér vak- andi þegar maður var búinn að vera lengi á akstri en venst líka. Ef mað- ur er farinn að geispa mikið þá not- ar maður farsímann og hringir í aðra bílstjóra sem eru á ferðinni og þannig hjálpumst við að við að halda augunum opnum,” segir Margrét. Lítil stelpa á stórum bíl Eins og gefur að skilja verða margir hissa þegar þessi unga stúlka stekkur út úr stóra trukknum og ekki ótrúlegt að einhverjir van- treysti einu konunni í flotanum til að valda þessu verkefhi. Margrét lætur sér frekar fátt um finnast yfir þessháttar vangaveltum. “Allavega hef ég ekki orðið vör við að for- stjórinn minn vantreysti mér fyrst hann lætur mig vera á stærsta og stelpan á svona stórum bíl og eitt- hvað álíka. Það eru líka margir sem trúa því bara alls ekki að ég sé bíl- stjórinn fyrr en ég keyri af stað. Margir halda líka að ég sé einhvers- konar aðstoðarmaður og enn fleiri að ég sé dóttir bílstjórans”! Eins og ég endist Að lokum verður ekki hjá því komist að spyrja Margréti hvort hún sjái fyrir sér að hún bruni enn- þá efdr vestlenskum vegum á stór- um trukk þegar hún verður komin á sjötugsaldurinn. “Eg hugsa að skrokkurinn á mér endist kannski ekki svo lengi. Það er ekki mikið um að menn séu í þessu fram á gamals aldur þótt það sé einn og einn skröggur sem er ódrepandi. Það er allavega gaman að vera búin að prófa þetta en á meðan ég hef orku til er ég tilbúin að halda áfram,” sagði eina bflstýra vöru- flutningaflotans að lokum. GE 18 ár dreif ég mig í það líka. Ég var búin að ákveða að taka meiraprófið um leið og ég yrði tvítug en það var ekki eftir neinu að bíða fyrst þetta var hægt fyrr svo að þá var ég kom- in með próf á allan pakkann.” Fljótlega efdr að Margrét tók meiraprófið fór hún að keyra hjá fyrirtækinu og síðustu tvö árin hefur hún verið í föstum áætlunar- ferðum á stærsta bfl fyrirtækisins og hún lætur vel af vinnunni og segir að þetta sé ekki eins erfitt og marg- ir kunni að halda. “Það er lítið mál að keyra en það er náttúrulega ekki allt. Það er erfiðast að lesta og losa bílinn og svo getur keðjubaslið ver- ið erfitt. En það þýðir ekkert að grenja þá er bara einhver annar lát- inn gera þetta. Þetta venst eins og allt annað,” segir hún. Aðspurð um hvort karlarnir á viðkomustöðun- um séu ekki duglegri að hjálpa henni en starfsbræðrum hennar segir hún að það sé næsta víst. Sjálfsagt hefur mörgum brugðið í brún er þeir hafa séð vöruflutn- ingabiffeið af stærstu gerð renna í hlað á einhverjum áningar- staðnum og úr bflstjórasætínu stekkur ung og fríð stúlka. Mar- gp’ét Erla Júlíusdóttir passar illa við ímynd vörubflstjórans sem margir sjá fyrir sér sem þrekvax- inn karl í slutugum netabol og með klúryrði á vör. Blaðamaður Skessuhorns hitti Margréti í höfuðstöðvum Vöruflut- ninga Guðmundar Benjamínssonar í Stykkishólmi í síðustu viku. Það var rejmdar óvenjuleg tilviljun að hitta hana þar á virkum degi því flesta daga er hún á akstri milli Reykjavíkur og Stykkishólms á Volvo trukk með tengivagni sem er stærsta bifreið fyrirtækisins. Mar- grét sem er aðeins 21 árs að aldri er eina konan hérlendis sem er í föst- um áætlunarferðum á vörubifreið- um. Það var því ekki laust við að blaðamanni léki forvimi á að hvað fengi unga stúlku til að ráðast á eitt helsta vígi karl- mennskunnar, að keyra trukk af stærsm gerð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.