Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2000, Side 14

Skessuhorn - 23.03.2000, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 gSBSSiiHÖBRI Árshátíð Grunnskólanema í Borgamesi Vel heppnuð Skílaboðaskjóða Leikstjóra og leikurum var velfagnai í sýtiingarlok. Þriðjudaginn 14. mars síðastlið- inn frumsýndi nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi árshá- tíðarleikrit sitt þetta árið, Skila- boðaskjóðuna eftir Þorvald Þor- Atrifh úr Skilaboðaskjóðunni steinsson. Leikstjóri var Stefán Sturla Sigurjónsson en sýnt var í fé- lagsmiðstöðinni Oðali. Grunnskólanemar í Borgarnesi eru ekki þekktir fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í verkefnavali sínu íýrir árshátíð og svo var heldur ekki nú. Skilaboða- skjóðan er líflegur ævintýrasöng- leikur og býsna umfangsmikið verk enda komu að því um 60 nemendur úr efstu bekkjum skólans. Það er skemmst frá því að segja að uppfærslan í Oðali er mikið þrekvirki og frábærlega unnin í alla staði. Þar kemur meðal annars til gott skipulag og hugkvæmni leik- stjóra, áhugi og einlægni leikaranna og annarra sem að sýningunni stan- da. Síðast en ekki síst hlýtur að lig- gja gríðarleg vinna að baki svona sýningu, jafnt innan sviðs sem utan. Frammistaða allra leikaranna var til mikillar fýrirmyndar en ekki gefst hér ráðrúm til að geta allra þótt tilefnið sé ærið. Þó skal nefha sérstaklega frammistöðu Margrétar Brynjarsdóttur sem lék hlutverk Möddumömmu af miklu öryggi og Arndísar Huldar Hákonardóttur sem var einstaklega lífleg og skemmtileg í hlutverki Dreitils skógardvergs. Þá var Kristín Lára Geirsdóttir góð í hlutverki Stóra- dvergs og Sigþrúður M Gunn- steinsdóttir einstaklega ógnvekj- andi og sannfærandi Norn. Geir Konráð Theodórsson var skemmti- legur í hlutverki Snigils njósna- dvergs og Þorkell Stefánsson átti mjög góða spretti sem Putti. Það er full ástæða til að óska ung- mennum í Borgarnesi til hamingju með vel heppnaða sýningu og von- andi að þau haldi áfram á sömu braut. Með slíkri frammistöðu eru þau til mikils sóma fýrir sitt byggð- arlag. GE Hrossin ófiindin Hestamir frá Saumm í Dalasýslu sem týndust á gamlársdagskvöld hafa enn ekki komið í leitimar þrátt fyrir ítrekaða leit. Að sögn Jónínu Gunn- arsdóttur á Saurum hefur verið leitað á nánast öllu Snæfellsnesi. “Það er búið að fara um 3000 km á vélsleðum og flogið hefur verið yfir svæðið, fjörur gengnar og mildð verið farið fótgangandi en ekkert fundist, ekki einu sinni að hrafn eða haföm hafi sést í leit að æti á þessum slóðum,” segir Jóm'na. “Eg hef ennþá von um að eitthvað af hestunum leynist einhversstaðar, jafhvel í stóði annað hvort í Borgar- firði eða í Dalasýslu. Það em margir sem telja miklar líkur á að þeir hafi farið langar leiðir fyrst þeir hafa ekki fundist á Snæfellsnesi.” GE Fjögur af hrossunum se?n leitað hefiir verið aðfrá því um áramót. Pólskir das ^ar í Grundamrði Dagana 15. - 17. mars stóðu yfir pólskir dagar í Grunnskólanum í Grandarfirði. I skólanum eru 9 nemendur af pólsku bergi brotnir. Það þótti því ástæða til að kynna öðrum nemendum og Grundfirð- ingum ítarlega land þeirra og þjóð. Nemendur unnu í hópum og vom viðfangsefhin af margvíslegu tagi. Affakstur þessarar vinnu var síðan almenningi til sýnis í Grunnskólanum síðastliðinn föstudag. Meðal þess sem þar mátti sjá vora veggspjöld með margvíslegum fróðleik um lands- og lifhaðarhættd í Pól- landi. Sjá mátti líkön af land- fræðilegri legu Póllands, sum hver meistaralega vel unnin. Þá höfðu nemendur í 1.-4. bekk búið til brúður í pólskum þjóð- búningum. Gestir gátu fengið að bragða á pólskum réttum og sýnt var myndband sem nem- endur höfðu gert af undirbún- ingi pólsku daganna. Þá var sér- stök dagskrá á föstudaginn þar sem nemendur og kennarar léku pólsk tónverk. En auk þess lásu nemendur upp ljóð á pólsku og ís- lensku. Fjöldi manns heimsótti grunnskólann á föstudag og fékk hver gestur afhenta pappírsrós sem nemendur höfðu búið til ásamt sýn- ingarskrá þar sem m.a. var að finna uppskriftir af þeim pólsku réttum sem boðið var upp á. GK Þjóðbúningar Pólverja Tónlistarskóli Borgar- fjarðar hélt upp á „Dag tónlistarskólanna 2000“ þann 29. febrúar og var með opnar kennslustundir í húsnæði tónlistarskólans að Gunnlaugsgötu 17 í Borgarnesi. Þar bauðst gestum og gangandi að fylgjast með nokkrum kennurum og nemendum að störfum. Dagurinn tókst vel og var þó nokkuð um að fólk liti við og fylgdist með kennslu. Nemendur, kennarar, gestir og forráðamenn skólans voru ánægðir með dagínn. Nokknr borgfirskir fiðtnsnitlingar jratntídarinnar. Dagur tónlistarskólanna 2000 Það mátti glöggt sjá á skemmtiatriðum árshátíðarinnar að þema hennar var sjórinn ogþað sem honum viðkemur. Mynd: PO Arshátíð Brekkii- bæjarskóla Árshátíð Brekkubæjarskóla var haldin í vikunni sem leið. Þema há- tíðarinnar var sjórinn og jafhframt hátíðinni sýndu nemendur verk er tengjast sjónum. Á árshátíðinni kom fram fjöldi nemenda sem skemmti gestum með leik og söng. Oll umgjörð hátíðarinnar var nem- endum og starfsfólki skólans til mikils sóma. Mikil vinna hefur ver- ið lögð í að hafa árshátíðina sem skemmtilegasta. Flutningur efnis var vandaður og skemmtiatriði góð. PO

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.