Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2000, Page 15

Skessuhorn - 23.03.2000, Page 15
gSÉSSIíHÖ&FI FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 15 Nýir leikmenn í Skallagrím Haraldur Guðbrandsson hefur Deildarbikarkeppninni unnið þá verið ráðinn framkvæmdastjóri báða MM knattspyrnudeildar Skallagríms. Að sögn Haraldar leggst komandi leiktíð vel í hann en félagið leikur í sumar í 1. deild. Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja nýrra markmanna, þeirra Pavle Pawlovic og Kjartans Þórarins- sonar. Auk þess mun Valdimar Kr Sigurðsson m.a. leika með liðinu á ný auk nokkurra nýrra leikmanna sem fengnir hafa verið frá liðum neðri deilda. Aðalþjálfari liðsins í sumar verður Oli Þór Magnússon en Gunnar M Jónsson verður honum til aðstoðar. Liðið hefur nú leikið tvo leiki í Valdimar Kr Sigurðsson er kominn aftur í raðir Skallagrímsmanna Skallamir byrja vel Knattspyrnumenn Skallagríms hafa byrjað keppnistímabilið vel og hafa unnið báða leiki sína í Deild- arkeppninni. Þeir eru nú í 2. sæti eftir tvær umferðir, næst á eftir Skagamönnum en bæði lið hafa fullt hús stiga. Síðastliðinn sunnu- dag lögðu Skallarnir Selfýssinga að velli 4-3. Mörkin skoruðu þeir Valdjmar K Sigurðsson, (3) og Stefán Andrésson. I fyrri leiknum' sigruðu þeir KÍB -3 1. Mörk Skalla-i gríms í þgim feik skoruðu Stefán Andrcsson'. Gunnar M Jónsson og Ingi Þór Riinarsson. NisCíiti leikur Skállagríms í Deild- arbikarnum er gegn Stjörnunni sunnudaginn 2. apríf á gervigrasinu í IÍaugardal. Skallagrímur og IA mætast á Akranesvelli þann 22. apr- íl í síðasta leik riðlakeppninnar. GE Gmmar M Jónsson Skagamenn á siglingu Skagamenn eru á góðri siglingu þessa dagana. Strákarnir léku í vik- unni æfmgaleik við Keflavík og sýndu mikla baráttu og leikgleði. Skagamenn lentu undir 2-0 en Baldur Aðalsteinsson minkaði muninn með góðum skalla. Það var svo Hjörtur Hjartarson sem jafnaði leikinn er hann skoraði af miklu harðfylgi og urðu lyktir 2-2. Á sunnudag var leikur í Deildar- bikarnum við Stjörnuna og sigruðu Skagamenn 3-2. Mörk Akurnesinga gerðu þeir Sturlaugur Haraldsson með góðu skoti af vítateig, Baldur Aðalsteins- son eftir fallega sókn og Jóhannes Harðarson úr víti eftir að brotið hafði verið á Hálfdáni Gíslasym. Tveir leikmenn voru ekki með vegna meiðsla, þeir Hjörtur Hjart- arson og Andri Karvelsson en Reynir Leósson lék aftur eftir nokkurt hlé. PO Aðstaða fyrir Keilufélagið Á fundi bæjarráðs þann 16. mars s.l. voru lögð fram drög að samn- ingi milli Akraneskaupsstaðar og Keilufélags Akraness um rekstur og afnot húsnæðis undir keilubrautir í íþróttahúsinu við Vesturgöm. Sam- kvæmt drögunum er fyrirhugað að afhenda húsnæðið fljótlega þannig að félagið geti hafið nauðsynlegar framkvæmdir við innréttingar og niðursetningu keilubrauta. Bæjar- ráð samþykkti að óska eftir umsögn íþróttanefndar og Iþróttabandalags Akraness. PO Kolbrún sigursæl íslandsmeistaramót í 25 m laug var haldið á Keflavíkurflugvelli um helgina. Ágæmr árangur vannst hjá sundfólki IA. Kolbrún Yr Kristjáns- dóttir var sigursæl á mótinu en hún sigraði í 50m flugsundi, 50m skrið- sundi, 50m lOOm og 200m bak- sundi og lOOm fjórsundi. Guðgeir Guðmundsson varð annar í 200m flugsundi, Karítas Jónsdóttir varð þriðja í 800m skriðsundi, Elín Mar- ía Leósdóttir varð þriðja í 400m fjórsundi og Jóhann Ragnarsson varð þriðji í 400m skriðsundi. A kvennasveit IA hafnaði í þriðja sæti í 4x100 m fjórsundi. Skessuhorn ó s k a r sundfólk- inu til hamingju með ár- angurinn. PO Kolbn'm Ýr Kristjánsdóttir I heimsókn hjá Arsenal Tveir unglingaþjálfarar hjá IA, þeir Þorlákur Árnason og Olafur Jósefsson héldu ásamt hópi ís- lenskra þjálfara til Arsenal á Eng- landi í febrúarmánuði. I þrjá daga fengu Islendingarnir að fylgjast með æfingum aðalliðs Arsenal undir stjóm Arsne Wenger. Öll aðstaða hjá liðinu er stórglæsi- leg. Ólafur Jósefsson sagði hana svo glæsilega að fólk yrði að berja hana augum til að trúa því. Æfingasvæð- ið er slétt sem stofugólf. Fyrirhug- að er að gera tíu nýja æfingavelli til viðbótar sem munu kosta um 20 milljónir IKR hver. Það er greini- lega lögð meiri áhersla á æfinga- svæðið en aðalvöllinn sjálfan sem er að sögn Ólafs sem “karföflugarður” í samanburði við æfingavellina. I lok þriðja dags fengu þjálfararn- ir að fylgjast með Ieik varaliðs Arse- nal á móti Tottenham en með vara- liðinu að þessu sinni léku fjórir leikmenn úr byrjunarliði félagsins þ.á.m. stjörnurnar Adams og Berg- kamp. Að leik loknum sat Wenger fyrir svömm. Að sögn Ólafs kom hann vel fyrir, virðist ákaflega skemmtilegur og viðkunnalegur maður. Hann er greinilega mjög vel að sér um allt er viðkemur fótbolta og svarar engum fyrirspurnum van- hugsað. Þegar rætt var við Wenger um “háan” aldur leikmanna Arsenal svaraði hann því til að eldri leik- mennimir taki því rólega um miðja vikuna og komi svo og gleðji mann á laugardögum, en yngri leikmenn- irnir veki vonir alla vikuna og valdi svo oft vonbrigðum á leikdag. Islensku þjálfurunum gafst einnig kostur á að hitta þjálfara unglingaliðs Arsenal, Vic Akers og einnig þjálfara kvennaliðsins. Það var mikill ávinningur fyrir íslensku unglingaþjálfarana að hitta Akers. Hann gaf þeim miklar og góðar upplýsingar um uppbyggingu æf- inga og einnig hvernig tvinnað er saman námi og þjálfun hjá ung- lingaliðsmönnum. Lögð er mikil áhersla á að hinir ungu liðsmenn stundi nám sitt af kostgæfni. Króatinn Sukker reyndist Islend- ingunum mjög elskulegur og bauð þeim til kvöldverðar á veitingastað sem greinilega er sóttur af fræga fólkinu. Sukker ræddi við þá um allt milli himins og jarðar. Aðspurður um hvern hann teldi besta knatt- spyrnumann allra tíma var hann ekki í vafa um að Maradonna væri sá besti fyrr og síðar. Sukker sýndi því áhuga að koma til Islands með króatíska landsliðið. Að loknum kvöldverði fengu gestimir nasaþef að því hvað at- vinnumenn á Englandi þurfa að þola. Fyrir utan veitingastaðinn úði og grúði af blaðaljósmyndurum slúðurblaðanna og gargandi kvensniftum er gerðu aðsúg að Sukker. I ferðinni sáu íslensku þjálfararnir nokkra áhugaverða leiki þ.á.m. leiki Chelsea og Wim- bledon, Arsenal og Liverpool og viðureign Luton og Stoke. Aðspurður um hvað væri efdr- minnilegast frá dvölinni hjá Arsenal sagði Ólafur: “Mikil virðing fyrir Arsne Wenger. Ákaflega afslappað andrúmsloft hjá leikmönnum. Mik- ill agi og einstakt hreinlæti og snyrtimennska”. Ferðin var í alla staði vel heppn- uð og lærdómsrík og mun án efa skila árangri í þjálfun yngri flokka ÍA. PO Stóra upplestrarkeppnin Úrslit í upplestrarkeppni 7. bekkja á Akranesi fór fram í Vinaminni á Akranesi 7. mars. Fimm manna dómnefnd hafði það erfiða hlutverk að velja þrjá bestu lesarana úr hópi þeirra tólf sjöundubekkinga er komist höfðu í úrslit. Samskonar keppni fer fram á sextán stöðum víða um land og frá því í nóvember hafa nemendur og kennarar lagt ríka áherlu á upplestur. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áherslu á vönduðum upplestri og framburði. PO Sigurvegaramir í upplestrarkeppninni. Ijýrstasæti: Stefán Jóhannsson, í öðrusæti: Asdís Sigtryggsdóttir og í þriðja sæti: Ursúla Guðmundsdóttir. Bruni berst við ofureflið Boltafélagið Bruni hefur átt við ofurefli að etja í þeim tveim leikjum sem eru að baki í Deildarbikar- keppninni í knattspyrnu. Liðið mætti Leikni í fyrsta leiknum þann 5. mars sl. og tapaði 0-4 og síðan tóku Brunamenn á móti IBV síð- astliðinn sunnudag og töpuðu 1-11. Það var Valgeir Guðmundsson sem skoraði mark Bruna. GE Deildar- keppni kvenna Deildarkeppni kvetma í knattspyrnu hefst fimmtudag- inn 30. mars og þá tekur hið unga lið Skagakvenna á tnóti Is- landsmeisturum KR á Ásvöll- um í Garðabæ. GE Servéttur, kerti og hanskar. Gylling á servéttur, sálmabœkur og fermingarbœkur. Merkt kerti. Skrautritun^.^.. Bflka/iskemman Stillholti 18 - 300 Akranes - Sími 431 2840

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.