Skessuhorn - 13.04.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 15. tbl. 3. árg. 13. apríl 2000 Kr. 200 í lausasölu
Mikil þensla á vinnumarkaðnum
Vantar fleiri iðnaðarmenn á svæðið
Segir Guðrún Sigríður Gísladóttir forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands
Undanfama mánuði hefur at-
vinnuleysi á Vesturlandi verið
með minnsta móti og jafnframt
það Isegsta á landinu, um 1%. Þó
er ástandið mismunandi eftir
kynjum og svæðum.
I samtali við Guðrúnu Sigríði
Gísladóttur forstöðumann Svæðis-
vinnumiðlunar Vesturlands kom
fram að einkum vantar störf fyrir
konur á Akranesi og fólk til fisk-
vinnslustarfa á Snæfellsnesi. Af
þeim sökum eru hlutfallslega
margir útlendingar við störf á Nes-
inu, einkum í Snæfellsbæ. Guðrún
nefndi sem dæmi um skort á störf-
um fyrir kvenfólk á Skaganum að
um 60 konur hefðu sótt um störf
hjá Nettó, sem opnar verslun þar í
dag.
Skortur á
iðnaðarmönnum
Astandið er þó ekki svona slæmt
í öllum geirum. Að sögn Guðrúnar
vantar mikið af iðnaðarmönnum til
starfa á Vesturlandi. “Það er sama
hvort það eru smiðir, pípulagn-
ingamenn, múrarar eða málarar,
það virðist vanta mikið af faglærð-
um iðnaðarmönnum sérstaklega á
suðursvæðið”, sagði Guðrún. Hús-
næðisskortur er einnig orðið
vandamál, einkum á Akranesi og í
Borgamesi. “Fyrirtæki hafa lent í
vandræðum með að manna stöður
vegna þess að skortur er á leiguhús-
næði á þessum stöðum og fast-
eignaskrár eru tómlegar. Þannig
má segja að nauðsynlegt sé að
hraða sem kostur er byggingu
íbúðarhúsnæðis þannig að svæðið
njóti til fullnustu þenslunnar sem
ríkir í þjóðfélaginu.
Hvetur til skráningar
Guðrún vildi hvetja þá einstak-
linga sem eru í atvinnuleit eða
hyggðust skipta um starf í framtíð-
inni til að láta skrá sig hjá Svæðis-
vinnumiðluninni, jafnvel þó þeir
væm enn í starfi. Einnig geta þeir
sem áhuga hafa á að starfa erlendis,
á EES svæðinu, skráð sig hjá Svæð-
isvinnumiðlun. Segir hún að núna
með vorinu sé heldur að lifna yfir
atvinnumarkaðnum sem lýsir sér
að atvinnurekendur em í auknum
Nýtt ferðablað
Skessuhorn mun nú annað árið í
röð gefa út ferðablaðið Vesturland
sem fjallar um vesdenska ferða-
þjónustu, m.a. áhugaverða staði, at-
burði í sumar auk ýtarlegrar þjón-
ustuskrár. Vinnsla blaðsins er nú
hafin og er auglýsendum bent á
nánari kynningu á bls. 7 í Skessu-
horni.
MM
mæli farnir að leita fyrir sér eftír
starfsfólki.
Svæðisvinnumiðlunin hefur
einnig milligöngu um að útvega
starfsfólk af EES svæðinu. Sá þátt-
ur hefur vaxið talsvert í kjölfar
minnkandi atvinnuleysis. Svæðis-
vinnumiðlun Vesturlands er til-
raunaskrifstofa hvað Internetið
varðar. Þannig geta fyrirtæki óskað
eftir starfsfólki í gegnum netíð á
slóðinni: www. vinnumalastofnun.is
Fyrir eldra fólk og langtímaat-
vinnulausa gemr Svæðisvinnumiðl-
unin gert starfsþjálfunar- eða
reynsluráðningarsamninga við fyr-
irtæki til að auðvelda þessum aðil-
um endurkomu á vinnumarkaðinn.
“Þá fá starfsmenn laun frá atvinnu-
rekandanum en Atvinnuleysis-
tryggingasjóður greiðir hluta af
launum til fyrirtækisins á meðan
verið er að komast inn í viðkom-
andi starf. Nú þegar hafa 3 slíkir
samningar verið gerðir við fyrirtæki
á Vesturlandi”, sagði Guðrún S.
Gísladóttir að lokum. MM
Rósant Egilsson hafnarvörður í Gnmdarfiröi er byrjaður á vorhreingemmgum við höfnina. Mynd: GE
Ferða
saga úr
for-<íSA
tíðinni
Gott
gengi
hjá®
Trico
Mikill
hiti 0
ekkert
vatn
Slæm
afkoma
af 0
vöktun
••
Oryggi
Bu- 0
lands-
höfða
Vest-
lenskur
vestur-
fari (G)