Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.04.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2000 .laiasiíHuL: Annað af tveimur uppeldishúsum Stjöniugríss erþegar risið að Melum. Hæstiréttur dæmir Stjömugrís í vil Svmabúið á Melum mun rísa í liðinni viku féll dómur í Hæsta- rétti sem hnekkti úrskurði um- hverfisráðherra ffá síðasta ári um að fyrirhugaðar byggingar og rekstur svínabús á Melum í Leir- ár- og Melahreppi skuli fara í umhverfismat. Taldi Hæstiréttur að ákvörðun ráðherra gæti haft í för með sér umtalsverða röskun á eignarráðum og atvinnuffelsi. Stjörnugrís vann því fúllnaðar- sigur í máhnu sem Hæstdréttur hefur nú dæmt í. Fyrirtækið Stjömugrís hf. keypti Mela á sl. ári með það að markmiði að ala þar grísi í sláturstærð. Full- gert mun búið rúma um 20.000 sláturgrísi. Byggingarframkvæmdir á Melum hófust þó í vetur og er nú risið annað af tveimur uppeldishús- um á staðnum. Það er byggt úr ein- ingum frá Loftorku í Borgamesi. Skessuhorn ræddi við stórbónd- ann Geir Gunnar Geirsson á Vallá en hann er í forsvari fyrir Stjörnu- grís hf. sem stendur að fram- kvæmdunum á Melum. Kjöraðstæður til svínaræktar Aðspurður sagði Geir Gunnar að þetta væri leiðinlegt mál sem gott væri að fá niðurstöðu í enda hefði málið í heild nú þegar skaðað fyrir- tækið vemlega. Taldi hann að dóm- urinn myndi lægja óánægjuöldur sem ríkt hafi um framkvæmdimar. “Að mínu viti eru aðstæður til Miklar fiamfarir Nú er unnið að stækkun á Gisti- heimilinu Brekkubæ á Hellnum og verður í vor reist ný bygging með sex tveggja manna herbergjum með baði. Grunnur hússins var tekinn þann 12. apríl síðastliðinn. Húsið er byggt af SG húsum á Selfossi, sem reisir það samkvæmt vistvænum stöðlum um húsbyggingar og er það í samræmi við umhverfisstefhu fyrir- tækisins. Einnig hafa farið fram gagngerar breytingar innandyra á núverandi húsum Gistiheimilisins. Gagngerar breytingar hafa einnig farið ffam á aðstöðunni á tjaldsvæð- inu á Brekkubæ. Salemisaðstaða hef- ur öll verið endumýjuð og settar hafa verið upp 2 sturtur og þvottavél sem eykur þjónustuna til muna. Utigrill og útiborð em á tjaldstæðinu og af því er stórbrotíð útsýni bæði til Snæ- fellsjökuls og Stapafells, sem og út á hafið. MM Fyrsta skóflustungan var tekin að nýja gistiheimilinu á Brekkubce þann 12. aprtl sl. ATVINNA - ATVINNA Atvinnuráögjöf Vesturlands Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi leita eftir starfsmanni við Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Starfsmaðurinn skal hafa háskólapróf eða reynslu á sviði markaðsmála. Höfuðstöðvar | Atvinnuraðgjafar Vesturlands eru í Borgarnesi, með starfsstöðvar á öðrum stöðum í kjördæminu. m ■ >öiyi •» Nánari upplýsingar eru veittar í síma 437 1318 og skulu umsóknir berast til skrifstofu SSV Bjamarbraut 8, 310 Borgamesi fyrir 1. maí n.k. I ■ ^ •ú AtvinnuráðgjöfVesturlands er rekin afSamtökum sveitarfélaga í Vesturlandsk, 'irdœmi með stuðningi Byggðastofnunar, starfar að uppbyggingu atvinnulífs í kjördœminu, veitir einstaklingum, fyrírtcekjum og sveitarstjómum ráðgjöfá sviði atvinnumála. Höfuðstöðvar Atvinnuráðgjafar Vesturlands eru í Borgamesi og mun viðkomandi starfa á öllu Vesturlandi. Hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands starfa 3 einstaklingar. Hver ráðgjafi hefur sitt kjamasvaeði og sitt fagsvið. Starfinu geta fylgt rnikil ferðalög um kjördcemið. Starfið er krefjandi og þarf viðkomandí einstaklíngur að geta unnið sjálfstcett og hafa frumkvceðt. svínaræktar hvergi betri á landinu en einmitt í Melasveitinni. Ef ekki er hægt að hafa stórt svínabú þar, þá er það hvergi hægt hér á landi og þó víðar væri leitað. Við höfum nú þegar tryggt okkur verulegt landrými tíl áburðardreifingar utan sjálfrar Melajarðarinnar þannig að losun áburðar verður ekki vanda- mál enda munu landgæði batna verulega”, sagði Geir Gunnar. íhuga skaðabótamál Geir Gunnar segir að töfin sem af ákvörðun umhverfisráðherra hafi hlotist væri dýr fyrir fyrirtækið og áætlanir um kostnað hafi því engan veginn staðist. “Eðlilegt framhald af þessum dómi er að höfða skaða- bótamál á hendur umhverfisráð- herra og emm við nú að íhuga það. Kostnaður vegna tafa á fram- kvæmdum og rekstrartaps er gríð- arlegur og því teljum við að krafa um skaðabætur sé eðlileg í ljósi þess sem á undan er gengið. Réttlætið sigraði Hjá Stjömugrís á Melum er eins og áður segir gert ráð fyrir allt að 20 þúsund grísum að jafnaði í uppeldi. Grísimir fæðast þó á öðmm búum en verða fluttir til uppeldis á Melum. Slátrun og kjötvinnsla fer hins vegar fram í Saltvík á Kjalamesi. Gert er ráð fyrir að á Melum verði 4-5 starfs- menn auk þeirra sem koma að flutn- ingi, áburðardreifingu og fleim. Geir Gunnar sagði að ekki lægi fyrir hvenær framkvæmdum muni ljúka. “Við erum núna að sækja um bygg- inga- og starfsleyfi. Hluti þess sem eftir er verður byggður í sumar en ekki liggur endanlega fyrir hvenær við munum ljúka verkinu. Auk tafa af úrskurði umhverfisráðherra hafa framkvæmdir gengið hægt í vetur vegna óhagstæðs tíðarfars. Fyrst og fremst eram við þó ánægðir með að réttlætið sigraði í þessu máli og á Melum mun rísa fyrirmyndar svínabú þar sem fyllsta tillit verður tekið til umhverfisþátta og aðstæðna á svæðinu”, sagði Geir Gunnar að lokum. MM Nýfæddir Vesdend- ingar eruboðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru ferðar hamingjuóskir. S.apr. kl 11:04- Sveinbam. - Þyngd:S59S - Lengd: 52 cm. Foreldr- ar: Hrönn Sigvaldadóttir og Signrður Jökull Kjartansson. Hafiiarfirði. Ljós- móðir: Anna Bjömsdóttir. 5. apr. kl 10:12- Sveinbam. - Þyngd: 3545 - Lengd: 53 cm. Foreldrar: Val- dís María Stefánsdóttir og Grétar Guð- fimnsson. Siglufirði. Ljósmóðir: Helga Höskuldsdóttir. 6. apr. 3310 - Lengd: 52 cm - Foreldrar: Hanna Sif Ingadóttir ogjón Sœvar Baldursson, Gnmdarfirði. Ljósmóðir: Anna Bjömsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.