Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.04.2000, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2000 ^Kt99UIIU>~ Opnun Upplýsinga- og kynningarmiðstödvar Vesturlands Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, opnaði sl. fimmtu- dag formlega nýja skrifstofu UKV við Brúartorg í Borgamesi. Fjölmenni var við vígsluna þar sem flutt vom skemmtíatriði í formi dans og hljómlistar. Tilgangur skrifstofii UKV er að starfrækja þar móðurstöð upplýs- ingasöfnunar og -miðlunar um ferðaþjónustu í landshlutanum með það að markmiði að beina ferða- mannastraumi inn á svæðið. Þannig er gert ráð fýrir að UKV verði sam- starfsvettvangur sameiginlegra markaðsmála ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi. Það var Gunnar Sigurðsson for- maður stjórnar UKV sem stýrði samkomunni. I ræðu sinni hvatti hann m.a. vestlenska ferðaþjónustu- aðila til nýta þetta tækifæri og sam- einast um markaðssetningu svæðis- ins í heild því það væri hagur grein- arinnar. Við athöfhina var undirrit- aður samningur milli Ferðamálaráðs og Tæknivals um tölvukaup til upp- lýsingamiðstöðva á landsbyggðinni en fýrsta tölvan var einmitt afhent UKV til afhota. Smrla Böðvarsson ávarpaði samkomuna og klippti loks á borði eins og samgönguráðherra sæmir við slík tækifæri. Þar með er skrifstofa UKV formlega tekin í gagnið. MM Til vinstri: Sturla Böðvarssm samgöngU- ráðhetra vígir skrifstofuna og klippir á borða við það ttekifieri. Að neðan: Nemendur úr Tónlistarskól- anum í Stykkishólmi þenja nikkumar við flutning nokkurra gamalla og góðra danslaga. Hér eru þau ásamt kennara sín- um. Myndir MM. Verið velkomin Nýtt söluumboð HEKLU í Borgarnesi opnar miðvikudaginn 19. apríl kl. 9-18 að Sólbakka 2 við Þjóðveg 1. Til sýnis verða glæsilegar bifeiðar frá Volkswagen, Mitsubishi, Audi, Skoda og Galloper. Opið laugardaginn 22. apríl kl. 10-16. Verið velkomin! HEKLA - íforystu á nýrri öld! HEKLA, Söluumboð í Borgarnesi • Sólbakka 2 • Sími 437 2100 • Fax 437 2101 Söluumboð Gunnar Sigurðsson formaður stjómar UKVfærði við þetta tœkifari Sigríði Hrönn Theodórsdóttur atvmnuráðgjafa hlómvönd frá fyrirtækinu en Sigriður hefur haft veg og vanda að undirbúningi að stofiiun UKV. Jón Gunnarsson við eitt verka sinna á sýningunni. MyndMM Sýning í Reykholti Jón Gunnarsson frá Hafnarfirði opnaði málverkasýningu í Hótel Reykholti um síðustu helgi. A sýn- ingunni eru vatnslitamyndir sem málaðar eru víðsvegar á landinu. Myndirnar eru að mati undirritaðs allar mjög eigulegar. Jón stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík árin 1947-1949 og hefur síðan farið margar náms- og kynnisferðir er- lendis. Jón er þekktastur fýrir mál- verk sín frá sjávarsíðunni en hann var sjómaður á sínum yngri árum. Fyrstu málverkasýningu sína hélt Jón árið 1961 og hefur síðan haldið fjöldan allann af einkasýningum. Sýning Jóns mun verða opin í sum- ar. MM Vesturlandsmót í tvímenningi Vesturlandsmótið í tvímenningi verður spilað í samkomuhúsinu í Grundarfirði laugardaginn 6. maí nk. og hefst spilamennska kl 10:00. Skráningu þátttakenda skal lokið fimmtudagskvöldið 4. maí. Hægt er að skrá sig hjá Guðna Hall- grímssyni í síma 438 6788, Páli Að- alsteinssyni í síma 438 1408 og Sveinbirni Eyjólfssyni í síma 437 0029 eða í tölvupósti sveinbj orn. eyj olfsson@lan.stj r. is. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.