Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2000, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.04.2000, Blaðsíða 11
S2ESSiftÍv»íh‘i MIÐVTKUDAGUR 19. APRIL 2000 11 Fjölmenni við opnun Það ríkti sannkölluð eftirvænting og spenna þegar boðsgestir, vinir og vandamenn sem og fyrirmenni streymdu inn í nýjan og glæsilegan veitingasal Hótels Höfða í Olafsvík, hlaðnir gjöfum til að samfagna hjónunum, Eyglóu Egilsdóttur hótelstjóra og Sigurði Elinbergs- syni, byggingameistara. Tilefni þessarar miklu gestakomu var vígsla viðbyggingar við Hótel og Gisti- heimilið Höfða sem heitir frá og með deginum í dag Hótel Höfði. Það var fyrir tæpu ári síðan sem foreldrar Eyglóar, Guðlaug Sveins- dóttir og Egill Guðmundsson, tóku fyrstu skóflustunguna að viðbygg- ingunni. Þau voru þó fjarverandi vígsludaginn sjálfan, þar sem þau höfðu brugðið sér utan. Síðan gerð- ust hlutirnir hratt og um mánaða- mótin nóv-des 1999 hófust fram- kvæmdir við viðbygginguna. Nú, fjórum og hálfum mánuði síðar er risin glæsileg hótelbygging. Það var Istak sem sá um bygginguna og arkitekt var Magnús H. Olafsson. Sem fyrr segir var margt góðra manna til að samfagna og þar á meðal var Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra. Sturla, sem sjálfur er ættaður úr Olafsvík lét þess getið í ræðu sinni að þegar hann var yngri hefði hann borið margan strigapok- ann fullan af sagi inn á gólfið í kaupfélaginu svo Elinbergur gæti skúrað gólfm, en kaupfélagið var þá til staðar í gömlu hótelbyggingunni sem í dag er orðin að glæsihóteli. Sturla kvaðst hafa orðið glaður við að sjá skjöld utan á nýju viðbygg- ingunni sem heiðrar minningu El- inbergs. I stuttu spjalli við blaða- mann Skessuhorns, á milli heilla- óska, sagðist Eygló ætíð hafa verið ákveðin í því að gera þetta að fyrsta flokks hóteli. Þann 1. febrúar 1993 tók hún við rekstri Gistiheimilisins Höfða og þá var eingöngu lítill sal- ur og 12 herbergi, sem urðu reynd- ar 13 efrir að þvottaherbergi var breytt í herbergi og þvottar þvegn- ir á jarðhæð. Eygló sagði að slíkum rekstri fylgdi geysimikil vinna fyrir einn einstakling, en fjölskyldan hefði staðið samhent í rekstri hót- elsins. Ef telja ætti allar vinnu- stundir sem færu í slíkan rekstur þá nálguðust þær 500. Hvað varðar viðbótina, þá kvaðst Eygló þegar farin að finna meðbyr, þar sem hún byði uppá meiri möguleika. Þegar væri orðið upppantað í fermingar og brúðkaupsveislur. Hvað varðaði afþreyingu fyrir hinn almenna ferðamann, þá væri aðalaðdráttarafl Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra flutti ávarp við opnimina. Myndir: EE Ólafsvíkinga hvalaskoð- unin sem færi vaxandi með hverju árinu. Með tilkomu viðbyggingarinn- ar væri verið að taka stórt skref hvað varðaði úrslita- kosti þess að bjóða upp á betri gistingu. Vissulega væri ennþá markaður fyr- ir svefnpokagistingu, en kröfurnar um betri gist- ingu hefðu aukist hin síð- ari ár. Þegar hefur orðið aukning í gistinóttum, sumar sem vetur og því væri nauðsynlegt að bregðast við þessarri aukningu. Eygló er ekki með öllu ókunnug hótelrekstri, því hún hefur unnið töluvert við hótelstörf í Stykkis- hólmi, á Akranesi og á Húsavík. Hún kvaðst hafa kynnst regluseminni þeg- ar hún vann í apóteki í mörg ár og bókhalds- rekstrinum hafi hún kynnst þegar hún vann á bókhalds- stofu. Þessir þættir hafi hjálpað sér mjög mikið við reksturinn, þar sem hún sér sjálf um bókhald hótelsins. Sem fyrr segir vinnur öll fjölskyld- Eygló og hótelinu. Sigurður Jýrir framan skjöld utan á nýja Skjóldurinn er tileinkaður Elintusi Jónssyni. an við hótelið, þó að vísu með und- antekningu þar sem eiginmaður Eyglóar fæst við húsasmíðar, en segist þó koma öðru hvoru í upp- vaskið efrir vinnu. EE Hótels Höfða Eyrbyggjasaga í Grundarfirði Það var þéttsetinn bekkurinn í Grunnskólanum í Grundarfirði, laugardaginn 15. apríl s.l. Þangað var mættur að sunnan, Jón Böðvarsson, cand ,mag í bókmenntafræðum, fyrr- verandi kennari og rektor. Jón hefur frá árínu 1996 haldið námskeið í Is- lendingasögum á vegum Endur- menntunarstofhunar Háskóla Is- lands. Þegar Jón hóf fyrsm fyrirlestra sína vom eingöngu 11 skráðir. Fyrir skemmstu var Jón með fyrirlestur um Egilssögu og þá vom skráðir þátttak- endur 202. Um síðusm helgi var Jón svo á ferð með hóp nemenda að sunnan á söguslóðum Eíríks rauða í Dölum. Farið var að Eíríksstöðum og Rifi og siglt var út í Brokey og Ox- ney. Þó ekld hafi verið svo margt um manninn á fyrirlestri Jóns Böðvars- sonar þetta sinnið, þá var áhuginn mikill hjá þeim sem sám fyrirlestur- inn. Þess má geta að fyrir tveimur ámm var Jón á ferð um söguslóðir Eyrbyggju með hópa að sunnan. Þá fór Jón fyrir 4 rúmm og með nútíma tækni gat hann notað sama hljóð- nemann fyrir allar rútumar. Jón er hingað kominn nú fyrir tilsmðlan Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Sunnu Njálsdóttur forstöðukonu Bókasafnsins í Grundarfirði. I vemr fór af stað leshringur um Eyrbyggja- sögu með 8 manns innanborðs og þótti tilvalið að fá Jón til að fjalla um Eyrbyggjasögu. Sunna Njálsdóttir var hópstjóri leshringsins. Jón hóf mál sitt á því að tilkynna þátttakend- um að hánn hygðist lesa um raun- vemlegan þátt Eyrbyggja í sögunni sjálffi. íslendingasögur em flokkaðar eftír landshlutum og í Eyrbyggja- sögu, Heiðavígu og Laxdælu bregður fyrir sömu sögupersónunum. Síðasti þátmr Laxdælu gerist á Snæfellsnesi. Margar Islendingasögur em skáld- sögur sem fjalla um einstaka einstak- linga, en engin slík saga gerist á Snæ- fellsnesi. Eyrbyggjasaga gerist á norðanverðu Snæfellsnesi og á sér stað eftír 1250. Rauði þráðurinn í Is- lendingasögum fjallar um ástæður, átök og sættír og minnst er á það fólk sem eftir lifir í sögulok. Margt ffóð- legt kom ffam og augljóst er að Jón er hafsjór af ffóðleik um þetta efhi. Vonir standa til að áffamhald geti orðið á fyrirlestrum sem þessum, enda áhuginn mikill. EE Nokkrir gesta jýrirlestrarins. Gospel sönghópur Akraness Á nýliðnum æskulýðsdegi Þjóð- kirkjunnar, 5. mars s.l., kom ffam ný- stofnaður Gospel sönghópur Akra- ness. Fluttí hann, ásamt sóknarpresti, poppmessu í Akraneskirkju. Á kvöld- vöku æskulýðsdagsins í Vmaminni kom þessi hópur einnig fram með söng- og tónlistaratriði. Poppmessan var svo endurflutt sunnudaginn 12. mars og var húsfyllir í bæði skiptin. Þess ber að geta sem vel er gert og því eru þessi orð fest hér á blað. Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að Gospel hópurinn hafi hrifið hug og hjarta áheyrendanna sem voru á öll- um aldri þótt flestir væru á æsku- skeiði. Hinir ungu flytjendur túlkuðu tón- list sína af fágætri innlifun og sterkri tílfinningu fyrir hinum heilaga sem þau höfðu tekist á hendur að þjóna og flytja. Slíkir strengir mega ekki hljóðna. Þessi stórefhilegi sönghópur verður að heyrast oftar og víðar. Eg veit að ég mæli fyrir munn margra sem hlýddu á söng og tónlist- arflutning Gospel sönghóps Akra- ness þegar ég óska þeim til hamingju með glæsilega byrjun, þakka þeim af alhug og læt í ljós þá einlægu ósk að þau haldi áffam á þeirri braut sem þau hafa markað sér, stefni hátt og lofi Drottín í ljóði og söng. Umsjón önnuðust þau Hannes Baldursson og Heiðrún Hámundar- dóttir kennarar við Tónlistarskóla Akraness. BjömJánsson Frá vinstri: Olöf Vigdís Guðnadóttir, Heiðrún Hámundardóttir, Þórunn Kjartans- dóttir, Bjamey Guðbjörnsdóttir, Svanhvít Pétursdóttir, Sigríður Heiða Hallsdóttir, Jónína B Magnúsdóttir, Hanna Þóra Guðrandsdóttir.; Daði Már Hervarsson, Viðar Guðmundsson. Þær voru tnyndarlegar í íslenska þjóðbúningnum, stúlkunmr þtjdr sem fenndust í Lundarkirkju á pálmasunnudag. Frá vinstri: Hrönn Jónsdóttir, Lundi, Jónína Sigurð- ardóttir, Gullberastöðum ogjórunn Guðmundsdóttir Amþórsholti. A bak við þær er sóknarpresturinn sr. Geir Waage. Mynd: GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.