Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 28.04.2000, Blaðsíða 7
jálusunub.i FOSTUDAGUR 28. APRIL 2000 7 ✓ Arsreikningur Borgarbyggðar Hækkun skulda Á fundi bæjarstjórnar Borgar- byggðar 25. apríl var ársreikningur Borgarbyggðar tekinn til seinni um- ræðu og samþykktur. Arsreikningur- inn samanstendur af ársreikningi bæjarsjóðs, framkvæmdasjóðs og fé- lagslegum íbúðum. Skatttekjur námu 442,6 mkr á ár- inu 1999, samanborið við 400,3 mkr árið áður sem er 10,6% hækkun. Skatttekjur samanstanda af útsvari, fasteignasköttum og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Rekstrar- gjöld málaflokka námu 506,7 mkr en á móti koma ýmsar þjónustutekjur að Ijárhæð 98,5 mkr. Rekstur mála- flokka bæjarsjóðs að frádregnum þjónusmtekjum nam því 408,2 mkr og ffamlegð fyrir fjármagnsliði 34,4 mkr sem er nær sama fjárhæð og árið áður. Gjaldfærð og eignfærð fjárfest- ing bæjarsjóðs nam 58,1 mkr á árinu 1999 og fjármagnsgjöld umffam fjár- munatekjur 11,9 mkr. Niðurstaða af ársreikningi bæjarsjóðs Borgar- byggðar var því 35,6 mkr tap sem er 22,6 mkr lakari niðurstaða en rekstr- aráætlun gerði ráð fyrir. I árslok 1999 námu skuldir bæjar- sjóðs 400,1 mkr, auk lífeyrisskuld- bindinga að fjárhæð 125,5 mkr. Skuldir á hvem íbúa vom um 165 þús. krónur samanborið við 157 þús. krónur í ársbyrjun. Rekstrargjöld bæjarsjóðs námu 92% af skatttekjum á árinu samanborið við 91% árið áður. “Svo hátt hlutfall er ekki ásættan- legt til lengri tíma en endurspeglar almennt þrönga fjárhagssttiðu sveit- arfélaga á Islandi. Launakosmaður er stærstur hluti í rekstrarkosmaði Stefán Kalmansson bœjarstjón Borgar- byggðar sveitarfélaga og kröfur um þjónustu þeirra fara vaxandi. Möguleikar á lækkun rekstrarkosmaðar geta því vart tahst raunhæfir nema tdl komi skerðing á þjónusm,” segir Stefán Kalmansson bæjarstjóri. Framkvæmdasjóður Borgar- byggðar var rekinn með 17,6 mkr tapi á árinu 1999. Á árinu 1999 af- skrifaði og seldi Borgarbyggð eignar- hluti ffamkvæmdasjóðs í tveimur fyr- irtækjum í Borgarbyggð en með því hefur bæjarfélagið að mesm komið sér út úr almennum fyrirtækjarekstri að sögn Stefans. GE Afundin bifreið Þessi vörubifreið bafði snúií hressilega upp á sigþegar bílstjórinn ætlaði að sturta hlass- inu í nýja reiðgötu á Mýrunum. Mynd: GE Öflug fréttaþjón usta Skessuhorn - vikublað á Vesturlandi www.skessuhorn.is - fréttavefur Útvarpið - Sjónvarpið S: 430 2200 0 0 ÚTVARPIÐ SJÓNVARPIÐ Akraneskaupstaður Lausar lóðir á Akranesi Bygginga- og skipulagsfuUtrúinn á Akranesi auglýsir hér með lausar byggingalóðir til umsóknar við Ásabraut, þar sem gert er ráð fyrir einnar hæðar einlbýlis-, raðhúsa- og parhúsalóðum. Einnig eru auglýstar lausar byggingalóðir á eftirtöldum svæðum: • Við Pjóðbraut - athafna- og iðnaðarhúsalóðir. • Við Smiðjuvelli og Kalmansvelli - iðnaðarhúsalóðir. • í Vogahverfi - stórbýlalóðir. • þ Höfðaseli - iðnaðarhúsalóðir. • Á Breið - iðnaðarhúsalóðir. Umsóknir berist til bygginga- og skipulagsfulltrúa, Stillholti 16-18, 3. hæð, fyrir 9. maí nk. Nánari upplýsingar eru veittar á bygginga- og skipulagsdeild alla virka daga frá kl. 10-12 eða í sima 431 1211. Akranesi, 19. apríl 2000 Bvgginga- og skipulagsfulltrúinn á Akranesi. SIMGNNTUNAR MIÐSTÖÐIN FllDARBOB Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn í Hótel Borgarnesi föstudaginn 28. apríl kl. 13.30. Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Fundarstjóri skipaður 3. Skýrsla stjórnar og reikningar 4. Önnur mál í framhaldi af aðalfundi verður haldinn fræðslufundurinn: FJARKENNSLA OG FJARVINNSLA í FRAMTÍÐINNI Háskólanám í heimabyggð Dr. Rögnvaldur Ólafsson fjarkennslustjóri HÍ talar um uppbyggingu fjarkennsiu um land ailt Fjarvinnsla til framtíðar Fulltrúar frá íslenskri miðiun segja frá uppbyggingu fjarvinnslunets um landið Áætlað er að fræðslufundurinn hefjist kl. 14.30 Aðgangur er öllum frjáls ‘FrœðsCunet Suóurlands Námsstefna Uppbygging og rekstur lítilla vatnsaflsvirkj ana Umsjón: Fræðslunet Suðurlands. Samstarfsaðilar: Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands og Landssamband raforkubænda Staður: Kirkjubæjarklaustur Námskeiðslengd: 15 klukkustundir Tími: 8 júní - 9.júní 2000 Innritun stendur til 30. apríl 2000. Innritun í síma: 480 5020 eða á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands: www.sudurland.is/fraedslunet Námskeiðsgjald: kr.10.000,- greiðist við innritun. Visa/Euro Námsstefnan hefst á Hótel Kirkjubæjarklaustri kl. 13.00 fimmtudaginn 8.júní og lýkur um kl. 15.00 föstudaginn 9. júní Á fimmtudagskvöldið mun Landssamband raforkubænda halda aðalfund 1 Markhópur: Bændur þar sem aðstæður em fyrir hendi að virkja og annað áhugafólk um rekstur og uppbyggingu lítilla virkjana Námsstefnustjóri: Jón Hjartarson, íramkvæmdastjóri Spennandi dagskrá báða dagana

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.