Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 28.04.2000, Blaðsíða 9
^&tssunui. FOSTUDAGUR 28. APRIL 2000 9 Umhverfisstefiia Borgarbyggðar kynnt Dagur umhverfisins var hald- inn um allt land þriðjudaginn 25. apríl en þetta er í annað sinn sem sérstakur dagur er helgaður umhverfismálum. I Borgarbyggð var haldið upp á daginn með því að kynna umhverfisstefnu sveitarfélagsins og einnig voru kynnt nokkur umhverfisverkefni sem unnið er að. Teikningar, kort og ýmsar upplýsingar voru hengdar upp í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og verða til sýnis þar næstu daga. Börn í leikskólum í Borg- arbyggð nýttu daginn í að hreinsa rusl í nágrenni leikskól- anna og í Grunnskólanum í Borgarnesi var dagurinn notaður til að vinna að undirbúningi sorpflokkunar. GE Skagamenn jarðgera heimilissorp A Akranesi er verkefnið “Rækt- aðu garðinn þinn” að hefjast sem er átak í heimajarðgerð. Verkefnið miðar að því að árið 2005 muni 500 heimili á Akranesi jarðgera lífrænt sorp. Akraneskaupstaður mun kaupa 100 jarðgerðartanka á ári næstu 5 árin og afhenda íbúum gegn 2000 kr. mótframlagi. Að sögn Hrafnkels Proppé garð- yrkjustjóra á Akranesi er þetta stærsta verkefni sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í á landinu og er liður í að minnka sorpmagn til urðunar. “Lífrænt sorp er um 35% af því sorpi sem fellur ffá hverju heimili. Með heimajarðgerð má því lækka þann samfélagskostnað sem hlýst af sorpmálum auk þess sem verðmæt afurð, molta, myndast og sparar garðeigendum moldar- og á- burðarkaup,” segir Hrafokell. A degi umhverfisins, þriðjudag- inn 25. apríl sl., var skrifað undir samning milli Akraneskaupstaðar og Vistmanna um kaup þess fyrr- nefoda á 100 jarðgerðatönkum. GE jarðgerðarílátunum. Mynd: BG Fulltníar bæjarstjómar og embœttismenn Akraneskaupstaðar viS eitt af nýju Jóhanna Sveins- dóttir sýnir í Safha- húsi Borgarfjarðar Laugardaginn 22. apríl s.l. var opnuð sýning á verkum eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Á sýningunni eru grafikverk unnin á síðusm tveimur árum. Jóhanna lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla Islands 1991. 1991-92 vann hún í vinnustofom The art students league í New York. Eftir það hefor hún unnið að list sinni hér heima á verkstæði félagsins Islensk grafík, Tryggva- götu 17. Þetta er 5. einkasýning Jóhönnu en á undanförnum árum hefor hún tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin er opin 22. apríl - 31. maí, virka daga kl. 13 - 18 og á fimmtudagskvöldum ffá kl. 20-22. (Fréttatilkynning) Passíusáhmr lesnir Víða hefur skapast sú hefð að lesa Passíusálmana á fóstudaginn langa. I Olafsvíkurkirkju hófst fyrsti lestur þeirra klukkan 10 aó morgni ogsá Kirkjukór Ólafsvíkur bæði um. jyrsta og síðasta lesturinn og endaði lesturinn klukkan korter fyrir fimm. Það voru jjölmörg félagasamtök sem sáu um lesturinn en þau helstu voru Lionsklúbbamir.; Kiwan- is og Sinawik klúbbar, Leikfélag Ólafsvíkur, Kvenfélag Ólafsvíkur, Rótary, Soroptimista- klúbbur Snæfellsness og tónlistarskólanemendur. Ventanleg fermingarböm sáu síðan um veitingar á neðri hæð kirkjunnar. Mynd: EE Flúor í HvaÍfirði Flúormagn í lofti og gróðri í Hvalfirði hefor aukist eftir gang- setningu álvers Norðuráls í firðin- um en meðaltöl eru vel innan þeirra marka sem sett eru í starfs- leyfi. Meginuppspretta svifryks í firðinum er hins vegar ekki á iðn- aðarsvæðinu, heldur má rekja hana til nærliggjandi þjóðvega og höf- uðborgarsvæðisins. Þetta eru m.a. niðurstöður úr umhverfisrann- sóknum sem verkfræðistofan Hönnun hefor haft með höndum fyrir Norðurál og íslenska járn- blendifélagið frá 1997. (mbl.is greindi frá). Akraneskaupstdður Kynningarfundur um safnkassa og notkun þeirra Laugardaginn 29. apríl verður kyuningarfundtu um heimajarðgerð í Iþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum kl 10-16. Fólki gefst kostur á að skrá sig fyrir safiikassa og íræðast um notkun hans. Safnkassi fæst gegn 2000 kr. gjaldi Einungis 100 saftikassar í boði þetta árið. A Umsjónarmaður sorpmála og garðyrkjustjóri. SACNANAMJKEIP í REYKH0LT112. -13. MAÍ Fyrstaflokks leiðbeinendur frá Skotlandi og írlandi Námskeiðið tengist Evrópuverkefni um sagnahefð sem unnið verður á Vesturlandi. Engin tungumálaþekking nauðsynleg. Tilvalið fyrir leiðsögumenn, kennara, safnafólk, sagnamenn, ferðaþjónustuaðila og annað áhugafólk um sögur og sagnahefð. Námskeiðsgjald 8.000 kr. Odýr gisting og fæði í boði. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Skráning og upplýsingar hjá Símenntunarmiðstöðinni. s: 437 2390, www.simenntun.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.