Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2000, Page 2

Skessuhorn - 31.08.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 31. AGUST 2000 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgames) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Framkv.stjóri: Ritstjóri og óbm: Internetþjónusta: Bloðomenn: Auglýsingar: Fjórmól: Próforkolestur: Umbrot: Prentun: Íslensk upplýsingntækni 430 2200 Mugnús Mognússon 894 8998 Gisli Einorsson 892 4098 Bjorki Mór Korlsson 899 2298 Sigrún Krisljónsd., Akranesi 862 1310 Hjörtur Hjortorson 864 3228 Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Astbildur Magnúsdóttir og fleiri Tölvert isafoldarprentsmiðja hf skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kernur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Biaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Heiðra Sem ábyrgur faðir hef ég að sjálfsögðu reynt að fylgjast með auglýsingum á búnaði til lærdóms til að hafa það á hreinu hvers barnið þarfnast helst á hinni grýttu braut til þekkingar og þroska. Efdr því sem ég kemst næst er það fyrst og ffemst tvennt sem nemendur íslenskra grunnskóla og leikskóla mega síst vera án í vetur. Armað er skólataska með sérsniðnu utanáliggjandi geymsluhólfi undir farsímann. Hitt er farsími til að setja í þessi sérstöku farsímahólf. I auglýsingum um þessi nauðsynlegu námsgögn er klikkt út með orðunum „ekki gera eins og mamma þín segir“. Ekki hvarflar það að mér að efast um nauðsyn þess að blessuð börnin fái farsíma á eyrað svo skjótt sem þau eru orðin talandi, jafhvel heldur fyrr. Hvað svo sem mamman kann að hafa um það að segja. Eg átta mig á því núna fyrst hvers ég fór á mis alla mína skólagöngu. A minni skólatösku var ekkert hólf fyrir farsíma, ekki einu sinni gamla sveitasímann. Eg er ekki nokkrum vafa um það að farsímaleysið kom mjög niður á mínum námsárangri, ekki síst í stærðffæði. Eg er þess einnig fullviss að það var engu öðru um að kenna þegar ég féll á landaffæðiprófinu í sjöunda bekk. Þá var ég nýtognaður á hægra fæti eftir að hafa sparkað í meðalstóran stein á knattspyrnuvelli skólans í næstu ffímínútum á undan. Það sér hver heilvita maður að það hefði aldrei gerst hefði ég verið að tala í farsímann akkúrat á þeim tíma. Þannig mætti lengi telja og ugglaust gæti ég auðveldlega tengt allt sem mér gekk á móti á mínum námsferli við skort á GSM sambandi. Hver sem einhverntíma hefur komið inn í skólastofu hlýtur að átta sig á því hve gífurlegar framfarir þetta hefur í för með sér fyrir hvern meðal nemanda. Nú þarf ekki lengur að baksa við að senda bréfmiða á milli borða með tvíræðum skilaboðum. Nú er hægt að senda SMS um alla skólastofuna þvera og endilanga. Þá er hægt að panta flatbökur í kristinfræðitímum og síðast en ekki síst eru þessir símar flestir með innbyggðum vekjara sem tryggir að nú er engin hætta á að nemandinn missi af ffímínútunum. Sem foreldri ætlast ég að vísu til að börnin geri eins og mamma segir, eða að minnsta kosti eins og pabbi þeirra segir þeim, þótt það sé reyndar borin von. Einhvers staðar stendur víst „Heiðra skaltu föður þinn og móður,“ en sá vísdómur kemur víst ekki ffá neinu farsímafyrirtæki. Eg beygi mig þó undir þá staðreynd að auglýsingarnar eru æðra stjómsýslustig en foreldravaldið. Gísli Einarsson, eins og mamma segir. Byggðasafiiið á Görðum Hrun í komu erlendra ferðamanna í ársskýrslum Byggðasafns Akra- ness kemur fram veruleg fækkun erlendra gesta, eða um 40% á fjór- um árum. A móti kemur þó að fjöldi innlendra gesta sem leggur leið sína í safhið, hefur tvöfaldast á sama ta'ma. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra Akraness, liggja margar hugsanlegar ástæður að baki þess- um breytingum. „Þetta er í takt við það sem við höfum orðið vör við, erlendum gestum er að fækka og innlendum að fjölga. Þetta á alls ekki bara við um Byggðasafnið, heldur Akranes almennt. Það var nokkuð mikið um það hér áður en göngin komu að erlendir ferða- menn sigldu hér yfir fjörðinn með Akraborginni, heimsæktu Akranes og skoðuðu í leiðinni það sem bær- inn hefur upp á að bjóða. Einnig má nefna það að ferðaskrifstof- urnar setja Akranes ekki lengur í forgang fyrir erlenda ferðamenn, enda er það sem hér er í boði kannski frekar hugsað fyrir Islend- inga,“ segir Gísli. „Hins vegar finnst mér mjög ánægjulegt að fá þennan aukna skerf af innlendum ferðamönnum.“ SÓK Nýr fréttamaður á Snæfellsnesi Skessuhorn hefur ráðið til starfa nýjan fréttamann á Snæfellsnesi. Sá heitir Ingi Hans Jónsson í Grund- arfirði. Ingi Hans lætur af störfum sem staðarhaldari á Gufuskálum nú um mánaðamótin en hann hefur tekið þátt í uppbyggingu þjálfunar- búaðanna frá upphafi. Hann verður eftir það í fullu starfi sem frétta- maður Skessuhoms á Snæfellsnesi. Hans starfssvið verður að afla frétta og annars efhis af Snæfellsnesi öllu í Skessuhom en einnig fyrir útvarp og sjónvarp. Ingi Hans hefur umtalsverða reynslu af blaðamennsku og útgáfu auk þess sem hann þekkir vel til á öllu Snæfellsnesi. Við bindum miklar vonir við ráðningu Inga Hans í starf ffétta- lngi Hansjónsson manns á Snæfellsnesi. Þeim hluta Vesturlands hefur ekki verið sinnt sem skyldi, hvorki fyrir Skessuhorn né í ljósvakamiðlunum en við von- umst til að nú verði þar veruleg breyting á. Ritstjóri Bræóumir Pétur og Fjalar Vigfwsynir, ása?nt Vigfiísi Péturssyni, notuðu andvaramt á dög- unum og létujjara midan bátnum Fiísa SH161 til að botnmala og bletta skrokkinn bér og þar. Að sögn Péturs verður fljótlega farið á sjó,jáfnvel þó kaupa þurfi kvóta. GA Lionsmenn á Hellissandi komu forandi hendi á Gufuskála síðastliðinn laugardag þeg- arþeirforðu Þjálfunarbúðunum ömefnamynd af svæðinu norðan við Snœfellsjökul. Klúbburinn lét jyrir nokkrum árum vinna þessa ömefnamynd sem þykir gott framtak og skemmtileg leið til að varðveita örnefiii. Klúbburinn vildi með þessari gjöfþakka samstarf við staðarbaldara sem senn hetur af störfum jafnframt því að veita gestum staðarins greiðan aðgang að ömefimm. á svæðinu. Litmsklúbburinn, ásamt öðrum Lionsklúbbum í Snafellsbæ, stóð í sumar fyrir alþjóð- legurn unglingabúðum á Gufuskálum þar sem unglingar frá átján þjóðlöndum á veg- u?n Lionshreyfmgarhmar dvöldu við leiki og stöif. Banaslys Maður lést eftir höfuðáverka sem hann hlaut eftir að hann féll af hestbaki við Hvítárvallaveg í Borgarfirði á sunnudagsmorgun. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann þar sem hann lést á þriðjudag. GE Námskeið í lífsleikni I jsíðustu viku var haldið nám- skeið í lífsieikni fýrír kennara í Grundaskóla, en lífsleikni er ný námsgrein í skólanum. Nám- skeíðið var mjög vel sótt og þar var fjallað um notkun íslensku í tengslum við lífsleikni. Nú stendur yfir í skólanum skóla- námskrárnámskeið þar sem kennarar úr báðum grunnskól- um Akraness, 50-60 manns, hlusta á gestafyrirlesara og vinna við það að búa til nýja skólanám- skrá. SÓK Grund- firðingar í íjórða sæti Gnindfirðingar höfhuðu í 4 sæti á Islandsmóti 7 manna liða í fjórða flokki í knúttspyrnu með þrjú stig en Einherji sigraði á mótinu. Urslitakeppnin fór fram helgina 19.-20 ágúst og þar léku saman efsm liðin úr riðlun- um fimm. Grundfírðíngar sigr- uðu í sínum ríðh af öryggi, unnu alla sex leikina og skoruðu 53 mörk gegn 14. Það er því óhætt að segja að árangurinn hafi verið góður. GE T T X Harður árekstur á Akranesi Miðvikudaginn 23. ágúst varð harður árekstur tveggja fóiksbíla á mótum Garðagrundar og Bjarkargrundar á Akranesí. Ann- ar bíilinn er mikið skemmdur en ekki urðu slys á fólki. SÓK Aukin þjónusta hjá Brunavömum Nú nýverið tóku Brunavamir Borgarness og nágrennis í notk- un aðstöðu til skoðunar-, áfyll- ingar- og þjónustueftirlits með handslökkvitækjum í slökkvi- stöðinni að Sólbakka 13 í Borg- arnesi. Þar er nú einnig tii sölu allur búnaður sem notaður er til eldvama á heimilum og stofnun- um, s.s. slökkvitæki, reykskynjar- ar, gasskynajarar, eldvarnarteppi, keðjustigar, sjúkrapúðar ofl. Bjarni Þorsteinsson slökkvi- fiðsstjóri segir að þegar vemrinn fer í hönd sé full ástæða til að vekja fólk til umhugsunar um eigið öryggi og hvort eldvarnir á heimilum og vinnustöðum séu í lagi. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.