Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2000, Side 8

Skessuhorn - 31.08.2000, Side 8
8 __ _________ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000_saiasijHUSæí “> ...........““ ........“..““ Islandsvinur númer eitt Rætt við Gardner Grant laxveiðimann Gardner Grant og leitjsögumaður hans, Þór Þorsteinsson, við veiðar í Grímsá. íslendingar hafa löngum verið ó- feimnir við að sæma hinn og þennan erlendan einstaklinginn þeim sér- stæða tidi „Islandsvinur“. Ef einstak- lingurinn er nógu þekktur er nóg að hann millilendi á Keflavíkurflugvelli svo ekki sé nú talað um að hann fái sér stuttan göngutúr á ísafirði. Ef einhver ætti öðrum fremur heima í þessum hópi góðra manna er það Bandaríkjamaðurinn Gardner Grant. Hann hefur heimsótt Island yfir þrjátíu sinnum á 74 ára langri ævi sinni, yfirleitt í þeim tilgangi að renna fyrir lax, og þá oftast í Grímsá í Borgarfirði. Grant skrifaði einmitt stóra og mikla grein í þekkt veiðiblað um ána og hann var einn af þeim erlendu fjárfestum sem hjálpuðu til við bygg- ingu veiðihúss við ána á sínum tíma. Blaðamaður slóst í för með Grant og leiðsögumanni hans, Þór Þorsteins- syni, einn sólríkan sumardag í júlí þegar hann hélt enn einu sinni til veiða í Grímsá. „Eg kom fyrst hingað til lands árið 1969 og veiddi þá í Laxá í Aðal- dal nálægt Húsavík,“ segir hann og sýnir blaðamanni forláta tvöfalda lopapeysu sem hann keypti þar. „Eg fer aldrei á veiðar nema peysan sé með í för og sonur minn, sem er þjóðgarðsvörður í Yellowstone National Park í Bandaríkjunum hef- ur fengið hana lánaða á vetuma því þar fer hitastigið oft gríðarlega langt niður fyrir frostmark. Þessi peysa hefur farið víða, hún hefúr aldrei verið þvegin og er samt tandur- hrein,“ segir Grant stoltur og leyfir blaðamanni að þefa af peysunni því til sönnunar. Elskar að veiða „Eg elska að veiða og sérstaklega lax“ svarar Grant þegar hann er spurður um ástæðuna fyrir þessum síendurteknu Islandsheimsóknum. Tveir kunningjar mínir sem hafa komið til Islands sögðu mér að hér væri gott að veiða lax. Eg ákvað að slá til og það var dásamleg lífs- reynsla. Veiðin var mjög góð og fólkið ekki síðra svo ég kem alltaf aftur og aftur. Ég hef komið hingað á hverju ári síðan 1969 og hef verið hér á öllum tímum árs.“ Það var ekki laust við að þjóðarstoltið bærði á sér hjá blaðamanni, því það eru líklega fáir laxveiðimenn sem hafa veitt víðar en Gardner Grant. Má þar nefna Italíu, Argentínu, Costa Rica, Mexíkó, Labrador, Alaska, Rússland og Kanada, og af öllurn þessum stöðum valdi hann Island! * Islensk matargerð orðin betri En hvers vegna Grímsá? „Ég hef veitt í yfir 20 ám á Islandi og engin þeirra finnst mér hafa jafn margt til að bera og Grímsá. Hér er mjög gott aðgengi fyrir gamla karla eins og mig, jöfri og góð veiði yfir allt árið, fallegt landslag, úrvals matur og mjög góð aðstaða í veiðihúsinu. Þorsteinn Þorsteinsson stjórnar staðnum með sóma og engin hætta er á því að búið sé að breyta ein- hverju til hins verra þegar maður kemur hingað.“ En hvað finnst Grant um íslenska matargerð? „Islenskri eldamennsku hefur fleygt fram frá því ég kom fyrst hingað til Islands. Fiskurinn hefur alltaf verið mjög góður en lambakjötið er orðið mikið betra og eldamennskan í heild er orðin mun fágaðri. Kryddin og sósurnar núna eru mjög mildar í staðinn fyrir þungar sósur áður og það er mikill munur. Kokkurinn hér í Grímsá er mjög góður, algjör snillingur. Hann heitir Rúnar Marvinsson og er eig- andi veitingastaðar í Reykjavík sem heitir „Við tjörnina". Hér fáum við stóra máltíð í hádeginu til þess að þeir sem eru þreyttir á kvöldin geti bara fengið sér samloku og farið í háttinn,“ segir Grant og er augljós- lega ánægður með fyrirkomulagið. Uppfinningamaður Grant er giftur og á tvö börn og barnabörn. Sonur hans er þó sá eini úr fjölskyldunni sem hefúr komið með honum til Islands. „Hvorki konan mín né dóttir mín hafa áhuga á útivist og mér finnst synd að vita til þess að þær eigi aldrei eftir að sjá þetta stórkostlega landslag og anda að sér þessu ferska lofti sem hér er. Bara loftið eitt og sér væri næg á- stæða fyrir mig til þess að koma hingað aftur og aftur“ segir Grant sem er búsettur í New York. „Gary, sonur minn, hefur þó nokkrum sinnum komið með mér til Islands. Arið 1973, þegar hann var 16 ára, vorum við hér í næstum mánuð og veiddum í ám um allt land. Hann er mjög góður veiðimaður en hann er ungur og þarf að vinna.“ Grant er sjálfúr sestur í helgan stein, en hann er lærður verkfræðingur. A sjötta áratugnum gerði hann merka upp- götvun þegar hann fann upp hliðin sem íslendingar ættu að hafa séð er- lendis við vegatollskýli og eru ekld ólík þeim sem eru í bílastæðahúsum hérlendis. Hann stofnaði fyrirtæki og vann við það í tuttugu ár að framleiða og setja upp tollskýli. „Fyrsta skýlið kom á veginn árið 1955. Eftir það fór ég til Frakk- lands, Spánar, Italíu, Japans, Suður- Ameríku og Kanada, allt til þess að setja upp tollskýli. Ég hafði ekki jafn mikinn tíma fyrir veiðar í þá daga!,“ segir Grant og hlær. Hann seldi loks fyrirtækið og fjárfesti í hinu og þessu að eigin sögn. Óþolinmóðir félagar Þegar Grant er inntur eftir því hvort hann lumi ekki á einhverri krassandi veiðisögu, kemur það blaðamanni á óvart að fá ekki að heyra einhverja ýkta sögu af 50 punda laxi sem hann barðist við einhvem tímann í „denn“. „Eitt af eftirminnilegustu atvikunum er tví- mælalaust þegar ég var að veiða hér í Grímsá árið 1982. í þá daga var hliðið að Grafarhyl djöfulleg sam- suða af gaddavír, trébjálkum, gal- vaníseruðum vír og nælonþræði. Það var mjög erfitt að opna það og eiginlega ógerningur að loka því. Það var rigning, rok og skítakuldi þegar ég, tveir félagar mínir og leið- sögumaður okkar, Siggi Fjeldsteð, lögðum af stað heim á leið frá ánni seint á júlíkvöldi. Þar sem ég var síðastur til að fara inn í bílinn bauðst ég af góðsemi minni til að sjá um hliðið. Fingurnir voru dofnir og það gerði verkið enn erfiðara. Loks- ins tókst mér þó að opna hliðið og Land Roverinn brunaði í gegn. Hann stöðvaði þar sem farþegarnir höfðu gott útsýni til að fylgjast með mér þar sem ég rembdist við að loka hliðinu. I þessu veðri var þetta í rauninni tveggja manna verk, en til- litssemin við vini mína og karl- mannlegt stoltið kom í veg fyrir að ég bæði um aðstoð. Ég hófst handa en hrökk við þegar Siggi flautaði skyndilega. Þetta hafði tekið nokkum tíma, en það var kalt og ég varð mjög hneykslaður á óþolin- mæði þeirra. Loksins, loksins, effir blóð, svita og tár, var síðasti spott- inn kominn á sinn stað og hliðið lokað. Anægður leit ég upp og sá þá hvar félagarnir sátu í bílnum og hlógu brjálæðislega. Ég leit niður og sá hvers vegna. Ég var öfugu megin við hliðið!“ Dýrt sport Eins og flestir ættu að vita er leitun að eins dýru áhugamáli og laxveið- um. „Þetta er auðvitað mjög dýrt og það era margir sem hrista haus- inn yfir því að maður skuli í raun- inni vera að borga sem nemur 1000 dollurum fyrir fiskinn ef það er hugsað þannig. En þetta er svo sannarlega hverrar krónu virði.“ Grant segir að árið í ár hafi ekki verið mjög gott í sambandi við afl- ann og hefur áhyggjur af því að það verði til þess að fólk sem er að koma í fyrsta skipti komi ekki aftur. „Fólk eins og ég, sem hefur komið hingað ótal sinnum, veit eins og er að mað- ur sér ekki hvítt nema sjá svart inn á milli!“ Langar á snjósleða En skyldi maðurinn sem hefur komið yfir 30 sinnum til Islands ekkert hafa séð nema laxveiðiár? ,JÚ, jú. Fyrir mörgum árum fór ég og sá Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Bláa lónið, Þjóðminjasafnið og svo framvegis. Það eina sem ég á eftir að gera er að fara í snjósleðaferð á einhverjum jöklinum, helst Langjökli. Ég ætla mér að gera það á næsta ári ef ég mögulega get,“ segir Grant sem bregður í brún þegar rammíslenskur blaðamaður- inn viðurkennir að hafa aldrei svo mikið sem stigið fæti á jökul. „Ég hugsa að það sé mjög gaman, en það tekur líklega svolítinn tíma. Ég ætla að dvelja hér einum degi lengur á næsta ári og fara á snjósleða,“ segir Grant og þar með er það ákveðið. Sleppir hverjum einasta laxi Eftir margra klukkustunda bið bítur loksins á hjá Gardner Grant. Hann ber sig fagmannlega að og eftir stutta stund spriklar íjögurra punda hrygna í háfnum. Þór leiðsögumað- ur grípur utan um fiskinn, merkir hann og sleppir honum að því loknu. „Fyrir mörgum árúm hirtum við alla fiskana, en eitt af því mikil- vægasta sem við höfum komið til leiðar hér í Grímsá var að byrja að sleppa öllum fiskunum árin 1979 og 1980. Það hafði aðeins verið gert við silung fram að því. Við sleppt- um um 600 löxum þessi ár og merktum um 400. Bretarnir sögðu alltaf að fiskarnir myndu deyja hvort eð er. Ástæðuna fyrir því sögðu þeir vera að mjólkursýran sem myndaðist í líkama þeirra við átökin væri það mikil að hún myndi drepa fiskinn. Bretar hafa oft rangt fyrir sér en þeir eru mjög vanafastir og þess vegna héldu þeir upptekn- um hætti. Loksins áttuðu þeir sig á því að það voru einfaldlega of fáir laxar eftir til að drepa alla sem veiddust, en það var 50 árum á eftir öllum öðrum,“ segir Grant og bæt- ir því við að í Rússlandi sé veiðin mjög góð, eingöngu vegna þess að öllum löxum er sleppt og sami fisk- urinn veiddur aftur og aftur. Nýi íslenski skógnrinn Glöggt er gests augað og ekki stendur á svari þegar Grant er spurður að því hvað honum finnist hafa breyst mest hér á Islandi í gegnum árin. „Byggingarnar og vegirnir, tvímælalaust. Þegar ég kom hingað fyrst var malarvegur alla leiðina að Grímsá, ekkert mal- bik og þaðan af síður göng. Flug- stöðin í Keflavík var bara lítill kofi og maður þurfti að labba úti í rign- ingunni til að komast inn. Þetta var enginn alvöru flugvöllur. Það er líka ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Reykjavík stækkar sífellt og flumingi fólks af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Nú búa um 160.000 manns í Reykjavík og nánasta ná- grenni af 250.000 manna þjóð. Það eina sem maður sér eru bygginga- kranar, það er íslenski skógurinn í dag! Island hefúr gengið í gegnum sömu hlutina og Bandaríkin. Eins og að berja höfðinu við stein Stundvíslega klukkan tíu að kvöldi var veiðigræjunum pakkað saman og haldið í átt að veiðiskálanum. Af- rakstur sjö klukkustunda veiði var eitt stykki íjögurra punda lax. Þegar ferðin er um það bil hálfnuð and- varpar Grant og segir upp úr eins manns hljóði. „Laxveiðar minna mig stundum á söguna um strákinn sem sat úti í vegkanti og barði höíðinu í stein. Vörubflstjóri sem átti leið hjá sá drenginn og nam staðar. „Hvers vegna í ósköpunum siturðu þama og berð höfðinu við þennan stein?,“ spyr bflstjórirm furðu lostinn. ,Jú, sjáðu til,“ segir stráksi. „Það er svo gott að hætta því!“ SÓK Gardner Grant.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.