Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2000, Side 10

Skessuhorn - 31.08.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 31. AGUST 2000 JkUavnuki i 'fóÖfegt (jom Gómfylluárásir Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita. Frá örófi halda hafa laxveiðar verið stundaðar á Islandi. Atlantshafslaxinn, salmo salar, gengur upp í a.m.k. 80 ár hérlendis. Laxinn gengur sjaldan langt upp eftir ánum vegna ófærra fossa og flúða, en þó hefur hann fundist lengst frá sjó í 100 km fjarlægð frá árósum. Margir hafa velt fyrir sér ástæðum þess að þessi skrýtni fiskur kýs að leggja sig í bráða lífshættu með því að synda árlega upp straumharðar ár til klaks, rækilega oísóttur af stórhættulegum skaðræðisskepnum, aðallega minkum og mannskepnum. Þetta vissu þeir menn sem hér námu land. Þá er goðin voru orðin Loka Laufeyjarsyni svo reið sem von var, hljóp hann á braut og fal sig á. En oft um daga brá hann sér í lax líki, og falst þá þar sem heitir Fránangursfoss. Þá hugsaði hann fyrir sér hverja vél æsir myndu til finna að taka hann í fossinum. En æsir gerðu sér og köstuðu í fossinn. Hélt Þór öðrum netshálsi og öðrum héldu allir æsir, og drógu netið. En Loki fór fyrir og leggst niður í milli steina tveggja. Drógu þeir netið yfir hann og kenndu að kykt var fyrir. Þór greip eftir honum og tók um hann og renndi hann í hendi honum svo að staðar nam höndin við sporðinn. Og er fyrir þá sök laxinn afturmjór. Æma ástæðu höfðu æsir til fjandskapar við Loka en ekki er mér kunnugt um að laxmenn nútímans eigi neitt sökótt við bráð sína. Ahugi þeirra á að hafa hendur í hreistri hennar skýrist af drengskap og hreysti. Laxveiðimenn em, að eigin sögn, miklir garpar sem sækjast eftir heilbrigðri útiveru og heyja hraustlega einvígi við villta bráð þar sem báðir aðilar eiga möguleika í jöfnum leik. Hugum nú aðeins betur að þessum jafna leik. Lágmarksútbúnaður veiðmanns er Neopren vöðlur (hér eftir kallaðar pollabuxur), óbrjótanleg stöng, handunnar og sérhnýttar gerviflugur, polaroid gleraugu, háfur og hmfur. Ekkert af þessum hjálpartækjum hefur laxinn. Hann hefur ekki einu sinni hendur til að losa krókinn úr kjaftinum. Meðal laxveiðimaður er 80-100 kg. að þyngd en laxinn þetta þrjú til fjögur. Einhvern tíma hefði slíkur munur afls og aðstöðu flokkast undir það að níðast á minni máttar en það á ekki við hér því pollabuxnahraustmennin eiga fullt í fangi með að granda þessu htla dýri og tekst það yfirleitt ekki fyrr en eftir eyktarlöng átök. Þá er fiskurinn orðinn algjörlega máttvana af átökum og jafnframt viti sínu fjær af skelfingu og lyppast loks upp á land. Tekur þá síst skárra við. Nú til dags þykir það ekki lengur fint að binda endi á þjáningar laxins eftir þessa útreið og réttlæta svo meðferðina með því að nýta hann til matar. Ö, nei. Nú þykir enginn maður með mönnum i veiðbransanum nema hann hendi laxinum rakleiðis út í á aftur. Hvemig haldið þið nú að laxinum líði þegar hann er aftur kominn í ána? Hann er auðvitað í taugalosti og þarf á áfallahjálp að halda sem auðvitað er ekki í boði. Hann er helaumur í kjaftinum eftir að öngull stakkst á bólakaf í hann. Sjálfur lenti ég í því fyrir viku að dreginn var úr mér endajaxl. Eftir að deyfingin fór úr (laxar era ekki deyfðir) hef ég verið að steindrepast í kjaftinum en held rænu og einhverju af sönsum með því að bryðja parkódín í stóram stíl. Ég hef því fúllan skilning og ríka samúð með þeim sem verða fyrir gómfylluárásum og verða að bera harm sinn í hljóði parkódínlausir. Eftir tvo til þrjá daga fer laxinn aðeins að hressast og fær þá aftur matarlystina. Goggar hann þá fyrr en síðar í black silver flugu einhvers pyntingameistarans á árbakkanum. Upphefst þá helförin öðra sinni, engu blíðar en fyrr. Nú er erfiðara en fyrr að losa öngulinn vegna samgróninga í gamla sárinu og liggur laxi við bráðri köfhun í vatnsleysinu á bakkanum áður en honum er aftur hent útí. Þannig endurtekru þetta sig aftur og aftur allt sumarið, þangað til um haustið þegar maðkahollin koma. Maðkaholl era nokkurs konar dauðasveitir laxánna. Fylkingar þessar raða sér meðfram sitthvorum árbakkanum, maður við mann, og ryksuga upp það sem eftir er af lax í ánni, svona rétt til að vega upp á móti sleppingarhefð sumarsins. Laxveiðimönnum þykir mikilvægt að fólk átti sig á því að laxveiðin sjálf ; er í raun ekki aðalástæða þess að þeir fara í veiðiferðir. Aðalatrðið er að njóta útivera í góðra vina hópi og slappa af. Þrátt fyrir það borga þeir hiklust 100.000 kr og meira á dag fyrir veiðileyfi. Þó er vitað að útivera, vini og afslöppun megi fá fyrir ekki neitt. Skýrist þetta með því að menn borga yfirleitt ekki veiðileyfin sín sjálfir heldur bankinn sem þeir vinna hjá. Hugtökin útivera, vinir og afslöppun verða í þessu ljósi að sldljast sem fyllerí, mútuþægir útlendingar og gengilbeinur er bera mönnum kaffi og kraðerí og draga af þeim vosklæði. I því felst munaðurinn því þegar allt kemur til alls er ekkert gaman að standa úti í ískaldri á í grenjandi roki og rigningu að kvelja málleysingja sem geta enga björg sér veitt. En af því það er dýrt þá er það flínt og það er alltaf gaman að gera það sem aðrir hafa ekki efhi á að gera. Sérstaklega þegar maður þarf ekki að borga sjálfur. Verið kært kvödd á fyrsta Þórsdegi í Tvímánuði. Bjarki Már Karlsson sjálfskipaður þjóðháttafrœðingur Skagamenn í hrakningum Sumarfií Heimferð IA frá Belgíu, efdr leik þeirra við Gent síðastliðinn fimmtudag, gekk ekki sem skyldi. Áætlað var að fljúga frá Amster- dam föstudaginn 25. ágúst kl. 14:00 að staðartíma, og þar sem það er um þriggja tíma keyrsla ffá Gent til Amsterdam var lagt af stað klukkan átta árdegis. Eftir um tveggja tíma ráf í flugstöðinni var fólki hóað út í vél. Flugvélin komst þó aldrei lengra en tíu metra frá rampinum. Leikmenn og aðrir farþegar Flugleiðavélar- innar Valdísar máttu dúsa í vélinni tvo og hálfan tíma áður en flug- stjórinn tilkynnti að ekkert yrði úr heimferð þann daginn vegna vélarbilunar í vinstri hreyfli vélar- innar. Eftir þriggja tíma bið á Sciphol þar sem ýmsum mögu- leikum var velt fyrir sér, s.s. flug í gegnum Kaupmannahöfn, var loks ákveðið að gista um nóttina í Amsterdam. Ekki vildi þó betur til en svo að öll hótel vora uppbókuð í Amsterdam. Rotterdam, sem er í um klukkutíma fjarlægð, var því sá staður sem stefnan var tekin á. Flugleiðir sýndu skipulagshæfi- leika sína í verki og létu rútuna skila okkur til Amsterdam kl. 8:30 daginn eftir, þrátt fyrir að vélin ætti ekki að fara í loftið fyrr en klukkan 14:00! I um fimm tíma reikuðu menn því stefhulausir um Schiphol og er það mér til efs að til sé sá leikmaður Skagaliðsins sem ekki gæti gengið með bundið fyrir augun á milli McDonalds staða flughafnarínnar sem eru tveir eða þrír eftir þessi nánu kynni við eina af stærstu flughöfn- um Evrópu. Klukkan 17:00 laugardaginn 26. ágúst komu menn loks á áfangastað rúmum 30 tímum eftir að fyrst var lagt af stað heim. Menn höfðu þó lítinn tíma til að knúsa kellu því Olafur hafði boð- að til æfingar klukkutíma seinna, eiginkonum og unnustum til mis- mikillar ánægju, enda stuttur tími til stefnu áður en berja skyldi á súkkulaðidrengjunum úr Safa- mýrinni. HH Nú í sumarlok hef ég verið að leiða hugann að því hvað sauð- svartur almúginn hefur haft fyrir stafhi þetta sumarið og hvernig hann hefur varið sumarfríi sínu. Sumir ráðast í framkvæmdir á lóð- um sínum og gróðursetja jafnvel nokkrar hríslur yfir sumarið, aðrir mála húsin sín, þeir allra hörðustu nota fríin sín til þess að vinna og auka þannig tekjur sínar. Enn aðrir grafa upp gamla tjaldið sitt og skreppa með fjölskyldunni í ferðalag um okkar ástkæru ylhýru fósturjörð og þeir allra rólegustu gera hreinlega alls ekki neitt nema máske að steyta nokkram ölum úti á svölum og grilla pylsur. Allt fellur þetta undir mína skilgrein- ingu á að vera í sumarfríi. En það sem ég hefi aldrei getað skilið er allur þessi fjöldi fólks sem þarf að fara út fyrir 200 mílna lögsöguna til fjarlægra landa til þess eins að liggja í sólbaði með öllum hinum Islendingunum og skaðbrenna á tám og fingri. Á hverju hausti að afloknu sum- arfríi fer allt þetta fólk að þjást þegar það fer að hugsa til þess hvert í ósköpunum það geti farið næsta sumar. Alltaf er útkoman sú sama: Grasið er grænna hinum megin við hafið. Fólk ákveður að fara í sólarlandaferð og farnar eru sætaferðir á vegum flugfélaganna til sólarlanda. Eg myndi svo sem skilja það að vilja breyta aðeins til ffá Fróni og skoða erlenda grund. En þegar fólk kemur á áningarstað tekur aðeins eitt við því, nefnilega hundruðir Islendinga í söniu er- indagjörðum, að slaka á frá hinu íslenska amstri og fá smá sól- brúnku. Þetta er orðið svo yfir- þyrmandi að nú hafa verið opnað- ir sérstakir Islendingabarir og jafnvel heilu hótelin. En alveg kejnði nú um þverbak þegar ég heyrði af því að það væri farið að bjóða upp á séríslenskan mat fyrir þessa blessuðu Frónbúa, svið, súrsaða punga og fleira í þeim dúr. Ætli það næsta verði ekki að opna sérstakan miðbæ þar sem íslenskir ung og gamlingjar geti veltst um sauðdrukknir eins og þeim er ein- um lagið. A meðan flykkjast hingað til landsins túristar alls staðar að úr heiminum og hertaka landið með sínum framandi tungumálum og lifnaðarháttum. Þess vegna finnst mér oft eins og ég sé staddur er- lendis á sumrin þó ég sé eingöngu heima í mínu heiðarbóli. Island tekur því stakkaskiptum yfir sum- arið og verður hálfpartinn mitt út- land, það eina sem minnir mig á að ég sé ennþá á Islandi er veðrið. É1 í júlí og slydda á 17. júní. Því er það mín kenning að ef ég vil tilbreytingu frá þjóðinni minni þá held ég mig á skerinu yfir sum- artímann og ef ég þoli ekki veðrið þá loka ég mig bara inni. Veljum íslenskt, íslenskt já takk! Ragnar Gunnarsson Islendingur Greinarhöfundur er nemi og hefur aldrei farið út fyrir landssteinana ef undan eru skildar ein keppnisferð til Noregs og nokkrar til Vestmanna- eyja. Heygar&shorniti Viðvörun á vínflöskum Nú er verið að hanna viðvöran- armerki í Bandaríkjunum til að setja á áfengisflöskur. Ljósrit af því fór á flakk, svo hér má sjá sýnishorn af því sem Bandaríkja- menn ætla hugsanlega að setja á allar vínflöskur: 1) Þú átt á hættu að dansa eins og fífl ef þú drekkur úr þessari flösku. 2) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur, þar til vini þína Iangar mest til að berja þig. 3) Neysla áfengis getur orðið til þess að þú „þegir þlutina þvona“. 4) Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugmynd inn hjá þér að fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan fjögur að inorgni. 5) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar eru niðurkomnar. 6) Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn eftir sjáirðu eitthvað sem vekur hjá þér ótta (eitthvað, sem þú getur ómögulega munað hvað heítir). 7) Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri og gáfaðri en þú ert, sem getur leitt til óteljandi vandræða! Jamm „Heyrðu Benni, þú ættir að draga gardínurnar fyrir þegar þú og konan erað að kela á kvöldin, ég sá til ykkar í gærkvöldi." „Ha ha ha, ég var ekki einu sinni heima f gærkvöldi.“ ✓ Omótstæðileg Hún var af þeirri tegund kvenna sem geta komið mönnum til þess að kasta sér í ár, klöngrast upp á fjöll eða klifra upp í ljósastaura... Já... alveg rétt ...kona með öku- skírteini. Bréfaskipti El$ku pabbi: VeiStu hver$ ég þarfnast me$t? Alveg rétt, þú vi$$ir það. $endu það $trax. Bið að heil$a. Þinn el$kandi $onur Siggi- Elsku Siggi. Ég get ekki NEI- tað því, að það var óNEItanlega skemmtilegt að fá seinasta bréfið þitt, alveg gNEIstandi af kímni. Ég vissi, að þú myndir ekki sNEIða hjá bröndurunum. Ég er vanur að ljúka bréfum með ein- hverjum hinna gömlu málshátta: NEYðin kennir naktri konu að spinna. Þinn NEYðarlegi faðir. Skotinn var að enda bréf til vinar síns: Ég ædaði að senda þér 10 pundín sem ég skulda þér en ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að loka umslaginu. A

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.