Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2000, Page 14

Skessuhorn - 31.08.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 31. AGUST 2000 ^&U9UIÍU>j Vel heppnað Norður- landamót í Borgamesi Norðurlandamót ungmenna í frjálsum íþróttum var haldið í Borgarnesi um síðustu helgi. Mótið fór í alla staði vel fram þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið með því besta sem gerst hefur í sumar. Að sögn Ingveldar Ingibergs- dóttur mótsstjóra gekk öll fram- kvæmd mótsins vonum framar. „Það kom okkur eiginlega á óvart að ekkert skyldi fara úrskeiðis. Oft vill það verða á mótum sem þessu að einhverjir starfsmenn heltast úr lestinni á síðustu stundu eða eitt- hvað annað kemur upp á. Þetta gekk hinsvegar allt eins og í sögu. Allir starfsmenn mótsins mættu á réttan stað á réttum tíma og stóðu sig með mikilli prýði. Undirbún- ingurinn fyrir mótið stóð í heilt ár og stemmningin fyrir þessu innan Ungmennasambandsins hefur stig- magnast efdr því sem á leið og út- koman varð sérlega vel heppnað mót, að okkar mati a.m.k.,“ segir Ingveldur. Ingveldur segir að viðbrögð er- lendu keppendanna hafi verið mjög góð. „Eg held að margir þeirra hafi ekki búist við miklu. Þeir vissu að þetta mót yrði haldið í litlu sveitar- félagi á landsbyggðinni og margir reiknuðu með að aðstæður væru ffumstæðar. Þeir voru hinsvegar mjög hrifnir af aðstæðunum og allri framkvæmd mótsins þannig að ég held að við getum verið afar stolt af þessu,“ segir Ingveldur. Sterkt mót Ingveldur segir að mótið hafi verið mjög sterkt þrátt fyrir að um ung- lingamót hafi verið að ræða. „Það voru mjög góðir tímar í hlaupunum og einnig voru mjög góð stökk og köst á mótinu. Að mínu mati er svona mót með mikið hærri stand- ard en meistaramót Islands hjá full- orðnum. Það kom mér hinsvegar á óvart hvað fáir áhorfendur komu til að fylgjast með mótinu en það kann að vera að fólk hafi hreinlega ekki áttað sig á um hversu stórt mót var að ræða,“ segir Ingveldur að lokum. GE Vörðuð leið Föstudaginn 1. september verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi, sýning á fornkortum og gömlum ljósmyndum í eigu Landmælinga Islands. Um er að ræða 50 kort frá árunum 1547- 1901 og ljósmyndir sem danskir landmælingamenn tóku hér á landi á ferðum sínum á tímabil- inu 1900-1910. Myndirnar voru teknar víða um landið og eru merkar heimildir um mannlíf og aðstæður til sjávar og sveita á þeim tíma. Jafnframt eru á sýn- ingunni nokkur myndverk byggð á loftmyndum. Sýningin er haldin í tengslum við menningarárið á Akranesi, í tilefhi af því að á þessu ári eru hundrað ár liðin frá þeim tíma- mótum sem mörkuðu upphafið að starfsemi Landmælinga Is- lands. Um þessar mundir er í byggingu nýtt safnahús við Byggðasafnið að Görðum á Akranesi sem mun hýsa þrjú sér- söfn, þar á meðal verður safn muna og gagna úr starfsemi stofhunarinnar. Stór hlutí þess efnis sem er á sýningunni „Vörðuð leið“ mun verða hluti af hinu nýja safhi. Sýningin stendur yfir á tíma- bilinu 1. - 17. september og er opin frá kl. 15 - 18, alla daga nema mánudaga. Fréttatilkynning ™ Coca-Cola bikarinn Einn af stórleikjum sumarsins! ÍA - miðvikudagi kl. 17:0 Styðjum s

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.