Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 2
2 »&cssunut^ )'ji ^iíiaaa-.K ;i.ciu imr*. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Akranesi: Borgarbraut 49 Kirkjubraut 3 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Fax: (Borgornes) 430 2201 Útgefandi: Tíðindamenn ehf 430 2210 Ritstjóri og ábm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 Ingi Mans Jonss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir Umbrot: Kristrún Asgeirsdóttir Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Embættis hroki Gísli Einarsson, ritstjóri. “Já (önugt) - hvað var það? (hranalega) - Nei, það gengur ekki (með lítilsvirðingu) - Af hverju? (forviða) Nú það bara gengur ekki. (í hneykslunartón) - Nú, þetta eru bara reglur, það segir sig sjálft (gjörsamlega ofboðið) - Nei það þýðir ekki að ræða það við neinn annan (sjálfumglatt). Hér er það ég sem ræð (sigri hrósandi). Það sem hér fór á undan er aðeins lítið sýnishorn af embætt- ishroka, reyndar mjög vægu tilfelli. Eg er sjálfur einn af fjölmörgum einstaklingum sem eiga um sárt að binda sem fórnarlömb embættishroka. Eg hef öll helstu einkenni embættismisnotkunar af svæsnasta tagi. Eg er með stórlega skaddaða sjálfsmynd, öll sjálfsvirðing er rok- in út í veður og vind. Eg fæ hroðaleg kvíðaköst, ég þjáist af síþreytu, alvarlegu ofsóknarbrjálæði, heiftarlegri geðstirð, ó- hóflegu þunglyndi, algjöru svefnleysi og er kominn með vott af geðrofi. Þá fylgja þessu magakvalir og innantökur ógur- legar. Þetta ástand mitt hefur þó ekki komið í veg fyrir að mér hafi tekist að stunda ítarlegar og vísindalegar rannsóknir á emb- ættishroka í öllum sínum myndum. Enda er það afar mikil- vægt fýrir mig sem þolanda að gera mér ljóst hvað það er sem haldið hefur mér í helgreipum árum og áratugum sam- an. Eg hef komist að því að embættishroki er ekki bundinn við kyn, aldur, litarhátt eða starfstétt innan opinbera geirans. Að vísu er hann meira áberandi í sumum stéttum en öðrum og má þar greina ákveðið mynstur. Einu stéttirnar sem þó skera sig úr eru þær sem hafa sérstök uniform. Má þar nefna lög- gæslumenn, stöðumælaverði og tollverði. Þó hef ég ekki orðið var við embættishroka í merkjanlegum mæli hjá lúðra- sveitafólki enda sjaldgæft að þar sé um að ræða opinberar stöður. Það sem kemur þó hvað skýrast ffam í mínum samanburðar- rannsóknum er að embættishrokinn fer ekki vaxandi eftir því sem metorðin aukast, öðru nær. Svo virðist sem hrokinn sé meiri í lægri stigum. Þetta eru í meginatriðum mínar niður- stöður. Það má ekki skilja orð mín sem svo að ég sé að kvarta enda hef ég engan rétt til þess, svo aumur sem ég er. Það hvarflar ekki einu sinni að mér að efast um nauðsyn þess að opinber- ir embættismenn sýni almúgamönnum eins og mér hver það er sem valdið hefur. Samt sem áður verð ég að biðjast vægð- ar og beygji mig alveg niður í duftið, enda ekki langt að fara. Við eymingjarnir sem eigum í mestu vandkvæðum með að halda haus þurfum síst á því að halda að vera minnt á eymd okkar. Maður finnur aldrei meira til smæðar sinnar og skorti á mannlegri reisn en gagnvart tígulegum embættismanni. Gísli Einarsson, venjulegur eymmgi Ahyggjur af framtíð skólans á Lýsuhóli Þrálátur orðrómur hefur valdið fólki á sunnanverðu Snæfellsnesi ótta um framtíð skólastarfs á Lýsuhóli. “Þó”, eins og einn við- mælandi blaðsins sagði, “aðeins sé um orðróm að ræða vekur það okkur ugg ef börnin hér sunnan fjalls þurfa að fara að sækja skóla til Olafsvíkur eða Hellissands. Skólinn hér á Lýsuhóli hefur komið ákaflega vel út og hér er starfsfólkið ákveðið í að leggja mikið á sig til að halda hér uppi góðu starfi. Bæjaryfirvöld hafa verið skólanum mjög hliðholl og stutt við hann á margan hátt, enda er hann vel búinn”. Skessuhorn sneri sér til Krist- ins Jónassonar bæjarstjóra í Snæ- fellsbæ til að forvitnast um stöðu þessa máls. “Það hefúr ekki svo mikið sem verið nefnt að gera neinar breytingar í þessa átt. Það er mikilvægt að kveða niður svona orðróm því ég ítreka að innan núverandi bæjarstjórnar hefur slíkt ekki komið til tals. Enda ákaflega vel staðið að skóla- starfi á Lýsuhóli og vandséð að einhverjar aðrar aðferðir þjóni þessum hluta byggðarinnar bet- ur. Við erum hér að reka eitt bæj- arfélag sem vill leggja metnað sinn í að þjóna öllum íbúum sem best. Þetta er bara leiðinda slúð- ur sem mér er ljúft og skylt að kveða niður”. IH. Þrjátíu manns sögðu sig úr skólanum Nú er haustönn ársins 2000 loksins lokið í Fjölbrautaskóla Vesturlands og vorönn 2001 hófst síðastliðinn mánudag eftir stutt hlé á milli anna. Útskrift þeirra nemenda sem ætluðu sér að út- skrifast á síðasta ári fer fram næst- komandi laugardag. Þórir Olafsson, skólameistari FVA, segir að flestir þeir sem ætl- uðu sér að útskrifast hafi náð því takmarki sínu. “Það voru ein- hverjir sem hættu við en ekki fleiri en venjulega. Einhverjir þessara nemenda eiga lítið eftir og munu væntanlega vera utanskóla en margir þeirra koma aftur í skól- ann.” Þórir segir að frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst þann 7. nóvember síðastliðinn og þar til skólahald hófst á ný hafi um 30 nemendur sagt sig úr skólanum og er það tvisvar sinnurn meiri fjöldi heldur en í venjulegu ári. Þórir segir einnig að þrátt fyrir að enn séu ekki komnar tölur yfir hversu mikið fall hafi verið á síðustu önn megi glögglega sjá að það er meira en venjulega. “Fljótt á litið virðist vera meira fall í byrjunaráföngum sem nýnemar eru í. Þeir virðast hafa átt erfiðara með að ná sér á strik heldur en eldri nemarnir.” Eins og áður sagði er vorönnin þegar hafin og stefnt er að því að prófum ljúki í lok maí sem er um hálfum mánuði síðar en venjulegt er. Auk þess verður páskaleyfið stytt og kennt verður á sumardag- inn fyrsta. “Við bættum ekki nema mánuði við haustönnina fyrir þá tvo sem töpuðust og í raun er ver- ið að reyna að vinna það upp á vorönninni að einhverju leyti.” SÓK Fulltrúar í bœjairáði Stykkishólmsbæjar ásamt bæjarstjóra á 300. fimdi ráðsins ■Mynd IH 300. fundur bæjarráðs 300. fundur bæjarráðs Stykk- ishólms var haldin s.l. föstudag í Ráðhúsi bæjarins. Nýlega var haldin 150. fundur bæjarstjórn- arinnar svo það er margs að fagna fýrir fiilltrúa í bæjar- stjórninni. A fundinum var fjall- að um málefni bæjarins auk þess sem í lokin var samþykkt að senda árnaðaróskir til Guð- mundar Páls Olafssonar en hann var í sömu andrá að taka við “íslensku bókmenntaverð- laununum” fýrir bók sína “Há- lendið í náttúru Islands”. IH Eldsupptök Ijós Lögreglan á Snæfellsnesi hefúr nú fengið staðfestingu á upptök- um elds í Isverksmiðjunni Breiða ehf. Við firumrannsókn málsins beindist fljótt grunur að hitablás- ara sem var í húsinu. Nú hafa rannsóknir staðfest að eldsupp- tökin verða rakin til þessa blás- ara. IH LoðnanM af átu A fimmtudaginn fyrir viku síðan lönduðu togarar Haraldar Böðvars- sonar hf., VTíkingur og Oli í Sand- gerði, báðir loðnu á Akranesi. Þeir héldu ekki aftur út á miðin fyTr en morguninn eftir þar sem veður var slæmt kvöldið og nóttina áður. Loðnan sem Víkingur veiddi í Vi1c- urál var með tæplega 10% hrogna- fyllingu en full af átu. A heimasíðu félagsins kemur ffarn að spennandi verði að fylgjast með hvemig framhaldið verði með veiði á vesturgöngunni og sjá hvort loðnan gangi hratt inn í Breiðafjörð og Faxaflóa, þar sem auðveldara er að eiga við hana. Þar sem veiðisvæðið er nú er ekkert skjól frá landi og því alira veðra von á þessum árstíma. Ef loðnan nær svo að hreinsa sig af átu verður hægt að hefja loðnufrystingu íyrir Japansmarkað. Sú loðna sem landað var fyTÍr viku síðan úr vestur- göngunni var mjög stór en hún var veidd fremst í göngunni þar sem stærstu loðnuna er yfirleitt að finna. SÓK Sluppu ótrúlega vel Rétt fy-rir klukkan 9 á sunnu- dagsmorgun var lögreglunni í Snæfellsbæ tillkynnt um að bíll hefði oltið skammt fyrir innan Olafsvík. Tvennt var í bílnum og var ung stúlka flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg og þykir fúrðu sæta hve vel fólkið slapp. Tals- verðar annir voru hjá lögreglu þessa nótt, þorrablót víða í gangi og margir á ferð. Þy'rla sótti veik- an mann í Olafsvík þessa sömu nótt. IH FVA beið ósigur í Gettu betur Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands mætti liði Menntaskólans í Reykjavík í annarri umferð spurningakeppninnar Gettu betur í Útvarpshúsinu síðastlið- inn föstudag. Um 40 nemendur úr FVA voru mættir til að fylgj- ast með viðureigninni enda bauð nemendafélag skólans upp á ókeypis rútuferðir á keppnina. Einnig voru með í för lukku- dýr spurningaliðsins, en það eru tvær stökkmýs sem bera nöfnin Davíð Oddsson og Dor- rit Moussaieff. Lukkudýrin virðast þó hafa verið í afslöpp- un meðan á keppninni stóð því MR sigraði með 49 stigum gegn 10 stigum Akurnesinga. Menntaskólinn í Reykjavík er því búinn að ávinna sér rétt til þess að keppa í sjónvarpinu eina ferðina enn enda ávallt val- inn maður í hverju rúmi þar á bæ og ekkert til að skammast sín fyrir að tapa fyrir slíku stórveldi. SÖK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.