Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 2001 7 SSiÉSSIjillÍöEK ••SEV' Um daginn fór ég í sund í Vesturbæj- arlauginni og væri varla í frásögur fær- andi, nema fyrir mig persónulega þar sem þetta var í fyrsta sinn í háa herrans tíð sem ég gat að ráði hreyft mig eftir fótarmein í haust. En hins vegar lá við að sundferðirn- ar yrðu ekki fleiri, þar sem ég varð fyrir nokkru áfalli. Ekki að sönnu líkamlegu, þótt ég hlyti að álykta sem svo að eitthvað hefði komið fyrir mig meðan ég lá meira og minna á meltunni. Eg hefði eitthvað breyst, eins og kemur í ljós hér á eftir. En aðaláfallið var samt andlegt. Þegar ég var búinn að synda mína f 500 metra og búinn að koma mér vand- lega fyrir í heita pottinum, þá kom til mín maður. „Afsakaðu,“ sagði hann. „Afsakaðu?“ hváði ég. „Afsaka hvað?“ ,Jú, ég gerði þér rangt til.“ „Rangt til?“ hváði ég á ný. Ég grand- skoðaði manninn. Ég kannaðist lítt eða ekki við hann og var þess fullviss að hann hefði aldrei gert mér nokkurn skapaðan hlut. , Jú, afar rangt,“ ítrekaði maðurinn og var sorgmæddur á svipinn yfír þeirri voða- legu rangleitni sem harm hafði sýnt mér. ,Ja, ég veit nú ekkert til þess,“ sagði ég og reyndi að vera huggandi í málrómn- um. Um leið fór ég að mjaka mér að tröppunum í heita pottinum ef þetta skyldi vera hættulegur geðsjúklingur og ég þyrffi skyndilega að komast undan á flótta. Jú, jú,“ sagði hann. „Ég var hérna í pottinum áðan og sá þig úti í lauginni, þar sem þú varst að synda. Og þá gerðist það.“ Drottinn minn dýri, hugsaði ég. Maðurinn er geðsjúklingur, þótt kannski sé hann ekki hættulegur. Hvernig fór hann að því að gera mér rangt til meðan ég var í úti í lauginni að synda en hann dormaði í heita pottinum. „Eina afsökun mín er sú,“ hélt mað- urinn áffam, „að það er ekki auðvelt að bera kennsl á fólk þegar það er á sundi og bara höfuðið stendur upp úr. Þar að auki er ennþá ffekar dimmt og ekki hjálpar gufan til. En samt...“ Og hann hristi höf- uðið. „Þetta var óafsakanlegt.“ „Hvað?“ spurði ég og var nú hætt að standa á sama. Jú,“ sagði hann og var nú farinn að lækka röddina af eintómri skömmustu. „Ég veit ekki hvernig þú getur nokkurn tíma fyrirgefið mér en ég skammaðist mín svo mikið að ég varð að segja þér ffá þessu. Fá aflausn, ef svo mætti segja.“ Mér sýndist manninum vera full al- vara. Ég var líka farinn að hvísla. „Aflausn frá hverju?“ Hann hristi höfuðið raunalegur á svip. Jú, sjáðu til, þar sem ég lá hérna í heita pottinum áðan og fylgdist með þér synda fram og til baka yfir laugina, þá hugsaði ég - þú verður að trúa því að þetta var engin vísvitandi móðgun, ég sá bara ekki betur - gerðu það fyrir mig að trúa því - og fyrirgefðu mér, ef þú getur, en þar sem ég fylgdist með þér synda fram og til baka, þá hugsaði ég: Þarna er HANN, merkilegt að HANN skuli hafa tíma til að vera hinn rólegasti í sundi þegar nóg ætti að vera að starfa í ráðuneytinu.“ „HANN hver?“ spurði ég og var hætt að standa á sama. Maðurinn var niðurlútur og hvíslaði svo lágt að ég heyrði varla orðaskil. Þó fór hinn voðalegi sannleikur ekki milli mála. ,Jú, ég get svo svarið það, það var al- veg óvart, og ég biðst innilega afsökunar, en ég sá bara ekki betur, ég hélt að þú vær- ir Guðni Agústsson....“ Jöfnuður, réttlæti og lýðræði Opnir fundir Össurar Skarphéðinssonar og Margrétar Frímannsdóttur Þriðjudaginn 6. febrúar Kaffi Krók, Sauðárkróki kl. 20.30 Föstudaginn 9. febrúar Hótel Höfði, Ólafsvík kl. 20.30 Miðvikudaginn 14. febrúar Hafnarborg, Hafnarfirði kl. 20.30 Föstudaginn 16. febrúar Hótel Húsavík kl. 19.30 Laugardaginn 17. febrúar Egilsbúð, Neskaupstað kl.16.00 Allir velkomnir Samfylkingin Samfylkingin vill siðvæða stjórnmálin og stuðla að öflugu lýðræði Samfylkingin vill setja á stofn lagaráð sem geti úrskurðað um hvort lagafrumvörp samrýmist stjórnarskrá. Trú almennings á stjórnkerfi landsins hefur beðið hnekki og við þvi verður að bregðast með umbótum. Samfylkingin vill að fimmtungur kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem alþingi hefur samþykkt. Hún vill opna fjárreiður stjórnmálaflokka. Samfylkingin setur menntamálin í forgang. íslendingar verða að vera samkeppnishæfir við hverja sem er hvað menntun varðar. Framtíð unga fólksins er okkar framtíð. Samfylkingin vill að dreifikerfi Landsimans sé í þjóðareign til að tryggja jafnan aðgang allra að upplýsingahraðbrautinni og heilbrigða samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sókn byggðanna liggur m.a. í fjarvinnslu og hátækniiðnaði. Þar skiptir jafn aðgangur allra landsmanna að grunnnetinu höfuðmáli. Samfylkingin vitl öfluga samkeppnislöggjöf sem kemur í veg fyrir fákeppni á markaði og tryggir heilbrigða samkeppni. Samfytkingin vill afkomutryggingu fyrir aldraða og öryrkja þannig að hagur þessara hópa sé tryggður. Framlag til aldraðra og öryrkja er ekki ölmusa heldur hluti af mannréttindum. Þau má ekki brjóta. www.samfylking. is - lifandi stjórnmálaumræða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.