Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 08.02.2001, Blaðsíða 5
ggESSISHöEfi FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 2001 5 Sameining verkalýðsfélaga á Snæfellsnesi? Á undanförnum árum hefur alltaf öðru hverju komið upp sú hugmynd að sameina verkalýðsfé- lögin á Snæfellsnesi. Fyrir þremur árum voru verkalýðsfélögin Jökull í Olafsvík og Verkalýðsfélagið Afturlelding á Hellissandi sam- einuð og þykir fólki þar hafa vel til tekist og til hafi orðið sterkara félag. A mánudag s.l. hittust for- menn félaganna í Grundarfirði til að ræða sameiningu félaganna. Verkalýðsfélag Stykkishólms og Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar hafa þegar samþykkt heimildir til stjórna sinna að ganga til slíkra viðræðna. Tillaga um sameiningu var hinsvegar felld á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði fyrir tveimur árum. Almennt telja menn að með þessu fengist fram mikil hagkvæmni í reksrti auk þess sem þjónustan við félagsmenn myndi batna til muna. Bent hefur verið á að aðgangur og nýting orlofshúsa félaganna yrði mun betri og útgáfustarfsemi og mörg sérhæfðari verkefni yrðu unnin á heimavettvangi í stað þess að þurfa að kaupa þau. Stjórnir fé- laganna áforma annan fund fljót- lega. IH Akraneskaupstaöur FYRIRLESTUR! V Fyrirlestur um samskipti foreldra og barna verbur haldinn á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands þriðjudaginn 1 3. febrúar, kl. 20. Fyrirlesari Hugo Þórisson, sálfræöingur. Aðgangur ókeypis. ALLIR VELKOMNIR. Foreldrafélög Brekkubœjar- og Crundaskóla. A Reynir Asgeirsson og Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar Háspennulínu á Hvalfjarðarströnd mótmælt Fulltrúar íbúa og sumarbústaða- eigenda í Hvalfjarðarstrandar- hreppi gengu á fund Friðriks Soph- ussonar forstjóra Landsvirkjunar síðastliðinn mánudag og afhentu honum undirskriftalista með nöfn- um á sjötta hundrað einstaklinga. Þar er þess krafist að Sultartanga- lína að Grundartanga verði lögð í jörð þar sem hún fer um og við byggð. Þá hefur hreppsnefnd Hval- íjarðarstrandahrepps tekið í sama streng og einnig sveitarstjórnir nærliggjandi sveitarfélaga eins og fram hefur komið í Skessuhorni. Fulltrúar íbúa og sumarsbústaða- eigenda áttu einnig fund með for- stjóra Landsvirkjunar þar sem þeir skýrðu út sín sjónarmið og bentu á leiðir sem þeir telja æskilegri. Sult- artangalína verður um 150 kíló- metra löng en sá kafli sem íbúar og sumarbústaðaeigendur í Hvalfjarð- arstrandahreppi gera athugasemdir við er um tíu kílómetrar eða sá kafli þar sem línan kemur til með að fara nærri byggðinni. Nú þegar liggja þrjár háspennulínur um sveitarfé- lagið og íbúar telja ekki ásættanlegt í ljósi umhverfissjónarmiða að bæta enn einni við heldur ætti það að vera framtíðin að koma þeim sem fyrir eru undir græna torfu. “Eg hef fengið að heyra álit og óskir íbúa og sumarbústaðaeigenda og þær verða skoðaðar og metnar ásamt öðrum kostum,” segir Frið- rik Sophusson forstjóri Landsvirkj- unar. “Við vitum að það er allt að fimmtán sinnum dýrara að leggja í jörð en sá kostur verður uppi á borðinu þegar þessi framkvæmd fer í umhverfismat. Það mun síðan skýrast á seinni hluta þessa árs hvaða leið verður fyrir valinu. Okk- ar skylda er að útvega það rafmagn sem þarf, þar sem þarf, en við reyn- um að sjálfsögðu að taka tillit til umhverfisins,” segir Friðrik. “Það ríkir algjör einhugur um þetta mál í sveitarfélaginu og meðal nágranna okkar þannig að það hlýtur að teljast Islandsmet,” segir Reynir Asgeirsson bóndi á Svarfhóli í Svínadal. “Við getum ekki látið þetta yfir okkur ganga og þótt kostnaðurinn sé meiri þá réttlætir það ekki að spilla um- hverfinu og ógna heilsufari fólks,” segir Reynir. GE Aðalfundur Markaðsró&s Borgfirðinga verður haldinn mánudaginn 12. febrúar 2001 kl 10. f.h. í fundarsal Hyrnunnar. Dagskrá: Skýrsla stjórnar Afgreiðsla reikninga Umræöur um framtíð Markaðsráðs í breyttra aðstæbna. Onnur aðalfundarstörf Onnur mál . [OSI Þeir, sem áhuga hafa á málefnum atvinnulífs í Borgarfirði eru hvattir til að sækja fundinn og taka þátt í umræðunum. Stjórnin BÖRGARBYGGÐ T ómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir Hér með auglýsir Borgarbyggð eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkium til íprótta- tómstuncfa- og æskulýðsstartsemi í Borgarbyggð fyrir árið 2001. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir þriðjudaginn 20. febrúar n.k. Um styrki geta sótt félög og aðilar í Borgarbyggð sem simia íþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfi eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. íþrótta- og œskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar ililil Frá Verkalýðsfélagi Borgarness Á fundi trúnaðarmannaráðs sem haldinn var mánudaginn 5. febrúar var samþykktur sá listi sem lagður var fram af uppstillinganefnd félagsins. Röðun á listann er eftirfarandi: Formaður: Sveinn G. Hálfdánarson Varaformaður: Hildur Hallkelsdóttir Ritari: Baldur Jónsson Samkvæmt lögum félagsins, að lokinni tilnefningu, auglýsir kjörstjórn félagsins hverjir skipa listann sem ætíð skal vera A- listi og gefur félagsmönnum a.m.k. 14 sólarhringa frest til að bera fram aðra lista. Er hvert framboð gilt sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki þeirra sem eru í framboði og meðmæli a.m.k. 30 fullgildra félaga. Þeir sem láta af störfum á næsta aðalfundi eru formaður félagsins Berghildur Reynisdóttir og varaformaður Sigríður H. Skúladóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.