Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.04.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.04.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 2001 ^nUSltlu. Snerting í nútímaþjóðfélagi of lítil segir Birgith Grundberg kennari í skynörvun með snertingu að framleiðsla og losun á þessu hormóni hefur minnkað til muna. Fólk snertist ekki nóg í dag og al- gengt er að lítil börn fái ekki næga umhyggju. Þau eru komin snemma á leikskóla eða til dagmömmu. Svo er algengt að þegar þau komi heim sé matartími og eftir það fara þau í rúmið. Svona var þetta ekki í gamla daga.“ Birgith segir það algengt að fólk hafí ekki trú á aðferðinni sem slíkri. „Margir halda að þetta sé bara eitthvert bull. En þetta eru ekki bara einhverjar handahófs- kenndar strokur og klapp. Farið er eftir ákveðnum reglum og þetta ber árangur. Þroskaheft og hreyfi- hamlað fólk áttar sig jafnvel ekki á því hvar líkamshlutarnir eru og þetta hjálpar þeim til þess.“ Eftir að hafa kennt aðferðina hér á Islandi hélt Birgith til Danmerk- ur þar sem hún hélt fyrirlestur í Hróarskeldu. Einnig er byrjað að kenna aðferðina í Finnlandi. Hún segist vel geta hugsað sér að halda annað námskeið hér þegar þessu lýkur og Inga Sigurðardóttir hjá Símenntunarmiðstöðinni segist staðráðin í að fá hana hingað aftur. Birgith bjó hér um tíma á sínum yngri árum og hún segir að sér finnist hún alltaf vera heima á Is- landi. „Mig langar líka að koma því að nemendur mínir hér hafa verið mjög duglegir og vinnustað- ir þeirra eru heppnir að hafa svona góða starfsmenn.“ Fyrir skömmu hófst námskeið í „skynönam með snertingu“ fyrir fólk í umönnunarstörfum í Jónsbúð á Akranesi. Tíu konur víðs vegar að af landinu sækja námskeiðið en það er á vegum Símenntunarmiðstöðv- arinnar á Vesturlandi. Kennd eru handbrögð og hugmyndafræði að- ferðarinnar í fimm heila daga en þá tekur við tímabil þar sem nemend- ur æfa sig. I maí na-stkomandi hitt- ist hópurinn á ný og tekur skriflegt próf. Skynörvun með snertingu er að- ferð til að örva fólk með skerta lík- amsstarfsemi. Þetta er meðvituð og skipulögð aðferð sem örvar húðina og er skilgreind sem þjálfun hugans og meðferð í daglegri umönnun og þjálfun. Aðferðin byggir á því hvernig við snertum húðina dags daglega, til dæmis þegar við berum á okkur krem. Hreyfingar hand- anna við snertinguna fylgja á- kveðnu kerfi til að gera hana kunn- uglega og gefa til kynna öryggi. Auk þess að strjúka með höndunum er þeim þrýst eða haldið kyrrum. Algengast er að leggja hendurnar beint á húðina en einnig má vinna Birgith Gruudherg utan yfir fötin. Kennari á námskeiðinu er Birgith Grundberg, en hún er sérkennari í Ornsköldsvik í Svíþjóð. Hún hefur starfað með þroskaheftum frá árinu 1971 og kennt þessa aðferð til skynörvunar í yfir 20 ár eða frá ár- Birgith Gnmdberg ásamt nemendum sínum á námskeiði í skynörvun með snertingu inu 1977. Landi hennar, Gunilla Birkestad er upphafsmaður aðferð- arinnar og hefur hún verið í með- ferðarstarfi síðan 1970. Sérstök námskeið í aðferðinni hafa verið haldin í yfir tíu ár í Svíþjóð en sér- hæfðir kennarar eru um tíu talsins. Birgith hefur tekið sér leyfi í vinnu sinni sem sérkennari til þess að einbeita sér að því að kenna skynörvun með snertingu auk þess sem hún tekur fólk í meðferð. Hún segir aðspurð að áhugi hennar á aðferðinni hafi kviknað í starfi hennar með þroska- heftum. „Eg var að vinna með strák sem var bæði daufblindur og þroskaheftur. Hann var mjög órólegur og stoppaði aldrei við neitt. Þegar sjón og heyrn eru ekki til stað- ar er húðin þitt næm- asta skynfæri svo ég byrjaði að strjúka á honum bakið og uppgötvaði að það gerði honum gott. Síðar komst ég í samband við konu í Stokkhólmi sem var að vinna að þessu og fór á námskeið hjá henni og þá small þetta allt saman. Eg hóf að nota að- ferðina á hann og það leið ekki á löngu áður en hann var farinn að koma með olíuna og biðja um nudd.“ Birgith segir þörfina fyrir snertingu aukast við veikindi, slys og fötlun. Aðferðin hefur verið þróuð fyrir bæði börn og fullorðna og nýtist þroskaheftum, hreyfi- hömluðum og einhverfum og auk þess fólki með heilaskaða eftir slys og heilablóðfall. „Það sem aðferðin gerir er að hún eykur líkamsvitund, hækkar sársaukamörkin, bætir blóðflæði, meltingu og eykur lífs- gæði, eflir innri frið og minnkar streitu. Eg hef notað hana á margs- konar hátt og það hefur margsann- að sig að skynörvun með snertingu ber árangur. Fólk með krabbamein hefur komið til mín og einnig fólk sem hefur fengið hálshnykk eftir til dæmis bílslys. Þetta gerir líka ung- um stúlkum með anorexíu gott því snertingin kemur blóðrásinni af stað. Auk þess hefur það sýnt sig að gamalt fólk sefur betur, borðar bet- ur og líður á allan hátt betra eftir svona nudd.“ Gerðar hafa verið rannsóknir á áhrifum aðferðarinnar við Kar- ólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Þar vinnur prófessor Kerstin Uvnas-Moberg að umfangsmiklum rannsóknum í samvinnu við aðila í Bandaríkjunum. „Það sem gerist er að heilinn losar ákveðið hormón við snertingu sem hefur róandi á- hrif og til eru rannsóknir sem stað- festa þetta. Þetta sama hormón fer einnig út í blóðið við brjóstagjöf hjá konum. Lítil snerting í nútíma- þjóðfélagi hefur gert það að verkum BORGARBYGGÐ Sumar- og afleysingastörf 2001 Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingastörf hjá Borgarbyggð, fyrir sumarið 2001. 1 I .Afleysingar í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Umsaekjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gaeslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl. Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi.gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilning á íþrótta- og aeskulýðsstarfi. Laun samkv. launatöflu SFB. Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist haefnipróf sundstaða. Vinnustaðurinn er reyklaus. 2. Störf við Vinnuskóla Borgarbyggðar. Leiðbeinendur viðVinnuskóla Borgarbyggðar. Umsaekjendur þurfa helst að hafa náð 20 ára aldri. Umsækjendur þurfa að hafa gott lag á unglingum og helst að hafa unnið við leiðbeinendastörf. Um er að ræða starf þar sem reynir á að viðkomandi haldi uppi aga og reglum og hafi lag á að láta unglinga vinna að fjölbreyttum og krefjandi störfum í Borgarnesi og nágrenni. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 11. Nánari upplýsingar gefur íprótta- og æskulýðsfulltrúi á bæjarskrifstofu eða í síma 437-1224. LImsóknarfrestur er til 27.apríl n.k. Vinstri á Vesturlandi Stofnfundur svæðisfélags Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs var haldinn á Hótel Bar- bró Akranesi miðvikudaginn 4. apríl s.l. Svæðisfélagið nær yfir Akranes og sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar. Alls komu 30 manns til fundarins og skráðu 25 sig sem stofnfélaga. Gestir fund- arins voru Steingrímur J. Sigfus- son formaður VG og þingmenn- irnir Jón Bjarnason og Þuríður Backman. Kosin var stjórn fyrir félagið, en hana skipa Hermann Guðmundsson, formaður, Gunn- laugur Haraldsson, varaformaður, Halla Guðmundsdóttir, ritari, Linda Samúelsdóttir, gjaldkeri og Hjördís Garðarsdóttir, meðstjórn- andi. Stjórnin hefur þegar mótað sitt fýrsta verkefni en það er að standa fyrir fundi þar sem fjallað verður um Fjölbrautaskóla Vestur- lands, fjármögnun og framtíðar- sýn. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl á kl. 20.00 á Hótel Barbró. Framsögumenn verða Hörður Ó. Helgason, skóla- meistari, Þorgeir Jósefsson for- maður skólanemdar, Kristín Birna Fossdal, nýstúdent, Guðmundína A. Haraldsdóttir, nemi, og Jón Bjarnason alþingismaður. (Fréttatilkynning) f^fieygqrðshornið Mismunandi gerðir vírusa Ross Perot vírus: Ræsir hvert einasta forrit í tölvunni þinni rétt áður en slökknar á öllu sam- an. Oliver North vírus: Veldur því að prentarinn þinn brejTást í pappírstætara. Alþingisvírusinn: Keyrir öll for- rit á harða diskinum samtímis en gerir notandanum ekki kleift að gera nokkurn skapaðan hlut. George Bush vírusinn: Byrjar á að skrifa stórum stöfum á skjá- inn: Lesið skilaboðin mín...., engin ný skjöl! I beinu fram- haldi fyllir hann harða diskinn af nýjum skjölum og kennir Al- þingisvírusinum um allt saman. Alþingisvírus II: Tölvan frýs, skjárinn skiptist í tvo hluta og á báðurn þeirra birtast skilaboð þar sem hinum hiutan- um er kennt um vandamálið. Heilbrigðiskerfisvírusinn: Tekur allan daginn að skoða tölvuna þína, finnur ekkert athugavert en sendir stjórnvöldum reikning upp á 450 þúsund krónur. Karlmenn Hver er skilgreining karlmanna á öruggu kynlífi? -Bólstraður höfuðgafl. Hvernig geturðu sagt til um hvort karlmaður sé látinn? -Hann er stífur í meira en tvær mínútur. Hvernig veistu hvort þú sért að fá frábæra fullnægingu? -Eiginmaðurinn vaknar. Hvernig sérðu hvort maðurinn þinn er kynferðislega æstur? -Hann andar. Hver er hugmynd karlmanna um forleik? -Hálftíma snð. Hversu marga karlmenn þarf til að skipta um klósettpappírs- rúllu? -Við vitum það ekki. Það gerist aldrei. Nýtt útlit Kona á miðjum aldri fékk hjartaáfall. Meðan hún gekkst undir erfiða aðgerð á sjúkrahús- inu var hún svo nálægt dauðan- um að sem snöggvast sá hún Guð fyrir augum sér. „Er minn tími kominn?“ spurði hún. „Nei alls ekki,“ svaraði Guð. „Þú átt 43 ár, tvo mánuði og átta daga eftir.“ Eftir aðgerðina ákvað konan að dvelja aðeins lengur á sjúkrahúsinu til að fara í lýtaað- gerð, fitusog og brjóstastækkun. Fyrst að hún átti svona mikinn tíma eftir var um að gera að líta sem best út. Að loknum öllum aðgerðum, þegar hún var á leið heim til sín af sjúkrahúsinu, varð hún fyrir sjúkrabíl og dó. Þegar hún hitti Guð aftur spurði hún hann heldur önug, „Hvernig stendur á því að eftir að hafa lof- að mér rúmum 40 árum sendir þú mig í veg fyrir sjúkrabíl og svíkur mig?“ Guð leit á hana hissa og sagði „Þú!... Fyrir- gefðu, ég þekkti þig ekki!“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.