Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 31.05.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 31.05.2001, Blaðsíða 5
SSESSUHÖ2M FIMMTUDAGUR 31. MAI 2001 5 Sameining verkalýðsfélaga Mestur áhugi í Snæfellsbæ Ekki eítir neinu að bíða segir Jóhannes Ragnarsson Sameining verkalýðsfélaganna þriggja á Snæfellsnesi hefur verið til umræðu undanfarin ár og fyrir stuttu óskaði stjórn og trúnaðar- mannaráð Verkalýðsfélags Snæfells- bæjar eftir sameiginlegum félags- fundi um málefnið. Jóhannes Ragn- arsson formaður Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar er óánægður með við- brögð hinna félaganna við erindinu. „Frá Verkalýðsfélagi Stykkishólms bárust þau svör að slíkur fundur endurspeglaði ekki vilja hins al- menna félagsmanns en verkalýðsfé- lagið Stjaman hefur ekki haft fyrir að svara erindunu. Mér þykir það skrítið að við skulum ekki fá svar við formlegu erindi og í raun stórandar- legt að ekki skuli vera hægt að halda fund um þetta mál sem verið hefur að velkjast hjá okkur í langan tíma,“ segir Jóhannes. Árið 1997 vora Verkalýðsfélagið Afturelding á Hellissandi og Verka- lýðsfélagið Jökull í Olafsvík samein- uð í Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar. Strax í kjölfarið var farið að huga að ffekari sameiningu og á aðalfundi hins nýsameinaða félags 1998 var samþykkt að fela stjóminni að fara í könnunarviðræður við önnur verka- lýðsfélög á Snæfellsnesi um samein- ingu. „Þessar viðræður hafa af ýms- um ástæðum dregist á langinn án þess að þeim hafi verið slitrið. Þessi mál hafa verið rædd ffam og aftur og meira að segja hefur verið rætt um sameiningu allra félaganna á Vestur- landi og formenn þeirra hafa fundað saman tvisvar. Mönnum hefur hins- vegar þótt það full stórt stökk í einu. I vetur hefur verið unnið í samein- ingarmálum á Snæfellsnesi og við héldum m.a. einn sameiginlegan stjómarfund til að skoða þessi mál. Síðasta skref var síðan það að fund- ur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar sam- þykkti á fundi sínum 25. apríl sl. að óska eftir sameiginlegum félags- fundi en síðan hefur ekkert gerst," segir Jóhannes. Hlýða kalli tímans Jóhannes segir það vera þróunina víðast hvar annars staðar á landinu að félög séu að sameinast enda sé það skylda þeirra sem eru í forystu verkalýðsfélaga að styrkja verkalýðs- hreyfinguna í heild á landsvísu. „Nú hafa menn komist að því í ljósi reynslunnar af sameiningum upp á síðkastið að færri og stærri félög skila sterkari heild. Það er því ekki um annað en að hlýða kalli tímans og ef menn gera það ekki era þeir einfaldlega að bregðast skyldum sín- um. Við gemm vissulega rekið þessi lidu félög áfram en þau era barn síns tíma og falla ekki inn í það skipulag sem hefur verið að þróast á allra síð- usm tímum innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Vð vimm að við fáum öflugra og skilvirkara félag ef við sameinum þessi þrjú hér á Snæfells- nesi. Samkvæmt síðusm skýrslum era um eitt þúsund félagsmenn í þessum félögum á ársgrundvelli og það segir sig sjálft að sameining mun styrkja okkur. Ekkert þessara félaga er mikið stærra en annað og við erum að fást við sömu viðfangsefhin. A þessum stöðum eru sömu störfin, sjó- mennska, fiskverkun, verslun og þjónusta og fleira. Eg sé enga glóra í því að menn séu að opna sömu bréfin og svara sömu símtölunum sitjandi hver á sínum stólnum með nokkurra kílómetra millibili en hafa innan seilingar að geta styrkt þetta allt saman. Það er heldur ekki um það að ræða að einhver ætli að gleypa einhvern annan. Stéttarfélag er bara það fólk sem er að borga í félagið í það og það sinnið. Það er ekki hægt að líkja þessu saman við þegar verið er að sameina fyrirtæki eða sveitarfélög. Þar kemur upp tog- streita um að deila út peningum í ýmis afmörkuð og staðbundin verk- efhi. Stéttarfélög eru ekki að útdeila peningum á þann hátt heldur ein- ungis að þjónusta þá sem borga til þeirra á hverjum tíma. Eg kannast heldur ekki við að hafa heyrt óá- nægjuraddir þar sem félög hafa ver- ið að sameinast í Reykjavík og á landsbyggðinni. Eg tek það hinsveg- ar fram að ég er frekar linur samein- ingarsinni hvað varðar fyrirtæki og sveitarfélög en þetta er einfaldlega allt annar hlumr. Jóhannes kveðst ekki líta svo á að sameining sé út úr myndinni þótt viðbrögðin hafi verið dræm í bili. ,Á meðan umræðan hefur ekki farið í þann farveg að fara á skipulegan hátt út til félagsmanna get ég ekki túlkað það svo að sameining sé út úr mynd- inni. I mínum huga er það heldur ekki spurning hvort heldur hvenær sameining verður.“ Meira en að segja það Þórann Kristinsdóttír formaður Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði segir að það sé ein- Jóhannes Ragnarsson göngu vegna tímaskorts sem erindi verkalýðsfélags Snæfellsbæjar hafi ekki verið svarað formlega. „Við eram alveg tilbúin í sameiginlegan félagsfund en við erum hinsvegar ekki tilbúin að sameinast sameining- arinnar vegna. Það er vissulega rétt að við höfum kannski dregið lapp- irnar í þessu máli hérna í Grundar- firði enda hefur fólk misjafhar skoð- anir á þessu hér. Það þarf að vanda til svona sameiningar ef af henni verður. Það sem er mikilvægast er að fá góða forystu. Með því er ég alls ekki að deila á þá félaga mína. Við eram öll feikilega góð í okkar litlu einingum en í stærri einingu þarf fólk með meiri þekkingu. Þetta er láglaunasvæði með marga og erfiða atvinnurekendur og til dæmis þá er staðan orðin þannig að á þessu svæði vinnur fólk með 10-15 tungumál. Það er meira en að segja það að sam- eina þessi félög og menn verða líka að vara sig á því að með sameiningu era menn ekki lausir allra mála.“ Fylgjandi sameiningu Einar Karlsson formaður verka- lýðsfélags Stykkishólms segir að lengi hafi verið áhugi fyrir samein- ingu innan félagsins. „Vð era menn þeirrar skoðunar en það er kannski ekki eins mikil eining innan stjóm- arinnar eins og var en það era þó flestir fylgjandi sameiningu. Vð setjum hinsvegar það skilyrði að öll þrjú félögin verði með.“ Einar segir það síðan vera spurningu hvaða að- ferð eigi að nota við sameininguna en kveðst ekki hafa neina patent- lausn á reiðum höndum. „Þetta hef- ur tekið töluverðan tíma hjá okkur og kannski er það vegna þess að við kunnum þetta ekki. Eg er hinsvegar sannfærður um að þetta á effir að gerast og kannski verður um víðtæk- ari sameiningu að ræða.“ GE Góður afli hiá HB hf. Unnið á uppstígningardag Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt Ingunn AK 150 til kolmunnaveiða og Víkingur til veiða á norsk-ís- lensku vorgotssíldinni kvöldið eftir. Ingunn var komin með 250 tonn af kolmunna á mánudag en þetta var hennar fyrsta veiðiferð með flottroll. Allur togbúnaður reyndist vel en kolmunnaveiðin virtist vera farin að tregast í byrjun vikunnar. Ingunn mun líklega snúa sér að síldveiðum á næsm dögum ef veið- ar fara að glæðast. Góður afli barst á land í vikunni og unnið var í frystihúsi HB aðfar- anótt uppstigningardags og á upp- stigningardag. Lítill kraftur hefur verið í úthafskarfaveiðum á Reykja- neshrygg. A þessum árstíma hefur jafnan verið góð veiði undanfarin ár en nú er aflinn rúmlega 500 kg á togtíma og einhver skipanna eru farin að snúa sér að heimamiðum. Þó er enn von til að úthafskarfinn muni veiðast síðar en venja er. SÓK Vantar atvinnu í Borgarnesi eða nágrenni Er með meiraprof Uppl. í síma 862 9924 Umsóknarfrestur um nám á haustönn 2001 rennur út föstudaginn 8. júní. Umsóknareyðublöð má fá í skólanum og á heimasíðunni www.fva.is Innritunargjald í dagskóla er kr. 3000.- og nemendafélagsgjald kr. 3.000.-. Haustönn hefst fimmtudaginn 23. ágúst. Kvöldskóli. Meistaranám til meistararéttinda í iðngreinum verður í boði ef þátttaka verður næg. Um er að ræða 26 eininga nám á tveimur önnum. Kennslugjald er kr. 30.000,- á haustönn. Upplýsingar um nám í í síma 431-2 eru veittar Skólameistari Akraneskaupstaður Lausar lóöir d Akranesi Bygginga- og skipulagsfulltrúinn d Akranesi auglýsir hér meo lausar byggingalóðir til umsoknar í Flatahverfi við Steinsstaðaflöt nr. 2-4 og nr. 6-8 einbýlis-/ parhús, nr. 21 einbýlishús og Tindaflöt nr. 1-5 og 2-10 fjölbýli, nr. 7-1 log 13-17 raðhús, nr. 16 einbýlishús. Þeir sem eiga eldri umsóknir þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir þessa lóðaúthlutun. Einnig eru auglýstar lausar byggingalóöir á eftirtöldum svœðum: • Við Þjóðbraut - athafna- og iðnaðarhúsalóbir. • Við Smiðjuvelli og Kalmansvelli - iðnaðarhúsalóðir. • í Vogahverfi - stórbýlalóðir. • þHöfðaseli - iðnaðarhúsalóöir. • A Breib - iðnaðarhúsalóðir. Umsóknir berist á skrifstofu Akraneskaupstadar, Stillholti 16-18, 3. hœð, til og með 1. júní nk. Ndnari upplýsingar eru veittar hjd bygginga- og skipulagsfulltrúa alla virka aaga frd kl. 11-12 eða í síma 433 1051 og 896 9941. Akranesi, 25.05. 2001 a Bygginga- oa 1 skipulagsfulltrúinn áAkranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.