Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 31.05.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 31.05.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 31. MAI 2001 Frumsýning í Olafsvík Fyndin og fræðandi Fróðárundur Síðastliðið föstudagskvöld var frumsýnt nýtt íslenskt leikrit í félags- heimilinu Klifi í Olafsvík, Fróðár- undrin efdr Jón Hjartarson í leik- stjórn höfundar. Tónlist við verkið samdi Pétur Grétarsson. Verkið er sett upp af Leikfélagi Olafsvíkur að frumkvæði Eyglóar Egilsdóttur á Hótel Höfða. Segja má að ýmislegt sé óvenju- legt við þessa uppfærslu. I íyrsta lagi er þetta óvenjulegur frumsýningar- tími þar sem flest leikfélög eru að ljúka sínu leikári á þessum tíma. A- stæðan fyrir því er einnig óvenjuleg, nefnilega sú að þessi sýning er ekki síst ætluð ferða- mönnum og ætlunin er að hún verði fjölær en ekki einungis sýnd part úr einu leikári og síðan aldrei meir, eins og al- gengast er með leiksýningar á- hugaleikfélaga. Þá er viðfangs- efhið bæði ó- Leikstjórinn Jón Hjartarsson, Eygló Eigilsdóttir framkv.stjóri sýningarinnar ásamt Sturla Böðvarssyni samgönguráðheiTa en hann bauð frumsýningargestum til teitis eftir sýningu. Vorhátíð á afinælisári Kleppjárnsreykjaskóli heldur upp á 40 ára afmæli sitt á þessu ári, en 13. nóvember 1961 hófst kennsla í nýbyggðu húsnæði skól- ans. Einn liður á afmælisárinu var vorhátíð, sem haldin var á lóð skól- ans 23. maí s.l. Hátíðin hófst með skemmtiatriðum nemenda, sem flutt voru af heyvagnspalli. Að þeim loknum var nemendum og gestum boðið að spreyta sig á ýmis konar leiktækjum og hamingju- hjólum, sem komið hafði verið fyr- ir á skólalóðinni, spákonur höfðu komið sér fyrir í tjaldi, boðið var upp á andlitsmálun og hoppuland í uppblásnum kastala. Nemendur seldu ís og grillaðar pylsur. Ollum að óvörum svifu niður karamellur úr flugvél, sem þarna átti leið hjá. Blíðskaparveður skreytti þessa skemmtilegu hátíð, sem segja má að hafi haft á sér tívolíblæ. Karlinn í kassanum á Úr sýningunni Karlinn í Kassanum Núna næstkomandi mánudag 4. júní, sýnir Leikfélag Hólmavíkur, hinn bráðskemmtilega gamanleik, Karlinn í kassanum eftir Arnold og Bach, í félagsheimil- inu Vogalandi, Króks- fjarðarnesi. Leikstjóri er Arnlín Oladóttir frá Bakka í Bjarnafirði og er þetta fjórða uppsetning hennar með leikfélag- inu. Tíu leikarar taka þátt í sýningunni og er aldurshópurinn einstak- lega breiður að þessu sinni. Sá yngsti er 14 ára og sá elsti er 69 ára. Sýningin hefur hlotið mikið lof og óhætt að segja að leik- húsgestir hingað til, hafi farið út með sælubros á vör. Leikfélagið er í stuttri leikferð sem stendur og er þetta fyrsta sýn- ingin í ferðinni. Eftir er að sýna á Drangsnesi, og að sjálfsögðu verð- ur endað í Ameshreppi. Er það orðið fastur liður, að lokasýningin sé þar, enda oftast ekki hægt að sýna þar fyrr en í júní vegna ófærð- ar og anna sauðfjárbænda. Leikfélag Hólmavíkur hefur í gegnum árin verið afar ötult til ferðalaga og hefur farið hringferð um landið með leiksýningu, og tvisvar sýnt um allt Norðurland og Vestfirði. (Fréttatilkynning) Erá v.er Erla Höskuldsdóttir (Þórdís á Fróðá) Margeir (Kjartan sonur hennar) og Olga kristjánsdóttir (Þórgunna) venjulegt og ögrandi, ein ffægasta draugasaga Islandssögunnar. Leik- ritið byggir á sögulegum atburðum, sem eiga að hafa átt sér stað fyrir um þúsund árum á bænum Fróðá, skammt frá Olafsvík. Leikritið fjallar um Þuríði húsfreyju á Fróðá og sam- skipti hennar við samferðamenn, bæði lifandi og dauða. Höfundurinn hefur valið að setja þessa dramatísku atburði í skoplegan búning og óhætt er að segja að vel hafi tekist til. Sýn- ingin er drepfyndin á köflum og margar útfærslur mjög skemmtileg- ar. Persónumar vom ágæt blanda af alvarlegum karakterum og spaugi- legum fígúrum. Utkoman er í stuttu máli hin besta skemmtun sem án efa þjónar einnig þeim tilgangi sínum að vekja áhuga fólks á sögunni, sagnaarfinum. Sautján leikarar tóku þátt í sýn- ingunni og komust þeir allir vel frá sínu. Sérstaka athygli undirritaðs vöktu þau Sæþór Gunnarsson í hlutverki Auðuns sauðamanns og Arný Bára Friðriksdóttir sem Þor- gríma galdrakinn. Þá var Erla Höskuldsdóttir mjög sannfærandi sem Þuríður húsffeyja. Það er full ástæða til að óska að- standendum Fróðárundranna og öllum þátttakendum til hamingju með frábært framtak og frumlega og skemmtilega sýningu. Gísli Einarsson Kamival á Akranesi Síðastliðinn þriðjudag gaf að líta stóran hóp furðuklæddra krakka í skrúðgöngu um Akranesbæ. Þar voru á ferð nemendur í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskólanna. Eftir stutta skrúðgöngu var haldið á Merkurtúnið þar sem haldið var heljarinnar karnival með öllu til- heyrandi. Þetta er í fyrsta skipti sem skólarnir standa fyrir slíku karnivali en óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Ymislegt var í boði og má þar nefha svampakast, kapp- át, reiptog, kassabílaakstur, bolta- leiki og dósakast. I hádeginu var pylsusala og um kvöldið var loka- ball skólanna haldið þar sem hljómsveitin Irafár lék fyrir dansi fram eftir nóttu. Ballið var sann- kallað lokaball hjá 10. bekkingum en útskrift úr bæði Grunda- og Brekkubæjarskóla fer fram í kvöld, fimmtudag. SÓK Fífl í hófi Gamanleikurinn Fífl í hófi eftir franska höfundinn Francis Veber var frumsýndur í Gamla bíói þann 30. mars síðastliðinn, en verkið er í þýðingu Kristjáns Hrafnssonar. Fífl í hófi fjallar um virtan bókaút- gefanda, Pierre Brochant leikinn af Baldri Trausta Hreinssyni, sem stundar það ásamt vinahópi sínum að halda boð þar sem allir keppast við að bjóða með sér mesta fíflinu. I lok kvöldsins eru þeim manni veitt verðlaun sem kemur með mesta fíflið, en þetta ku hafa verið stundað í Frakklandi í eina tíð. Þess þarf kannski ekki að geta að „fíflin“ hafa ekki hugmynd um raunverulega ástæðu þess að þeim er boðið. Pierre þykist hafa hiniin hönd- um tekið og eiga sigur í boðinu vísan þegar hann býður Francois nokkrum Pignon með sér, en sá er snilldarlega leikinn af Þórhalii Sig- urðssyni, betur þekktum sem Ladda. Pierre býður Francois að koma heim til sín fyrir boðið í einn drykk eða svo. Sá fyrrnefndi fær hins vegar þursabit og forfallast en nær ekki í Francois í tæka tíð. Hann bankar upp á og þá kemur berlega í ljós hvers vegna Pierre taldi sig eiga sigurinn í boðinu vís- an. Inn í hringavitleysuna fléttast svo skemmtilegar aukapersónur svo sem kynóð kona, skattrann- sóknamaður og brjáluð eiginkona. Fífl í hófi er skemmtilegt og lif- andi verk. Laddi er án efa stjarna sýningarinnar og sýnir það og sannar að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Aðrir leikarar standa sig einnig vel. Nú hafa aðstand- endur sýningarinnar ákveðið að gefa Vestlendingum kost á að koma á leikritið og bjóða rútuferð frá Hyrnunni og leikhúsmiða á 3.000 krónur. Skráning og nánari upplýsingar í síma 862 1310.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.