Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 31.05.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 31.05.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 31. MAI 2001 15 aiiCsaimuiU Þaðer spuming??? Ætlarþú í firamhaldsnám? (Nemendur við að útskrifast úr grunnskóla á Akranesi) Andrí Júlíusson - Já, ég cetla í Fjölbrautaskóla Vesturlands á náttúrufræðibraut. Haukur Óli Hauksson - Já, á náttúrufræðibraut t fjólbrautaskólanwn. Sigurður Ásbjöm Pétursson - Nei, mig langar út á sjð. Regína Björk Ingþórsdóttir - Já, ég ætla á almenna braitt í Fjölbratttaskóla Vesturlands. Unnur Smáradóttir - Já, í FVA á náttúrufræðibraut. Svala Ýr Smáradóttir - Já, ífjölbrant á náttúrufræðibrau t. - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Algjörir yfirburöir gegn slökum Keflvíkingum ÍA - Keflavík 2 - 0 Það var ekki fyrr en í þriðja leik deildarinnar, gegn Keflvíkingum, sem Skagamenn uppskáru loks eins og þeir sáðu og unnu sann- gjarnan sigur. Keflvíkingar höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína á meðan Skagamenn höfðu náð einu stigi en skemmst er frá að segja að Suðurnesjamennirnir sáu aldrei til sólar í leiknum. ( leikjunum gegn FH og KR var helst hægt að setja út á varnarleik Skagaliðsins en hann var í fínu lagi á sunnudaginn og framherjar Keflvíkinga komust aldrei neitt áleiðis. Með réttu hefði sigur Skaga- manna átt að vera miklu stærri, ekki skorti færin en hinir gulu áttu til að liggja of lengi á boltanum og fyrir vikið runnu mörg tækifæri út í sandinn. Leikurinn byrjaði fremur rólega og má segja að fyrsta alvöru færi Skagamanna hafi komið á 14. mínútu og það var vel nýtt. Þá end- urtók Grétar Rafn Steinsson leik- inn frá því í KR leiknum og skoraði með þrumufleyg. Eftir markið komust Skagamenn á fullt skrið og áttu nokkur lagleg færi. Þeir héldu síðan áfram með sömu baráttunni í síðari hálfleik og gressuðu fram- Grétar Rafn Steinsson hefur byrjað tímabilið meö miklum látum. Mynd: SÓK arlega og á löngum köflum fór bolt- inn varla útúr vítateig Keflvíkinga. Síðara mark Skagamanna kom á 68. mínútu þegar Haraldur Hinriks- son var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi eftir send- ingu frá Grétari Rafni. Leikur Skagamanna það sem af er deildarkeppninni hefur verið framar vonum og ánægjulegt að sjá leikgleðina og baráttuandann sem skorti oftar en ekki síðasta sumar. Segja má að það lið sem Skagamenn eru að tefla fram núna minni um margt á liðið sem landaði fyrsta meistaratitlinum í fimmunni árið 1992. Liðið er léttleikandi og skemmtilegt og nýtur þess greini- lega að væntingarnar eru ekki of miklar. Það er sérstaklega ánægju- legt að sjá til stráka eins og Grét- ars Rafns Steinssonar sem að öðr- um ólöstuðum stendur upp úr eftir fyrstu leikina. Gunnlaugur Jónsson átti einnig mjög góðan leik á sunnudag en hann fann sig ekki vel í fyrstu leikjunum. Ólafur Þórð- arson var í fínu formi en hann lék aftarlega á miðjunni í þetta skiptið og naut sín greinilega betur þar en í vörninni. Hann blandaði sér einnig í sóknarleikinn og var ófeim- inn að skjóta á markið. Þá átti Baldur mjög góðan leik og einnig Ólafur Þór í markinu. GE Annað tapið í röð Skallaarímur - Aftureldina: 1 - 4 Skallagrímur mætti Aftureld- ingu úr Mosfellsbæ síðastliðinn föstudag. Skallagrímsmenn máttu þola tap 1-4, eftir að stað- an hafði verið 1-1 í hálfleik. Það voru Mosfellingar sem voru fyrri til að skora, þegar um 20 mínút- ur voru liðnar af leiknum. Auðunn Blöndal jafnaði hinsvegar fyrir heimamenn sex mínútum síðar. Þannig hélst staðan allt þar til fimmtán mínútur lifðu leiks, þá skoruðu gestirnir ódýrt mark. Björn Sólmar gerði vel í að verja skot frá leikmanni Aftureldingar en í staðinn fyrir að varnarmenn Skallagríms hreinsuðu frá nýtti leikmaður gestanna sér sofandi- hátt varnarmanna, fylgdi vel á eftir og setti boltann í netið. Við þetta var sem heimamenn gæfust upp og tvö mörk fylgdu í kjölfarið frá Aftureldingu. Það fyrra úr vítaspyrnu fjórum mínút- um síðar og það seinna þremur mínútum fyrir leikslok. Skallagrímsmenn eru því enn án stiga eftir tvær umferðir. Það verður þó að taka með í reikning- inn að þeir hafa leikið gegn lík- lega tveimur af þremur sterkustu liðunum í deildinni. Næsti leikur Skallagrímsmanna í deildinni er gegn Sindra á Hornafirði á mánudaginn. HJH Þrír Skaga- menn f U21 landsliöinu Skagamenn eiga þrjá lands- liðsmenn í U21 landsleikjunum gegn Möltu og Búlgörum í byrj- un júní. Þeir Grétar Rafn Steinsson, Reynir Leósson og Baldur Aðalsteinsson eru allir í hópnum og miðað við frammi- stöðu þeirra í deildinni að und- anförnu má búast við að þeir verði í eldlínunni. Fyrri lands- leikurinn er gegn Möltu á KR- velli í Frostaskjóli 1. júní kl. 18:00, en seinni leikurinn er gegn Búlgörum á Akranesvelli 5. júní kl: 18:00. Fyrir leikinn á Skaganum mun liðið dvelja í Borgarnesi við æfingar. GE Fjörugur nágrannaslagur __«____________________ irj ij--’T«1 Frá leik Bruna og HSH í fyrra HSH og Bruni mættust í sann- kölluðum Vesturlandsslag á sunnudaginn. Leikið var á Ólafs- víkurvelli. HSH, sem er sameig- inlegt lið félaga á Snæfellsnesi, mættu grimmir til leiks og voru komnir í 2-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Strax í upphafi síð- ari hálfleiks bættu HSH menn við þriðja markinu og voru úrslitin þá nánast ráðin. Brunamenn náðu þó að klóra í bakkann og minnk- uðu muninn í 3-1 skömmu seinna en Snæfellingar svöruðu með fjórða markinu. Brunamenn áttu síðasta orðið í leiknum er þeir breyttu stöðunni í 4-2. Lengra komust þeir ekki, lokatöl- ur 4-2. Markaskorarar leiksins fyrir HSH voru þeir Hermann G. Þórisson 2, Tryggvi Hafsteinsson og Jóhann Ragnarsson. Valgeir Sigurðsson og Agúst Hrannar Valsson skoruðu fyrir Bruna. HSH eru á ágætu skriði þessa dagana en í síðustu viku slógu þeir lið Tálknfirðinga útúr bikar- keppninni með stórsigri, 9-0. Jónas G. Jónasson og Helgi Reynir Guðmundsson voru á skotskónum og skoruðu báðir þrennu. Tryggvi Hafsteinsson, Ævar Rafn Þrastarson og Helgi Már Rögnvaldsson skoruðu eitt mark hver. Næsti leikur HSH í bikarnum verður á hvítasunnu- dag þegar þeir taka á móti Þrótti frá Reykjavík. HJH Staöan í Sfmadeildinni L U 1 Valur 3 2 2 Breiðab. 3 2 3 Keflavík 3 2 4 FH 3 1 5 ÍA 3 1 6 Fylkir 3 1 7 ÍBV 3 1 8 Grindav. 3 1 9 KR 3 1 10 Fram 3 0 J T M Stig 1 0 4:2 2 7 0 1 3:2 16 0 1 4:4 0 6 2 0 4:2 2 5 1 1 5:4 1 4 1 1 2:2 0 4 1 1 1:1 0 4 0 2 3:4 -1 3 0 2 2:4 -2 3 0 3 2:5 -3 0 Molar Skallagrímur mætir Haukum í annarri umferð Bikarkeppni KSÍí kvöld á Ásvöllum kl.20:00. Þetta er fyrsti leikur Skallagríms i bik- arkeppninni þetta árið en þeir sátu hjá f fyrstu umferð. HSH menn taka svo á móti Þrótturum á sunnudaginn í sömu keppni. Skagamenn hafa skorað flest mörk allra liða í úrvalsdeildinni á nýhöfnu tímabili með fimm mörk eftir þrjá leiki. Skagamenn hafa ekki verið í þessari stöðu í fimm ár, eða síðan íslandsmeistaraár- ið 1996. Skagamenn hafa ekki tapað fyrir Keflvíkingum á heimavelli síðustu árin. Afsíðustu sjö heim- sóknum Keflvíkinga á Skagann hefur ÍA unnið fjóra leiki og gert þrjú jafntefli. Leikmenn ÍA virðast reima markaskóna vel á sig þeg- ar Keflvíkingar koma í heimsókn því markatalan í- síðustu sjö viðureignum liðanna á Akranesi er 23-7, Skagamönnum i vil. Hálfsmánaðar hlé verður nú gert á leikjum í efstu deild vegna tveggja landsleikja íslands í und- ankeppni HM. Næsti leikur Skagamanna er mánudaginn 11.júní þegar þeir fara í heim- sókn á Hlíðarenda og mæta toppliði Vals. i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.