Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 31.05.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 31.05.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 31. MAI 2001 7 jivtjjunui.. Þegar hrepparnir fjórir sem nú heita Borgaríjarðarsveit sam- einuðust var ástand bæjarmerk- inga nokkuð misjafnt. A sumum svæðum var hver bær rækilega merktur með flennistóru fagur- bláu skilti meðan bæir voru ým- ist illa merktir eða alls ekki í öðrum hlutum sveitarinnar. Við í hreppsnefnd Borgar- fjarðarsveitar ákváðum því hér um árið að gera á þessu bragar- bót og samþykktum samhljóða að verja nokkurri upphæð af al- mannafé í glæsileg skilti fyir þá hinna gömlu hreppa sem ekki höfðu talið sér skylt að setja upp skilti. Var þetta okkur bæði ljúft og skylt, þótt skelfilega firnadýrt væri. Var bót í máli að upphæð- in var ekki greidd úr okkar eigin vösum, heldur annarra manna vösum. Sjálf fáum við svo ágæt- is kaup fyrir að eyða tekjum sveitunga okkar með þessum hætti. Sú staðreynd veldur okk- ur vissulega svolitlu samvisku- biti en því má ekki gleyma að málið er mikið hreppsþrifamál. Væri þetta ekki í frásögur fær- andi nema fyrir það að fyrir mis- tök starfsmanna skiltaverksmiðj- unnar voru framleidd tvö stykki af hverju bæjarskilti fyrir Reyk- holtsdalshrepp hinn forna. Þar sem skiltaverksmiðjan sá engin not fyrir aukaskiltin gaf hún okkur þau í kaupbæti. Þetta hefur valdið hreppsnefnd mikl- um heilabrotum. Hvað á að gera við aukaskiltin? Þótt hægt væri að merkja vel og rækilega og hafa tvö skilti við hvern bæ þá kostar líka að setja þau niður og auk þess er hætta á að íbúar hinna gömlu hreppanna færu fram á sömu þjónustu með til- vísun til stjórnsýslulaga, al- mennrar jafnræðisreglu, meðal- hófsreglu stjórnarskrár og á- kvæða í Jónsbók. En alltaf má finna ráð. Það vill okkur til happs að land- námsmenn Islands voru upp til hópa skelfilega ófrumlegir í nafngiftum og stofnendur ný- býla þó hálfu verri. Þess vegna eru bæjarnöfn og örnefni meira og minna hin sömu um land allt; Bakkakot og Hvammur í hverri sýslu en Helgafell og Kaldbakar landsins fleiri en tölu verði á komið. Því bjóðum við hlutaðeigandi aðilum hér með glæný og alveg ónotuð bæjarskilti til kaups. Verðið er breytilegt, það fer eftir framboði og eftirspurn. Við bjóðum Biskupstungna- hreppi að kaupa skiltið Reykholt, Villingaholtshreppi Mýrar, Gnúpverjahreppi Hæl, Borgar- hreppi í Borgarbyggð Brenni- staði, Eyðafjarðarsveit Víðigerði, Reykhólahreppi Klett og Eyja- fjarðarsveit Björk. Þar sem ekki er öðrum kaupendum til að dreifa seljum við þessi skilti á hagstæðu verði. En stundum eru samnefndir bæir fleiri og vænkast þá hagur Strympu. Þá efhum við til upp- boðs og seljum hæstbjóðanda. T.d. er víst að bæði Hvalfjarðar- strandarhreppur og Torfalækjar- hreppur í A-Hún vilja báðir eiga skiltið Hurðarbak og bjóði því vel. Breiðabólsstaður er til í Hornafjarðarbyggð, Skaftár- hreppi og Sveinsstaðahreppi. Þar verður hart bitist um hnoss- ið. Sömuleiðis munu Rangár- vallahreppur, Skagafjörður (v. Haganeshrepps hins forna) og Eyjafjarðarsveit vafalaust bjóða vel í Nes. Hálshreppur í S-Þing og Skriðdalshreppur í S-Múl geta á- samt fjölda nýbýla og sumarbú- staða slegist um skilti Birkihlíðar. Brekkukot er til á þremur stöð- um norðanlands auk þess sem leikmunadeildir leikhúsanna gætu notað skiltdð við uppfærslu á Brekkukotsannál. Skógar eru til í fimm öðrum sýslum, Hamrar sex og ekki færri en ellefu bæir í níu sýslum gætu nýtt sér skilti Grímsstaða. Fyrir það ætti að fást of fjár skv. lögmálum hagfræðinnar. Svo eru það bæirnir sem einir bera nöfn sín. Skilti þeirra verða rýr í roðinu og munu líklega fara fyrir lítið. Þó gætu sum þeirra haft tilfinningalegt gildi fyrir einstaka kaupendur s.s. Logaland. Þá hefur stríðsminja- safnið á Reyðarfirði sýnt áhuga á Stóra-Kroppi. Loks má með hugvitssemi nýta afgangsskilti með því að saga sundur og setja saman. Geirshlíð og Steindórsstaðir gætu þannig sparað aðstandend- um einhvers nýlátins Geirs rán- dýra áletrun á legstein með því að festa á steininn hluta þessara skilta þannig að úr verði áletr- unin "Geir Steindó". Stutt og hnitmiðað í stíl fornsagna þar sem ekkert er ofsagt. Þannig ætti megnið af þessu að komast í verð. Það er von okkar að þegar upp er staðið hafi hreppurinn hagn- ast á skiltamálinu öllu þannig að hægt sé endurnýta peninga skattgreiðenda. Engin endur- vinnsla mun vera jafn arðbær og endurvinnsla á peningum. Bjarki Már Karlsson Móttökustaðir um allt Vesturland ~ Model - Akranesi itsh i: :■ . ..., , . . 7 *- - — — • w w w 0% >- Hraðbúð Essó - Hellissandi Söluskáli Gunnars - Olafsfirði Bensínstöðin - Grundarfirði Bensínstöðin - Stykkishólmi Dalakjör - Búðardal Jónsbúð - Króksfjarðarnesi Arnhóll - Reykhólum Kaupf. Stgrfj. - Hólmavík Kaupf. Stgrfj. - Drangsnesi Versl. Hlín - Hvammstanga FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. BRÚARTORGI, 310 BORGARNESI - S. 437-1055 Skcinmdarverk Skemmdarverk voru unnin á tveimur bflum sem stóðu við verkstæði Þróttar ehf. við Ægisbraut 4, að öllum líkindum aðfaranótt 12. eða 13. maí. Við auglýsum eftir vitnum sem geta gefið upplýsingar um mannaferðir við Ægisbraut 4 þessa helgi. Við heitum þeim sem geta gefið upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist, 75.000 kr. verðlaunum. Vinsamlega hafið samband í síma 897 6453 eða við lögregluna á Akranesi í síma 431 1166. Náttúrustofa Vesturlands Hafnargötu 3,340 Stykkishólmur Breiðafjarðarnefnd eða minkar? Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi óskar eftir að ráða tvo starfsmenn. Annars vegar er leitaS eftir aðstoðarmanni í 100% starf við rannsóknir a villtum minkum á tímabilinu 1. júlí - 31. október. Starfið felst að mestu í laaningu og vitjun um minkagildrur. Líffræðimenntun er æskiíeg en reynsla af minkum og/eða veiðum er ekki nauðsynleg. opennandi starf í fögru umhverfi. Hins vegar er óskað eftir starfsmpnni í 25% starf fyrir Breiðafjarðarnefnd sem fyrst. I starfinu felst m.a. undirbúningur og ritun funda. Náttúrufræðiþekking oa/eða ritarareynsla er æskileg. Sveigjanlegur vinnutími. Nánari upplýsingar veitir Róbert A. Stefánsson í s. 438 1122, 898 ÓÓ38 eða 855 0922 og með tölvupósti (nsv@mmedia.is). Ef einhver hefur grun um hvað þessi unga kona (Kristín Ingólfsdóttir) er gömul þá vinsamlegast mætið í félagsheimili hestamanna Vindási I kl. 20.00 1. júní til að staðfesta aldur hennar. í/fœ/'a/'f)a/A/r tila//'o fa/'ra semra/öe/c/a of/ar áse/xtuasœfmœ/ö o//ar au’J f/ý/á ogr^cföfion

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.