Skessuhorn - 10.08.2001, Side 3
f
FOSTUDAGUR 10. AGUST 2001
Fjölmennt en góðmennt í Húsafelli í sumar
Ekki hverjum sem er hleypt inn á svæðið
Ekki um annað að ræða segir Bergþór Kristleifsson
Að sögn Bergþórs Kristleifssonar
í Húsafelli vora um eða yfir 2000
manns á svæðinu þar um helgina.
„Þetta var mjög góð aðsókn en samt
ekki of mikill fjöldi þannig að við
réðum við þetta. Veðrið var gott og
þetta var gott fók og það er óhætt að
segja að allt hafi farið vel með einni
smá undantekningu,“ segir Bergþór.
Undantekningin sem Bergþór tal-
ar um er að ólæti bratust út á laug-
ardagskvöld og í kjölíarið var maður
fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur.
„Það var maður á þrítugsaldri sem
var farinn að láta dólgslega snemma
um kvöldið og ögra fólki. Það end-
aði síðan með því að hann var lam-
inn og í kjölfarið fylgdu svolidar
ryskingar en það róaðist sem betur
fer fljótt.“
Bergþór segir að ólætin á laugar-
dagskvöldið séu eina tdlfellið sem
komið hafi upp af þessu tagi í sumar.
„Við lögðum upp með nýjar áhersl-
Grundarfjörður
Frískað upp á fjölbýlishús
Framkvæmdir eni mí ífiillum gatigi við fjölbýlisbiísið í Grundarfirði
Nú hefur loksins verið ráðist í
að klæða fjölbýlishúsið að Sæborg
33-35 í Grundarfirði en segja má
að síðustu ár hafi verið brýn þörf
á því að lagfæra ástand þess. Að
sögn Bjargar Agústsdóttur, sveit-
arstjóra Eyrarsveitar, hefur verið
stefnt að því á síðustu áram að
sveitarfélagið eignaðist íbúðirnar
og nú þegar það hefur orðið að
veruleika auðveldi það fram-
kvæmdir sem þessar. Auk utan-
hússldæðningar mun verða skipt
um glugga í öllu húsinu og nýtt
þakefni sett á. Framkvæmdum á
að vera lokið um miðjan septem-
ber og era í höndum Gráborgar
ehf. snih
Bergþór Kristleikfsson
ur í sumar fyrir helgamar og höfum
stílað inn á fjölskyldufólk fyrst og
ffemst og það hefur mælst vel fyrir
hjá flestum. Það hafa nánast allar
helgamar verið fullar og sumarið
hefur í heildina verið gott.“
Valdir gestir
Eins og margir muna hugsanlega
efdr var full h'flegt á köflum á tjald-
stæðunum í Húsafelli í fyrra. Sér-
staklega var það fyrstu helgina í júlí
þegar lögregla þurftt ítrekað að hafa
afskipti af gestum og kveikt var í
sumarbústað. Bergþór segir að
vegna þeirrar reynslu hafi verið á-
kveðið að takmarka aðgang að tjald-
stæðunum í sumar. „Það var annað
hvort fyrir okkur að gera það eða
hætta þessu. Við ákváðum að fara þá
leið að velja einfaldlega gestt inn á
svæðið um helgar. Við höfum aug-
lýst að hér sé opið fyrir fjölskyldu-
fólk og við höfum framfylgt því. Það
er vissulega ekki auðvelt að segja
fólki að það sé ekki velkomið hingað
inn og við höfum fengið kvartanir
og hótanir út af því en það hefur
borgað sig,“ segir Bergþór. GE
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
Nýtt á söluskrá
Þórðargata 18, Borgarnesi
Raðhús á 2 hæðum ásamt bílgeymslu, 191 ferm. Á efri hæð er stofa og hol parketlagt,
viðarklædd loft. 3 herb. parketlögð, skápar í einu. Eldhús dúklagt, brún viðarinnr.
Baðherb. dúklagt, flísar á veggjum, brún viðarinnr., kerlaug. Þvottahús flísalagt, ljós
innr. Á neðri hæð er forstofuherb. teppalagt, forstofa flísalögð og 3 herb./geymslur.
Húsið var klætt og einangrað 1995. Góður garður.
Verð: kr. 12.700.000.
Nesvegur 13, Stykkishólmi
Atvinnuhúsnæði (vöruafgreiðsla) 355 ferm. Tilboðum skal skilað í síðasta lagi 22.
ágúst 2001. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
ATVINN
Bifreiðastjóri / sölumaður
Eðalfiskur óskar eftir að ráða bifreiðastjóra/sölumann til útkeyrslu.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Fólk í vinnslusal
Eðalfiskur óskar eftir að ráða fólk til framleiðslustarfa, í vinnslusal,
pökkun og fleira.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Eðalfisks,
Sólbakka 6, sími4371680
Ragnar eða Asgeir
Auglýsing
um deiliskipulag í
Hvítársíðuhreppi Mýrasýslu
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir
athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir
jörðina Þorgautsstaði Hvítársíðuhreppi Mýrasýslu.
Tillagan nær til alls lands jarðarinnar í grennd við
mannvirki. A tillögunni er gert ráð fyrir stækkun
gripahúss og einu sumarhúsi auk þeirra húsa sem
þegar eru byggð.
Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum
liggur frammi hjá oddvita Sámsstöðum frá 10.
ágúst til 7. september á venjulegum skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila fyrir 2l.september
2001 og skulu þær vera skriflegar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Auglýsing
um deiliskipulag í Leirár- og
Melahreppi Borgarfjarðarsýslu
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst
eftir athugasemdum við tillögur að deiliskipulagi
fyrir veiðihús í landi Beitistaða Leirár-og
Melahreppi Borgarfjarðarsýslu.
Tillagan gerir ráð fyrir einu veiðihúsi í landi
jarðarinnar
Tillagan ásamt byggingar- og skipulags-
skilmálum liggur frammi hjá oddvita Leirár-
og Melahrepps Neðra-Skarði frá 10. ágúst til
7. september 2001 á venjulegum skrifstofutíma.
ii Athugasemdum skal skila fyrir 21. september
2001 og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds
frests teljast samþykkir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
tfl. | 1®
■
um detlisklpulag I
Hvalfjarðarstrandarhreppi
Borgarfjarðarsýslu
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst
eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á
deilisldpulagi fyrir sumarhús í landi Kambshóls
Hvalfjarðarstrandarhreppi Borgarfjarðarsýslu.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun um 13 frístundahús
við Neðstaás í Birkiási.
Tillagan ásamt byggingar- og skipulagssldlmálum
liggur frammi hjá oddvita Eystra-Miðfelli frá 10.
ágúst til 7. september 2001 á venjulegum
skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila fyrir 21. september
2001 og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekld gera athugasemd innan tilgreinds
frests teljast samþykl<ir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
.!