Skessuhorn - 10.08.2001, Page 8
FOSTUDAGUR 10. AGUST 2001
úpntssunu^
Penninn
Tjaldstœði og sauðfiárslátrun
Af hverju þessi fyrirsögn? Hvað
eiga þessi orð sammerkt? Jú, þess-
ir málaflokkar eru í ólestri hjá
okkur sem búum hér í Borgarnesi.
Við bæjarbúar sofum á verðinum,
látum ekki til okkar heyra. Lítið
hefúr heyrst frá bæjaryfirvöldum
Borgarbyggðar eða öðrum sem
málin varða fyrr en nú allra síð-
ustu daga.
Tjaldstæðið
Borgnesingum og gestum okkar
hefur blöskrað að samfélag þar
sem búa um 1700-1800 íbúar og
er miðdepill Borgarbyggðar skuli
ekki hafa upp á viðunandi tjald-
stæði að bjóða. Mér fannst það
dapurlegt að sjá eftir bæjarstjóra
okkar haft í Skessuhorni 12.07.01
að: „Við bjóðum einungis upp á
þetta fyrir þá sem eru tilbúnir að
sætta sig við þá aðstöðu sem þarna
er“ og benda síðan ferðafólki á að
ef þetta dugi ekki verði það bara
að fara annað.
Mörgum finnst bæjarstæði
Borgarness eitt það fallegasta á
landinu og bærinn hefur haft á sér
gott orð varðandi snyrtimennsku
og góða aðstöðu fyrir þá sem vilja
heimsækja okkur. Og margt hefur
verið vel gert varðandi móttöku
ferðamanna. En við megum ekki
láta annað sumar yfir okkur ganga
án þess að vera búin að koma þess-
um tjaldstæðismálum í lag.
Eg er einn þeirra sem sé ekki
fyrir mér framtíðartjaldstæði á
„gamla íþróttavellinum". Mér
finnst að jafna mætti því við það
að Reykjavíkurborg byði ein-
göngu upp á tjaldstæði á bílastæð-
um Kringlunnar eða næsta ná-
grenni.
Vil ég því leggja til að bæjaryfir-
völd skoði vel möguleikana á því
að byggja upp gott framtíðartjald-
stæði á Granastöðum. Sú lausn var
talsvert skoðuð fyrir mörgum
árum af þáverandi skipulagsnefnd.
Margir töldu þá Granastaði vera
allt of langt frá miðbænum, þó
þeir séu nú ekki nema nokkur
hundruð metrum ofar en það
svæði sem við í dag köllum tjald-
stæði.
Síðan þessi lausn var til skoðun-
ar hafa ýmsar forsendur í skipu-
lagsmálum bæjarins breyst, sem ég
þarf ekki að rekja hér. Eg tel að á
Granastöðum sé hægt að útbúa
gott svæði, fyrir tjöld, tjaldvagna
og húsbíla. Tjöldin á stöllum fram
á nesinu og tjaldvagnar og húsbíl-
ar þar sem nú er tún. Þjónustu-
kjarni síðan þar sem núverandi
hesthús og hlaða standa.
Geymum síðan gamla völlinn
til frekari framkvæmda en varð-
veitum holtið bak við Hyrnutorg
sem útsýnis- og útivistarsvæði.
Sauðfjárslátrun
Það er tæplega eitt ár síðan við
Borgnesingar töldum okkur sjá
fram á það að nú færi verulega að
rætast úr atvinnulífinu hér:
Kjúklingar skyldu falla í stórum
stíl í nýtísku kjúklingasláturhúsi í
Mjólkursamlagsbyggingunni á
Engjaási. Sjálfur Goði stefndi að
því, a.m.k. suma daga, að stórauka
hér bæði slátrun og kjötvinnslu.
Við töldum því að
framundan væru bjart-
ari tímar. Að við gæt-
um nú farið að una því
að hafa misst mjólkur-
samlagið suður í sæl-
una á Bitruhálsi og til
vina okkar og ná-
granna í Búðardal.
Okkur myndi auðnast
að vera áfram í forystu
í slátrun og kjöt-
vinnslu ef allt gengi
eftir. Og að þetta á-
gæta samfélag okkar
gæti að þeim hluta
þjónað landbúnaðin-
um og haldið við hann
góðum tengslum.
En nú nokkrum
mánuðum síðar er allt
fyrir bí: Kjúklingarnir
koma ekki og Goði
virðist vera haldinn
sjálfseyðingarhvöt. Vissulega er
skíma í myrkrinu hvað sem úr
henni verður: Norðlenska ehf.
hefur tekið yfir starfsemi stór-
gripasláturhússins og kjötvinnsl-
unnar sem vonandi verður til
frambúðar hér í bæ og veri þeir
velkomnir.
Menn gráta sauðfjársláturhús á
Hólmavík, Búðardal, Breiðdalsvík
og víðar og er það vel skiljanlegt.
Við Borgfirðingar erum alltaf
seinir til að láta í okkur heyra, en
erum nú vonandi að vakna. Látum
nú blessaða þingmennina okkar,
bæjarfúlltrúana, aðra ráðamenn,
alla fjölmiðla og lánastofnanir vita
af okkur. Látum þá vita að við ætl-
um ekki að tapa stríðinu um sauð-
fjárslátrunina eins og við töpuðum
mjólkurstríðinu á sínum tíma. Það
getur varla nokkrum fundist sann-
gjarnt að sumir haldi öllu, við
engu. Sauðfjárbændur og aðrir
héraðsbúar:
Tökum nú höndum saman í
þessari baráttu.Við viljum halda
sauðfjárslátruninni hér og við vilj-
um að bændur fái hér greitt fyrir
sínar afúrðir eins og gerist annars
staðar.
Sveinn G.
Hálfdánarson,
Borgarbyggð
^Penninn_____________________Spræk er hýfa. sp£rrt er s'kott
Svo lengi sem ég man til hefur verslunar- Ámi Helgason orti um annan ágætan mann aðframan.
mannahelgin verið vettvangur útihátíða og sem honum þótti gefa frá sér óæskilegar loft- Þá setur maður í bakkinn,
ferðalaga og ýmsar sögur gengið af háttalagi tegundir: sækir tjakkinn,
fólks þessa ffægustu helgi ársins. Fyrir mörgum beyglunni í bræði lyftir
árum orti einhver ágætur maður en ég veit svos- Hörður er slunginn, það égþekki, og skiftir -.
em ekkert hvort ort var um verslunarmanna- þegar maður kemur inn Dável gengurþað
helgi: beitir hann gasi og bregstþað ekki, bólvaður hrekkjalimurinn! og maður drattast aftur af stað
og leggur á brattann
Fjölbreytt nesti og nýjafallega skó með eins og bjartsýnn Islendingur
náttúru landsins skoðarfólkið hér. Verslunarmannahelgin hefur reyndar oftar og syngur,;
Eg á hinsvegar heldur betur en nóg með verið notuð til þess að anda að sér hreinu lofti þar til springur -
hamfarir náttúrunnar í sjálfum mér. og aðgæta hvernig fjallahringurinn lítur út í ná- íþetta sinn að aftan.
vígi en til að kanna aðferðir annarra við gas- Og maður skiftir um dekk
Hamfarir mannlegrar náttúru hafa jafnan átt hernað og fyrir sjálfsagt hálfri öld var kveðið: og þannig trekk í trekk
þátt í mótun umhverfisins ekki síður en aðrar uns maður kemur háljvitlaus heim
náttúruhamfarir. Um einhvern heiðursmann Mörg erufjöllin svipfríð að sjá með hærusekk.
var kveðið löngu fyrir tíma Húsafells og Eld- sé maður nógufjærri þeim
borgarhátíða: en verða svo andskoti eitthvað grá Ég efast um að verslunarmannahelgin hafi
ef maður kemur ofnærri þeim. verið nema frídagur nokkurra verslunarmanna í
Hann í kvenna ástum er Ut um holt og heiðar nú Reykjavík og varla þekkt á landsbyggðini þegar
ájjáðari en hrútur. Ástríður Þorsteinsdóttir frá Húsafelli orti um
Afákavíti í hann fer á hundaþúfum fínum ferðalag nokkurra vaskra manna á Ok:
átta potta kútur. spásséra ég með spældrifrú
í sportbuxunum mínum. Þeir ætla á Ok
Og um annan ágætismann var ort: ef ekki er rok
Mér í allar áttir sný, og engin þoka á borgum.
Sprtek er býfa, sperrt er skott, alveg að springa bara. Með nestispoka
sporlétt vífm þrá hann. - Eger svona að athuga i neitt ei doka
Raunakífið rýkur brott, hvaða átt er best aðfara niður loka sorgum.
rommið svífiir á hann. Sólin himni sínumfrá Þeirfóru á Ok
Ekki virðist sá góði maður hafa þurft að fóðra signirjökla og eldjjöll en ryk og rok
konur á deyfilyfjum til þess að ná hylli þeirra. og bregður jafnvel bliki á rótar þoku gerði.
Efnafræðikunnátta mín sem aldrei var mikil og bæði leigð og seldjjöll. Fyllti kok
er að mestu horfin í gleymskunnar djúp segir með fannamok
mér að smjörsýra í loftkenndu ástandi hafi bor- Meðan hjólbarðar vom vanþróaðri en nú er með fjalla hrokaberði.
ið hið þekkta heiti táfyla og má finna ákveðna var líka öllu meira mál að halda þeim vindheld-
samsvörun með þeim óþægilega ilmi og ógeð- um í löngum helgarbíltúrum með fjölskylduna Þeir komu afOki
felldu hugarfari þeirra manna sem nýta sér lyf- og einhver ágætur maður setti saman þessa þulu um keldur og brok.
ið í fljótandi formi. Ymsar aðrar ilmtegundir um helgarferðalagið: Klárarstrok áfóru.
sem mannskepnan gefur frá sér hafa gjaman Sem í roki
hlotið takmarkaðar vinsældir nærstaddra en Maðurfer af stað íferðalag fjaðrafok
einhvemtíma var kveðið: einn fagurleitan sólskinsdag ferðalokin vóni.
Heyrast fara frá honum og maður syngur, lífleg ferðalög Með þökkjýrir lesturinn.
fimbultónar sætir. og leikur við hvem sinnfingur. Dagtjartur Dagbjartsson
Ilmvatnsgatið á honum Því maður er ánægður mjög Refsstöðum 320 Reykholt
alltafloftið bætir. ogfinnst voða gaman S 435 1367
^ - þar til springur -
Beygnrðshornið
Eldborg
í fréttum frá útihátíðinni á
Kaldármelum um verslunar-
mannahelgina var sagt frá
kynferðisbrotum, fíkniefna-
málum almennri ölvun og
fleiru. Aðstandendur hátíðar-
innar tóku fram að miðað við
mannfjölda hefði hátíðin far-
ið þokkalega fram. Hagyrðing-
urinn snjalli Guðmundur Þor-
steinsson á Skálpastöðum dró
viðburði helgarinnar saman í
einfalt fréttaskeyti:
Ölœði bama og eitnrlyfjaneysla,
eignaspjöll og hðpnauðganir meyja.
í ár er þessi verslunarmannaveisla
vonuin betur heppnuð, má ég segja.
Bilanagreining
ORÐRÉTTAR SAMRÆÐUR
MILLI TÖLVUFRÆÐINGS OG
VIÐSKIPTAVINAR HANS.
„Tölvufræðingurinn tekur upp
símtólið og: "Halló get ég að-
stoðað?" Já halló, já ég á í vand-
rœðum með ritvinnsluna."
„Hverskonar vandræði eru
það?" „Sko, ég var bara að skrifa
og allt í einu hurfu orðin"
„Hurfu??" „Já þau bara hurfu."
„Hmmm, og hvernig lítur
skjárinn út hjá þér núna?"
„Ekkert." „Ekkert?" „Hann er
bara auður og það gerist ekkert ef
ég pikka." „Ertu enn í ritvinnsl-
unni eða ertu farinn út úr
henni?" „Það get ég ekki vitað."
„Sérðu nokkuö C tvíkommu og
skástrik?" „Hvað er skástrik?"
„Skiptir ekki, hreyfist músa-
bendillinn á skjánum" „Það er
enginn músabendill og pað gerist
ekkert þegar ég skrifa eitthvað
inn" „Er skjárinn örugglega í
sambandi?" „Hvað er skjár?"
„Það er þessi hlutur með glugg-
anum og lítur út eins og sjón-
varp og á honum er svona lítið
ljós sem gefur til kynna hvort
hann er í sambandi." „Ég hef
ekki hugmynd." „Jæja en kíktu
bakviö „hlutinn" og athugaðu
hvort kapalinn fer inn í hann."
„Já ég held það." „Ok, fínt,
fylgdu þá kaplinum þangað
sem honum er stungið í sam-
band og segðu mér fer hann
inn í vegginn?" „Já reyndar."
„Þegar þú varst fyrir aftan skjá-
inn, tókstu eftir því hvort það
voru tveir kaplar sem komu út
úr skjánum eða bara einn?"
„Nei." „Jæja en þeir eru tveir,
kíktu nú aftur bakvið skjáinn
og finndu hinn kapalinn."
„Ok, fann hann." „Fylgdu hon-
um fyrir mig og segðu mér hvor
honum sé örugglega stungið í
samband við tölvuna aftan-
verða." „Ég nœ ekki." „Ok en
sérðu hvort hann er í sam-
bandi?" „Nei" „Jafnvel ekki ef
þú teygir þig yfir tölvuna og
kíkir bakvið eða undir?" „Sko
það er ekki afþví að ég komist ekki
að henni, heldur út afþví að það
er myrkur hér." „Myrkur?" „Já
sko.. ijósin á skrifstofunni eru
slökkt og ég hefbara dagsbirtuna
gegnum gluggann." Jæjakveiktu
þá Ljósin á skrifstofunni." „Ég
get það ekki." „Afhverju ekki?"
„Vegna þess að það er rafmagns-
laust." „Rafmagnslaust!!! Aha...
ok viö erum búnir að finna
lausnina. Áttu ennþá kassana,
bæklingana og dótið sem fylgdi
tölvunni?" Jamm það er héma
inni ígeymslu." „Ok, sæktu það
þá, taktu tölvuna og það sem
fylgdi úr sambandi og pakkaðu
því saman eins og það var þeg-
ar þú keyptir hana, farðu síöan
með þetta þangað sem þú
keyptir þetta." „Er þetta svo
slœmt?" „Já ég er hræddur um
það." „Jœja allt í lagi, en hvað á
ég að segja þeim?" „Segöu þeim
að þú sért of H*F*I*M*S*K*U*R
til að eiga tölvu."