Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.12.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 28.12.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 52. tbl. 4. árg. 28. desember 2001___Kr. 250 í lausasölu Olafiir Þórðarson maður ársins á Vesturlandi Ólafur Þórðarson knattspyrnu- maður og þjálfari Islandsmeistara Skagamanna í knattspyrnu er mað- ur ársins 2001 á Vesturlandi sam- kvæmt kjöri sem Skessuhom stóð fyrir. Þetta er í fjórða sinn sem blaðið stendur fyrir vali á manni ársins en á síðasta ári var Guð- mundur Ólafsson náttúrufræðing- ur í Stykkishólmi fyrir valinu. Arið 1999 var það Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari og árið 1998 Gísli Gíslason bæjarstjóri Akra- ness. Undanfarin ár hefur verið farin sú leið að skipa nokkurskonar val- nefnd sem talið hefur allt að hund- rað einstaklinga en að þessu sinni var opin kosning á netinu og er ó- hætt að segja að sú leið hafi virkað vel því þátttaka í kjörinu var mjög góð. Varla þarf að tíunda frekar afrek Ólafs Þórðarsonar en hann leiddi sem kunnugt er sína menn til sig- urs á Islandsmótinu í knattspyrnu í sumar þvert á allar spár og þrátt fyrir margumtalaða fjárhagserfið- leika félagsins. I öðm sæti í kjörinu að þessu sinni varð Eyþór Garðarson sjó- maður frá Ólafsvík en hann komst einn af er Svanborg SH strandaði við Öndverðarnes í byrjun desem- ber. Eyþóri tókst að halda sér á stýrishúsi skipsins í svellandi brimi langa hríð meðan hann beið að- stoðar og þykir það mikið afirek. I þriðja sæti varð kylfingurinn snjalli Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi en hann náði góðum ár- angri sem atvinnumaður í golfi'- þróttinni á árinu. Aðrir sem höfnuðu í tíu efstu sætunum em þessir í stafrófsröð: Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Islandsmeistara IA í knattspyrnu, Jóhann Arsælsson, alþingismaður, Jóhannes Eyberg Ragnarsson bóndi og uppfinningamaður að Hraunhálsi, Kolbrún Yr Kristjáns- dóttir, sundkona, Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, Sæmund- ur Sigmundsson, sérleyfishafi og Vilhjálmur Birgisson, stjómarmað- ur í Verkalýðsfélagi Akraness. Skessuhorn óskar þessum ein- staklingum öllum til hamingju með árangur sinn á árinu sem er að líða. GE Olafynk Bráðabirgðatölur Hagstofiunnar Mest fiölgun á Akra- nesi og í Hagstofa Islands hefúr gefið út bráðabirgðatölur um mannfjölda á Islandi þann 1. desember 2001. Samkvæmt mannfjöldatölum í þéttbýlisstöðum á Vesturlandi hef- ur Akumesingum fjölgað mest frá því á sama tíma í fyrra eða um 86 manns sem er 1,6% fjölgun, en Skagamenn vora 5517 þann 1. des- ember sl. I Ólafsvík er prósentu aukningin mest en þar er íbúafjölg- unin 6,4 %. Þar búa nú 63 fleiri en á sama tíma í fyrra. Annars fjölgaði Olafevík íbúum á öllum þéttbýlisstöðum Vesturlands nema á Rifi, í Grund- arfirði og Búðardal. I Búðardal var fækkun um 3,9% eða úr 259 í 249. Akranes er stærsta sveitarfélagið á Vesturlandi með 5517 íbúa. Borgarbyggð hefur 1775 íbúa, og fjölgar þar um 2,0 prósent, og þriðja stærsta sveitarfélagið er Stykkishólmur með 1235 og fjölgar þar um hálft prósentustig. Sjá einnig bls 2. smh FlutningabíU á hfiðina og fólksbíll útaf Aftakaveður var undir Hafnar- fjalli í gærmorgun. Flumingabíll fór þar á hliðina utan vegar og fólksbíll fauk út af veginum á sjötta tímanum, en vindhviður fóra upp í nærri 40 metra á sekúndu á sjötta tímanum samkvæmt lögreglunni í Borgamesi. Var þar einnig mjög hált og lítdð skyggni. Ökumaður flutningabifreiðar- innar var fluttur á heilsugæslustöð- ina í Borgarnesi, en meiðsl hans vora ekki talin alvarleg. Ekkert am- aði hins vegar að ökumanni fólks- biffeiðarinnar. smh Céfi ■ m lacstum jjoí aílt fijríc áraniót I Snakk, ídýfur, gos, ostar, I hattar og margt, margt fleira... críðoríRoiní

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.