Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.12.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.12.2001, Blaðsíða 4
4 FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 Litíð um öxl Svipmyndir frá árinu sem er að líða Fyrsta bama aldarinnar fierddist á yúkrahúsi Akraness aö morgni nýársdags. Þar var áferðinni pattaralegur drengur, 3500 gr að þyngd og 52 cm á hceð. Foreldrar drengsins eru Lára Elín Guðbrandsdóttir og Gunnar Sergmann Steingrímssm. Þann 12.janúar kt/m upp eldur t ísverskmiðju Breiða ehf í Olafsvík. Slökkvilið Sncefellshæjar kom skjótt á staðinn og tókst að afstýra því að eldur breiddist út um bygginguna. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu en mildi þótti að ekkifór ver. Samgönguráðuneytið, Vegagerðin, Flugmálastjóm, Siglingastofimn og Snœfellsbœr undirrituðu í lok febrúar samning um rekstur þjónustuvers samgijngumála í Snæfellsbæ. Hið sögufræga hótel á Búðum varð eldi að bráð í lokfebrúar. Uppbygging nýs hótels á sama stað hófst síðan á haustdögum. Hervar Gunnarsson Georg Þorvaldsson Vilhjálmur Birgisson Miklar deildur voru innan Verkalýðsfélags Akraness alltþetta ár. Atökin hófust í kringum aðalfund félagsins á síðasta ári og t kjölfarið komfram mótframboð á sitjandi formann, Hervar Gunnarsson. Georg Þorvaldsson bauð sigfram gegn honum en Hervar hélt velli. Deilumar héldu samt sem áður áfram og á aðalfundi þessa árs sem haldinn var í byrjun desember var samþykkt vantrauststillaga Vilhjálms Birgissonar á meirihluta stjómar. Hvanneyrarstaður hlaut Umhverfisverðlaun UMFI og Umhverftssjóðs Verslunarinnar í mars sl. A myndinni eru Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Þórir Jónsson formaður UMFI og Bjöm Sverrisson frá umhverftsjóði verslunarinnar við verðlaunagripinn á Hvanneyri. Hafdls Bergsdóttir var kjörin Ungfrú Vesturland á fegurðarsamkeppni Vesurlands í Ólafsvík í apríl. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra lét af ráðherradómi og þingmennsku t apríl s.l. Síamskötturinn Linda Pé t Ólafsvtk kom í veg fyrir stórbruna í mars sl. þegar hún gerði eiganda stnum Sigurjóni Eðvarðssyni vart við eld sem kominn var upp í dekkjaverkstæði hans. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif nauðlenti í túninu á Stekkjarvöllum t Staðarsveit 25. maí sl. Engan sakaði en vélin varflutt til Reykjavíkur með flutningabíl. Málefni sláturhúsanna var ofarlega á baugi á árinu. Fjárhagserftðleikar Goða ollu því að sauðjjárslátrun var í uppnámifram undir haust og óvíst hvort slátrað yrði í Borgamesi og Búðardal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.