Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.12.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 28.12.2001, Blaðsíða 3
3KiSSUH©M FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 3 Fótboltamenn komnir á Skagann steypa styttuna í brons og koma henni upp á Akranesi. Er það með- al annars gert til að minnast þess að í ár eru 50 ár liðin írá fyrsta Is- landsmeistaratitli Skagamanna í efstu deild í knattspyrnu. Það var Ríkharður Jónsson, þjálfari og leikmaður fyrstu Is- landsmeistara Skagamanna sem af- hjúpaði styttuna á Skagatorgi en að því loknu var boðið upp á léttar veitingar í bæjarþingsalnum. GE Það var vetrarlegt um að litast í Borganesi líkt og víðast hvar annarsstaðar á Vestur- landi í morgun. Mynd: GE Það þykir víst varla fréttnæmt þótt fótboltamenn sjáist á Skagan- um en þeir sem komu þangað á Þorláksmessu skera sig hinsvegar úr. Þar er nefnilega átt við afsteypu af styttunni Fótboltamenn eftir Sigurjón Olafsson sem afhjúpuð var á Skagatorgi við hátíðlega at- höfti síðastliðinn sunnudag. Styttuna gerði Sigurjón árið 1936 en í ár var gerður samningur milli Akraneskaupstaðar og Lista- safn Sigurjóns Olafssonar um að Jólasnjór en þotkaleg færð Þeir sem höfðu vonast eftir hvít- um jólum fengu ósk sína uppfyllta að hluta í gær, á annan í jólum en laust fyrir hádegið tók að snjóa af miklum móð. Þrátt fyrir að vetrar- legt væri um að litast í morgun var færð á vegum á Vesturlandi víðast hvar góð. Samkvæmt upplýsingum ffá Vegagerðinni í Borgarnesi var færð á flestum aðalleiðum þokkaleg utan að á Bröttubrekku var þæfing- ur og varla fólksbílafæri. Þá var ó- fært í Flókubrekkunni á Borgar- fjarðarbraut í morgun og nánast ó- fært vegna hvassviðris undir Hafh- arfjalli í nótt og fram undir morg- un. Féll m.a. niður áædunarferð hjá Sæmundi af þeim sökum. Að sögn vegagerðarmanna virð- ist snjó ekki hafa náð að festa á veg- um að ráði þrátt fyrir töluverða úr- komu en víða eru hinsvegar hálku- blettir og sumstaðar lélegt skyggni vegna skafrennings. GE Vestmannaeyjar - Stykkishólmur Keikó í Breiðaijörðiiin Bæjarstjórn samþykkir flutning Bæjarstjórn Stykkishólms sam- þykkti á fundi þann 20. desember sl. að fela bæjarstjóranum, Ola Jóni Gunnarssyni, að ganga til samn- inga við forsvarsmenn samtakanna um Keikó um flutning háhyrnings- ins heimsfræga í nágrenni Stykkis- hólms. Eins og Skesshorn hefur greint frá rnrrn ætlunin vera að flytja Keikó sjóleiðina frá Vest- mannaeyjum í nágrenni Stykkis- hólms, við Baulutanga, næsta sum- ar. I skýrslu sem Róbert A. Stefáns- son og Menja von Schmalensee hjá Náttúrustofu Vesturlands hafa tekið saman kemur frarn að það sé farsælt, með velferð Keikós í huga, að hafa hann á opnu hafsvæði í Breiðafirðinum við Baulutanga. smh Sýslumaðurinn í Borgamesi Breyttur opnunar- og símatími frá 1. janúar 2002 Frá 1. janúar 2002 verða skrifstofur embættisins opnar alla virka daga frá kl. 9:00-15:00. Umboð Tryggingastofnunar ríkisins verður opið alla virka daga frá kl. 9:00-14:00. Símatími verður á sama tíma nema hvað umboð Tryggingastofnunar ríkisins svarar síma frá kl. 9.00 til 14.00. o \ Sýslumaðurinn Borgarnesi v!__________________________________________________________J Jóiastórdansleikur verður haldinn í Félagsheimilinu Brautartungu, Lundarreykjadal Föstudagskvöldið 28. desember Stórhljómsveitin Þotuliðið spilar fyrir dansi fró kl. 23-03 Miðaverð aðeins kr. 1.200.- ,

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.