Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2002, Síða 4

Skessuhorn - 17.01.2002, Síða 4
4 FOSTUDAGUR 17. JANUAR 2002 aáiissunuw WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sínti: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrón Kristiónsd., Akrnnesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur meö vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitl með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Hér skömmu síðar, eða sírkabát tveimur blaðsíðum, er fjall- að um yfirmáta fáránlegar hugmyndir um minnisvarða um Egil heitinn Skallagrímsson sem frægur var á sinni tíð fyrir að æla upp í mann og annan og höggva hausinn af flestum hinum ef ég man rétt. Ekki hirði ég um að rökstyðja frekar þá fullyrðingu að hug- myndirnar séu út í hött og hálfa leið til baka og vísa í áður- nefnda umfjöllun hér að aftan. Að öðru leyti hef ég lítið um málið að segja nema stutt og laggott: Affþvíbara! Það er viðurkenndur sannleikur að nýjungar eru afskaplega vafasamt fyrirbrigði. Þær skal umgangast af varúð og forðast ef mögulegt er. Þá skal ennfrekar gjalda sérstakan varhug við ein- staklingum sem slá um sig með frumlegum hugmyndum. Slík- ir einstaklingar hafa frá örófi alda verið úrskurðaðir bilaðir og það að sjálfsögðu með réttu. I raun er það áleitin spurning hvort ekki beri að fyrirbyggja nýjungar með öllu og setja ákveðnar hömlur á hugmyndaflug til að ekki sé verið að koma óþarfa róti á tilfinningalíf venju- legs fólks að óþörfú. Meðalmennskan er best. Hún er stikkffí. Ef ekki verður hjá því komist að gera eitthvað er best að gera lítið. Það má held- ur ekki vera áberandi og umfram allt eins venjulegt og ffekast er kostur. Með því móti er helst hægt að sneiða hjá gagnrýni. Mæta skal öllum frumleika af hóflegri hörku og mátulegu yf- irlæti og beita hneykslan eftír þörfum allt þar til hinir biluðu hafa sýnt ffam á að þeir höfðu þrátt fyrir allt lög að mæla. Þá er rétt að vilja Lilju kveðið hafa í kútínn. Það vill reyndar svo óheppilega til að heimurinn hrópar í sí- fellu á ffamfarir. A nýjvmgar sem krefjast ffumlegra hugmynda. Heimurinn þarf með öðrum orðum sárlega á biluðu fólki að halda. Það verður að segjast eins og er að Vestlendingar hafa aldrei verið sérlega bilaðir þegar á heildina er litið. Það má vissulega finna fáein dæmi ef vel er leitað. Það má nefha að Dalamenn voru bilaðir þegar þeir létu sér detta í hug að vekja Eirík rauða upp ffá dauðum. Snæfellingar voru bilaðir þegar þeir létu sér detta í hug að breyta sinni urð, sínu grjóti og sínum ofvaxna snjóskafli í þjóðgarð og ferðamannaparadís. Skagamenn voru bilaðir fyrir ríflega hálffi öld þegar þeir létu sér detta í hug að lítið krummaskuð gæti fóstrað alvöru fótboltalið. Kannski þarf ekki einu sinni að fara svo langt affur í tímann til að finna bil- aða Skagamenn en það sem upp úr stendur er að Vestlending- ar eru ekki sérlega bilaðir í dag. Egill var hinsvegar stórlega bilaður og í raun alveg fáránleg- ur persónuleiki. Því má vissulega velta fyrir sér hvort ekki sé við hæfi að minnast hans á fáránlegan hátt. Ég er að minnsta kostí þeirrar skoðunar þegar öllu er á botninn hvolft. Gtsli Einarsson, ekki nærri nógu bilaður. Fjölmenni var viö formlega vígslu hesthússins á Hvanneyri Hesthús á Hvanneyri vígt Á þriðjudaginn sL var formlega vígt nýtt hesthús á Hvanneyri. Húsið er reyndar byggt 1942 og þá sem hefðbundið básahús þess tíma, en þann 10. nóvember sl. var ákveðið að hefjast handa við endurbætur. Þann 10. janúar lauk svo þeirri vinnu ásamt því sem gamalli hlöðu var breytt í lida reiðhöll með þurrkunaraðstöðu Harður árekstur varð á vegamót- um Háholts og Kirkjubrautar á Akranesi síðastliðinn mánudag. Kona sem var í öðrum bílnum var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi til rannsóknar en reyndist lítdð meidd. fyrir m.a. kom, hálm og hvönn. Guð- mundur Hallgrímsson, bústjóri á Hvanneyri, segir að skeljasandtu- sé settur á gólf hestastíanna en hann er fenginn frá Akranesi. Auk þess er skeljasandurinn af Skaganum notað- ur til að kalka með tún. Á formlegri vígslu sl. þriðjudag var fjölmenninu sem skoðaði herlegheitin boðið upp á Áreksturinn varð með þeim hætti að bíll sem var að koma upp Há- holtið ók í veg fyrir bíl sem var að koma niður Kirkjubrautina. GE Mynd: HJH rúgbrauð með kæfu og mysu til drykkjar. smh Kjördæmis- ráð stofhað Kjördæmisráð Vinstrihreyfmg- arinnar - græns ffamboðs í hinu nýja Norðvesturkjördæmi var stofhað á Hólmavík laugardaginn 12. janúar sl. Hildur Traustadóttir, Borgarfirði, var kjörin formaður kjördæmisráðsins og með henni í aðalstjóm þeir Gunnar Sigurðsson, Bolungarvík, og Þórarinn Magnús- son, Skagafirði. Til vara vom kjör- in þau Gunnlaugur Haraldsson, Akranesi, Eva Sigurbjömsdóttir, Djúpuvík, og Ulfar Sveinsson, Skagafirði. Þá vora Birkir Frið- bertsson, Súgandafirði og Kjartan Agústsson Isafirði kjömir skoðun- armenn reikninga. Fram kom í al- mennum umræðum að Vinstri- Grænir í hinu nýja Norðvestur- kjördæmi hafa fúllan hug á að láta til sín-taka í kosningum til sveitar- stjóma á vori komanda. Vinstri- Grænir eiga nú einn þingmann í hinu nýja Norðvesturkjördæmi, Jón Bjamason, sem kjörinn var á þing fyrir Norðurland vestra í síð- ustu alþingiskosningum. GE Báðir bílarpir eru nánast ónýtir eftir áreksturinn og þurfti aöflytja þá á hrott meö kranabíl. Arekstur á Akranesi Tuttugu og fimm ára leikskólastarf í Grundarfirði Þann 4. janúar 2002 sl. vora 25 ár síðan leikskólastarf hófst í Grundar- firði. Það var 8. mars árið 1975 að haldinn var fúndur í Rauðakrossdeild Grundarfjarðar á heimili Halldórs Finnssonar og Pálínu Gísladóttur við Hrannarstíg. Fundinn sám Hildur Sæmundsdóttir, formaður, Ragn- heiður Þórarinsdóttir, ritari, og gjald- kerinn, Olafúr A. Olafsson, lögreglu- maður. Einnig sátu fundinn Ami Emilsson, sveitarstjóri, og kona hans Þórunn Sigurðardóttir, ásamt fulltrú- um ffá Rauðakrossi Islands þeim Ás- laugu Sigurbjömsdóttur sem sat í stjóm RKI og Eggerti Ásgeirssyni ffamkvæmdastjóra RKI. Pálmi Frí- mannsson heilsugæslulæknir var einnig viðstaddur. Á fundinum kom fram sú hug- mynd ffá Hildi og Ragnheiði að þar sem helst vantaði leikskóla í Grund- arfjörð væri ekki úr vegi að skoða möguleika Rauðakrossins á að stofna einn slíkan. Féll hugmyndin í góðan jarðveg og hafði Eggert á orði við það tækifæri að Rauði krossinn stæði á nokkrum tímamótum þar sem „kassarmr" væra famir að gefa svo gríðarlega mikið af sér að RKI þyrfú að fara að finna sér ný verkefni. Hvatú Eggert úl að hugmyndinni yrði hrint í fr amkvæmd og að Rauða- krossinn myndi styðja vel við bakið á henni. Var síðan samþykkt í deildinni að hefjast handa við undirbúning að stofnun leikskóla. Húsnæði fékkst í grannskólanum og stór hópur kvenna tók sig saman um að búa úl alls kyns leikföng. Bflar, lestar o. fl. var smíðað undir handleiðslu Ingu Sveins sem þá var smíðakennari við skólann og í mörgum saumaklúbbum var saumað og prjónað. Kvenfélagið, Lions og fleiri félaga- samtök og fyrirtæki styrkm verkefnið af myndarskap ásamt sérverkefna- sjóði RKI. Starfsemi leikskólans hófet svo 4. janúar 1977 og var starfrækt í grunnskólanum tvo vetur og rekin al- fárið af Rauðakrossdeildinni. Rauðakrossdeildin hafði svo for- göngu um byggingu leikskólahúss og fékk verulegar fjárhæðir úr sérverk- efnasjóði RKL, en sveitarfélagið og ríkið greiddu að sjálfsögðu bróður- parúnn. Sjálfboðastarfið var þó enn mikilvægt og var t.a.m. öll málning- arvinna innanhúss unnin með þeim hætú. Leikskólinn Sólvellir var tekinn í notkun 15. nóvember 1979 og þá af- henú Rauðakrossdeild Grundarfjarð- ar Eyrarsveit bygginguna og rekstur- inn að fullu. smh

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.