Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2002, Side 5

Skessuhorn - 17.01.2002, Side 5
SS1SSIÍMÍ02KI FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 5 AfAuðnuspori Ég var að enda við að lesa Au ð n u- spor, blað meðferð- arheimil- isins á H v í t á r - bakka í B o r g a r - fírði, en þar fer fram sú starfsemi að taka við ung- lingum sem einhverra hluta vegna hafa lent úr takti gagnvart lífinu og tilverunni, og þarna á Hvítárbakka er reynt að stilla unglingana aftur inná rétta rás. Þeir sem að þessu blaði standa eiga skilið rós í hnappagatið fyrir útgáfúna. Þarna er á skilmerki- legan hátt greint frá meðferðar- úrræðum annarsvegar og hins- vegar frásagnir unglinga sem lent hafa í fíkniefnavanda, einnig frá- sagnir foreldra unglinga sem komnir hafa verið útá ystu brún. Og manni verður bæði ljúft og skylt að gleðjast yfir hverjum og einum sem kemur til baka úr þessari skuggaveröld sem eitur- lyfjaheimurinn er. Undirritaður hefur ekki ffekar en margir aðrir skýringu á því hvers vegna á- standið í þessum efnum er eins og það er. Kannski er skýringanna að leita á mörgum stöðum en ekki einum. Samfélagið hefur löngum skipt heimilum í regluheimili og ó- regluheimili. Nú veit undirritað- ur að unglingar frá svokölluðum óregluheimilum hafa orðið hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar, meðan einstaka unglingar ffá regluheim- ilum hafa farið að drekka brenni- vín í óhófi og stolið úr sjoppum langt umfram einkaþarfir. Þannig að hér er ekkert lögmál í gildi án þess þó að undirritaður geti vitn- að beint í kannanir ffá Gallup eða Præsvoterháskúper. Þjóðfélagið sér svo líka um að unglingar hafi sem minnst við að vera. EES samningur sér um að unglingar kynnist vinnu sem allra minnst, og stjórnvöld hafa ekki undan við að svíkja það sem þau lofa, það er eins og mig minni að Framsókn- arflokkurinn hafi lofað milljarði í forvarnarstarf á kjörtímabilinu, það er vonandi að þeir standi við efiidir með öðrum hætti en að fella gengið, svo raungildið rýrni. Annars byrjar hugtakið hörð neysla, kannski hjá foreldrum. Hörð neysla á lífsgæðum, fólk verður "unnendur hluta", eins og Meistari Megas minnist einhvers- staðar á í texta. Þess má geta svona í ffamhjáhlaupi að við á Vesturlandi eigum meira í Megasi en margir aðrir, hann er nefhilega Borgfirðingur í móðurætt, en Snæfellingur í föðurætt. Þess- vegna ætti fólk á þessu svæði sem er í pörunarhugleiðingum, ekki að fara út fyrir Vesturland í maka- leit þ.e.a.s. ef það ætlar sér að geta og fæða af sér snillinga. Læt ég hér staðar numið í kynbótaffæði og sný mér aftur að efninu. Börn og unglingar eru kannski í sumum tilfellum komin í þriðja sæti í umönnunarröð, á eftir upp- hækkuðum jeppa og ættbókar- færðum hundi. Kunn er sagan af manni einum búsettum í höfuð- stað landsins, sem var daufúr í dálkinn dögum saman og sinnti hvorki golfpútti né getraunaseðl- um, orðinn sinnulaus um veiði- skap á fuglum og fiskum, og nærðist eingöngu á frönskum kartöflum og kóladrykkjum. Vinnufélagar mannsins höfðu ffegnað að kona þessa dálkdaufa manns hefði haldið fram hjá hon- um með verðbréfamiðlara úr Grafarvogi, auk þess hafði konan lent í árekstri, þar sem hún á heimleið ffá fyrrgreindum elsk- huga ók jeppabifreið þeirra hjóna yfir gatnamót á rauðu Ijósi. En bifreið þessa brúkuðu þau í skjóli Glitnis eða Lýsingar. Vinnufé- lagar þess dálkdaufa fóru nú að púrra manninn upp hver með sínum hætti og einn hafði meira að segja þær fréttir að konan væri hætt að halda við miðlarann. Maðurinn horfði alvarlegum augum á félaga sína og sagði, „Ég læt nú alveg vera þetta með frarn- hjáhaldið, en að hún skyldi beygla jeppann, það get ég illa fyrirgefið." Væri nú ekki ráð þar sem um- önnunarröðin er komin í kolvit- lausan farveg að „unnendur hluta" bóni bílinn sinn kannski einni umferðinni færra og nýttu tímann til að tala við afsprengi sín í staðinn eða skilji hundinn oftar effir heima en færu út að ganga með krakkana sína og slá saman í eitt, samveru og hreyfingu. Þetta væri strax í áttina, það gæti jafnvel flokkast undir ofurlítið auðnu- spor. Bjartmar Hannesson Núna þarft þú ekki að fara lengra! Ný þjónusta gleraugnaverslunarinnar Sjón í Borgarfirði: Gleraugnaverslunin Sjón veröur hjá fasteignasölunni Eign.is, Egilsgötu 2, fimmtudag, 17. janúar og föstudaginn 18. janúar frá kl. 10:00 - 18:00. Hringdu í síma 511 6699 fyrir nánari upplýsingar. Gleraugnaverslunin Sjón veitir öllum viðskiptavinum núna 30% afslátt af nýjum gleraugum. Verðum með yfir 500 umgjörðir á staðnum, eingöngu það allra nýjasta. 2002 línan er komin! Spennandi úrval. Lesgleraugu • göngugleraugu • margskipt gleraugu (Varilux gler) • linsur • sólgleraugu meö styrkleika Sjón - alltaf betri þjónusta. sími511 6699 fax511 6699 markus@sjon.is Laugavegi 62 101 Reykjavík

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.