Skessuhorn - 17.01.2002, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2002
musuiiuk.:
Jóhann Haukur Bjömsson er nýráðinn
framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFI
2002 sem verður haldið um verslunarmanna-
helgina í Stykkishólmi. Jóhann er sem stendur
búsettur í Reykjavík en mun á vordögum flytj-
ast til Stykkishólms. Jóhann segist vonast eftir
stóru og veglegu Landsmóti og lofar einhverj-
um óvæntum uppákomum. Jóhann leyfir les-
endum Skessuhoms að kíkja inn um skráargat-
ið hjá sér þessa vikuna.
Jóhann Haukur Bjömsson
Fæðingardagur og ár: 7. maí 1976
Starf: Nýráðinn framkvæmdastjóri 5. Unglingalandsmóts UMFI sem ffarn
fer í Stykkishólmi um næstu verslunarmannahelgi.
Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Guðrúnu Valdísi Sigurðardóttur.
Hvemigbíl áttu: Volvo 460, 1995 árgerð.
Uppáhalds matur: Kjúklingur, matreiddur á ýmsa vegu, er í miklu uppá-
haldi.
Uppáhalds drykkur: Islenskt vatn.
Uppáhalds sjónvarpseftii: Fréttir og Soprano's þættimir á RUV
Uppáhalds sjónvarpsmaður: Olafúr Sigurðsson, fféttamaður á RUVj
Uppáhalds leikari innlendur: Ingvar Sigurðsson.
Uppáhalds leikari erlendur: Tom Hanks, Jim Carrey og Nicole Kidman.
Besta bíómyndin: The Shawshank Redemption með Morgan Freeman og
Tim Robbins.
Uppáhalds íþróttamaður: Öm Amarsson er fyrirmyndaríþróttamaður.
Uppáhalds íþróttafélag: Ungmennafélag Biskupstungna.
Uppáhalds stjómmálamaður: Bill Clinton stóð sig vel í heimsmálunum.
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Bubbi Morthens
Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: U2, Nick Cave og Rolling Stones.
Uppáhalds rithöfundur: Halldór Laxness.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni: Frekar hlynntur en margt mætti
þó betur fara.
Hvað meturðu mest í fari annara: Reglusemi.
Hvað fer mest í taugamar á þér í fári annara: Snobb og mikilmennsku-
brjálæði.
Hver þinn helsti kostur: Heiðarleiki vona ég.
Hver er þinn helsti ókostur: Þrjóska og hversu skapstyggur ég verð þegar
ég er svangur!
Hvað má búast við mörgum á Unglingalandsmótið í sumar: Við stefn-
um á stórt mót, en veður og utanaðkomandi aðstæður gera það ómögulegt
að gera nákvæma spá.
Verður mótið minna eða stærra í sniðum heldur en venjulega: Við vilj-
um hafa það stærra í sniðum. Margar nýjungar, svo sem hæfileikakeppni,
verða á mótinu. Mótið verður mjög fjölskylduvænt þannig að við vonumst
eftir fleira fólki en venjulega.
Má vænta einhverra óvænta uppákomna á mótinu: Já!
Eitthvað að lokum: Til að mótið ged orðið sem glæsilegast verðum við öll
að leggjast á eitt Ef við gerum það getur mótið orðið héraðinu til sóma og
upplyfting fyrir mannlífið. Sjáumst á ULM 2002!
Ysustróganoff
í vestlenskum sveitum er fleira borið á borð en íslensk sauðkind. Á
Hæl, í Flókadal í Borgarfirði, er fiskréttur nokkur í hávegum hafður
og heitir hann Ysustróganoff. Hafa vinsældir þessa fiskréttar meðal
heimafólksins verið slíkar að oftsinnis hefur hann verið tekinn fram
yfir sunnudagslærið. Rétturinn er uppfinning bóndans þar á bæ, Jó-
hanns Pjeturs Jónssonar, og var hann svo vinsamlegur að gefa starfs-
fólki Skessuhoms sýnishorn af herlegheitunum. Hefur starfsfólkið
staðfest að Ysustroganoff borgfirska
bóndans fer í fyrsta flokk. Uppskriftin
sem hér er að neðan er ætluð fyrir um sex
manns.
Hráefhi:
3 meðalstór ýsuflök
250 g rækjur
150 g sveppir
1 lítri rjómi
2 teskeið karrý
1/2 teskeið arómat
, , ,,, i, . johann Pietur Jonsson
70 g tomatpurra (lml dos)
Aðferð:
Ysan er roðflett og skorin í strimla og velt upp úr hveiti. Þá er hún
steikt á pönnu, krydduð með salti og pipar og síðan tekin af pönnunni.
Næst era sveppir steiktir á pönnunni, síðan rækjum blandað saman
við og tómatpúrra, karrý og arómati blandað saman við og látið
krauma í 5 mínútur. Ysuflökin eru síðan sett saman við og látið
krauma í 10 mínútur við vægan hita. Borið ffarn með soðnum hrís-
grjónum, soyasósu og salati.
Verði ykkur að góðu!
Nýstárlegar hugmyndir um Egilsstofu í Borgamesi
Hús sem sett yrði í klett
Samblanda af ferðamannastað og samkomustað fyrir heimamenn
Á eitthundraðasta fúndi bæjar-
stjómar Borgamess sem haldinn
var í mars á síðasta ári var álcveðið
að láta fára fram hugmyndavinnu
um hugsanlega stofhun sem
helguð yrði minningu Egils Skalla-
grímssonar. Þetta verkefiú hefur
hlotið nafiiið Egilsstofa og síðustu
mánuði hefúr sérstakur vinnuhóp-
ur unnið að verkefiiinu undir for-
ystu Axels Kristinssonar fbrstöðu-
manns safnahúss Borgarbyggðar.
Að sögn Axels hafði hópurinn ó-
bundnar hendur bæði hvað varðaði
hugmyndir að húsnæði undir stofn-
tinina og einnig útferslur á starfsemi
hennar.
Vmnuhópurinn fékk til liðs við sig
Guðmund Jónsson arkitekt sem er
meðal annars hönnuður að Geysis-
stofú í Haukadal. Hugmynd sú sem
Guðmundur setti fram um hönnun
Egilsstofú er vissulega ævintýraleg.
Hann sér fyrir sér hús sem byggt sé
inn í klett við hliðina á gamla malar-
vellinum í Borgamesi og út úr hon-
um líka. Húsið sem Guðmundur hef-
ur teiknað nær um tuttugu metra inn
í klettinn og stendur um þrettán
metra út úr honum miðjum. Þá verð-
ur hluti gólfeins gegnsær þannig að
gestir Egilsstofu geta horft beint ofan
í Borgarfjörðinn. Hönnuðurinn mun
hafa séð fyrir sér að húsið liti út eins
og risastór öxi sem slegið hafi verið
inn í klettinn.
Tákn fyrir Borgames
"Við höfúm einblrnt á hugmynd
Guðmundar en hann hefúr lagt á-
herslu á að skoða í samhengi hönnun
hússins og útferslu þeirrar starfsemi
sem þama yrði. Sú tillaga sem hann
setti fram að hönnun hússins er vissu-
lega nýstárleg og í raun "útópísk" ef
svo má segja en jafrtffamt verulega
spennandi. Hugmyndin byggir á að
það komi hús út úr kletti og gangi út
í Borgarfjörðinn. Þama er verið að
tala um hús sem er vægast sagt áber-
andi og öðmvísi en flest annað sem
menn þekkja hér á landi a.m.k. og
staðsetningin er þannig að þegar fólk
kemur akandi að sunnan yfir Borgar-
fjarðarbrúna hefúr það nokkrar mín-
útur til að virða fúrðuverldð fyrir sér
í forundran og ákveða síðan að
stoppa og skoða það nánar. Menn sjá
fyrir sér að þetta hús gæti orðið að
nokkurs konar tákni fýrir Borgar-
nes," segir Axel.
Egilsmjöður
Axel segir að hugmyndin sem
vinnuhópurinn lagði ffarn hafi það
meðal annars að leiðarljósi að sam-
eina þarfir ferðaþjónustu og heima-
manna.
"Það er ekki endanlega búið að
móta þá starfsemi sem þama gæti
orðið en við sjáum fyrir okkur stand-
andi sýningu sem helguð yrði Agli og
íslenskri sagnamenningu. Þá yrði
þarna væntanlega einhverskonar
veitingasala og meðal annars gæla
menn við að þama yrði borinn ffam
samskonar mjöður og Egill drakk af
áfergju á sinni tíð. Þá sjá menn fyrir
sér að úr Egilsstofu yrði hægt að
beina fólki á sögustaði í héraðinu.
Einnig hefúr verið fjallað um hug-
myndir ffá Rögnvaldi Guðmunds-
syni um sagnagarð og það er verið að
bræða þessar hugmyndir saman. Það
kæmi þá tdl greina að Egill yrði nokk-
urskonar aðgöngumiði að sagna-
menningunni. Síðast en ekki síst er
verið að tala um að húsið nýtist
heimamönnum og þá er meðal ann-
ars horff á samkomusal af minni
gerðinni," segir Axel.
200 milljónir?
Að sögn Axels fól bæjarstjóm
vinnuhópnum að vinna áffam að
ffamkomnum hugmyndum og segir
hann að næsm skref verði að þróa
þessar tillögur enn ffekar og vinna
viðskiptaáætlun fyrir þessa nýstárlegu
hugmynd. Aðspurður um áætlaðan
kosmað segir Axel að menn giski á að
fyrirtækið gæti kostað um 200 millj-
ónir en það sé hinsvegar án ábyrgðar.
Hann segir að síðan eigi effir að
koma í ljós hvort grundvöllur sé fyrir
því að fjármagna ævintýrið og telur
að það muni þá hugsanlega taka ein-
hver ár að safna í sarpinn áður en
ffamkvæmdir gætu hafist.
GE