Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2002, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.11.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubrout 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA Útgefondi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einorsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamaður: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Auglýsingor: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Próforkalestur: Anno S. Einarsdóttir onna@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir gudrun@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunbloðsins Skessuhorn kemur út alla miðvikudago. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplóss tímonlega. Skilafrestur smóauglysinga er til 12!00 ó þriðjudögum. Askríftarverð er 850 krónur með vskTa mónuði en krónur^50 sé greiti með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 göróttum drykkjum Einn gráan haustmorgun fyrir ekki svo alllöngu síðan var það sem oft áður mitt fyrsta verk að finna mér eitthvað vott til að væta kverkamar en að sögn nærstaddra er mér það nokkuð tamt að tala upp úr svefhi og vill því brenna við að ég vakni nokkuð rámur fyrir vikið. Þennan morgun bar vel í veiði því í ísskápnum hitti ég fyrir for- láta flösku með Coladrykk en það er ekki á það að treysta á mínu heimili að slíkar gersemar séu ávallt til taks. Beið ég ekki boðanna og saup drjúgt á og lauk við flöskuna hálfa á augabragði eða ekki minna en kvardíter af þessum ágætu veigum. Skömmu síðar komst ég til fullrar meðvitundar og fór ég þá að finna óbragð allsvakalegt þannig að ég þurftd að fara langt aftur til að finna samjöfnuð eða alveg aftur til þess þegar systur mínar fjórar vom að stíga sín fyrstu spor á sviði eldamennskunnar sem var því mið- ur áður en ég fór að heiman. Langur tími leið áður en nokkur grunur féll á Kókflöskuna góðu enda hef ég átt áratuga löng viðskipti við ffamleiðendur drykkjarins og aldrei borið skugga á. Eg var líka ömggur á því að innsiglið var órofið á flöskunni áður en ég tók til við að súpa úr henni þannig að það var údlokað að nokkur heimilismanna hefði getað í skjófi nætur laumað einhverri ólyfjan út í þennan eðla drykk. Eftír allnokkra eftírgrennslan kom hreint ótrúlegur sannleikur í ljós. A flöskunni sem í fljótu bragði virtíst ekki í nokkru ffá- bragðin þeim kókflöskum sem ég hafði áður kynnst, stóð með agnarsmáu letri „Vanillukók". Þar með með var málið upplýst og búið að afhjúpa viðbjóðinn þótt ég ætti ekki auðvelt með að trúa mínum eigin augum. Mér varð það að sjálfsögðu fyrst til að húðskamma konuna. Hún á það til í einhverskonar heilsuræktarköstum að kaupa alls- konar „diet“ dót og Klípu í staðinn fyrir alvörusmér og fleira í þeim dúr. Þótt yfirleitt sé hún ekki víðs fjarri þegar eitthvað fer úrskeiðis á heimilinu að mínu mati þá tókst mér ekki með nokkru móti að færa sönnur á aðild hennar að þessu máli. Eftír rannsóknir á fingraförum á kassakvittunum kom í ljós að ég hafði sjálfur fest kaup á umræddri flösku en í góðri trú að sjálfsögðu. Það var einmitt þá sem ég sannfærðist um að það er mannlegt að gera mistök. Mér var þá sem svo miklu offar hugsað til ömmu minnar heit- innar sem kenndi mér að grenja ekki yfir einhverju sem ég fékk ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þar sem ég gæti örugglega fengið eitthvað annað í staðinn síðar. Þegar ég var kominn með kjaftinn fullan af kandís var ég líka orðinn sæmilega sáttur. Það er því sama hvort maður lætur í eitt skipti glepjast af vanillukók, klúðrar einu prófkjöri eða einni og einni sveitar- stjómarkosningu þá getur maður treyst því að það kemur ein- hvemtíma aftur betri tíð með blóm í haga. Engin fordæmi em fyrir rigningu öðravísi en að stytt hafi upp einhverntíma síðar. Það má hinsvegar alveg skoða það að læra af reynslunni og lesa á leiðbeiningamar næst! Gísli Einarsson drykkjumaður Samningur um skorkort undirritaður Markmiðið að gera sýnilegri árangur stefiiumála í síðustu viku var formlega gengið frá samningi um kaup Akraneskaupstaðar á hugbúnaði sem nefnist Skorkort. Þessi hug- búnaður er hugsaður til að fylgja eftir og gera sýnilegri steftiumál sveitarfélagsins og árangur á hverj- um tíma. Að sögn Gísla Gísfason- ar bæjarstjóra nýtist Skorkortið stjórnendum bæjarins vel, en með því er hægt að fá yfirsýn yfir þau markmið sem sveitarfélagið hefur sett sér í einstaka málaflokkum og þann árangur sem er að nást á hverjum tíma. Með þessu skrefi hefur Akraneskaupstaður skipað sér í fararbrodd á heimsvísu því ekki er vitað til að sveitarfélag hafi áður tekið upp slíkt kerfi. Sam- hliða endurgerð vefjar bæjarins og nýju útliti hans er gert ráð fyrir að upplýsingar Skorkortsins verði tengdar við vefinn. Stefnt er að því að nýr vefur opni í desember. Þannig mun íbúum gefast mun betra tækifæri en nú, til að fylgjast með einstaka málum og framvindu þeirra, í gegnum netið. Framleiðsla og dreifing þessa hugbúnaðar er í höndum fyrirtæk- isins Information Management (IM). Fyrirtækið er hugbúnaðar- Frá undirritun samningsins og ráðgjafarfyrirtæki sem byggir á víðtækri reynslu af innlendum og erlendum verkefnum á sviði upp- lýsingastjórnunar. Skorkortið frá IM hefur í vaxandi mæli verið tek- ið í notkun af stjórnendum fyrir- tækja sem vilja markvisst fylgja eft- ir stefnumótun og mæla árangur- inn af starfseminni á hverjum tíma. Meðal fyrirtækja sem em að nýta sér hugbúnaðinn í dag má nefna Samskip, Mjólkursamsöluna, Reykjavíkurhöfn og Orkuveitu Reykjavíkur. MM Mynd: HH Runólfur endurráðinn rektor Runólfur Agústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hefur af stjóm háskólans verið endurráðinn rektor til næsm fjögurra ára. Rektor Viðskipta- háskólans er ráðinn til 4 ára í senn og má samkvæmt reglum háskólans mest sitja 8 ár samfellt í starfi. Runólfur hefur gegnt stöðu rektors Viðskiptaháskólans frá árinu 1999. GE Engjaáshúsið óselt Ekki hefur enn borist kauptil- boð í Engjaáshúsið svokallaða sem hefur verið til sölu í á ann- að ár. Eins og sagt hefur verið ffá í blaðinu var fyrr á árinu ráð- inn sérstakur starfsmaður á veg- um Borgarbyggðar og Búnaðar- bankans - Verðbréf sem á Engjaáshúsið í það verkeftii að koma húsinu í verð. Starfsmað- urinn, sem gengið hefur undir nafninu töskumaðurinn, hefur nú skilað af sér en tilraunir til að selja húsið hafa ekki borið ár- angur enn að sögn Páls Brynjarssonar bæjarstjóra Borg- arbyggðar. GE Hamrahlíðar- kórinn í Reyk- holtskirkju Næstkomandi sunnudag 24. nóvember heldur Hamrahlíðar- kórirrn tónleika í Reykholtsldrkju undir stjóm Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Á efhisskránni verða madrigal- ar og söngvar frá endurreisnar- tímanum m.a. eftir Gesualdo, Orlando di Lasso, Morley, Benn- et og Dowland. Flest ljóðin fjalla um ástina, gleði hennar og unað, en líka sársauka, söknuð og kvöl. Þau era öll sungin á finmmálinu: ensku, frönsku, ítölsku, þýsku og latínu. Kórfélagar flytja þýðingar á ljóðunum. Tónleikamir hefjast kl. 15.00 og standa í rúma klukkustund. Allur ágóði rennur til Reyk- holtskirkju Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Borgfirðingar eru hvattir til að mæta og njóta fagurrar tónlistar og styrkja Idrkjuna. (Fréttatilkynning) Offita alvarlegt heil- brigðisvandamál Annað kvöld, fimmtudagskvöld, verður haldinn fundur í Grunda- skóla á Akranesi um mataræði og hreyfingu bama og unglinga. Til- eftii þessa fundar er vaxandi umræða um aukna þyngd barna og fullorð- inna. Af þessu tilefni ræddi Skessu- hom við Reyni Þorsteinsson yfir- lækni á Sjúkrahúsi Akraness. Ymsar rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis og erlendis sýna verulega aukinn fjölda of þungra einstaklinga á seinni áram. I könnun sem gerð var á heilsufari níu ára bama ffá árinu 1938 til 1998, kom í ljós að á þessu 60 ára tímabili höfðu bömin hækkað um 5 cm og þyngst um nálægt 5 kg. Hlutfall of þungra og of feitra bama hafði aukist úr 0,2% í 19%. Nýleg íslensk rann- sókn sem gerð var á stórum hópi 9 ára bama sýndi að 26% þeirra vora of þung eða of feit. I þessari könnun kom einnig fram að hlutfallið hjá 6 ára bömum er 21%,“ segir Reynir. Reynir segir að sýnt hafi verið fram á að yfirþyngd er alvarlegt heilbrigðisvandamál og hafi Al- þjóða-heilbrigðismálastoftiunin lýst offitu sem alheimsfaraldri sem gæti tekið við af reykingum og kransæða- sjúkdómum sem heilsuvá aldarinn- ar. „Yfirþyngd er áhættuþáttur fyrir ýmsa sjúkdóma ss. sykursýki, há- þrýsting, háa blóðfitu, slitgigt, gall- blöðmsjúkdóma, vissa kvensjúk- dóma, sum krabbamein og jafnvel lungnasjúkdóma auk þess sem sál- ræn og félagsleg vandamál fylgja oft offitu. Of feit böm era oft illa á sig kom- in líkamlega, andlega og ekki síst fé- lagslega og talið er að 50-60% bama verði feitir fullorðnir einstaklingar. Einfaldasta skýringin á þeirri stöðu sem við erum í er, að í nútímaþjóð- félagi hefur okkur ekki tekist að að- laga orkuneyslu að minnkaðri orku- þörf sem fylgir minni líkamlegri áreynslu nútímaliftiaðarhátta. Ur- ræðin em einkum þrenns slags: mataræði, hreyfing og breytt hegð- Reynir Þorsteinsson yfirlækmr Akumesingar nálægt kjörþyngd Aðspurður um hvort böm í hin- um mikla íþróttabæ, Akranesi væm nokkuð farin að þyngjast úr hófi ffam sagði hann að skoðað hefði verið gróflega hvemig staðan væri: „I fyrsta lagi var skoðaður LÞS 12 ára telpna og drengja sem fædd vom 1970, "80 og ‘90. í elsta hópnum reyndust hátt í 25% telpna vera í yf- irþyngd en í þeim yngsta 16%. Sambærilegar tölur fyrir strákana em 22% fyrir elsta hópinn en 27% fyrir þá sem fæddir era 1990.1 öðm lagi vom skoðuð 14 ára böm fædd 1967, '77 og '87. Elstu telpumar reyndust í 20% tilvika í yfirþyngd en þær yngstu í nær þriðjungi til- vika. Drengimir virtust hafa skýra þyngdaraukningu þannig að í elsta hópnum vom aðeins 9% í yfirþyngd en um 29% í þeim yngsta. Það er því ekki alveg klár þyngdaraukning hér á Skaga miðað við þessar tölur en alltof stór hluti bamanna fellur þó í þerman yfirþungaflokk . Vand- inn er stór og árangur aðgerða al- mennt slakur. Markmiðið er að leita leiða dl fyrirbyggjandi aðgerða sem hljóta að tengjast heilsugæslunni bæði í ungbarnavernd og skóla- heilsugæslu. Fyrirlesarar á fundinum í Grandaskóla verða Anna S Olafs- dóttir matvæla- og næringarffæð- ingur og Anton Bjamason íþrótta- kennari. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.