Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2003, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.01.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. TANUAR 2003 Haraldur og Sturla á faraldsfæti Haraldur Hinriksson, fyrrum leikmaður IA, spilaði á dögunum æfingaleik með HK úr Kópavogi. Sam- kvæmt heimildum Skessu- horns mun Haraldur vera að íhuga það að taka fram skóna á nýjan leik en hann hætti eftir tímabilið 2001. Þá mun Sturla Guðlaugs- son að öllum líkindum vera á leið í raðir Aftureldingar. Sturla fékk fá tækifæri með IA síðasta sumar og kom einungis við sögu í átta leikj- um. Fækkun fæðinga áSHA Umtalsverð fækkun varð á fæðingum á Sjúkrahúsi Akraness á síðasta ári miðað við 2001. Alls fæddust 158 börn á sjúkrahúsinu miðað við 196 börn árið áður. Af þessum 158 börnum voru 94 strákar og 64 stelpur. Skipt- ingin var mun jafhari árið 2001 eða 99 strákar á móti 97 stelpum. Athygli vekur einnig að engir tvíburar fæddust á Akranesi í fyrra. HJH Metafli ogafla- verðmæti árið 2002 Aldrei fyrr hafa skip Har- aldar Böðvarssonar aflað jafn mikið og á árinu sem nú er að líða. Heildarafli skip- anna var 166.540 tonn en magnlega séð vegur loðnan þyngst, um 102 þúsund tonn veiddust af loðnu á árinu, af kolmunna veiddust rúmlega 27 þúsund tonn. Heildarafli í uppsjávarfiski var um 144 þús. tonn en botnfiskafli skipanna var rúmlega 22 þús. tonn. Heildaraflaverð- mætið er rúmlega 3,6 millj- arðar króna sem er um 850 milljóna króna aukning frá árinu á undan, en þá voru sjómenn í verkfalli í u.þ.b. sex vikur. (Af vefnurn hb.is) jAtasutiui.. Menn ársins á Vesturlandi Hvatningarverðlaun Skessuhorns veitt í fimmta sinn Val á manni ársins á Vestur- landi, eða Vestlendingi ársins 2002, var kynnt við stutta athöfh í Maríukaffi á Safnasvæðinu á Akranesi síðastliðinn mánudag. Það er Skessuhorn sem stendur að valinu líkt og undanfarin ár en þetta er í fiminta sinn sem blaðið útnefnir Vestlending árs- ins. Tilgangur verðlaunaafhend- ingarinnar hefur frá upphafi ver- ið að vekja athygli á því sem vel er gert og veita örlítið klapp á bakið, þeim sem það eiga skilið að mati blaðsins. Við verðlaunaafhendinguna á Akranesi kom fram að þegar um er að ræða útnefningar af þessu tagi sé ekki hægt að reikna sam- an stig eða telja mörk líkt og í í- þróttakappleikjum heldur verði fyrst og ffemst um huglægt mat að ræða. Líkt og oftast áður var farin sú leið að skipa dómnefnd nokkurra einstaklinga sem eru í aðstöðu til að hafa þokkalega yf- irsýn yfir það sem er að gerast á Vesturlandi. Auk þess var leitað eftir tilnefiiingum og huginynd- um víða að. Það var því inat dómnefndar að þeir sem til- nefndir voru til verðlaunanna væru þeir sem helst hefðu skarað ffamúr á síðasta ári. Lítilsháttar íjölgnn íbúa á Vesturlandi Samkvæmt bráðabrigðatöl- um Hagstofunnar yfir mann- fjölda á Islandi 1. desember 2002 er lítilsháttar fjölgun á Vesturlandi á inilli ára. Ibúum fjölgar um 38 eða um 0,3%. Mest er fjölgunin á Akranesi en þar fjölgar íbúum um 58 en hlutfallslega er fjölgunin mest í Skorradal eða um 14%. Skorra- dalur er þar með ekki lengur minnsta sveitarfélag Vestur- lands því hann skýst upp fyrir Helgafellssveit sem hefur 56 íbúa nú en Skorradalshreppur er kominn með 65 íbúa. Ibúum fækkar mest í Snæfellsbæ eða um 19 en hlutfallslega er fækk- unin mest í Innri Akranes- hreppi eða 8.8%. Ibúafjöldi á Vesturlandi mið- að við bráðabrigðatölur Hag- stofunnar 1. des 2002 saman- borið við endanlegar tölur árið 2001. 2002 2001 Mism. Alls Karlar Konur Vesturland 14.495. .7.472. .7.023 14.457...38.0,3% Hvalfjarðarstrandarhreppur. ..169.. 92. 77 157...12..7,6% Skilmannahreppur ...144.. 69. 75 146....-2-1,3% Innri-Akraneshreppur ...114.. 67. 47 125..-11 -8.8% Akranes 5.578.. ..2.858. ..2.720 ...5.520...58 7% Leirár- og Melahreppur ...120.. 68. 52 127....-7..5,5% Borgarjjarðarsveit ...693.. 355. 338 689 4..0,6% Skorradalshreppur 65.. 35. 30 57 8...14% Hvítársíðuhreppur 84.. 48. 36 83 l..l,2% Borgarbyggð 2.520.. ..1.306. ..1.214 ...2.522....-2 Kolbeinsstaðahreppur ...109.. 52. 57 113....-4 -3,5% Eyja- og Miklaboltshreppur ...116.. 64. 52 1/9....-3 -2,5% Snœfellsbœr 1.780.. 910. 870 ... 1.799.,-19 ...-1% Grundarfjarðarbar ...964. 494 470 956 8..0,8% Helgafellssveit 56. 29. 27 58....-2 -3,4% Stykkishólmur 1.228. 632. 596 ...1.239..-11 -0,8% Dalabyggð ...662. 343. 319 657 5..0,7% Saurbæjarhreppur 93. 50. 43 90 3..3,3% Vesturland 7.439. ..7.018 Hvítársíðuhreppur 46. 37 Borgarbyggð 1.305. ..1.217 Kolbemsstaðahreppur 54. 59 Eyja- og Miklaholtshreppur 67. 52 Stiafellsbær ...911. 888 Eyrarsveit ...495. 461 Helgafellssveit 31. 27 Stykkishólmur ...635. 604 Dalabyggð ...332. 325 Saurbæjarhreppur 51. 39 „Topp tíu“ Tíu aðilar voru tilnefndir að þessu sinni og eru þeir í stafrófs- röð: Hanna Laufey Jónasdóttir, tíu ára gömul stúlka á Jörva í Kolbeinsstaðahreppi sem með snarræði og réttum viðbrögðum kom í veg fyrir stórbruna á heimili sínu skömmu fyrir jól. Ingi Hans Jónsson, þúsund þjalasmiður í Grundarfirði sem meðal annars stendur að upp- byggingu sagnagarðs í sinni heimasveit. Ingólfur Amason, uppfinn- ingamaður og einn eigenda Skagans sf. Fyrirtækið kynnti á síðasta ári nýjunga Sjávarútvegi sem margir vilja meina að geri landvinnslu hagkvæma á nýjan leik. ísólfur Haraldsson og Ami Gíslason forstöðumenn Bíó- hallarinnar á Akranesi fyrir að standa fyrir endurreisn bíóhall- arinnar sem menningarhúss á Skaganum. Jósef Om Blöndal, yfirlækn- ir á Sanfriskusspítalanum í Stykkishólmi fyrir að gera spít- alann í Sth að háskólasjúkrahúsi. Róbert A. Stefánsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Vest- urlands fyrir gagnmerkar rann- sóknar. Runólfur Agústsson rektor viðskiptaháskólans á Bifföst fyrir gríðarlega uppbyggingu í hraun- inu undir Grábrók. Svanur Tómasson í Olafsvík fyrir fhækilegt björgunarafrek á haustdögum þegar hann lagði sig í bráða lífshættu við að bjarga föður sínum sem hafði hrapað í sjó fram á vélskóflu. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra fyrir góða vinnu að samgöngumálum og öðrum framfaramálum í kjördæminu. Þorsteinn Þorleifsson fyrir uppbyggingu steinaríkisins sem er einn af burðarásum í glæsi- legu safanavæði á Skaganum. Hinir útvöldu Af þessum tíu tilnefndu vora síðan þrír útvaldir og fengu þeir sérstakar viðurkenningar. Vestlendingur ársins 2002 var valinn Runólfur Agústsson rekt- or Viðskiptaháskólans á Bifröst. Við athöfhina á Maríukaffi kom ffam að hann hefði stjórnað gíf- urlegri uppbyggingu háskóla- þorpsins á Bifföst síðustu ár sem náði hámarki á síðasta ári með vígslu nýs skólahúss. 1 öðru sæti varð Þorsteinn Þorleifsson sem hefur drjúgan þátt í að margfalda aðsóknina að safhasvæðinu að Görðum með uppbyggingu hins sérstaka og gríðarlega vinsæla steinasafhs, Steinaríkis Islands. I þriðja sæti urðu síðan þeir Isólfur Haraldsson og Arni Gíslason forstöðumenn bíóhall- arinnar á Akranesi sem nýtur ört vaxandi vinsælda á nýjan leik sem bíóhús og tónleikahús. Skessuhorn óskar verðlauna- höfunum og öðrum sem til- nefndir voru að þessu sinni til hamingju með góðan árangur á síðasta ári. GE Sinubruni í Borgamesi Slokkviliðiö í Borgarnesi að störfum við Englendingavíkina síðastliðinn mánudag. Mynd: GE Þótt það sé því miður nokk- uð alengt að slökkvilið séu kölluð út vegna sinubruna þá er harla fátítt að slíkt gerist í janúar. Sú var hinsvegar raunin síðasliðin mánudag en þá var slökkviliðið í Borgarnesi kallað út þegar kviknaði í sinu við Skúlagötu rétt við Englend- ingavíkina. Illa hefði getað far- ið ef ekki hefði verið bragðist skjótt við því eldurinn kom upp rétt við gömlu pakkhúsin í Englendingavík en þar og einnig í gamla kaupfélagshús- inu við hliðina er nægur elds- matur. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er talið að kviknað hafi í útffá flugeldum. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.