Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2003, Síða 4

Skessuhorn - 08.01.2003, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 2003 jntaðinw.- WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: Fax: 431 5040 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: líðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.i$ Auglýsingar: Prófarkalestur: Hjörtur J. Hjartarson Inga Dóra Halldórsdóttir 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Umbrot: Prentun: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentmet ehf. gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa i lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Fjölær vandamál Á nýju ári byrjar maður ferskur með hreint borð, staðráðinn í að gera ekki sömu mistökin og á síðasta ári. Sem getur þó verið erfitt í ljósi þess að um leið ham- ast maður við að gleyma þeim mistökum og þau rifjast ekki upp fyrr en inaður detmr ofan í sömu holuna aítur. Allt sem þjakaði mann á síðasta ári er samt að baki og heilt nýtt ár, óspjallað, er framundan. Vandinn er samt sem áður sá að sum vandamál flytjast á milli ára. Eg á tildæmis ennþá eftir að gera upp sakirnar við þann sem gaf barnung- um syni mínum syngjandi jólasvein í jólagjöf. Sveinn þessi gaular fjög- ur mismunandi jólalög á engilsaxnesku með ekki ósvipuðum raddstyrk og Ólafur Þórðarson ku beita í búningsklefa Skagamanna í hálfleik. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu til að ráða þennan söng- elska jólasvein af dögum á hátíð ljóss og friðar þá hefur ungsveininum, syni mmum, fram til þessa tekist að gegna sínu vamarhlutverki. Jóla- sveininum beitir hann síðan fyrir sig í sínum skæmhernaði gegn mér í hvert sinn sem færi gefst. Annað mál sem sem ég náði ekki að skilja eftir á gamla árinu var ó- notaleg lífsreynsla sem ég varð fyrir á jóladag. Tengist hún góðvini mínurn sem ég hef lengi þekkt og ekki nema að góðu einu. Piltur þessi vann það sér meðal annars til frægðar hér áður fyrr á árunum að leika og syngja með ijölmörgum pönkhljómsveitum sem vom hver annarri ægilegri ásýndum. Ærði hann með því heilu meyjaskarana og öðlaðist fyrir vikið ómælda aðdáun félaga sinna, mína þar á meðal. Síðan var það núna á jóladag að ég óforvarendis rekst á þennan alræmda pönk- ara í kirkju hvar hann stendur bísperrtur í miðjum kirkjukór og kirjar jólasálma líkt og hann hafi aldrei gert annað, kominn úr leðurbrókun- um og í Kórónaföt með gamla laginu. Þetta var óþægileg upplifun sem kom mér til að finnast ég vera farinn að eldast langt fyrir aldur fram og ónotatilfinningin fylgdi mér yfir á nýárið. Þriðja dæmið sem vert er að tiltaka er þó sýnu verst en það er sá hrikalegi skoðanakannanafaraldur sem blossaði upp rétt fyrir jólin þeg- ar Ingibjörg Sólrún komst að því að hún nennti ekki lengur að vera sveitarstjóri í Reykjavíkurhreppi. I kjölfarið hefur dunið á manni, langt fram á þetta ár, hver skoðanakönnunin á fætur annarri sem á að leiða í ljós gífurlegar sviptingar í íslenskri pólitík. Hverri slíkri skoðanakönn- un fylgir flóðbylgj a af gáfulegum fféttskýringum í nánast hverjum ein- asta viðtalsþætti í útvarpi og sjónvarpi og á annarri hverri síðu dagblað- anna. Þar er hvur spekingurinn upp af öðrum látinn túlka niðurstöður skoðanakannana þar sem tveir eða jafnvel fleiri eru spurðir að því hvað þeir myndu kjósa í þessum eða hinum kosningunum ef þessi eða hinn væri í framboði eða ekki. Meðal annars er búið að fá það á hreint með skoðanakönnun hver úrslitin verða í borgarstjórnarkosningunum 2006 og þar með búið að eyðileggja fyrir manni alla spennu mörg ár ffarn í tímann. Nú bíð ég bara spenntur efdr nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins um það hver nemenda í þriðja bekk Ártúnsskóla sé líklegastur til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum árið 2030. Gísli Einarsson í ársbyrjun. Gísli Einarsson, ritstjóri. Fyglst meö flugeldasýningu á seleyrinni við Borgamesi íjólablíöunni síðastliðinn mánudag. Mynd: GE Verðlaunaskreytingar í Dölum Frá verðlaunaafhendingunni. I byrjun desember var blásið til utandyra-jólaskreytingar samkeppni í Dalabyggð, annars vegar meðal einstak- linga og hinsvegar meðal fyrir- tækja. Elstu menn telja sig ekki muna eftir jafn mörgum og glæsilegum skreytingum í Döl- unum eins og fyrir þessi jól. Svo virðist sem hinir hæglátustu menn og konur hafi umturnast og fundið farveg fyrir listsköpun sína í meðferð lita og ljósa. Bjóst dómnefnd ekki við öðrum eins viðbrögðum og var því úr vöndu að ráða sérstaklega hvað varðar ein- staklingskeppnina. Þeir aðilar sem unnu einstaklings- keppnina búa að Miðbraut 1, Búðar- dal. Þeirra skreyting þótti vera einföld, smekkleg, falleg og stílhrein Það fyrir- tæki sem til verðlaunanna vann var: Blómabúðin Blómalind. Þar þóttu skreytingar vera afar vel útfærðar og hlýlegar. Nefndarmenn sem og full- trúi hreppsnefndar veittu verðlaunin sem voru 10.000 króna gjafabréf í verzl. Dala- kjör, til ofangreindra skreyt- ingarmeistara. Fjórir ættliðir og íjórir nafiiar í Ólafsvík Sunnudaginn milli jóla og nýárs fór fram skírn í Olafsvíkurkirkju en þá var skírður drengur sem hlaut nafnið Vigfús Kristinn Vigfússon. Það óvenjulega við þessa skírn var að þessi ungi drengur er sá fjórði í beinan karllegg sem er á lífi og ber nafhið Vigfús í ættinni og voru þeir allir viðstaddir þe. langafinn Vigfus Kristinn Vigfússon sem er 78 ára, afinn Vigfús Vigfússon og faðirinn Vigfús Vigfússon. Það er líka merkilegt við þessa skírn að bæði feður og mæður yngsta og elsta Vigfusar heita sömu nöfnum þ.e. Vigfus og Kristín. Kristín, móðir þess yngra er Sigurðardóttir og fyrir eiga unga parið dótturina Súsönnu Sól sem er tæplega þriggja ára og búa þau í Olafsvík eins og bæði afinn og langafinn. Lengra má telja sameiginlegt hjá þessum nöfhum en allir eru Vigfusarnir góðir trésmiðir og ekki að efa að yngsti Vigfus verði það líka. Það var sr. Oskar H. Osk- arssson sóknarprestur í Olafsvík sem skírði hinn unga svein. TS}. Valdís við húsið sitt Jensína við húsið sitt Glæsileg pipar- kökuhús Valdís Einarsdóttir sigraði nýverið í Piparkökuhúsasam- keppni Kötlu í fjórða sinn en hún hefur tekið árlega þátt í keppninni í ríflega áratug. Barnabarn Valdísar, Jensína Kristinsdóttir, hyggst greini- lega feta í fótspor ömmu sinnar því hún sigraði einnig þeirri keppni sem ætluð er börnum. Valdís sagði í samtali við Skessuhorn að um fimm vik- ur hefðu farið í gerð hússins sem er hreint ótrúlega glæsi- legt. Valdís sagði að þó vissu- lega lægi mikil vinna á bakvið gerð svona húss þá væri hún orðin vel rútíneruð í þessu enda gert þetta í mörg ár. Fyrir sigurinn í keppninni hlaut Valdís vegleg verðlaun. 300 þúsund króna úttekt í Epal og 100 þúsund króna úttekt hjá Fiður og dún. Ekki mun hús Jensínu standa öllu lengur því hún hyggst borða það með aðstoð vina og vandamanna. Hús Valdísar mun líklega standa öllu lengur en hún á enn hús- in frá keppninni í fýrra og ár- inu þar á undan. HJH

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.