Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2003, Síða 5

Skessuhorn - 08.01.2003, Síða 5
 MIÐVIKUDAGURjyANUAR 2003 5 Myndarlegur styrkur firá Sparisjóðnum I árslok af- henti Gísli Kjartansson sparisjóðs- stjóri Spari- sjóðs Mýra- sýslu fulltrú- um Reyk- holtskirkju 3 m i 1 1 j ó n i r króna sem eru styrkur úr menningar- sjóði SM. Menningarsjóður sparisjóðsins hefur í gegnum árin styrkt hverskonar inenn ingarstarfsemi í héraðinu. Þakkir frá Höfða Jóbannes Gunnarsson afbendir Asmundi Olafssyni, fi'amkv.stjóra Höfía gjafa- bréf uppa' 6.8 milljónir króna. A milli þeirra er Tryggvi Bjamason, lögmaður sem útbjó gjafabréfið. Eins og fram kom í jólablaði Skessuhorns þá gaf Jóhannes Gunnarsson gjafasjóði Höfða stóra peningagjöf kr. 6.8 millj- ónir til kaupa á búnaði fýrir heimilið. Ýmsar aðrar gjafir bárust heimilinu á árinu 2002, sem við þökkum fyrir. Svöfusjóður Kvenfélags Akraness afhenti kr. 151.706,- til kaupa á stólum fýrir hjúkrunardeildina og að- standendur Jónu Guðmunds- dóttur, hjúkrunarkonu gáfu stól á hjúkrunardeild. Fjölskylda Vilhelmínu Elísdóttur starfs- manns Höfða gáfu glerlistaverk til minningar um hana, en Vil- helmína lést þann 12. desember 2001. Sjúkravinir hafa gefið gjafir, sem og margir aðrir vel- unnarar heimilisins. Heimsóknir Nemendur ýmissa skóla komu í heimsóknir og skemmtu íbúum heintilisins; m.a. úr Tónlistarskólanum, Fjölbraut, Grundaskóla og börn úr leikskólunum Garða- seli og Vallarseli. Eldri borgar- ar frá Aflagranda og Hraunbæ í Reykjavík, eldri félagar Kvenfé- lagsins í Grímsnesi, eldri borg- arar frá Selfossi og nágrenni á- samt öðrum ferðahópum heim- sóttu okkur á árinu. Starfs- menn frá Grensás, hjúkrunar- fræðingar frá Droplaugarstöð- uin og Sólvangi komu í kynnis- ferðir. Biskup Islands vísiteraði ásamt fylgdarliði í apríl. Söngsystur voru með söng- stund; sömuleiðis kvennakór- inn Ymur. Irska þjóðlagasveit- in Ask Plant ásamt dönsurum í tengslum við Irska daga skemmtu, einnig Grundar- tangakórinn og Smári Vífils- son. Leikhópurinn A senunni buðu uppá góða skemmtun. Menningarneftid FEBAN var með sagnastundir og svo mætti lengi telja. Okkar fólki var boðið í hefðbundnar sumar- ferðir, auk boða í reglubundið Opið hús kirkjunnar í Vina- ininni. Þá buðu eigendur Cafe Mörk íbúum Höfða uppá veit- ingar og Hótel Glymur í Hval- firði bauð í skötu á Þorláks- messu. Aðrar uppákomur Skátar afhentu friðarljós til varðveislu. Frambjóðendur til sveitarstjórna komu í heim- sóknir í maí. Ýmsar verslanir voru með opnar búðir á árinu. Púttmót var haldið, kvöldvök- ur, Höfðagleðin, rnessur, jóla- ballið, spilakvöld sjúkravina, bazarinn, opið hús 2svar í viku ofl. Dvalarheiinilið Höfði þakkar öllum þeim sem stutt hafa heimilið á einn eða annan hátt og óskar velunnurum sínum árs og friðar. Asmundur Olafsson, framkvætjidastjóri Dvh. Höfda Nýir nemendagarðar á Hvanneyri Nýir nemendagarðar á Hvanneyri. Síðastliðinn Iaugardag voru afhentir nýir nemendagarðar landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Byggingin er tví- skipt og var um helmingur hennar tekinn í notkun nú en síðari hlutinn verður afhentur í vor. Húsið er í heild sinni um 1092 fermetrar með 12 smáí- búðum og 7 stærri íbúðum. Arkitekt hússins er Magnús H Olafsson en verktaki er Pétur Jónsson byggingameistari á Hvanneyri. Þær tólf íbúðir sem eru í fyrri áfanganum fara þeg- ar í útleigu. Pétur Jónsson verktaki í þeim hluta hússins sem. tilbúinn verður í vor. ---------------------------------------j*- Stefán og Unnar skrifa undir hjá IA Stefán Þórðarson og Unnar Orn Valgeirsson skrifuðu á dögunum báðir undir tveggja ára samning við IA. Unnar tók sér ársfrí frá knattspyrnu eftir tímabilið 2001 en lék þó nokkra leiki með Bruna síðasta sumar. Stefán hefur undanfarna mánuði verið að ná sér af erf- iðum veikindum sem hrjáð hafa hann frá því sl. sumar og end- uðu atvinnumannaferil hans hjá Stoke í Englandi. Stefán lék síðast með Skagamönnum 1999 og hefur alls leikið 97 leiki fýrir IA í öllum keppnum og skorað í þeim leikjum 43 mörk. Þá bendir allt til að mark- vörðurinn Þórður Þórðarson, bróðir Stefáns, muni skrifa undir samning við IA á allra næstu dögum. HJH Nýtt ljósmyndasafn á Akranesi fær góðar gjafir Laugardaginn 28. desember síðastliðinn var ljósmyn dasafn Akraneskaupstaðar formlega stofnað en safninu er komið á fót í tilefni af 60 ára kaupstað- arafmæli Akraneskaupstaðar. Akranes fékk kaupstaðarrétt- indi í upphafi árs 1942 og á ný- liðnu ári var þess minnst með ýmsum hætti. Ljósmyndasafn Akraness verður hluti af Héraðsskjala- safni Akraness, en fyrsta fram- lag til safhsins kemur frá feðg- unum Helga Daníelssyni og Friðþjófi Helgasyni en þeir eru báðir landsþekktir ljósmyndar- ar og Skagamenn í húð og hár. Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness sagði í viðtali við Skessuhorn eftir athöfn í Safnaskálanum á görðum að söfn þeirra feðga væru merki- leg og verðmæt fyrir sögu bæj- arins. Helgi sagði í samtali við Skessuhorn, aðspurður um á- stæðuna fyrir gjöf þeirra feðga að sér hefði fundist sýnar myndir best geymdar á Skagan- um enda væri megnið af þeim tekið þar. „Eg gerði mér grein fyrir því fýrir nokkru að ég yrði ekki eilífur og vildi að myndirn- ar lentu á góðum stað og því fannst mér tilvalið að koma þeim fýrir á Skaganum þar sem þær eiga heima. Friðþjófur á- kvað síðan að gera það sama og ég er mjög ánægður með það.“ Söfn feðganna innihalda nokkur þúsund mynda en auk þess ánöfnuðu þeir öllum myndum sem þeir eiga eftir að taka í framtíðinni. Við athöfn- ina í Safnaskálanum tilkynnti Haraldur Sturlaugsson fram- kvæmdastjóri HB að ljós- myndasafninu stæði til boða fullur aðgangur að myndasafhi fýrirtækisins sem spannar sögu fýrirtækisins frá upphafi. Helgi Daníelsson Þá var í tengslum við stofnun Ljósmyndasafns Akraness kynntur ljósmyndavefur með þeim myndum sem safnið á og verður vefurinn aðgengilegur alkmenningi og öðrum sem nálgast vilja myndir í eigu safhsins. Þetta er nýjung í safnarekstri sveitarfélaga sem án vafa á eftir að vekja verð- skuldaða athygli. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.