Skessuhorn - 08.01.2003, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 2003
Skipulag vaxandi byggðar
og samfélags á Akranesi
Það dylst engum að samfé-
lagið á Akranesi er í örum
vexti, fjöldi nýbygginga er á-
berandi og íbúum hefur fjölg-
að jafnt og þétt síðustu ár. Það
er augljóst hve mikilvægt gott
skipulag er til þess að stuðla
að því að byggingar og starf-
semi samfélagsins myndi gott,
fjölbreytt, fallegt og öruggt
umhverfi fyrir íbúana og fyrir-
tækin.
Frá því að ný bæjarstjórn var
kosin vorið 2002 hefur margt
verið gert hjá Akraneskaupstað
til að styrkja og efla starf
vegna skipulagsmála, enda er
góður skilningur á mikilvægi
málaflokksins meðal embættis-
manna og pólitískra fulltrúa.
Sérstakur skipulagsfulltrúi var
ráðinn til starfa vorið 2002 og
í fjárhagsáætlun fyrir árið 2003
er veruleg aukning á framlög-
um til inálaflokksins enda
verkefnin aldrei fleiri en nú.
Framundan á árinu 2003 eru
mörg spennandi og mikilvæg
skipulagsverkefni, en þar er
stærst endurskoðun aðal-
skipulags bæjarins þar sem
mótuð er stefnan í þróun
byggðar og samfélags næstu
20-30 árin. Einnig verður
unnið við nokkur deiliskipu-
lagsverkefni, svo sem skipulag
hafnarsvæðis, golfvallar og
Garðalundar, íþróttasvæðis að
Jarðarsbökkum og Langasandi
og Dalbrautarsvæðis. Unnið
verður við endurskoðun á
skipulagi kirkjugarðssvæðis og
hafin vinna við nýtt
deiliskipulag á einum bygging-
arklasa til viðbótar í hinu nýja
Flatahverfi. Auk þessa verður
unnið að tillögum um skipulag
lóða grunnskólanna þar sem
markmiðið er öruggt og fjöl-
breytt umhverfi þar sem verða
m.a. gervigrasvellir.
Auk fyrrnefndar skipulags-
verkefna sem framundan eru
árið 2003 er nú nokkuð óvænt
komið í umræðuna uppbygg-
ing á miðbæjarreit eða „Skaga-
verstúni“ en þar hefur bygg-
ingarverktaki lagt fram tillög-
ur um byggingu á verslunar-
miðstöð og fjölbýlishúsum.
Tillögur verktakans krefjast
breytinga á gildandi
deiliskipulagi en málið er ekki
komið til umfjöllunar í skipu-
lags- og umhverfisnefnd.
Ljóst er að uppbygging á mið-
bæjarreit er rnjög mikilvægt
skipulagsverkefni fyrir framtíð
Akraness og niðurstaðan mun
hafa mikil áhrif á ásýnd bæjar-
ins og þróun mannlífs um
langa framtíð.
Skipulagsmál eru ekki leng-
ur málaflokkur þar sem skipu-
lagsfræðingar og sveitarstjórn-
armenn taka allar ákvarðanir.
Ibúar hafa í auknum mæli
fengið aðgang að skipulags-
ferlinu og hafa ýmsar leiðir til
þess verið reyndar hér á landi
að undanförnu. I undibúningi
er að halda svokallað Skaga-
þing á Akranesi þar sem þeim
sem áhuga hafa er boðið að
taka þátt í hugmyndavinnu
vegna endurskoðunar aðal-
skipulags Akraness. Þingið
verður líklega tvískipt, annars
vegar umræðuhópar um til-
tekin viðfangsefni þar sem í-
búum Akraneskaupstaðar
gefst tækifæri til að setja
skoðun sína á blað og hins
vegar litlir vinnuhópar þar
sem þátttakendur með aðstoð
fagfólks teikna hugmyndir
sínar inn á kort af Akranesi.
Viðfangsefni og dagskrá
Skagaþings verða mótuð með
bæjaryfirvöldum, embættis-
mönnum, formönnum nefnda
og öðrum hagsmunaaðiluin
en sá undirbúningur er mikil-
vægur til að íbúaþingið takist
vel.
Skagaþing mun taka einn
dag og mun afraksturinn von-
andi verða gott innlegg í
skipulagsvinnuna og vonandi
kunna íbúar vel að meta nýja
nálgun við skipulagsstarfið
sem felur í sér aukna mögu-
leika fýrir okkur öll að móta
samfélag á Akranesi sem við
viljum að verði til fyrirmynd-
ar og í fremstu röð hér á
landi.
Akranesi 3.janúar 2003
Magnits Guðmundsson
bæjarfulltrúi og formaður
skiptilags- og umhverfisnefndar
Vinalausa brúðkaupsveislan
Sá merki arburður átti sér
stað á jóladag síðast árs að
Hrönn Hafliðadóttir og Har-
aldur Valtýr Hinriksson
gengu í heilagt hjónaband.
Það skal skýrt tekið fram að
eingöngu fjölskyldum þeirra
hjóna var gefin kostur á að
taka þátt í þessari gleði stund
en EKKI VINUM þeirra.
Þegar ég heyrði fréttirnar
seinna um kvöldið setti mig
hljóðan. Eins og mætur
stjórnmálamaður sagði fyrir
ekki mörgum árum: „Svona
gerir maður ekki“.
En þetta var niðurstaðan
og ósjálfrátt fór maður að
leita skýringa. Ekki hafði ég
verið lengi í eigin þönkum
þegar ég fann skýringuna eða
í það minnsta þá sennileg-
ustu.
Hrönn var hrædd um að ég
myndi standa upp í veislunni
og segja frá því hvernig hún
krækti í kostagripinn Harald.
Og ef hún hélt í eina mínútu
að það dygði að halda mér
frá veislunni til að sú mynd
verði dregin fram í dagsljósið
þá kemst hún að öðru þegar
hún les þessa grein.
Þetta gerðist á Skugga-
barnum. Við vorum staddir
þarna fyrir algjöra tilviljun ég
og Halli og vorum í glasi,
líka fyrir algjöra tilviljun. Þá
birtist Hrönn, hreinlega
límdi sig á piltinn, með af-
leiðingum sem hafa verið
staðfestar af kirkjunnar
manni þegar þetta er ritað.
Þar sem að Haraldur er mér
mjög kær vildi ég ræða við
dömuna og kanna hvort hún
væri kostur sem væri athug-
andi fyrir drenginn. Það skal
tekið fram að Haraldur var
sveipaður dulúðlegum kyn-
þokka í þokukenndri birtu
Skuggabarsins þetta kvöld.
Þegar ég hafði rætt við
Hrönn drykklanga stund
kom í ljós að hún hafði mik-
inn áhuga á kveðskap og er
sleipur hagyrðingur sjálf.
Þarna á staðnum, rétt sí
svona, kastaði hún fram vís-
um sem sannfærðu mig um
að þarna væri komin konan í
lífi Halla.
Að lokum vil ég leyfa ykkur
að sjá vísurnar sem Hrönn
samdi og sannfærðu mig um
ágæti sitt og einlægan vilja til
að fanga vin minn Harald í
hjónaband.
Þá er piltinn þann ég leit
þegar sá ég kosti.
Aftur varð ég ung og heit
að mér sótti losti.
Eg ætla mérþann mæta mann
mun því ekki slóra.
Og aðeins til að eignast hann
ég æpi bít og klóra.
Pétur Ottesen
Nú Halla skal með lofi lýst
um loftið heyrist kliður.
Því afskaplega er hann víst
íturvaxinn niður.
Eg eflaust þarf aðfærafóm
fi-áleitt er ég tapi.
Afeinurð skal ég eiga stjórn
á öllu mínu skapi.
Viðfagrar meyjar Fróns og lands
fegin vil ég keppa.
Hann skal ekki úr hjónabands
hrömmum mínum sleppa.
Pétur Ottesen skrifar
Geðlæknirinn var að sýna
gesti nokkrum geðveikrahæli
sitt. Þeir komu að klefa þar
sem maður sat og starði út í
loftið.
„Hvað er að þessum
manni?“ spurði gesturinn.
„Kærastan hans stakk af
með öðrum manni og skildi
hann eftír við altarið. Þá trufl-
aðist hann.“
Þeir héldu áfram og litu inn
í næsta klefa. Þar stóð maður
og bari höfðinu í vegginn í sí-
fellu.
„En hvað með þennan?“
spurði gesturinn.
„Þennan?" sagði læknirinn,
„þetta er sá sem hún giftíst."
Ljóska var úti að labba þeg-
ar hún kemur að á sér hún
aðra ljósku hinu megin á
bakkanum. Hún kallar á hana
og segir: „Halló!! geturu
nokkuð sagt mér hvernig ég
kemst hinu megin við bakk-
ann?“
Hin ljóskan lítur í kring um
sig, undrandi á svip og segir
loks: „Þú ert hinu megin!“
„Aumingja Baldvin missti
helminginn af vinum sínum
um leið og hann tapaði aleig-
unni.“
„Nú hvað með hina?“
„Þeir vita ekki enn að hann
tapaði aleigunni.“
Það var leigubílstjóri út að
keyra með farþega. Þegar þeir
koma að ljósum fer hann yfir
þrátt fyrir að ljósin eru rauð.
Farþeginn spyr: „Hvað ertu
að gera maður, það var rautt!!“
Leigubílstjórinn svarar:
„Iss, vertu alveg rólegur, hann
bróðir minn gerir þetta oft og
mörgu sinnum"
Svo kemur hann að öðrum
ljósum, og þau eru rauð. Eins
og fyrr ekur hann beint yfir á
rauðu, farþeginn spyr aftur,
aðeins reiðari: „Ertu brjálaður,
sásm ekki að það var rautt??“
Bílstjórinn svarar: „Iss
slappaðu af, hann bróðir minn
gerir þetta oft“
Svo koma þeir að þriðju
ljósunum, enn og aftur eru
þau rauð, en hann brunar yfir.
Farþeginn ætlar alveg að tryll-
ast og öskrar á hann: „Ertu al-
veg kolvitlaus mannfjandi?
Það er rautt ljós!“
Og bílstjórinn svarar: „Iss,
verm ekki að æsa þig svona,
hann bróðir minn gerir þetta
alltaf'
Svo heldur hann áfram, og
aftur koma þeir að ljósum,
nema hvað að núna lendir
hann á grænum ljósum, bfl-
stjórinn stoppar bífinn og far-
þeginn alveg furðu lostinn
spyr:
„Bíddu... það er grænt, af
hverju ferðu ekki yfir?“
Bílstjórinn svarar: ,Ja... sko,
hann bróðir minn gæti verið
úti að keyra.“