Skessuhorn - 08.01.2003, Side 12
Filma og yfirlitsmynd
fylgja framköllun
FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF.
BRÚARTORGI, 310 BORGARNESI - S. 437-1055
PÓSTURINN
Þú pantar.
Pósturinn afhendir.
BORGARNESS
APÓTEK
Leidandi í lágu lyfiaverði á Vesturlanái
Borgarbraut 58-60 - Borgarnesi - Sími 437 1168 -
Bakvakt - 437 1180- www.borgarlyf.is
Mikil fjölgun mála hjá
Héraðsdómi Vesturlands
Á árinu 2002 varð mikil
íjölgun mála hjá Héraðsdómi
Vesturlands samkvæmt frétta-
tilkynningu frá dómnum.
Dómstóllinn tók til meðferðar
1270 ný mál, en árið 2001 voru
þau 959 og hafði þá fjölgað
mikið frá árinu 2000. Fjölgun
mála ffá 2001 til 2002 er um
þriðjung eða ríflega 32%.
Einkamál urðu á árinu 2002
samtals 561, en voru 374 árið
áður. Fjölgunin liggur öll í
svokölluðum útivistarmálum,
þ.e. málum þar sem stefndi tek-
ur ekki til varna. Þau urðu 500,
á árinu 2002 en voru 328 árið
2001. Dómar í munnlega flutt-
um einkamálum urðu 12 (20
2001), en dómar í útivistarmál-
um 39 (31), 64 mál voru felld
niður (34), 11 lauk með sátt
(18), einu máli með úrskurði,
en 37 málum var ólokið um
áramót (1).
Þá fjölgaði opinberum mál-
um (sakamálum) mjög mikið,
og kemur fjölgunin öll fram í á-
rituðum sektarboðum lög-
reglustjóra. Slík mál urðu sam-
tals 435 á sl. ári, en voru 332
árið áður. Dómar í opinberum
málum voru 77 árið 2002 en 96
2001. Opinber mál urðu sam-
tals 584 (504). 30 inálum var ó-
lokið um áramót.
1 ýmsum öðrum málaflokk-
um varð einnig fjölgun. Gjald-
þrotainál urðu 68 (52 2001),
aðfararmál 18 (6), matsmál 13
(4), rannsóknarúrskurðir 12 (9).
Við Héraðsdóm Vesturlands
starfa tveir héraðsdómarar og
einn dómritari.
Giiiíjón Elísson og Gísli Karel
Framfaraverðlaun
Eyrbyggja
Eyrbyggjar ,hollvinasamtök
Grundarfjarðar hafa undanfar-
in þrjú ár veitt svokölluð
Framfaraverðlaun til aðila í
Grundarfirði sem að þeirra
mati hafa staðið sig vel við efl-
ingu atvinnulífs eða menning-
ar í Grundarflrði. Verðlaunin
voru nú veitt í fjórða sinn við
athöfn í veitingahúsinu
Krákunni í Grundarfirði. Að
þessu sinni voru það þrír ein-
staklingar sem hlutu framfara-
verðlaun Eyrbyggja. Það voru
þeir Guðjón Elísson og Sveinn
Arnórsson sem hlutu viður-
kenningu fyrir mikið og gott
starf við skönnun varðveislu og
framsetningu gamalla mynda
úr Grundarfirði og Ingi Hans
Jónsson fyrir starf sitt við að
gera sögu Eyrarsveitar lifandi
og áhugaverða og færa hana
nær fólki nútímans með upp-
setningu sýninga á hátíðinni „
Á góðri stund í Grundarfirði“ í
sumar og sumarið þar á undan.
Ingi Hans vinnur nú að undir-
búningi og framkvæmd hug-
myndar sinnar um Sögumið-
stöð í Grundarfirði. Það var
formaður Eyrbyggja Gísli
Karel Halldórsson sem afhenti
verðlaunin en það voru skraut-
rituð viðurkenningarskjöl
hönnuð af Freyju Bergsveins-
dóttur grafískum hönnuði.
Eyrbyggjar hafa í samvinnu við
sögunefnd Eyrarsveitar staðið
saman að útgáfu rita undir
heitinu Fólkið, fjöllin,
fjörðurinn sem er nokkurs
konar safn til sögu Eyrarsveit-
ar og kom þriðja bindið út sl.
sumar. Með þeirri bók fylgdi
Ornefnakort frá Grundarfirði
sem unnið var af Guðjóni Elís-
syni.
✓
Jón Oddur Iþróttamaður ársins
Jón Oddur Halldórsson
frjálsíþróttamaður í Reyni á
Hellissandi var valinn íþrótta-
maður HSH fyrir árið 2002.
Jón Oddur sem keppir í flokki
fatlaðra íþróttamanna náði frá-
bærum árangri á HM fatlaðra á
síðasta ári. Hann hafnaði í 5.
sæti í kúluvarpi og 2. sæti í 100
og 200 m. spretthlaupi.
Arangur Jóns Odds í þessum
greinum er bæði Islands- og
norðurlandamet í hans fötlun-
arflokki.
Jón Oddur undirbýr sig nú af
kappi fyrir næsta stórverkefni
sem er þátttaka í EM í frjálsum
íþróttum sem fram fer í Assen í
Hollandi í júlí 2003 en það mót
er eins og önnur liður í lang-
tímaundirbúning vegna þátt-
töku í Olympíumóti fatlaðra í
Aþenu 2004.
Þá hefur hann með góðum
árangri sínum þegar tryggt sér
þátttöku rétt á
ÓL 2004.
I umsögn
um Jón Odd
vegna vals á I-
þróttamanni
HSH segir
m.a. : ,Jón
Oddur hefur
sýnt það að
allt er hægt ef
viljinn er fyrir
hendi, með
miklum oe
þrotlausum Fráafljendingu verðlaunanna íkjöri íþróttamanns HSH
æfingum hef-
ur hann komist þetta langt.
Jón Oddur hefur æft við erf-
iðar aðstæður þar sem hann
hefur fengið sent æfinga-
prógram frá þjálfara sínum og
æft sig að mestu leyti sjálfur
heima á Hellissandi."
Aðrir sem tilnefndir voru í
kjöri íþróttamanns ársins, hver í
sinni grein, eru: Hestaíþróttir; -
Lárus Astmar Hannesson,
körfubolti;- Helgi Rejmir Guð-
mundsson, frjálsar;- Jón Oddur
Halldórsson, knattspyrna;-
Berglind Magnúsdóttir, sund;-
Anna Jóna Kjartansdóttir, golf;-
Rögnvaldur Olafsson,
GE
Hann kvaddi jólin í viðeigandi klœðnaði, hann Valentmus Hauksson á Akranesi þegar þrettándanum varfagnað með ár-
legri brennu á Jaðarsbökkmn á mánudag. Mynd: HJH