Skessuhorn - 29.01.2003, Side 15
•jntaaunwi-
MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 2003
15
Ðirgitta setti
aftur Islandsmet
Skessuhorn greindi frá því í
síðasta blaði að Birgitta Þura
Birgisdóttir, 13 ára keilari af
Akranesi, setti íslandsmet í
fimm og sex leikjum í keilu um
þarsíðustu helgi. Birgitta hélt á-
fram á sömu braut um síðustu
helgi, ef svo má segja og setti
tvö ný met í stúlknaflokki 13-14
ára, nú í tveimur og þremur leikj-
um. í tveimur leikjum hlaut
Birgitta 377 stig en gamla metið
var 361 stig. í þremur leikjum
hlaut hún 536 stig og bætti þar
með gamla metið um 41 stig.
Metin setti Birgitta á Meistar-
móti ungmenna sem fram fór í
keilusalnum i Mjódd. Mótið var
það þriðja í fimm móta röð, en
Birgitta á sigurinn vísan í sam-
anlögðu því hún hefur unnið öll
mótin til þessa. Til gamans má
geta hæsta þess að skor
drengjanna í sama aldursflokki
á mótinu í þremur leikjum var
452 stig, tæplega 80 stigum
lægra en Birgitta náði.
Fleiri keilarar af Akranesi
stóðu sig vel um síðustu helgi
því Jónína Magnúsdóttir hafn-
aði í öðru sæti á sterku móti í
Reykjavík. í þriðja sæti var
einnig félagi úr Keilufélagi Akra-
ness, Fanney Karlsdóttir.
HJH
Skallarnir
hársbreidd frá
nauðsynlegum sigri
Skallagrímur sem vermt hefur
annað botnsætanna í Úrval-
deildinni í körfuknattleik, iengst
af vetri, mátti enn einu sinni bíta
í það súra epli að tapa dýrmæt-
um stigum á síðustu sekúndum
leiksins. Skallarnir tóku á móti
Tindastóli í Borgarnesi síðastlið-
inn föstudag og var greinilegt að
heimamenn ætluðu að leggja
allt í sölurnar til að forða sér frá
botninum. Heimamenn voru
með undirtökin framan af leikn-
um en í öðrum leikhluta náðu
Króksmenn að loka gjörsam-
lega á hinn firnasterka Donde
Mathis og um leið datt allt ofan í
hjá þeim sjálfum og þeir fóru í
leikhléið með átta stiga forystu,
44 - 36. Það var ekki síst
Bandaríkjamaurinn Clifton Cook
sem lék heimamenn grátt en
hann fór mikinn, ekki síst um
miðjan leikinn. Stólarnir höfðu
undirtökin áfram eftir leikhléið
og allt leit út fyrir öruggan sigur
Tindastóls en staðan eftir þriðja
leikhluta var 59 - 66.
í fjórða leikhluta tókst Sköll-
unum að hrista af sér slenið og
komu aftur sterkir inn í leikinn.
Þegar þrjár mínutur voru til
leiksloka höfðu stólarnir samt
enn umtalsverða forystu 86 - 78
og þá skoraði
fyrrum leikmað-
ur Skallanna og
núverandi þjálf-
ari Tindastóls,
Kristinn Friðriks-
son, þriggja
stiga körfu og
stuðningsmenn
Skallagríms voru
orðnir nokkuð
þungir á brún.
Þá skiptu Skallarnir í þriggja
stiga gírinn og skoruðu fjórtán
stig á rúmri mínútu gegn átta
stigum gestanna. Þegar hálf
mínúta var eftir var staðan orðin
93-96, en Darko Ristic náði að
jafna með þriggja stiga skoti.
Skallarnir unnu síðan boltann
og án efa hafa þakfestingar í í-
þróttahúsinu verið farnar að
gefa sig því heimamenn höfðu
alla möguleika á að tryggja sér
langþráðan sigur. Svo fór þó
ekki því Donde Mathis brást
bogalistin þegar hann ætlaði að
klára leikinn á lokasekúndunum
og Stólarnir náðu knettinum og
skoruðu sigurkörfuna um leið
og leikurinn var flautaður af.
Það var Hafþór Ingi Gunnars-
son sem var bestur Skalla-
grímsmanna eins og oft áður í
vetur, en Donde Mathis átti
einnig ágætis leik þrátt fyrir
slæm mistök í restina. Þá stóðu
Risticbræður sig einnig feikivel
og greinilegt að þeir styrkja liðið
til muna. Miðað við leik Skall-
anna á föstudag ætti liðið að
hafa burði til að halda sér í
deildinni en hinsvegar er
skammur tími til stefnu til að
klóra sig upp stigatöfluna.
GE
Tölurnar - Skallagrímur
Nr Nafn Min HF STO STIG
4 Milosh Ristic 24 4 5 12
5 Hafþór 1. Gunnarsson 34 5 1 24
6 Ari Gunnarsson 12 3 0 2
7 Pálmi Þ. Sævarsson 19 2 2 0
9 Donte Mathis 38 1 7 21
10 Pétur M. Sigurðsson 24 1 3 14
13 Valur Ingimundarson 23 5 2 2
14 Darko Ristic 26 12 1 21
Þórður skrifar undir hjá ÍA
-Ólafur Þór á leið frá félaginu
Þórður Þórðarson
Markvörðurinn Þórður Þórð-
arson skrifaði á dögunum und-
ir tveggja ára samning við ÍA.
Þórður er, eins flestum er
kunnugt, Skagamaður og hef-
ur leikið stærstan hluta síns
ferils með ÍA. Þórður lék á ár-
unum 1994-98, 86 leiki fyrir ÍA
í efstu deild. Þaðan hélt hann í
atvinnumennsku til Svíþjóðar,
en snéri aftur heim fyrir tímabil-
ið 2001 og lék með Val þá um
sumarið. Þaðan lá leiðin í KA á
Akureyri sem hann lék með í
fyrra.
Með komu Þórðar er ÍA með
þrjá mjög frambærilega mark-
menn á sínum snærum og
hafa verið vangaveltur upþi um
að annar hvor þeirra sem fyrir
eru, Ólafur Þór Gunnarsson og
Páll Gísli Jónsson, leiti á önnur
mið með komu Þórðar. Helst
hefur verið horft til Ólafs Þórs í
þessu sambandi, enda hefur
hann sannað sig sem einn af
albestu markvörðum deildar-
Snæfellingar sóttu ekki gull
í greipar Grindvíkinga síð-
astliðinn föstudag, þrátt fyrir
ágætan leik. Munurinn á lið-
unum fólst eingöngu í Helga
Jónasi Guðfinnssyni sem
skoraði 46 stig eða rúman
helming stiga heimamanna.
Helgi Jónas byrjaði af ótrúleg-
um krafti og skoraði 14 stig í
fyrsta leikhluta og bar því öðr-
um fremur ábyrgð á að staðan
eftir fyrsta fjórðunginn var
orðin 32 - 19 og Ijóst hvert
stefndi. Snæ-
fellingar náðu
hinsvegar að
koma sér aftur
inn í leikinn
með þraut-
seigju og þeg-
ar flautað var
til leikhlés var
staðan orðin
50-41 og
Ólafur Þór Gunnarsson
innar undanfarin ár og lék til að
mynda sinn fyrsta landsleik á
síðasta ári. Formaður mfl. ÍA,
Gunnar Sigurðsson, hefur látið
hafa það eftir sér að undan-
förnu að stjórn knattspyrnufé-
lagsins vilji að Ólafur verði á-
fram í herbúðum ÍA og hyggist
þeir virða þann samning virða
þann samning sem í gildi er á
milli félagsins og Ólafs. Hins-
vegar hefur líka heyrst að ÍA
muni ekki standa í vegi fyrir því
að Ólafur leiti á önnur mið.
Ólafur til KA
eöa Vals?
Ólafur Þór staðfesti í samtali
við Skessuhorn að hann væri
þegar farinn að líta í kringum
sig. „Það hafa tvö lið haft sam-
band við mig á síðustu dögum,
Valur og KA, og nú lítur út fyrir
að valið standi á milli þessara
tveggja liða. Ég fór norður til
Akureyrar á sunnudaginn og
ennþá von hjá Hólmurum.
Jafnræði var með liðunum í
þriðja leikhluta og staðan, að
honum loknum, var 65 - 58.
Heimamenn hleyptu gestun-
um hinsvegar ekki skrefinu
lengra og juku muninn í síð-
asta leikhlutanum og lokatöl-
ur urðu 95 - 81.
Það voru þeir Clifton Bush
og Hlynur Bæringsson sem
voru sterkastir Hólmaranna,
en einnig átti Helgi Guð-
mundsson ágætan leik.
ræddi við forráðamenn KA um
hugsanlegan samning. Ég er
líka með í höndunum tilboð frá
Valsmönnum, en það er ekkert
frágengið í þessum efnum
ennþá.“
Aðspurður hvort honum
þætti það ekki súrt í broti að
yfirgefa ÍA við þessar aðstæð-
ur eftir að hafa staðið mjög vel
með ÍA þau fjögur ár sem hann
hefur spilað með liðinu svaraði
Ólafur því játandi. „ Jú auðvit-
að er maður ekkert sátttur við
að yfirgefa klúbb sem manni
dreymdi varla um að spila fyrir
þegar maður var yngri. Hins
vegar hef ég átt mjög góðan
tíma hér og að mínu mati náð
góðum tengslum jafnt við leik-
menn sem stuðningsmenn.
Hinsvegar sér maður ekki fram
á að vera hér lengur en fram á
haust og þá spyr maður sig
hvort það sé ekki bara réttara
að byrja á nýjum stað nú, frek-
ar en að bíða fram á haustið."
Ólafur reiknar með að taka
um það ákvörðun, á næstu
tveimur vikum, hvar hann
spilar fótbolta næsta sumar.
Staða í úrvals-
deild karla í
körfuknattleik
Nr. Félag Leik U T StigStig
1. KR 14 12 2 1274:1122 24
2. UMFG 14 12 2 1300:1145 24
3. Keflavík 14 10 4 1401:1162 20
4. UMFN 14 9 5 1152:1152 18
5. Tindast. 14 8 6 1262:1237 16
6. Haukar 14 8 6 1251:1208 16
7. ÍR 14 7 7 1209:1229 14
8. Snæfell 14 6 8 1139:1159 12
9. Breiöabl.14 5 9 1283:1335 10
10. Hamar 14 4 10 1313:1439 8
11. Skallagr.14 212 1128:1277 4
12. Valur 14 1 13 1074:1321 2
Molar
Mfl. ÍA tekur um næstu helgi
þátt í fjögurra liða móti sem
fram fer í Fífunni í Kópavogi.
Skagamenn leika gegn
Breiðablik á laugardaginn
kl. 10:45 og takist þeim að
sigra þann leik mæta þeir sig-
un/egurunum úr leik Grinda-
víkur og HK á sunnudaginn.
Fjórar Skagastelpur hafa
verið valdar í úrtaksæfingar
hjá u-17 og u-19 ára landslið-
um íslands um næstu helgi.
Hallbera Gísladóttir hjá u-17
og þær Marella Steinsdóttir,
Birgitta D. Þrastardóttir og
Helga S. Jóhannesdóttir hjá
eldra liðinu.
Þá hafa jafnmargir drengir frá
Akranesi verið valdir til æfinga
í sömu aldurshópum. Arnar
Már Guðjónsson, Bjarki Guð-
jónsson og Heimir Einarsson
munu æfa með u-17 ára liðinu
og Ágúst Örlaugur Magnús-
son með u-19 ára landsliðinu.
Tölurnar - Snæfell
Nr Nafn Mín HF STO STIG
5 Andrés M. Heiðarsson 11 1 0 0
7 Jón Ó. Ólafsson 16 3 1 6
8 Helgi R. Guðmundss. 28 1 7 12
9 Selwin Reid 3 0 0 0
10 Sigurbjörn Þórðarson 33 4 1 10
11 Clifton Bush 40 14 0 29
12 Lýður Vignisson 35 1 3 8
14 Hlynur E. Bæringsson 34 5 0 16
Snæfellingar
töpuðu
Grindavík - Snæfell: 95 -81