Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2003, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.01.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 2003 9 onlisauiu/^ Islensk þekking virkjuð í Portúgal og Rúmeníu Frá opnun Flexilam í Portiígal Mynd: GE Tuttugu manna hópur frá íýrirtækinu Límtré af á Flúðum og Vírnet-Garðastál hf. í Borg- amesi, dótturfyrirtæki Límtrés, var viðstaddur vígslu nýrrar lím- trésverksmiðju í bænum Mortagua í Portúgal í síðustu viku. Verksmiðjan, sem ber naín- ið Flexilam, er að stærstum hluta í eigu Límtrés hf. og Nýsköpun- arsjóðs, en þriðji hluthafinn er ffamkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gestur Bárðarson. Það var Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra sem opnaði verksmiðjuna formlega. Verksmiðjan hefur verið starfandi á annað ár og gert er ráð fyrir að hún velti um 300 milljónum íslenskra króna á ári. Flexilam hefur verið vel tekið á portúgölskum byggingamarkaði, að sögn stjórnenda fyrirtækisins, þrátt fyrir að límtré hafi verið lít- ið þekkt byggingarefni í Portú- gal. Verksmiðjan er sú fyrsta sinnar tegundar í Portúgal. Hörður Harðarson, stjórnar- formaður Límtrés og stjórnar- maður í Vírnet-Garðastál, sagði í samtali við Skessuhorn að ástæð- an fyrir þessari útrás fyrirtækisins væri sú að íslenski markaðurinn hefði einfaldlega verið orðinn of lítill. „Meðalstór og stór fram- leiðslufyrirtæki á Islandi komast oft upp í að vera í stærð sem er erfitt að breyta og eiga fárra kosta völ til að bæta sinn rekst- ur nema með sameiningu við önnur fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Það keinur því í sumuin tilfell- um að því að íslenski markaðurinn verður of lítill og segja má að það hafi gerst í okk- ar tilfelli. Við höfum lagt áherslu á að þreifa okkur áfram með þá þekkingu sem við höfum og þessi nýja verksmiðja er árangur af því. Þessari þróun líkur hins- vegar aldrei og menn þurfa stöðugt að leita fyrir sér að nýj- um tækifærum. Islensk þekking bíður upp á endalausa möguleika en menn þurfa að hafa þolin- mæði til að láta hlutina gerast,“ segir Hörður. Það er allavega óhætt að segja að þróuninni sé ekki lokið hjá fyrirtækinu, því sama dag og verksmiðjan í Portúgal var opn- uð lá fyrir jákvætt svar frá Danska Fjárfestingasjóðnum um þátttöku í nýju verkefhi í Rúm- eníu. Þar í landi hyggst Límtré, í samvinnu við danskt límtrés- fyrirtæki, opna verksmiðju sem verður þrefalt stærri en verk- smiðjan í Portúgal. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan í Rúmeníu opni í lok þessa árs en þar verður ekki aðeins framleitt límtré, heldur einnig yleiningar líkt og verksmiðjan á Flúðum framleið- ir og klæðningajárn líkt og er stór hluti af framleiðslu Vírnets- Garðastál í Borgarnesi. Það verður því ekki aðeins sunnlensk, heldur einnig borgfirsk verk- menning sem flutt verður til Rúmeníu. GE Soroptimistaklúbbur Akraness hélt svokallaðan pönnuk'ókudag á bóndadaginn, 24.janúar sl. Þær stöllur ífélaginu buðu fyrirtækjum á Akranesi upp á nýbak- aöar pónnukókur og voru viðtökur mjóg góðar en baksturinn var liður ífjáröfl- un klúbbsins. Klúbburinn, sem fagnar 20 ára staifsafmæli á þessu ári, hefiir í gegnum tíðina styrktýmis góð málefni, svo sem við að koma upp aðstöðu til iðjuþjálfunar barna á vegum Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi svo og Sam- býli fjölfatlaðra. Soroptimistasystur vildu koma áframfæri hjartans þökkum til allra fyritækja sem styrktu þær íþágu góðs málefnis. FIJH Nýr veitingastaður opnaði við Stillholt á Akranesi um síðustu helgi og hefiir fengið nafnið Cafe 67. Eins og nafinð gefitr til kynna verður ekki einungis um matsölustað að ræða, heldur verður einnig starfrækt kaffihús á staðnum þar sem boðið verður uppá súpu og salat. Reiknað er með að opið verði til 1 um helgar en Cafe 67 hefur fullt vínveitingaleyfi. A myndinni má sjá Gunnar Leif Stef- ánsson eiganda, ásamt tveimur af starfsmönnum stnum, en myndin er tekin í teiti sem haldið var á laugardaginn í tilefni opnunarinnar. FIJH Eftir Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson Frumsýning: Laugardaginn l.febrúar kl. 17:00 2. sýning: Mánudaginn 3. febrúar kl. 20:00 3. sýning: Þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20:00 4. sýning: Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:00 Miðasala hefst í Grundaskóla tveimur tímum fyrir hverja sýningu. Einnig er hægt að panta miða í síma 433 1417 og 433 1416 frá 15-17 alla daga á meðan sýningar eru Miðaverð: kr. 1000 Ath. Gengið verður í hús á næstu dögum og geisladiskur með lögum úr söngleiknum boðinn til sölu. Verð kr. 1200.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.