Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2003, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.01.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. TANUAR 2003 Dutssunui^ Gömlu slökkvistöð- inni ráðstafað Ekki hefur verið tekin á- kvörðun um framtíðarhlut- verk gömlu slökkvistöðvar- innar við Laugarbraut á Akranesi, en sem kunnugt er flytur slökkviliðið í nýtt hús- næði við Kalmannsvelli á næstunni. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra á Akranesi var sviðstjórum tómstunda og forvarnar- sviðs, menningar- og fræðslusviðs og íjölskyldu- sviðs falið að gera tillögur að nýtingu hússins. „Það er verið að skoða ýmsa mögu- leika og fljótlega verður far- ið yfir þær tillögur sein koma fram. Menn vilja sjá fjölbreytta starfsemi þarna inni og eru in.a. að horfa til leikfélagsins og handverks- fólks. Einnig kemur til greina að þarna verði æf- ingaaðstaða íyrir hljómsveit- ir,“ segir Gísli. GE Mjög góð loðnuveiði Loðnuskip Haraldar Böðvarssonar hf. hafa alls veitt um 17.500 tonn af loðnu það sem af er árinu. I lok janúar í fýrra var aflinn ríflega helmingi minni eða um 8000 tonn. Veiðin skipt- ist þannig á milli loðnuskipa fyrirtækisins að Víkingur er kominn með 8000 tonn og Ingunn 9500. Fyrrnefnda skipið kom inn til löndunar á Akranesi í gærmorgun með 1100 tonn. HJH Bætt sund- aðstaða í Ólafsvík Á síðasta fundi bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar lögðu fulltrúar J-lista ífam tillögu þess efnis að gerð yrði kostnaðaráætlun um upp- byggingu útiaðstöðu með heitum pottum og sólbaðs- aðstöðu við Sundlaug Snæ- fellsbæjar í Olafsvík. Flutn- ingsmenn tillögunnar telja að með framkvæmdinni myndi aðsókn í laugina aukast til muna, bæði af heimamönnum og ferða- mönnum. Tillagan var samþykkt samhljóða með þeim fýrir- varafulltrúa D-listans, að kostnaðarlega væri fram- kvæmdin ekki forgangsverk- efni. GE Efiit til samstarfs heilsugæslu og leikskóla Heilsugœslan á Akranesi Efht hefur ver- ið til samstarfs milli Heilsu- gæslustöðvarinn- ar á Akranesi og leikskólans Teigasels við Laugarbraut. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og er meginmark- mið verkefnisins að koma á mark- vissu samstarfi milli þessara að- ila. Byrjað verð- ur á að færa þroskapróf sem gerð eru á börn- um 3ja og 1/2 árs og 5 ára út í leikskólana. Mat á þroska barnsins fer þannig fram í því umhverfi sem barnið þekk- ir, þ.e. hjúkrunarfræðingur kemur í leikskólann og hittir barnið og foreldra þess þar. Koma hjúkrunarfræðings í leik- skólann verður tvisvar í mánuði og mun starfsfólk heilsugæslu- stöðvarinnar sjá um að boða foreldra til viðtals eftir því sem við á. Það er von þeirra sem að þessu samstarfi standa að vel takist til og er jafnframt fýrir- hugað að flytja slíkt samstarf inn í alla leikskóla Akranes- kaupstaðar. Frjálslyndir stilla upp í febrúar Allir stjórnmálaflokkarnir sem voru í framboði í kjördæm- unum, sem mynda hið nýja Norðvesturkjördæmi fýrir síð- ustu kosningar, nema Frjáls- lyndi flokkurinn hafa stillt upp framboðslistum fýrir komandi Alþingiskosningar. Að sögn Guðjóns Arnars Kristinssonar þingmanns Frjálslyndra á Vest- fjörðum er fundur stjórnar kjördæmisráðs og nokkurra annarra aðila fýrirhugaður 9.-10. febrúar næstkomandi að Reykjum í Hrútafirði. Þar verður raðað niður á lista og hann væntanlega kynntur í kringum 20. febrúar. Guðjón fékkst ekki til að gefa upp nöfn hugsanlegra kandidata að öðru leyti en því að hann kvaðst gefa kost á í efsta sæti listans. Guð- jón Arnar er eini þingmaður Frjálslyndra í kjördæminu á yf- irstandandi kjörtímabili. GE Guðjóii Amar Kristinsson alþingis- maöur Heimir Þór ívarsson trillukarl frá Olafsvíkfór á andaveiðar í s.l. viku en hitti þájýrir grágæsir sem mun vera heldur ó- venjulegt á þessum árstíma. Að sögn Ólafs Einarssonar fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun eru gæsir mjóg sjaldgæfar á þessum slóðum eftir lok október þegar flestar slíkar erufamar til vetrarstóðva sinna á Bretlandseyjum. Telur Olafiir að veðurfarið í baust og vetur hafi ruglað þær í ríminu. PSJ Þrjú umferðar- óhöpp vegna hálku Þrjú umferðaróhöpp urðu á svæði lögreglunnar í Borgarnesi föstudaginn 24. janúar s.l. og spilaði hálkan þar stórt hlutverk. Fólks- bifreið á suðurleið rann út af veginum í Galtarholtsfló- anum ofan við Gufuá á Vesturlandsvegi upp úr há- deginu. Okumaðurinn slapp þar með skrekkinn og litlar skemmdir urðu á bif- reiðinni. Um klukkan níu um kvöldið varð árekstur í Borgarnesi. Þar var ekið aftan á bifreið á Borgar- brautinni. Bifreiðin hafði verið stöðvuð vegna um- ferðar á móti. Ökumaður aftari bifreiðarinnar tók ekki tímanlega eftir því að fremri bifreiðin hafði stöðv- að og náði því ekki að stöðva sína bifreið sem rann á þá fremri. Farþegar í fremri bílnum fengu háls- hnykk og var ráðlagt að fara til læknis. Þá fór björgunarsveitar- bifreið frá Akranesi út af Hagavegi inn við Skorra- dalsvatn. Bifreiðin valt ofan í vegskurð og hlutu tveir farþeganna minniháttar meiðsl. Töluverð hálka var á veginum sem er þarna hlykkjóttur og mjór. Kranabifreið þurfti til að íjarlægja björgunarsveitar- bifreiðina af vettvangi. GE Fæddist í sjúkraM við Kaldár- mela Hólmurum fjöglaði um einn síðastliðinn fimmtudag þegar ungur drengur kom í heiminn. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að sá stutti hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir því að móðirin kæmist á fæðingardeildina. Dreng- urinn fæddist nefnilega í sjúkrabílnum við Kaldár- mela. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns heilsast móður og barni vel. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.