Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2003, Side 11

Skessuhorn - 05.02.2003, Side 11
d&csaums*.. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 2003 11 Tveir sigrar hjá ÍA um helgina Mfl. ÍA sigraði í fjögurra liða móti sem fram fór um síðustu helgi í Fífunni í Kópavogi. Skagamenn sigruðu Breiða- blik örugglega 5-1 á laugar- deginum eftir að staðan hafði verið 5-0 í hálfleik. Garðar B. Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir lA og Guðjón Sveinsson og Hjörtur Hjartarson eitt hvor. í úrslitaleiknum á sunnu- daginn mættu Skagamenn HK, en þeir höfðu unnið Grindvíkinga deginum áður 1- 0. Gamla kempan, Haraldur Hinriksson, fyrrum leikmaður ÍA, lék með HK gegn sínum gömlu félögum í leiknum en hann hyggst leika með þeim næsta sumar. Eins og degin- um áður gerðu Skagamenn öll sín mörk í fyrri hálfleik en að þessu sinni urðu þau tvö. Hjörtur kom ÍA yfir um miðjan háifleikinn og Garðar skoraði seinna mark Skagamanna í leiknum rétt fyrir leikhlé. Þrátt fyrir ágætis færi ÍA, í seinni hálfleik, urðu mörkin ekki fleiri og lokatölur því 2-0. Lokasprettur- inn erfiður Skallagrímur - Keflavík: 88 - 93 Skallagrímsmenn misstu af kærkomnu tækifæri til að reyta inn stig og það gegn efsta liðinu í deildinni, þegar þeir glutruðu niður tuttugu stiga forystu gegn Kelfvíkingum á föstudagskvöld- ið. Keflvíkingar byrjuðu mun bet- ur og svo virtist sem Damon Johnson ætlaði að gera út um leikinn í fyrsta leikhlutanum, en þá skoraði hann fimmtán stig. Eftir að hafa lent undir 9-21 komust heimamenn loks í gang og voru mun atgangsharðari í lok fyrsta leikhluta og komust yfir með miklu harðfylgi 28 - 26. Það var ekki síst Donde Mathis sem átti heiðurinn af því, en hann kvaddi Skallagrímsmenn með góðum leik. í öðrum leik- hluta héldu Skallarnir áfram að berjast eins og Ijón og þá hefur Keflvíkingum væntanlega orðið Ijóst að þeir þyrftu að hafa fyrir hlut- unum, þrátt fyr- ir að liðin væru á sinnhvorum enda stigatöfl- unnar. Skallarn- ir höfðu undir- tökin og leiddu í leikhléi 47 - 44. Heimamenn komu einnig mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og áttu feikna góðar rispur á meðan Keflvíkingar gerðu sig seka um mistök sem sæma ekki besta körfuknatt- leiksliði landsins. Hafþór átti feikna góðan leik í seinni hálf- leiknum en hann hitti vel úr þriggja stiga skotunum. Skall- arnir komust mest í tuttugu stiga forystu, en þá komu Kefl- víkingarnirtil baka og minnkuðu muninn niður í tíu stig áður en síðasti leikhlutinn hófst. Þá var staðan 72 -62. Keflvíkingarnir héldu síðan áfram að saxa á forskotið jafnt og þétt og sigu loks framúr á síðustu mínútun- um. Þeir Hafþór, Donde Mathis og Milos Ristic voru bestu menn Skallagríms í leiknum. Tölurnar - Skallagrímur Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Milosh Ristic 31 2 18 5 Hafþór 1. Gunnarsson 32 1 2 18 6 Ari Gunnarsson 23 4 2 6 7 Pálmi Þ. Sævarsson 12 5 0 0 8 Þorvaldur Æ. Þorvalds. 5 0 0 2 9 Donte Mathis 36 5 8 25 10 Pétur M. Sigurðsson 17 3 1 14 13 Valur Ingimundarson 16 6 2 5 14 Darko Ristic 28 5 2 0 Fjóröi bandaríkja- maöurinn í Borgarnes Bandaríski körfuknattleiks- maðurinn Donte Mathis sem kom til Skallagríms um áramót er farinn frá liðinu og lék hann sinn síðasta leik í Borgarnesi gegn Keflvíkingum á föstudag. Mathis mun hafa fengið gott tilboð frá liði í Júgóslavíu og kvaddi því Skallana sem hefðu gjarnan viljað hafa hann lengur, enda hefur hann leikið vel með liðinu í þennan stutta tíma. í stað Mathis hafa Borgnesingar fengið til tiðs við sig JoVann Johnson en hann er yngri bróðir hins firnasterka Keflvíkings, Damon Johnson . Johnson er því fjórði Bandaríkjamaðurinn hjá Borgnesingum á þessu keppnistímabili. GE Hoknir af reynslu Mynd: Sigga klappstýra. Á dögunum var haldið al- þjóðlegt körfuboltamót „old boys“ manna, í Smáranum Kópavogi, á vegum KKl. Þrjú lið frá Bandaríkjunum mættu til leiks, ásamt fimm hörkuliðum frá íslandi. Old boy’s í Borgarnesi og Stykkishólmi slógu til og mættu með sameiginlegt Vest- urlandslið og sýndu marga góða takta, sérstaklega á móti Valsmönnum og Keflavíking- um, með þá Jón Kr. og Sigurð Ingimundarson í fararbroddi. Þótti mönnum ekki leiðinlegt að lemja á þeim. Vesturlands- liðið gerði sér lítið fyrir og lagði eitt bandaríska liðið við mikinn fögnuð. Þarna mátti sjá margan reynsluboltann, en þeirra frægastur er án efa Pét- ur nokkur Guðmundsson, hokinn af reynslu, sem lék á sínum ferli með þremur NBA liðum og geri aðrir íslendingar betur. Storsigur Snæfells Snæfell - KR: 84 -57 Snæfellingar fóru á kostum á heimavelli, síðastliðið fimmtudagskvöld þegar þeir kjöldrógu slappa KR inga. Það var ekki síst agaður varn- arleikur sem tryggði Snæfell- ingum kærkominn sigur. Þeir fóru sér engu óðslega og sigu fram úr gestunum hægt og bítandi. KR-ingar voru orðnir örvæntingarfullir, undir lok leiksins og reyndu að pressa á Snæfellinga en það dugði skammt. Það varð meðal ann- ars til þess að burðarás KR liðsins, Darrel Flak varð að fara af leikvelli með sína fimmtu villu. Hann undi því hinsvegar illa og nældi sér í tværtæknivillur að auki sem væntanlega útilokar hann frá næsta leik, sem er einmitt gegn Skallagrími. Hjá Snæfellingum voru þeir Hlynur og Clifton Bush bestir, líkt og oft áður í vetur. Tölurnar - Snæfell Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Baldur Þorleifsson 4 0 0 0 5 Andrés M. Heiðarsson 19 4 0 4 6 Atli R. Sigurþórsson 7 1 1 2 7 Jón Ó. Ólafsson 14 5 1 8 8 Helgi R. Guðmundss. 27 1 7 17 10 Sigurbjörn Þórðarson 26 3 3 23 11 Clifton Bush 40 15 6 25 12 Lýður Vignisson 30 2 1 9 14 Hlynur E. Bæringsson 33 13 3 16 Einstefna í Grindavík Grindavík-Skallagrímur: 97-80 Grindvíkingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með Borg- nesinga sem fóru suður með sjó síðastliðið mánudagskvöld. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og voru í einkar þægilegri Tölurnar - Skallagrímur stöðu í leikhléi, 46-20. Eftir það gátu heima- menn slakað á og kláruðu leik- inn í rólegheitum, án þess að Skallarnir næðu nokkurntíma- Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Milosh Ristic 28 4 5 26 5 Hafþór 1. Gunnarsson 27 4 0 11 6 Ari Gunnarsson 17 3 2 0 7 Pálmi Þ. Sævarsson 21 2 0 0 10 Pétur M. Sigurðsson 32 0 2 28 13 Valur Ingimundarson 24 8 1 13 14 Darko Ristic 30 10 4 18 15 JoVann Johnson 21 5 2 5 að ógna þeim. Pétur Sigurðs- son var bestur Borgnesinga að þessu sinni. Dýrmæt stig í súginn Breiöablik - Snæfell :77-74 ekkert eftir og náðu að landa sigrinum á lokakaflanum. Clifton Bush og Hlynur Bær- ingsson voru bestu menn Snæfells. Snæfellingar töpuðu dýr- mætum stigum, í baráttunni um sæti, í úrslitakeppninni þegar þeir sóttu Breiðablik heim í Kópavoginn síðastlið- inn sunnudag. Ekki er laust við að hvarfli að mönnum að Snæfellingar hafi verið að spara orkuna fyrir úrslitaleik- inn í bikarnum gegn Keflavík á laugardag og þá vonandi að það hafi sín áhrif. Snæfelling- ar voru samt sem áður sterkari aðilinn framan af en Blikarnir gáfu Tölurnar - Snæfell Nr Nafn Mín HF STO STIG 5 Andrés M. Heiðarsson 10 3 0 3 6 Atli R. Sigurþórsson 11 0 0 0 7 Jón Ó. Ólafsson 24 3 2 3 8 Helgi R. Guðmundss. 24 3 2 3 10 Sigurbjörn Þórðarson 27 1 0 9 11 Clifton Bush 40 13 2 19 12 Lýður Vignisson 34 1 3 8 14 Hlynur E. Bæringsson 37 14 4 27

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.