Skessuhorn - 05.02.2003, Blaðsíða 7
gSESSlíHOBRI
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 2003
7
Einsetningu grunnskólanna á Akranesi lokið
Stór stund í sögu skólastarfsins
Úr Brekkubœjarskóla.
Einsetningu grunnskólanna
tveggja á Akranesi er nú form-
lega lokið, en framkvæmdir
vegna einsetningarinnar eru með
viðamestu framkvæmdum Akra-
neskaupstaðar í seinni tíð a.m.k.
I tílefni þessara tímamóta ræddi
Skessuhorn við tvo þeirra sem
hafa haft mikið af þessum fram-
kvæmdum að segja, þá Pétur
Oðinsson sem er formaður
framkvæmdanefndar vegna
skólabygginga á Akranesi og
Inga Steinar Gunnlaugsson sem
er skólastjóri Brekkubæjarskóla.
Pétur segir ferlið, sem nú er að
ljúka, hafa staðið ffá því árið
1999. Framkvæmdir hófust hins-
vegar árið eftir. „Það lá fyrir að
það þyrfti að byggja við báða
skólana og í upphafi var ákveðið
að fara þá leið að hafa alútboð
fyrir framkvæmdina í heild sinni.
Síðan var ákveðið að byrja á
Brekkubæjarskóla. Framkvæmd-
Pétur Óðinsson
um þar lauk árið 2001 og þá var
strax farið í að byggja við
Grundaskóla og þeim fram-
kvæmdum lauk í haust.
Þessi leið, að bjóða fram-
kvæmdina út í einu Iagi, gafst að
mínu mati mjög vel. Helstí kost-
urinn er sá að vertakarnir fá færi
á að koma með lausn sem hentar
bæði kröfum kaupandans og
þeirra vinnubrögðum. Þetta hef-
ur líka þann kost að allir, sem að
verkinu koma, eru undir sama
hatti og minni hætta á togstreitu
á milli einstakra verktaka. Það
auðveldar okkur mikið að halda
utan um verkið.
Við fengum fjórar tillögur,
sem fóru fyrir dómnefod og nið-
urstaðan var sú að langhagstæð-
asta tílboðið kom ffá Lofforku.
Fermetraverðið, með búnaði og
öllu tílheyrandi, er í kringum
170 þúsund á fermeter sem er
mjög ásættanlegt. Samkvæmt
upplýsingum frá byggingardeild
Borgarverkffæðings er það um
20 þúsund krónum undir fer-
metraverðinu á þeirra svæði.
Niðurstaðan er því að við fáum
hin ágætustu hús fyrir ásættan-
legt verð. Þá er ég ekki eingöngu
að tala um viðbyggingarnar sjálf-
ar, því hluti af ffamkvæmdinni
var endurbætur á því húsnæði
sem fyrir var og að laga gömlu
byggingarnar að þeim nýju. Ég
held að öll aðstaða í báðum skól-
unum sé því orðin nánast eins
góð og hægt er,“ segir Pétur.
Ekki fleiri
viðbyggingar
Aðspurður um hversu langt
fram í tímann sé horff með þess-
um ffamkvæmdum segir Pétur
að það þurfi allavega ekki að
huga að ffekari grunnskólabygg-
ingum á næstu árum. „Það var
byggt nokkuð umfram þarfir,
eða sem nemur tveimur kennslu-
stofom í hvorum skóla, enda gert
ráð fyrir einhverri fjölgun nem-
enda á næstu árum. Eg held
hinsvegar að það sé Ijóst að það
verður ekki byggt meira við
þessa skóla. Þegar að því kemur
að hugsa stærra þá held ég að sé
ekki spurning um að það verður
nýr skóli. Það er aldrei gott að
byggja svona mikið við í þetta
mörgum áföngum, þótt þetta sé
leið sem flestír hafa orðið að
fara, enda hefor það verið reglan
að skólahúsin hafa stækkað með
bæjunum. Hvar nýr skóli kemur
tíl með að rísa veit ég hinsvegar
ekki en það er vonandi nægur
tími til að spá í það.“
Pétur segir að þótt fram-
kvæmdum sé lokið sé enn óleyst
hvernig mötuneytismálum verði
háttað í ffamtíðinni. „Ein hug-
myndin er sú að hafa eitt eldhús
fyrir alla skólana, þ.e. grunnskól-
ana og leikskólana eða útbúa mat
á hverjum stað fyrir sig. I dag er
boðið upp á léttan hádegisverð í
skólanum, en menn hafa verið að
velta fyrir sér að bjóða upp á
heitar máltíðir. Þær hugmyndir
hafa fengið jákvæðar undirtektir
foreldra, en ef það verður ákveð-
ið er spurning hvaða leið verður
farin. Það kæmi tíl greina að
byggja eldhús sem jafavel byði
upp á þjónustu fyrir fleiri aðila
eða að bjóða þesssa þjónustu út.
Þetta eru hinsvegar mest vanga-
veltur enn sem komið er.“
Þrátt fyrir að ffamkvæmdum
við grunnskólana sé lokið er
framkvæmdanefndin ekki laus
allra mála. „Það má segja að
nefadin hafi verið klöppuð upp
því hún hefur nú fengið það
verkefni að stýra ffamkvæmdum
við leikskólann Vallarsel. Þar
liggur fyrir stækkun um þrjár
deildir sem á að vera tilbúin í
nóvember. Þar verður hinsvegar
farin önnur Ieið og hönnuðirnir
valdir fyrst og verkið síðan boðið
út. Það má segja að það sé dýr-
mæt reynsla fyrir sveitarfélagið
að geta borið þessar leiðir saman
með þessum hætti,“ segir Pétur.
Ingi Steinar Gunnlaugsson
Fjölmargir kostir
Ingi Steinar Gunnlaugsson,
skólastjóri Brekkubæjarskóla,
segir einseminguna vera lang-
þráðan áfanga fyrir alla sem
tengjast skólastarfi á Akranesi,
hvort sem er kennara, nemendur
eða foreldra. „Kostimir era nátt-
uralega augljósir, þar sem nem-
endur era nú allir í skóla á þeim
tíma sem hentar betur tíl náms.
Auk þess eru skóladagar nem-
enda samfelldir og þeir fá mat í
skólanum, þannig að þeir geta
mætt á morgnana og þurfa ekki
að fara héðan fyrr en kennslu lík-
ur. Nemendurnir þurfa því ekki
að vera á stöðugu flakki á milli
skóla og heimilis eða að drepa
tímann á milli kennslustunda.
Tíminn nýtist þeim því betur og
foreldrar þurfa síður að hafa
áhyggjur."
Ingi Steinar segir að vinnuað-
staða nemenda og kennara
einnig hafa einnig bamað til
muna með einsetningunni.
„Hver bekkjardeild hefur núna
sína stofu og því hefor verið
hægt að aðlaga húsgögn og inn-
réttingar því sem hentar hverjum
aldurshópi. Þá verða störf kenn-
ara markvissari og það ættí að
tryggja betri árangur. Það er því
óhætt að segja að þetta sé stór á-
fangi fyrir okkur,“ segir Ingi
Steinar.
GE
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
NÝTTÁ SÖLUSKRÁ
ARNARKLETTUR 23, BORGARNESI
Nýttraðhús. íbúð 116,1 ferm. ogbílskúr33,l ferm. Húsið
« selst fullbúið fyrir utan gólfefni. I húsinu er forstofa, hol,
f stofa, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherb. og sólstofa.
| Gólf í bílskúr flísalagt. Hellulagt fyrir framan húsið. Húsið
| er til afhendingar fljótlega.
Verð: kr. 18.500.000
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Uppboð
Eftirtaldar bifreiöar verða boðnar upp við
lögreglustöðina í Borgarnesi, föstudaginn
14. febrúar 2003 kl. 15:00, hafi þær ekki
verið afturkallaðar.
UP-358 TB-681 KV-118
1 DL-623 US-502 UY-485
í KJ-096 YS-138 JR-159
X
Borgarnesi 4. febrúar 2003
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
ib NOVARTIS
Nicotinell
Njóttu lífsins reyklaus!
VIKUTILBOÐ
15%
afsláttur af öllum Nicotineli
lyfjum í Borgarnes Apóteki
plúsap
www.plusapotek.is