Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2003, Page 1

Skessuhorn - 19.02.2003, Page 1
Aðgerðir til bjargar Kútter Sigurfara Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita samþykkti á fundi sínum ný- verið að skipa nefnd sem koma skal með tillögur um viðgerðir á Kútter Sigurfara og hvernig varðveita megi skipið til framtíðar. Að sögn Jóns Allanssonar, forstöðu- manns Byggðasafnsins, er skipið í slæmu ásigkomulagi. „Þrátt fyrir að skipinu sé sinnt að einhverju leyti á hverju ári dugir það skammt gegn veðri og vindum sem á því berja. Nú er svo komið að gagngerar endurbætur þurfa að fara fram. Nefndin mun fá sérfræðinga, m.a. skipaverkfræðing og forvörð, til að gefa sitt álit á hvernig endurbótunum og varðveislu skuli háttað. Það er eiginlega tvennt sem kemur til greina. Ein leiðin er sú að byggja hús utan um skipið þar sem möstrin standa uppúr en það er tölu- vert ódýrara en að byggja yfir þau líka. Þá myndu endurbæturnar á skipinu lika verða ódýrari þar sem ekki þyrfti að vernda það fýrir vami og vind. Onnur leið er að byggja skipið algjör- lega upp og láta það standa þar sem það er. Sú leið yrði einnig mjög kostn- aðarsöm þar sem mun betri og dýrari við yrði að notast. Persónulega líst mér mun betur á þá leið að byggja hús yfir skipið. Flest lönd í kringum okkar varðveita sín skip þannig, s.s. Noregur og Svíþjóð." Nefndin hefur ffest til i.október til að skila af sér tillögunum en Jón reikn- ar með að skýrslan verði tilbúin eitt- hvað fýrr. Leitast verður eftir því að fjárlaganefnd ríkisins komi að kosm- aðinum sem framkvæmdunum muni fýlgja, enda þykir ljóst að Akranes- kaupstaður hefur ekki bolmagn til að standa að þeim einir. Að auki er Kútt- er Sigurfari eina skipið sinnar tegund- ar á Islandi, sem varðveist hefur og því um mikil menningarverðmæti að ræða fyrir þjóðina alla. HJH Skessuhom fimm ára í gær, þann 18. febrúar, voru fimm ár liðin ffá því fyrsta tölublöð Skessuhorns kom út. Þótt fimm ár séu í sjálfu sér ekki langur tími er þetta samt sem áður nokkuð hár aldur í blaðaútgáfu á íslandi. Skessuhorni var dreiff frítt í öll hús á Vesturlandi fýrsta árið og útgáfan eingöngu fjár- mögnuð með auglýsingatekj- urn. Blaðið hefur síðan verið selt í áskrift frá því í ársbyrjun 1999. Þrátt fyrir að útgáfa héraðsfréttablaða hafi átt und- ir högg að sækja var Skessu- horni strax í upphafi vel tekið af Vestlendingum og öðrum sem áhuga hafa á málefnum þessa svæðis. Blaðið á því les- endum sínum sem og aug- lýsendum að þakka að hafa náð þessum áfanga. Þrátt fyrir aukið framboð fjölmiðla, s.s. fjölda útvarps- rása og veffniðla, af ýmsu tagi, þá virðist sem að þörfin fyrir héraðsfféttablöð sé síst minni í dag en hún var fyrir einhverj- um áratugum. Það hefur frá upphafi verið skoðun útgef- enda Skessuhorns að einstök- um landsvæðum sé nauðsyn- legt að eiga sína eigin miðla sem sinna miðlun upplýsinga sem snerta viðkomandi byggðarlag og eru um leið vettvangur fýrir skoðanaskipti um málefni viðkomandi svæða. Vinsældir Skessuhorns sýna svo ekki er um villst, að þörfin er fýrir hendi því blaðið hefur um allnokkurt skeið ver- ið eitt af útbreiddustu héraðs- fréttablöðum landsins. Starfsfólk Skessuhorns þakkar lesendum sínum sam- fýlgdina og ánægjuleg sam- skipti á síðustu fimm árum og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi um ókomna Fyrsta tölublað Skessuhoms sem kom útfyrirfimm árum. Hún Olína Elísdóttir slær ekki af við beitningar þegar róið er með línuna á línubátnum Fanney SH 248frá Ölafsvík. Hún gerir bátinn ilt ásamt manni sínum Guðmundi Magnússyni A sjónum með Guðmundi er Magniís sonurþeirra hjóna og í landi beitir einnig dónrr þeirra. Helga. Þama er þvi á ferðinni sannkölluð fjöl- skylduútgerð. PSJ. Hart telást á um spari- sjóðinn „Ef menn ætla hinsvegar að fara að rífast um hvort eigi að selja eða ekki að selja þurfa menn að kynna sér málin fýrst. Því vil ég meina að menn séu komnir svolítið fram úr sér. Þetta er greinilega viðkvæmt mál og því er skynsamlegt að menn skoði það á öðrum vettvangi en fokvondir í fjölmiðlum," segir Finnbogi Rögnvaldsson formað- ur bæjarráðs Borgarbyggðar um gagnrýni stjórnar Sparisjóðs Mýrasýslu á hann vegna óform- legra viðræðna við aðrar banka- stofnanir um sölu stofnfjár í SM. A bls 6 og 7 í blaðinu í dag er ýt- arlega fjallað um hugmyndir um sölu SM sem er orðið að miklu hitamáli innan Borgarbyggðar. Tilboð Verð áður: Lambakjöt, 1/2 skrokkur .489 kg. 681 kg. Lambalæri, 1/1 írosið. . 799 kg. 1.067 kg. Svínakótilettur (úr kjötborði) . 699 kg. 998 kg. Svínahnakkasneiðar (úr kjötborði) . 499 kg. 698 kg. Hunangskr. úrb. grísahnakki . 798 kg. Nýtt Kjúklingur, 1/1 íerskur .399kg. 788 kg. r Tilboðin hefjast fimmtudaginn 20. febrúar og gilda til 24. febrúar eða meðan birgðir endast M 9- 19 virkadaga 10- 19 laugardaga 12-19 sunnudaga

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.