Skessuhorn - 19.02.2003, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003
^tklisainu^
Tilboð í
Sparisjóð
Sigluíjarðar
Sparisjóður Mýrarsýslu,
sem er stærsti stofnfjáreigand-
inn í Sparisjóði Sigluíjarðar,
hefur gert öðrum stofníjáreig-
endum tilboð í þeirra hlut.
Mikið tap var af rekstri Spari-
sjóðs Sigluíjarðar árið 2001 ,
eða 259 milljónir króna en af-
koma sjóðsins fýrir árið 2002
liggur ekki fyrir. Segir Gísli
Kjartansson sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Mýrasýslu að slæm
staða Sparisjóðs Siglufjarðar
sé ein ástæða þess að að SM
komi þar inn. „Við áttum 40%
hlut síðan í fýrra og erum að
gera tilboð í restina. Það er
okkar skoðun að rétt sé að
vinna að sameiningu þessara
sjóða og þessi kaup eru hugs-
anlega fýrsta skrefið í því
ferli.“ Gísli segir að samt sem
áður liggi ekki fýrir nein frek-
ari áform um sameiningu
sparisjóða.
Stofhfé í Sparisjóði Siglu-
fjarðar er um 80 milljónir, þar
af er núverandi hlutur SM um
30 milljónir. GE
UKV flytur
Ákveðið hefur verið að
Upplýsinga og kynningarmið-
stöð Vesmrlands flytji í nýtt
húsnæði í Borgarnesi í vor.
UKV hefur, frá því miðstöðin
var stofnuð fýrir þremur áruin,
verið til húsa í húsi Framköll-
unarþjónustunnar við Brúar-
torg. Upplýsingamiðstöðin
flyst ekki langt, heldur aðeins
yfir götuna í Hyrnuna og
verður þar sem Sparisjóður
Mýrasýslu hafði áður af-
greiðslu. GE
Samkomulag gert um
rannsókn á áhrifum
HvaHjarðarganganna
Síðastliðinn
föstudag var undir-
ritað samkomulag
um gerð skýrslu um
áhrif Hvalfjarðar-
ganga á búsetuþró-
un og -skilyrði á
Vesturlandi. Að
verkefninu standa
Samtök sveitarfé-
laga á Vesturlandi,
Samgönguráðu-
neytið, Viðskipta-
háskólinn á Bifröst,
Vegagerð ríkisins,
Spölur og Byggða-
stofnun en stefht er
að verklokum fýrir
júnílok 2003.
Verkið verður að
mestu unnið af At-
vinnuráðgjöf Vest-
urlands og mur
Olafur Sveinsson
forstöðumaður Atvinnuráðgjaf-
arinnar stýra framkvæmdinni en
um fræðilega vinnslu sér Vífill
Karlsson hagfræðingur.
Það er Gísli Gíslason bæjar-
stjóri á Akranesi sem á frum-
kvæðið að því að ráðist er í verk-
efhið og sagði hann í samtali við
Skessuhorn að áhrif Hvalfjarðar-
ganganna væru vissulega að
mörgu leyti sýnileg en að menn
vildu hinsvegar fá nánari upplýs-
ingar um í hverju áhrifin væru
fólgin. „Aður en ráðist var í þessa
framkvæmd fengum við fræð-
inga erlendis frá til að uppfræða
okkur um áhrif vegtenginga af
Frd undirritun samkomidagsins í safnaskálanum á Akranesi síSastliðinn fóstudag.
Mynd: GE
þessu tagi. Þau áhrif voru minni meiri í Borgarnesi og einnig
en við höfum orðið vitni að hér mikil á Snæfellsnesi, jafnvel allt
og við viljum rannsaka nánar
hvað veldur.
Meginatriðið er hinsvegar að
kanna hvernig við getum nýtt
þessar vegabætur betur en hing-
að til hefur verið gert. Við erum
með það á hreinu að Hvalfjarð-
argöngin hafa verið búsetu hér á
svæðinu lyftistöng þannig að þær
niðurstöður er kannski hægt að
gefa sér nokkuð fýrirfram. Aftur
á móti er forvitnilegt að vita
hversu vítt þau áhrif ná. Við vit-
um að áhrifin hafa verið mikil
hér á Akranesi og kannski enn
norður í Húnavatnssýslur. Áhrif-
in eru hinsvegar með sinnhvor-
um hætti á hverjum stað og fróð-
legt að bera það saman.“
Aðspurður segir Gísli að rann-
sóknin snúist ekki um lækkun
eða niðurfellingu vegtolla af
göngunum sem sífellt verður há-
værari. „Það má hinsvegar velta
fýrir sér áhrifum af niðurfellingu
í þessu sambandi en fýrst og
fremst miðast rannsóknin við
þær aðstæður sem eru í dag.“
GE
Hagnaður Viðskipta-
háskólans 6,4 milljónir
Ársreikningur Viðskiptahá-
skólans á Bifröst fýrir fjárhagsár-
ið 1. ágúst 2001 - 31. júlí 2002
var lagður ffam og undirritaður
á fundi stjórnar skólans 15. febr-
úar sl. Tekjur skólans námu
213,5 milljónum króna og hækk-
uðu um 74 milljónir króna á
milli ára. Samningsgreiðslur frá
ríki námu 101 milljón króna og
nema ffamlög frá ríki nú í fýrsta
sinn innan við helming af tekjum
skólans. Rekstrargjöld skólans
námu 204,4 milljónum króna að
meðtöldum afskriftum. Gjalda-
liðir hækkuðu um 67 milljónir
króna milli ára, þar af laun og
launatengd gjöld um 45 milljón-
ir króna. Rekstrarhagnaður fýrir
fjármagnsliði nam 9,1 milljón
króna, nettó fjármagnsgjöld 2,7
milljónum króna og hagnaður
ársins 6,4 milljónum króna.
I árslok 2001 hófust fram-
kvæmdir við nýbyggingu við
skólann, auk tengdra fram-
kvæmda vegna bílastæða og ann-
ars frágangs. Fjárfestingar skól-
ans vegna þessa námu 158 millj-
ónum króna í ársreikningnum.
Framkvæmdum var að mestu
lokið í árslok 2002 og í heild
nema fjárfestingar skólans tæp-
um 300 milljónum króna, þar af
230 milljónir króna vegna ný-
byggingarinnar.
Samhliða ársreikningi Við-
skiptaháskólans liggja fýrir árs-
reikningar tveggja sjálfseignar-
stofnana sem eiga og reka íbúð-
arhúsnæði á Bifröst. Nemenda-
garðar Viðskiptaháskólans eiga
og reka húsnæði fýrir nemendur
en Starfsmannagarðar Við-
skiptaháskólans fýrir starfs-
menn. Fjárfestingar Nemenda-
garða í íbúðarhúsnæði á Bifröst
á fjárhagsárinu 2001 - 2002
námu rúmlega 400 milljónum
króna.
Nýtt verslunarhús-
næði á Akranesi
Eigendur verslunarinnar Bjargs d Akranesi tóku í síðustu vikujyrstu
skóflustunguna að nýju verslunarhúsnæði sem rísa skal á næstu mánuðum við
Kalmansvelli. Um er að ræða húsgagnadeild verslunarinnar, en eins og kunn-
ugt er reka eigendur Bjargs einnig tískuvöruverslun sem ber sama nafn. Hið
njja húsnæði verður 410 fm á einni hæð og er reiknað með að verslunin verði
opnuð á njjum stað í byrjunjúní í sumar. HJl
Akranes
Fíkniefrii
fundust
við húsleit
Lögreglan á Akranesi fram-
kvæmdi húsleit í þremur hús-
um á Akranesi sl. föstudags-
kvöld þar sein grunur lék á að
íbúar og gestir hefðu fíkniefhi
undir höndum. í aðgerðinni
naut lögreglan á Akranesi að-
stoðar frá lögreglunni í
Reykjavík, Ríkislögreglu-
stjóraembættinu og lögregl-
unni á Snæfellsnesi. Að auki
var lögreglan í Borgamesi við
því búin að koma til aðstoðar
ef á þyrfri að halda en til þess
kom þó ekki.
Lögreglan hafði fengið hús-
leitarúrskurð frá Héraðsdómi
Vesturlands og var leitín gerð
samtímis í húsunum þremur.
Einnig var leitað í þremur bíl-
um en alls fúndust um 10
grömm af amfetamíni, eitt-
hvað af hassi og talsvert af
áhöldum til neyslu fíkiefna.
Alls vom 9 manns handteknir
í aðgerðunum en flestir þeirra
munu um alllangt skeið hafa
legið undir grun um með-
höndlun og neyslu fíkniefna.
Hinir handteknu vom yfir-
heyrðir á föstudagskvöld og
aðfararnótt laugardags og
látnir lausir að yfirheyrslum
loknum. Að sögn lögreglunn-
ar á Akranesi telst málið upp-
lýst. II] H
Akraneskaup-
staður tapar
dómsmáli
Héraðsdómur Vesturlands
dæmdi nýverið í máli Hafdísar
Fjólu Asgeirsdótmr, grann-
skólakennara, sem hún höfð-
aði á hendur Akraneskaupstað
og Námsleyfasjóði gmnn-
skólakennara. Féll dómurinn
Hafdísi í vil sem taldi sig eiga
rétt á hærri greiðslum úr
sjóðnum en henni hafði verið
útlrlutað.
Kennarar, sem rétt hafa til,
geta sótt um launagreiðslur
frá Námsleyfasjóði þegar við á
,en stjórn sjóðsins ákveður
síðan aftur hversu hátt hlutfall
af launum viðkomandi er
greitt út. Akraneskaupstaður
kemur að málinu með þeim
hætti að hann sér um greiðslu
þessara launa en fær sömu
upphæð síðan greidda frá
Námsleyfasjóði.
Eins og áður segir féllst
Héraðsdómur á kröfu Hafdís-
ar og hefur bæjarráð þegar
samþykkt að efhi tíl áfrýjunar
sé ekki til staðar og hefur sent
Námsleyfasjóði bréf þar sem
óskað er efrir að gengið verði
ffá málinu.
HJH