Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2003, Page 7

Skessuhorn - 19.02.2003, Page 7
SSESSUHÖEIí; MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003 7 Sparisjóði Mýrasýslu orðnar að miklu hitamáli borði bæjarstjómar Borgarbyggðar - Stjórn SM kallar á skýr svör menn ræði málin er ekki þar með sagt að þeir rjúki til og selji. Ef menn ætla hinsvegar að fara að rífast um hvort eigi að selja eða ekki að selja þurfa menn að kynna sér málin fyrst. Því vil ég meina að menn séu komnir svolítið fram úr sér. Þetta er greinilega viðkvæmt mál og því er skynsamlegt að menn skoði það á öðrum vett- vangi en fokvondir í fjölmiðl- um. Eg treysti hinsvegar okkur sem sitjum í bæjarstjórn og þeim sem sitja í fulltrúaráði sparisjóðsins fullkomlega til að leiða þetta mál til lykta farsæl- lega fyrir íbúa sveitarfélags- ins,“ segir Finnbogi. Helga Halldórsdóttir s I fíillum rétti „Okkar skoðun var sú að við ættum að vita hvaða spil við hefðum á hendi og stilla upp þeim möguleikum sem væru í stöðunni,“ segir Helga Halldórsdóttir forseti bæjar- stjórnar Borgarbyggðar. „Við fengum lögfræðinga til að fara yfir nýju sparisjóðalögin og vildum vita hvernig sveitarfé- lagið stæði gagnvart sjóðnum sem stofnfjáreigandi. Afstaða Sjálfstæðismanna í þessu máli er skýr. Við setjum það sem skilyrði að engar breytingar verði gerðar nema þær komi augljóslega til með að efla sjóðinn. Vð útilokum enga möguleika svo fremi að þetta sé haft að leiðarljósi. Okkar könnun er lokið og við höfum fengið þær upplýsingar sem við sóttumst eftir. Málið er því í höndum stjórnar og full- trúaráðs sparisjóðsins. Eg tek það hinsvegar fram að við erum í fullum rétti að fjalla um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu sem stofnfjáreigendur og ég held að ákveðnir stjórnarmenn hafi farið offari í þessu máli. Okkar fulltrúar vissu að við vorum að skoða þessi mál og bökkuðu okkur upp í því á sín- um tíma. Viðbrögð einstakra manna bera vott um óþarfa hræðslu," segir Helga. Þorvaldur Jónsson Ekki stemning fýrir sölu „Vð viljum nálgast málefni sparisjóðsins með ábyrgum hætti eins og öll önnur mál,“ segir Þorvaldur Tómas Jóns- son oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Borgarbyggðar. „Við Framsóknarmenn mun- um ræða þessi mál og fara vel yfir þau á næstu dögum. Eg heyri ekki á mínu fólki að það sé nein stemning fyrir því að ganga til sölu á sjóðnum. Sparisjóðurinn er hinsvegar alls ekki yfir það hafinn að menn skoði framtíð hans og stefnu," segir Þorvaldur. Heldur til skaða Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns á Borg- arbyggð 97% stofnfjár í Spari- sjóði Mýrasýslu en þrjú pró- sent eru í eigu Hvítársíðu- hrepps. Olafur Guðmundsson oddviti Hvítársíðuhrepps segir að þar hafi málið ekki komið til umræðu enn. „Ég segi hinsveg- ar fyrir mig að í fljótu bragði líst mér ekki á að selja spari- sjóðinn og hef engan áhuga á að vinna að því. Ég tel að það Ólafur Gúðmundsson væri heldur til skaða fyrir hér- aðið og okkar sveitarfélag hef- ur verið sæmilega statt þannig að við þurfum ekki á sölu að halda í því augnarmiði. Ég hef hinsvegar lítið kynnt mér þetta mál og það hefur ekkert erindi komið inn á okkar borð. Ef það verður munum við að sjálf- sögðu ræða um það en ég sé ekki að það sé vilji fyrir sölu hér,“ segir Olafur. Runólfur Agústsson Málið er dautt „Umræðan hefur verið dregin fram í dagsljósið út á meðal almennings og þar hef- ur myndast breið samstaða um sjóðinn. Því ber að fagna,“ segir Runólfur Agústsson stjórnamaður í Sparisjóði Mýrasýslu sem hefur lýst mik- illi andstöðu við sölu sjóðsins. „Við mig hefur haft samband fjöldi manns og lýst yfir stuðningi við áframhaldandi starfsemi sjóðsins og Ijóst er að allur þorri almennings hér í héraði vill efla sjóðinn en ekki selja.“ Runólfur hafnar því að hann eða aðrir stjórnarmenn hafi farið offari í sínum við- brögðum við umræðu um hugsanlega sölu sjóðsins. „Vmnubrögð formanns bæj- arráðs kölluðu á hörð við- brögð sem allir stjórnarmenn í sparisjóðnum voru sammála um enda var ályktun stjórnar um málið samþykkt einróma. Málið er hins vegar eftir þessa umræðu dautt þar sem enginn stuðningur er við sölu. Það er hin efnislega niðurstaða málsins og sem slík er hún fagnaðarefni fyrir okkur öll. Sparisjóðurinn þarf hins vegar áfram að dafna, þroskast og taka þeim breytingum sem nauðsynlegar eru til að takast á við framtíðina. Þar eiga menn að ganga fram ódeigir og einarðir til að efla þennan sameiginlega sjóð okkar enn frekar.“ Aðalfundur Sparisjóðs Mýrasýslu verður haldinn föstudaginn 28. febrúar næst- komandi. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns er ekki búist við miklum átökum um sölu- málin á fundinum. Hinsvegar er ljóst að einhverjar breyt- ingar verða á stjórn sjóðsins. Magnús Sigurðsson á Gils- bakka í Hvítársíðu, stjórnar- formaður sjóðsins undanfarin ár, tilkynnti á síðasta aðal- fundi að hann hygðist ekki gefa kost á sér sem stjórnar- maður. Enn fremur liggur fyr- ir, í kjölfar sveitarstjórnar- kosninganna í Borgarbyggð, að annað stjórnarsæti Borgar- byggðarlista færist yfir til Framsóknar. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.