Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2003, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 19.02.2003, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003 9 Runólfur Agústsson Afhvetju á ekki að selja Grein mín sem birtist hér í blaðinu í síðustu viku hefur vakið mikla athygli og umtal sem eðlilegt er. Sú umræða er þörf, enda mikilvægi Spari- sjóðs Mýrasýslu fýrir Borgar- fjörð vanmetið af mörgum, þar á meðal sumum forystu- mönnum sveitarfélagsins. Borgfirðingar allir eiga rétt á að svo mikilvægt mál sem sala þessa sameiginlega fyrirtækis okkar sé rædd fyrir opnum tjöldum og að almenningur innan héraðs fái að segja sína skoðun á málinu. Eg vil þakka þeim fjölmögru sem hafa haft samband við mig síðustu vik- una og lýst yfir smðningi við þessi sjónarmið. Mig langar hins vegar að reifa helstu rök sem valda því að ég er andvígur sölu sjóðsins en þau eru eftirfarandi: * Einn helsti styrkleiki þessa héraðs er að hafa trausta og öfluga fjármálastofnun undir stjórn heimamanna. Svæðið má ekki við því að missa þá sérstöðu. Um allt land leitast sveitarfélög við að styrkja fjárfestingu í uppbyggingu atvinnulífs á sínu svæði og hafa víða reynt stofnun sérstakra ný- sköpunarsjóða í þeim til- gangi. Sparisjóðurinn er slíkur sjóður okkar Borg- firðinga og ómetanlegur sem slíkur. * Sjóðurinn hefur stutt við bakið á atvinnufyrirtækjum héraðsins á erfiðum tím- um. Með virkri aðkomu að fjárhagslegri endur- skipulagningu á fyrirtækj- um sem og lánveitingum til arðsemiskapandi starf- semi, hefur tekist að forða fjöldaatvinnuleysi í Borg- arbyggð. Ég þori að full- yrða að engin önnur fjár- málastofhun hefði gengið jafn langt í slíkum stuðn- ingi og Sparisjóður Mýra- sýslu hefur gert enda skynja menn þar hagsmuni og líf heimafólks. * Borgfirðingar njóta góðra kjara hjá sparisjóðnum. I þeim efhum hvet ég fólk til að bera saman þjónustu- gjöld í SM og hjá öðrum lánastofhunum. * Við sjóðinn starfa nú 25 starfsmenn. Það er dag- ljóst að 10-15 þeirra yrði sagt upp ef til sameiningar við stóran banka kæmi þar sem eðlisbreyting myndi verða á starfseminni. Sparisjóðurinn er sjálfstæð bankastofhun en yrði úti- bú. Oll stjórnun, bak- vinnsla og sérfræðiþjón- usta myndi hverfa við slíka breytingu. * Undanfarið hafa stjórn og starfsfólk sjóðsins unnið að stefnumörkun hans til næstu ára. Sjóðurinn er öflugasti landsbyggðar- sparisjóðurinn og getur sem slíkur tekið forystu í fyrirséðu sameiningarferli sparisjóða á landsbyggð- inni. Sjóðurinn hefur í raun þegar sýnt vilja til slíkra hluta með kauptil- boði í Sparisjóð Siglufjarð- ar nú nýlega. Þessi fram- tíðarsýn mun, fái sjóðurinn til þess frið, skapa ný störf innan hans en á nýjum störfum þurfum við sárlega að halda hér um slóðir. Sjóðurinn getur þannig orðið vaxtarbroddur há- tekjustarfa í Borgarnesi og er það vel. * Árlega styður sjóðurinn myndarlega við æskulýðs-, íþrótta og menningarstarf- semi í Borgarfirði með því að láta hluta af hagnaði sínum renna til slíkrar starfsemi. Þannig njóta Borgfirðingar afrakstursins af starfsemi sjóðsins með beinum hætti. Þetta vita allir þeir sem standa á ó- eigingjarnan hátt að því menningar og félagsstarfi sem frarn fer á starfssvæði sjóðsins og er ég þess full- viss að það góða fólk kann að meta starfsemi Spari- sjóðs Mýrasýslu að verð- leikum. * Þá er ótalið það sjónarmið að sparisjóðurinn er sjálfs- eignarstofnun þar sem stofnfjáreigendur geta í raun aðeins selt sitt stofhfé. Stofnfé Borgarbyggðar í sjóðnum nemur uppfært á fjórðu milljón króna. Það eru þeir fjármunir sem sveitarfélagið hefur lagt til sjóðsins. Sveitarfélögin eiga ekki sjóðinn sem slík- an heldur er hann í raun sameign allra viðskipta- manna hans, bæði þeirra sem búa í Borgarbyggð og Hvítársíðu sem og allra annarra. Því má spyrja hvort það sé siðferðislega rétt að andvirði sjóðsins rynni eingöngu til hluta Borgfirðinga við sölu en ekki allra viðskiptamanna. Nýleg lög um fjármála- stofiianir eiga og að girða fýrir sölu með þeim hætti sem rætt hefur verið um. Fyrir sölu sjóðsins eru í raun fá efnisleg rök. Eg hef ekki heyrt því haldið fram að það að sala muni styrkja at- vinnulífið í héraði umfram það að eiga sparisjóðinn eða að annar banki sé sérstaklega líklegur til að flytja ný há- tekjustörf hingað og fjölga störfum yfirleitt. Þá er ólík- legt að slíkur aðili ráðstafi ár- lega 10-15 milljónum til menningar-, íþrótta- og æsku- lýðsmála í Borgarfirði. Einu raunverulegu rökin sem færð eru fýrir sölu eru peningaleg staða bæjarsjóðs. Skuldastaða þess er þó ekki verri en gengur og gerist á meðal sveitarfélaga af sömu stærð. Hins vegar á sveitarfé- lagið við rekstrarvanda að stríða. Hann leysa menn ekki með sölu eigna heldur með því að skera niður útgjöld eða hækka tekjur. Með sölu eigna til að fjármagna rekstrarvanda étur fólk ofan af sér. Svo ein- falt er það! Kjarni þessa máls er hvert framtíðarhagnaður af starf- semi sjóðsins á að renna. Á hann að renna til hluthafa utan héraðs eða eigum við á- fram að halda honum hér heima og nýta til góðra verka? Svari hver fýrir sig. Runólfur Agústsson er stjómar- ogfulltniaráðs- maður í Sparisjóði Mýrasýslu www.skessuhom.is Góugleði í B r ú a r á $ i ^ mars Mikil gleði mikið grín mikið gaman! nefndin Fundur um hrossaræktarmá Ágúst Sigurðsson landsráðunautur í hrossarækt og Kristinn Guðnason formaður félags hrossabænda verða á ferð um landið á næstu vikum að 1 Boðað er til fundar á Hvanneyri i (matsalur) mánudaainn 24. febrúar, kl 20:30 Allt áhugafólk um málefni hrossaræktarinnar er hvatt til að mæta Auglýsing Um deiliskipulag í Kolbeinsstaðarhreppi Snœfellsnessýslu. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir 31 frístundahús í landi Hraunholts Kolbeinsstaðarhreppi, austan Heydalsvegar og sunnan við veg að Hallkellsstaðarhlíð. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi hjá oddvita Kolbeinsstaðarhrepps að 1 Ásbrún frá 21. febrúar til 21. mars 2003 á venjulegum s skrifstofutíma. s ? Athugasemdum skal skila fyrir 04.apríl 2003 og skulu þœr vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.