Skessuhorn - 19.02.2003, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003
_H l
Menningarhús til íþróttaiðkunar!
Fótbolti, hross,
fijálsar o.fl.
Fyrir nokkrum misserum var
umræða um að hver landshluti
ætti að fá fjármagn til að reisa
menningarhús. I mínum huga
voru þetta áform um að byggja
enn eitt félagsheimilið, en eins
og við vitum þá er þó nokkuð
til af þeim fyrir hér á Vestur-
landi.
Hinsvegar er til annars kon-
ar menning sem þarfnast auk-
ins húsnæðis og það skjótt, en
það er „íþróttamenningin“.
Okkur íbúum á Vesturlandi
vantar nefnilega fjölnota í-
þróttahús (knattspyrnuhöll)
eins og þau sem spretta upp
eins og gorkúlur hérlendis og
nú síðast á Akureyri. Líklega
er það fjarlægur draumur að
slíkt hús verði reist hér um
slóðir og því miður eru þá
miklar líkur á að við sitjum eft-
ir innan fárra ára í fótboltanum
og er ég þá að tala um Vestur-
land alveg niður að rörinu und-
ir Hvalfjörð! En það eru aðrar
leiðir færar í stöðunni sem geta
gagnast mikið. Þannig er að
undanfarin misseri hefur verið
nokkur umræða um byggingu
reiðhallar í nágrenni Borgar-
ness og held ég að tími fram-
kvæmda þurfi að fara að renna
upp! Þarna er á ferðinni ákaf-
lega vænlegur kostur til efling-
ar á íþróttastarfi í héraðinu.
Slík höll, t.d. 30 x 50m, með
tilheyrandi áhorfendasvæði
yrði mikil lyftistöng fyrir hesta-
mennsku, knattspyrnu og
frjálsar íþróttir á svæðinu.
Mikil gróska er í þessum grein-
um í héraðinu og er t.d. mikil
aukning í þátttöku barna og
unglinga á knattspyrnuæfing-
um hjá Skallagrími. Mikil þörf
er á auknum æfingatíma fyrir
fótboltann og myndi reiðhöll
leysa það mál. Flestar fótbolta-
æfingar færu yfir í slíka höll og
þannig myndi skapast rými fyr-
ir aðrar íþróttagreinar og
trimmhópa í íþróttahúsinu í
Borgarnesi. Líklega yrði upp-
bygging og rekstur fjölnota
reiðhallar léttari, en ef húsnæð-
ið væri einungis smíðað utan-
um hestamennskuna!
Við eigum öflug fyrirtæki í
héraðinu, sem tengjast vörslu
peninga, steypu og utanhúss-
klæðningum, sem myndu ef-
laust vilja styðja dyggilega við
þessa framkvæmd. Þá geta fé-
Sverrir Heiðar Júlíusson
lagasamtök á svæðinu sem
tengjast hestamennsku og öðru
íþróttastarfi lyft grettistaki við
slíka framkvæmd, eins og oft
hefur verið sýnt fram á í gegn-
um tíðina, jafnvel þó sífellt
verði dýpra á ungmennafélags-
andanum hjá þorra almenn-
ings. Ekki væri svo verra ef við
gætum notað eitthvað af „fyrir-
heitnu menningarhúsapening-
unum“ í þessa framkvæmd!
Einnig eru fordæmi fyrir veg-
legum opinberum stuðningi
við samskonar byggingu t.d. í
Skagafirði, þannig að þetta get-
ur líka orðið spurning um dá-
lítinn „lobbýisma“ á kosninga-
ári!
Eitt af því sem gerir byggð
sterka og líklega til vaxtar, er sú
aðstaða sem fyrir hendi er til
atvinnu, menntunar og afþrey-
ingar. Mín skoðun er að við
þurfum að skapa betri aðstöðu
til íþróttaiðkunar yfir vetrar-
mánuðina og snemma á vorin,
því hvað er betra en heilbrigð
sál í hraustum líkama. Gleym-
um ekki þætti íþróttaiðkunar í
forvörnum og uppeldislegu til-
liti. Með þessum lokaorðum
sendi ég boltann og vona að
honum verði áfram haldið á
lofti!....og að þessi draumur
knattspyrnuþjálfarans og
margra annarra, geti orðið að
veruleika fyrr en síðar!
Grenitúni, Hvanneyri
13. febrúar 2003
Með íþróttakveðju,
Sverrir Heiðar
l/litióht’aúd
Skal nú meðan skapa nýt
Afmæli eru alltaf
taldir svolitlir á-
fangar á lífsbraut-
inni og þó hálfur
áratugur sé ekki
langur tími í sjálfu
sér er það þó
J| meira en mörgum
I héraðsfréttablöð-
I um hefur tekist að
tóra. Þegar Rit-
stjórinn fór að minna mig á að blaðið
væri að verða fimm ára rifjaðist upp fyrir
mér sagan af stráknum sem var spurður
hvað hann væri gamall og svaraði:
„Eg er fimm ára, en mamma segir að
ég gæti verið orðinn sex ára ef pabbi hefði
ekki verið svona feiminn“. Það veldur
miklu um framtíðina hvernig til tekst
með fyrstu eintökin og alla vega virðist
þetta hafa verið skýrleikspiltur svo
kannske hefúr borgað sig fyrir foreldrana
að bíða eftir allt saman.
Eg fór að rifja upp hvernig ég hefði
byrjað andlega fóðrun lesenda minna og
kemur hér kafli úr upphafi fyrsta þáttar-
ins:
„Einhvern tíma barst eintak af blaðinu
íslendingi í hendur Bjarna frá Gröf, úr-
smiðs á Akureyri og var það óprentað að
innanverðu. Bjarni velti blaðinu fyrir sér
og kvað svo:
Islending ég áðan sá,
óðar fletti honum,
hann var eins og hausinn á
heiðruðu ritstjóronum.
Svipað slys vildi til á Alþýðublaðinu
nema hvað það eintak barst til Páls H.
Jónssonar á Laugum og varð það tilefni
Þ'
essarar visu:
Alþýðublaðið á sér tíðum
úrrœði sem mér líkar við,
þeir skjóta inn í það auðum síðum
til uppfyllingar á lesmálið.
A síðustu stundum Vesturlandspóstsins
sáluga sá Jón Þ. Björnsson um vísu vik-
unnar og var víst ekki frítt við að ein-
hverjum þætti broddur falinn:
Þegar hund í hamsi ber ég
hressir lundu fjörlegt blað,
um þessar mundir oftast er ég
enga stund að lesa það.“
Á afmælishátíðum eru stundum haldn-
ar langar og leiðinlegar ræður og tæplega
hefur það verið sérlega skemmtilegur
ræðumaður sem ísleifur Gíslason orti um
enda líklega ekki einu sinni í afmælis-
veislu:
Gífuryrðum um sig sló,
útsýn firðum glapti,
svifastirður sýndist þó
í samábyrgðarhafti.
Hinsvegar fá afmælisbörn stundum
vísur í tilefni tímamótanna þó oftast séu
þær tóm lofgerðarrolla sem allir gleyma
jafnharðan. Stefán Jónsson fréttamaður
var bæði frábær hagyrðingur og mikill
húmoristi og orti mikið í orðastað Jóns á
Akri og eftir að Jón var farinn að eldast
vissi hann ekki alltaf fyrir víst hvor þeirra
hafði ort hvað. A stórafmæli Páls ísólfs-
sonar meðan Morgunblaðið laut traustri
pólitískri stjórn Sjálfstæðisflokksins
hringdi Stefán niður á Morgunblað með
rödd Jóns og lét birta eftirfarandi afmæl-
isvísu undir nafhi Jóns:
Ó- það lœt ég ekki -gert.
af - ég -mœli syng um
og tónakálfinn töluvert
teitur dansa kringum.
Engum sögum fer hins vegar af hrifh-
ingu skráðs höfundar yfir kveðskapnum.
Reynir Jónasson harmonikuleikari og
organisti fékk á fimmtugsafmæli sínu
svohljóðandi vísu ffá vini sínum:
Ellimörkin eru að byrja,
alltaf nálgast Gullna Hliðið.
Þá er kannske klúrt að spyrja
hvort þú getir ennþá
- sinnt þínum helstu áhugamálum.
Vissulega nálgumst við stöðugt Gullna
Hliðið um einn dag í einu og þó það sé
vafalaust æskileg endastöð er kannske allt
í lagi að athuga sinn gang á leiðinni þang-
að. Þegar Karl Isfeld var að alast upp
þótti hann nokkur orðhákur og blótsam-
ur í betra lagi. Þá orti kunningi hans:
Karl er til himna kominn
að kanna hin heilögu vé.
,,Hér er margt helvíti skrítið,
en hvar cetli andskotinn sé“
Einhver svarvísa átti að vera til við
þessu en hún er nú fallin mér úr minni
enda langt síðan ég lærði þessi fræði. Þó
okkur breyskum mönnum verði það
stundum á að nefna myrkrahöfðingjann á
nafn verður flestum það frekar fyrir að
snúa sér í hina áttina þegar verulega
harðnar á dalnum nema menn hafi sömu
tök og Sæmundur fróði á neðri bóndan-
um eða selji sig á svipaðan hátt og Faust.
Orn á Steðja orti um ágjarnan mann:
Hér má líta hygginn mann
heims í vilkynningu,
fyrir silfur seldi hann
sómatilfinningu.
Venjulegir meðaljónar eins og ég sem
lenda stundum í þeirri aðstöðu að þurfa
að skipta fimmtíu krónum milli tíu
manna þannig að hver fái hundrað krón-
ur þekkja mætavel afstöðu Þórleifs Jóns-
Skal nú meðan skapa nýt,
skuldafylla sekki.
Hérna megin hefég krít
-hinumegin ekkil
Stefán Jónsson þurfti einhvern tíma á
peningum að halda meðan Kári sonur
hans hafði ekki enn stofnað íslenska
erfðagreiningu og sneri sér þá til Péturs
Benediktssonar bankastjóra, en til að er-
indið fengi betri afgreiðslu lét hann eftir-
farandi fylgja:
Fá- ég opna -tœktar trant
sem trauðla hjalað getur.
Pen- nú -inga er mér vant,
yður að segja Pétur.
Lánið fékk hann orðalaust. Það eru
samt ekki allir svo heppnir að geta ort sér
út lán þegar vantar í sjóðinn og hafa marg-
ir lent í bæði andlegum og líkamlegum
þjáningum þess vegna. Gísli Helgason ffá
Hlíðarhúsum orti:
Ellin kynnist kífsins byl,
kólnar sinnislundum, -
œskan finnur einnig til
-ekki minna stundum.
Fleira getur gengið mótdrægt en pen-
ingaleysi en Steinn K. Steindórsson velti
fyrir sér hver gæti orðið sigurvegari:
Hver mun ganga gœfuspor,
greiðar framabrautir?
-Sá sem einn á afl og þor
allar sigrar þrautir.
Ekki veit ég hvort þetta er nú algilt en
ekki skaðar það að minnsta kosti. Það er
heldur ekki sérlega skynsamlegt að reyna
alltaf að kenna öðrum um allt það sem á
móti hefur blásið þó þeir eigi vafalaust
sinn þátt í módætinu. Hjálmar Þorsteins-
son á Hofi ortí:
Enginn skyldi beita á bök
brýndum slaðursorðum,
eða gefa Evu að sök
eplatöku forðum.
Lítið gaman væri nú að þessu lífsbasli
án Evu og dætra hennar fjölmargra og er
rétt að enda þennan þátt á ágætri vísu
Jóns M. Péturssonar frá Hafhardal:
Ástin þýðir hugans hjam,
hjartað eyðir sorgum,
ég hef ennþá eins og bam
yndi af spilaborgum.
Með þökkfyrir lesturinn.
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S: 435 1367 - dd@binet.is